Vísir - 11.12.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 11.12.1964, Blaðsíða 7
Ví S I ^ iMtiKæssaaBmMBsœ&Æfmtsaavtafcik ywwraBB^^wfla1I3Ðlg■gaM^^!»*, * gtórveldi eitt í heiminum er nú að verða æ meira áber- andi. Það ræður að vísu ekki yfir neinum kjarnorkusprengj- um og ekki einni einustu eld- fiaug. Á landabréfum er ríki þess að fiatarmáli hluti úr ein um ferkílómetra. Þetta er elzta stórveidið sem til er f heimin um f dag. Það er Vatikanið, ka þólska kirkjan. Það er nú enginn vafi á því, að kaþóiska kirkjan er að hefja stórsókn um allan heim. Hún hefur nú eignazt yfirmann, sem virðist ætla að notfæra sér all ar útbreiðsluaðferðir nútímans. Með valdatöku Páls verður sú breyting, að páfTnn varpar frá sér nokkru af sinni guðdóm legu tign, sem fól það m.a. í sér að páfi yfirgaf aldrei Ítalíu- skaga. Nú fer hinn nýji páfi í hrein útbreiðsluferðalög með voldugum þotum. Það eitt vakti mikla furðu þegar Páll páfi fór í byrjun þessa árs fljúgandi austur til Gyðingalands og heimsótti hina helgu staði, sem tengdir eru minningunni um starf Krists og ævilok. Þar var yfirmaður stærsta kirkjufélagsins á ferð við uppsprettur kristindómsins. Xj’n nú iætur páfinn ekki stað ar numið við heimsókn á helga staði kristninnar. I síðustu viku brá hann sér austur til Indlands með Boeing- þotu. Ekki þarf að taka fram liann i'er til Suður Ame-iku, j. sem kaþólska kirkjan er einráó í trúarmálefnum. Slík heimsókn hins heiiaga páfa gæti væntan lega styrkt aðstöðuna geg' kommúnistum í þeim land- hluta. Hitt er vafamál, hvort ham treystir sér fyrst um sinn til að ráðast inn á landssvæði krist inna mótmælendatrúarmanna þar sem kaþólska kirkjan. íhaldssemi hennar og hroka- háttur er enn litinn sterkum gagnrýnisaugum. Jjjað má rétt minna á annan óvenjulegan viðburð innan kaþólsku kirkjunnar. Það var ekki alls fyrir löngu, sem Pál! páfi ákvað, að gefa hina frægu gullnu kórónu páfans, eitt æðsta virðingartákn hins guðiega embættis í sjóð fyrir fátækt fólk Þetta þóttu hin mestu fádæmi. Hvílkt örlæti og miskunr*3mi. Birtust stórar myndir af hin- um örláta föður, þar sem hann hélt á þessum mikla dýrgrip eins og hann vildi segja að með því yrði kraftaverk unnið og neyð fátæka mannsins í heiminum sigruð og bægt frá. En hvað skyldi þessi eina gullkóróna vega á móti öllum eignum kaþólsku Hrkjunnar víðs vegar í kaþólsku lóndunum. Gat þessi merkiiega og furðu- lega gjöf bætt úr ástandinu t. d. á Suður-Ítalíu og Spáni, þar sem kaþólska kirkjan hefur um aldaraðir mergsogið almúgann og gerir enn. En það er ein- kenniiegt fyrirbæri nútfmans, að einmitt þar sem kaþólska að ferðin var ágæta vel heppn- uð. Menn segja, að mannfjöld inn, sem safnaðist saman til þess að hylla hann hafi jafnvel verið meiri en við útför Nehru. Það eina sem menn hafa til samanburðar þessum fagnaðar- látum er aðdáunin á Gandhi í gamla daga. Gandhi var álit inn heilagur maður og dýrk un hans fór fram með guðdóm legri lotningu. Og einhvern veg in virðist sú hugmynd hafa verið komin inn í þær millj- ónir almúgamanna sem hópuð- ust út á strætin til að hyila Pál páfa, að hann væri heilagur maður. Það var nóg fyrir þenn an lýð, sem er alinn upp í ein- hverri samsuðu af hindúatrú og búddhatrú. Menn virtust telja sig alsæla af þeir fengju augum litið hinn heilaga og guðdóm- lega mann, hvað þá ef þeir yrðu aðnjótandi þeirrar óumræðan- legu sæiu að mega snerta eða kyssa kjólfald hans. TJáll páfi stóð sig prýðilega. Framkoma hans minnti á glæsilegan og aðlaðandi svip stjórnmálamanns, seni heldur fjöldafundi fyrir kosningar. Hann er sýnilega mikill stjórn- skörungur og lýðskrumari, sem á eftir að auka stórlega fylgi og hylli kaþólsku kirkjunnar, ef hann heldur þessum upptekna hætt’i og fer f fleiri slíka „kosn ingaleiðangra" til fjarlægra landa. Sennilegt má télja, að ekki líði á löngu þangað til Páll páfi leitar hylli lýðsins. Myndin tekin á ferðalagi hans, er hann veifar til mannfjöldans. kirkjan er enn voldugust, þar sem.hún á mestar jarðeignir og gull í fjársjóðum kirknanna, þar er fátækt almúgans einmitt mest. Gjöf hinnar gullnu kórónu var vafalaust vegleg, en gera þeir sem myndina hafa séð í blöðum og það hrós og vegleika sem kirkjan hlaut, sér ljóst, að móti þessum eina grip mun kaþólsku kirkjunni gefast marg falt verð hennar úr höndum hins fátæka fólks. Þannig held- ur auðsöfnunin áfram. Kaþólska kirkjan er ekk’i aðeins stór- veldi á sviði trúmála og stjórn mála, hún er einnig voldugt fjármálalegt afl. Stærstu al- þjóðlegu bankar heims myndu hverfa í skuggann af því valdi, í kaþólsku löndunum á hún jafnvel mik’inn hlut f ýmsum helztu bankastofnunum. JVú er enn e’inum þætti hins heilaga kirkjuþings f Róm lokið. Þar var til umræðu, hvort kaþólska kirkjan ætti að endurnýjast og taka upp bróð- urlegt samstarf við aðrar k’irkju deildir heimsins. í rauninni fjallaði þetta fyrst og fremst um það, hvort innle’iða skyldi þá sömu siðbót í kaþólsku drkjunni og mótmælendatrúar- menn framkvæmdu fyrir mörgum öldum. Þess var auð- vitað ekki að vænta, að kaþóiska kirkjan myndi opinberlega við- urkenna að hún hefði orðið eft ir f þróuninni eða að aðskiln- aður mótmælendatrúarmanna frá henni fyrr á öldum hefði verið fyrir kröfur tímanna. I stað þess að leita einlægs sam- starfs við siðbótarmenn, hlaut hún að fara sínar leiðir og byrja nú að grúska á ný í sömu ritningargreinunum, sem Kal- vin og Lúther byggðu sína bylt- ingu á. Þrátt fyrir þetta hefur verið talið að þróun sú sem nú var að hefjast í kaþólsku kirkj- unni væri m'ikið spor f fram- faraátt og myndi verða til að mjókka það ómælisbil, sem ver- ið hefur milli hennar og mót mælendakirknanna Að vísu voru sumir forustumanna mót- mælendak’irkna uggandi yfir þessari þróun, óttuðust að þeir kaþólsku myndu hljóta mikinn ávinning með sterkri áróðurs- vél sinni án þess að hugarfar, þe’irra breyttist mikið. Þeir settu það því, að algeru skilyrð’i fyrir samstarfi yfir hið breiða bil, að kaþólska kirkjan felldi niður þá hrokafullu fyrirlitn- ingu, sem hún hefur haft á öðr um kirkjudeildum, þar sem hún hefur lit’ið á mótmælendatrúar- menn sem heiðingja. Tþað kom í ljós á þessum síð- asta þætti hins kaþólska kirkjuþings, að þau öfl sem vildu sættir v’ið mótmælenda- trúarmenn voru miklu sterkari en menn höfðu ætlað. Virtist sem þar væri meirihluti fyrir því að kaþólska kirkjan stigi niður af stallinum og hætti að líta á sig sem æðri öðrum kirkjudeildum. Kristnir menn væru ailir bræður f guði, hvort sem þeir teldu sig kaþólska eða mótmælendur. En þá gerðust undarlegir at burðir á síðasta degi kirkju- þingsins. Páll páfi hafði verið álitinn sjálfur helzti frumkvöð- ull siðbótar ’innan kirkjúnnar. En nú á síðasta degi, þegar greiða skyldi atkvæði um þýð- ingarmesta mál þingsins, aukið frels’i kirkjunnar, og samstarf við aðra kirkjudeild’ir, þá komu allt í einu fyrirmæli frá páf- anum sem sýndu bæði að hann kærði sig ekkert um að nein veruleg siðbót væri fram- kvæmd. Fyrirmæli hans voru að engin atkvæðagreiðsla skyldi fara fram. Þessi fyrirmæli vöktu mikla óánægju meðal hinna frjáls- lyndari preiáta innan kirkjunn ar, sem höfðu þótzt sjá fram á að róttæk siðbót mynái sigra í atkvæðagreiðslu á þ’inginu. Voru sumir þessara manna titrandi af geðshræringu er þeir gengu út af hinu árangurslausa þingi, þótt þé’ir að sjálfsögðu þyrðu ekki annað en beygja sig fyrir ákvörðun einræðisherrans. /i ð vísu lét páfi tilkynna skömmu síðar, að fáein á- kvæði í áttina til aukins frelsis skyldu ganga í gildi. Hrokafull afstaða kaþólsku kirkjpnnar til annarra kirkjudeiída er að mestu sú sama, en þó gerðar smá breytingar. Fjalla þær mest um leyfi fyrir kaþólska menn að koma í kirkjur og guðsþjónustur mótmælendatrú armanna við sérstök tækifæri. Kaþólskum mönnum hefur Framhald á bls. 4. J fyrradag kom til umræðu á þingi tillaga til þingsálykt- unar frá Jóni Skaptasyni, ein- um þingmanna Framsóknar- flokksins, um verðtryggingu sparifjár. Benti þingmaðurinr. á að slík verðtrygging væri eitt ráðið í baráttunni við verðbólguna í þjóðfélaginu. Mundi slík verðtrygging draga úr verðþenslu og þannig stuðla að jafnvægi í þjóðfélaginu. @ Merkt mál Hér er merku máli hreyft, sem mjög er þess vert að sé athugað nánar. Ríkisstjómin hefur reyndar þegar látið sér- fræðinga sína athuga þetta mál, og vitað er að nágranna- þjóðirnar hafa sumar farið þessa braut í baráttu sinni fyr ir jafnvægi í þjóðfélaginu. Sú barátta er einmitt eitt af höf- uðverkefnum ríkisstjórnarinn- ar og ugglaust mun svipuð verðtrygging, sem hér er til umræðu. stuðla að auknu jafn- vægi Forsenda verðtrygging- arinnar er auðvitað sú, að út- lánin verði þá vísitölubundin. Má segja, að það sé sanngirn- ismál og myndu lántakendur eflaust sætta sig við slík kjör, enda þegar kominn vísir að slíkum lánum hér á landi. Færi því vel ef heildarrannsókn væri framkvæmd á þvf, hvort ekki bæri að ieggja út á þessa braut hér á landi í stærra mæli en verið hefur. Á það má drepa í þessu sambandi, að spariskír- teinalán ríkissjóðs, sem nú hef ur verið selt upp, er raunveru- lega þessi sama hugmynd í verki. Þar er spárifé manna verðtryggt og bundið húsa- leiguvfsitölu. Sýna undirtektir almennings að jarðvegur sýn- ist mjög góður fyrir slíka tryggingu þess fjár, sem al- menningur hefur úr að spila umfram daglegar þarfir. 0 Jafnvægið Þessa dagana koma fjárlög til síðari umræðu og verða þá teknar fyrir viðaukatillögur um aukin útgjöld. Flestar fjalla þær um auknar fjárveitingar til framkvæmda úti á landi. Ekki er að efa, að þær eru nauðsynlegar. En til hins verð ur einnig að líta, að hóf verð- ur að vera á útgjöldum ríkis- ins ef forða á enn meiri þenslu á peninga og vinnumarkaðin- um en orðin er. Ríkið á að ganga sem allra skemmst f því að keppa við einkaaðila um vinnuaflið og fjármagnið, nú þegar svo miklar fram- kvæmdir standa yfir á þeirra vegum. Ella hlýtur illa að fara og verðbólgan mjög að aukast í þjóðfélaginu. Margir hafa þungar áhyggjur af fólksflutn- ingum úr dreifbýlinu í þétt- býlið. En sá flutningur verður ekki stöðvaður með fjáraustri og sá tími mun koma, er þjóð inni fjölgar, að sveitir, sem nú eru fámennar byggjast aft- ur, með hjálp stóraukinnar^ tækni á öllum sviðum. Þvf þarf ekki að óttast þótt tfmabil fólksflutninga standi enn um hríð. Mikilvægara er að við halda jafnvægi og festu í þjóð félaginu og beina fjármagninu þangað, sem hver króna gefur mestan arð í þágu þjóðarinnar allrar. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.