Vísir - 01.12.1964, Síða 7
VÍSI3
Síðustu bækur Bókfellsút-
gáfunnar að koma út
Bækur Æskunnar
BókabúS Æskunnar gefur út
10 barnabækur í ár og er til
þeirra vel vandað svo sem á-
vallt hefur verið, að bví er
þessa útgáfustarfsemi varðar,
allt frá því fyrsta barnabók
Æskunnar kom út um siðustu
aldamót, en það var bókin Sög-
ur æskunnar, eftir Sigurð Júl.
Jóhannesson skáld og lækni.
Fyrst er að geta tveggja end.
urprentaðra bóka, sígildra:
önnur er Hetjan unga, eftir
Herbert Strang, i þýðingu Sig-
urðar Skúlasonar. Þetta er önn
ur útgáfa góðrar bókar — fyrri
útgáfan hefur verið uppseld all
lengi. Hin er Oliver Twist, eft-
ir Charles Dickens. Kom út
1943 — og verið ófáanleg um
mörg ár. Þessa bók nægir að
nefna án meðmæla.
t haust komu: Litla lambið,
eftir sfra Jón Kr. ísfeld, með
myndum eftir Þórdísi Tryggva-
dóttur. Örkin hans Nóa eftir
Walt Disney, 5. útg., í þýðingu
Guðjóns Guðjónssonar skólnstj.
Spæjarar eftir Gunnar Nilan í
þýðingu sama. Fjóskötturinn
Jáum, eftir Gustav Sandgren.
Davíð Copperfield eftir Dickens
f þýðingu Sigurðar Skúlasonar.
Móðir og bam eftir Tagore, í
þýðingu Gunnars Dal, gefin út
í minningu 65 ára afmælis Æsk
unnar. — Tvær koma fyrir jól-
in: Hart á móti hörðu, eftir Dag
Christensen f þýðingu G. G.
Hagalíns og telpusagan Stína
eftir Babbis Friis Baastad í þýð
ingu Sigurður Gunnarssonar
skólastjóra. Báðar þessar bækur
voru metsölubækur á Norður-
löndum.
Því gleymi ég aldrei.
III. bindi. Ak 1964.
Gísli Jónsson bjó til
prentunar.
Þetta er ærið misjöfn bók
eins og að líkum lætur, þegar 20
menn og konur, misjafnlegum
hæfileikum gædd til ritstarfa,
leggja saman í púkk.
í þessu tilfelli skiptir rithæfn-
in þó ekki ein máli, nema síður
sé. Það er miklu fremur at-.
burðarásin sjálf, að hún sé það
stórbrotin og minnileg, að henni
verði ekki gleymt. En einmitt f
þessu tilfelli finnst mér nokkur
misbrestur á verða, ekki aðeins
í þessu síðasta bindi, heldur og i
öllum þeim þrem bindum, sem
út eru komin. Hér er stundum
skrifað um atvik eða viðburði,
sem enginn venjulegur lesandi
fær skilið að geti orðið einum
eða neinum ógleymanlegt — og
ef svo er, þá skortir höfundinn
líf og stíltækni til að tjá sig
og láta lesandann finna eða lifa
sig inn í það, sem hann vill
túlka. Aðrir fara út fyrir ramma
þess tákns, sem bókartitillinn
felur í sér með því að skrifa
ævisögubrot eða minningabrot,
sem ná yfir mörg ár og ekkert
atvik er öðru minnisstæðara,
eða þá að höfundarnir vilja láta
ljós sín skína í eins konar skáld-
legum myndum, sem naumast
verður séð að skylt eigi við
ógleymanlega atburði.
Þó er langur vegur frá að
bókin sé öll misheppnuð Þar
er þvert á móti um nokkra af-
bragðsþætti að ræða, ekki sízt
manna sem lifað hafa mikla at-
burði eða válega og má þar
arrita um Island á þvl tímabili
sem þær eru ritaðar. Það er
Steindór Steindórsson mennta-
skólakennari sem hefur 'slenzk-
að Ferðabók Olaviusar og skrif
að að henni ftariegan formá'a.
Kortið, sem mjög oft vantar i
frumútgáfuna, fylgir pessu
bindi, en myndir munu fylgjn
seinna bindinu, sem væntanlega
kemur út á náesta áfi.
Það mun -vera-'hugmynd tor-
ráðamanna útgáfunnar að gefa
út ferðabækur um Island í æ nk
ari mæli seinna meir, en áður
hefur hún gefið út Ferðabók
Dufferins lávarðar til íslands.
„Auðnustundir" er heit' á
mjög fallegri bók eftir Birgi
Kjaran fyrrv. alþm. Áður hafði
hann gefið út hliðstæða bók
„Fagra land“, sem vakti óskerta
athygli, ekki aðeins vegna snyrt’i
legrar útgáfu og frágangs,
heldur og fyrst og fremst vegna
frásagnargáfu og stíltöfra.
„Auðnustundir" er hliðstæð
bók þeirri fyrri, jafnt að efni
sem útlit'i, en þó öllu meir í
þessa borið, m.a. með prentun
fjölmargra litmynda, auk svart
hvítra mynda. I bókinni eru
ferðaþættir víðsvegar að af
landinu, en líka dregnar upp
einstakar myndir af einstökum
lönguliðnum sögulegum atburð-
um, þættir um samtíðamenn,
m.a. Jóhannes Kjarval, Áma
Thorsteinssen, Sigurð Bernd-
sen o. fl. Þessi bók hefur allt
til að bera að verða vinsæl og
vel þegin jólabók.
Og nú síðast en ekki sízt er
síðasta bók Bókfellsútgáfunnar
fyrir þessi jól að koma á mark-
aðinn. Það er samtalsbók Matt-
híasar ritstjóra Jóhannessen við
Pál ísólfsson. Hún heitir „I dag
skín sól“. Fyrir þremur árum
kom út viðtalsbók þessara
sömu manna „Hundaþúfan og
hafið“ en þessi nýja tekur við
þar sem hún hætti. Fullyrða má
að bókin er skemmtileg eins og
maðurinn sem við er rætt. Hún
er prýdd nokkrum myndum.
Bókfellsútgáfan hefur nú
starfað I 20 ár og á þvi tímabili
gefið út 160 — 170 bækur. Þær
hafa orðið vinsælar og náð mik-
illi útbre'iðslu meðal lesenda.
Á siðari árum hefur útgáfan
sveigzt æ meir í þá átt að gefa
út bækur um sögulegan og þjóð
legan fróðleik, ævisögur, ferða-
sögur o. þ. h.
Bókfellsútgáfan í Reykjavík
sendir sex bækur á markaðinn
á þessu hausti, allt mikil rit og
vönduð að efni og frágang'.
Fyrsta bókin sem á markað-
inn kom var skáldsaga Knst-
manns Guðmundssonar rithöf-
undar „Ármann og Vildís.“ Hún
hefur ekki verið þýdd á ís-
lenzku í heild áður, en hins
vegar íslenzkaði höfundurinn
sjálfur nokkra úrvalskafla úr
henní og las í Ríkisútvarpið fyr
ir nokkrum árum. Ármann og
Vildís er í röð fyrstu bóka Krist
manns, sem vöktu á honum at-
hygli I Noregi og hún hefur
borið hróður hans viða um
heim því hún hefur verið þýdd
á mörg tungumál. Hér birtist
skáldsagan í nýrri og endur-
bættri gerð af höfundarins
hálfu, sem bókmenntagagni'ýn-
endur telja vera til bóta.
Fyrir mörgum árum hóf Bók-
fellsútgáfan útgáfu ævisagna-
safns, sem nefndist „Merkir ís-
lendingar." Kom það út I 6 bmd
um undir stjórn og umsjá dr.
Þorkels prófessor Jóhannesson
ar. Alls munu þá hafa komið út
um 100 ævisögur I þessum 6
bindum. Þegar Þorkell féll frá
söknuðu menn þessarar útgáfu
svo að nýr maður var ráðinn til
að halda henni áfram. Það var
Jón Guðnason fyrrv. þjóðskjala
vörður. 1 haust kom út 3. bindi
I hinum nýja flokki Merkra Is-
lendinga, með samtals 12 ævi-
sögum frá ýmsum tímum Is-
landsbyggðar. Fjalla þær þó að
eins um látna menn og fyigja
myndir af þeim, sem hægt er að
fá myndir af, og eins rithandar-
sýnishorn flestra þeirra. Bók-
fellsútgáfan telur þetta ritsafn
vera eitt af höfuðverkefnum sín
Misjafnlega
um og er ákveðin í að ha’da
úgáfu þess áfram.
Annað merkilegt ritsafn, sem
Bókfellsútgáfan hefur gefið út
á undanförnum árum eru ís-
lenzk sendibréf. Eru nú komin
út af því 5 bindi, það siðasta
fyrir fáum dögum, en í þvi erti
sendibréf dr. Valtýs Guðmunde
sonar prófessors I Khöfn.
Þetta bréfasafn varpar nýju
Ijósi á persónu dr. Valtýs, til-
finningalíf, stjórnmálaskoðanir
og persónu hans I heild. Þó að
þessi bréfasöfn, sem Finnur
Guðmundsson fyrrv. landsbóka-
vörður hefur séð um útgáfu á,
hafi ákveðið samheiti, er hvert
verk sjálfstæð heild út af fyrir
sig og óháð hinum.
Þriðja stórverkið, sem Bók-
fellsútgáfan hefur sent frá sér
I haust er fyrra bindi af Ferða-
bók Ólafs Olaviusar, sem ásarrt
Ferðabók Bjarna Pálssonar og
Éggerts Ólafssonar og Ferðabók
Sveins Pálssonar, verður að teii-
ast í rþð gagnmerkustu heimild
Síðasta skip suður
„Síðasta skip suðuri’ heitir
bók, sem kom á bókamarkaðinn
. gær. Það þjóðlífsmyndir
-'rá Breiðafjarðareyjum, sem
þeir .TökuII Jakobsson rithöfund
ur og Baltasar listamaður frá
Spáni hafa brugðið upp I máli
og .yndum, en útgáfan Skál-
holt h.f. gefið út.
Bókin fjallar um llf og háttu
eyjafólks I þeim hluta Breiða-
fjarðareyja, sem I'iggur undir
Bargastr.sýslu. Hún lýsir stað-
háttum, rekur sögu byggðarinn
,ar að me'ira eða minna leyti,
segir frá ' náttúrusérkennum,
nafngreindu fólki o. fl. Það er
brugðið upp I myndum úr dag-
legu llfi fólkpins I næsta eftir-
minnilegum stíltökum.
Tugir teikninga skreyta bók-
ina og er óhætt að fullyrða að
þetta er ein skemmtilegast
skreytt bók, sem hér hefur ver
ið gefin út um árabil. Hafa höf-
undur og teiknari ferðazt sam-
an um svæði það sem bókin
Framh. á bls. *»
nefna „Kappsund við dauðann”
eftir Sigmund Guðmundsson, þó
þar sé ekki miklum stíltöfrum
fyrir að fara. Þá má nefna þætti
þeirra Bergsveins Skúlasonar,
Halldórs Jónssonar og ekki sízt
Kristjáns Jónssonar, sem allir
gerast á sjó og segja I góðum
stígandi frá dramatískum atburð
um sem halda lesandanum I
spennu allt til loka. Einn af
beztu þáttum bókarinnar er
„Þegar ég las Buslubæn” ^eftir
Steinþór bónda á Hala. Stór-
kostleg frásögn og gerð af mik-
illi kunnáttu. Annars eru e. t. v.
mestir stíltöfrar 1 grein Bjarna
frá Hofteigi „Draugurinn og
fljótið”. Það er gaman að lesa
þá grein stílsins vegna.
Tveir ágætlega skemmtilegir
og lifandi ferðaþættir eru I þess
ari bók, annar segir frá Rúss-
Iandsför Amórs Hannibalsson-
Birgir Kjaran
ar, hinn er ferðasaga skólap’ilta
um vesturhluta Norðurlands eft
ir Ragnar Jóhannesson.
Fléira er læsilegt í bókinni,
en ýmsir kaflar I henni þó þann
ig að þeim hefði betur verið
sleppt. Þ. J.
i