Vísir - 11.12.1964, Blaðsíða 6
6
■nr
VÍSTR FösTiidagur H. desember 1964.
Jakob —
Frapih. at bls 1
x. ustu árin, var f vexti fram að
1962. -Virtist hlutur íslenzka
stofnsins tiltölulega lítill í heild
arútkomunni á sumarsíldveið-
um 1963 og 1964, og í haust
virtist mjög lítið síldarmagn
vera út af Suður- og Suðvestur-
landi. Þetta má fullyrða vegna
þess að mikið var leitað þar
að síld. Hefir síldin þá gengið
á önnur svæði, og hvar eru þau
þá? Um það er enn ekki hægt
að fullyrða, en þó svo væri þarf
það ekki að vera varanlegt þar
eð alltaf koma síldarleysisár,
sem ekki er hægt að skýra til
fulls hverju sinni. Eða stafar síld
arleysið syðra nú beinlínis af
því að gengið hafi verið óeðli
iega mikið á íslenzka stofninn?
Sú spurning er mjög alvarleg
og verður tekin til sérstakrar
yfirvegunar, reynt að ganga úr
skugga um hvort um ofveiði
geti verið að ræða seinustu ár
in, sagði Jakob Jakobsson.
Austurlandssíldin: Um hana
sagði Jakob eftirfarandi: Vetur
setustöðvar norsku síldarinnar
eru þarna djúpt út af Austfjörð
um eins og sakir standa, hún
safnast þarna saman þegar ætis
tímabilinu lýkur seint í septemb
er, f vesturjaðrinum á Austur-
fslandsstraumnum. En búizt er
við að meginhluti þessa norska
síldarstofns út af Austurlandi
hrygni við Noregsstrendur í
marz í vetur og er þvf ekki ó-
Ifklegt að þessi síld taki að fjar
lægjast landið upp úr áramót
um og síldveiðin eystra fari þá
að minnka. Þó gæti hún orðið
lengur fram eftir vetri, a.m.k.
er gífurlegt síldarmagn eystra
ennþá, enda fer norski stofninn
vaxandi.
Veguóætflun —
~ tramn -u ois i
þörf er á hraðbrautum út frá
Reykjavík á næstu árum. Gert
er ráð fyrir samkv. áætluninni,
að þjóðbrautir verði alls 2961
km eða 31,5% af öllu vegakerf
inu. Mestur kostnaður við ein-
SKIPAFRÉTTm
SKIPAUTGCRÐ RÍKISINS
Ms. Skjaldbreið
fer vestur um land til Akureyrar
15. þ.m. Vörumóttaka í dag og ár
degis á morgun til áætlunarhafna
við Húnaflóa.^og Skagafjörð, Ólafs
fjarðar og Dalvíkur.
Ms. Skjaldbreið
fer vestur um land 15. þ.m. Vöru
móttaka á mánudag til Ólafsvíkur,
Grundarfjarðar, Stykkishólms og
Flateyrar.
staka vegi er við vegina uin
Múla til Ölafsfjarðar, sem ljúka
eigi á næsta ári, svo og vegur
til Siglufjarðar, sem lokið verði
1966. Landsbrautir samkv. á-
ætlun verða 6272 km. eða
67% af vegakerfinu og aðal-
fjallvegir eru 444 km.
Um brúargerð segir, að til
stórbrúa séu áætlaðar 53 millj.
alls og verði væntanlega hægt
að byggja 12 brýr fyrir það fé.
Mikið verkefni sé þó fram und-
an því 9 stálbrýr 35 — 65 ára
gamlar, sem þurfi að endur-
byggja, séu í notkun, auk all-
margar óbyggðra. Ár á þjóð-
vegum sem yfir þurfi 10 m.
brýr eða lengri eru 69 og á
sýsluvegum 54. Smábrýr sem
vantar eru 254.
í kaflanum um véla og áhalda
kaup vegagerðarinnar segir, að
vélakostur hennar sé orðinn all-
bágborinn. Fjárveiting til véla-
kaupa næstu 4 ár er áætluð
76,6 millj. og verður varla nægi
legt til að endurnýja vélakost.
Vegir með varanlegu slitlagi eru
aðeins 0.4% af öllu þjóðvega-
kerfinu. Sé hins vegar á það
litið, að aðeins sé stefnt að
því, að hraðbrautir og þjóðveg-
ir í þéttbýli verði lagðir varan
legu slitlagi, þá sé nú komið
slitlag á 16,4% þessara vega.
Að lokum skal þess getið, að
akfærir þjóðvegir á landinu
munu vera um 8759 km.
Engin skip —
Framhald af bls. 1
söltunarstöðvarnar fyrir sunnan
standa auðar.
Sturlaugur Böðvarsson, fram-
kvæmdastjóri á Akranesi, sagði
blaðinu, að flutningarriir með
Höfrungi III virtust ætla að
ganga vel, en hann er með 2200
tuunur leið; tii Ál«%nesá. Stur
laugur ságðí, að H. -Ö. væru með
fjðra báta fýHr laustah. M ekftí
væri enn vitað, hvort meira yrði
flutt suður af síldinni. Nú væri
að koma slæmt veður eystra og
ekki búizt við veiði í nótt, svo
Sturlaugur reiknaði ekki með
meiri síld til Akraness að sinni.
Gunnar Flóvenz, framkvæmda
stjóri Síldarútvegsnefndar, sagði
blaðinu, að sölturiin fyrir austan
væri lítilfjörleg miðað við alla
þá samninga, sem gerðir hafa
verið um sölu á saltsíld í vetur.
Meðan stæðu auðar á S-vestur
landi stöðvar, sem gætu saltað
20—25.000 tunnur á dag, og
væri illt til þess að vita. Fyrir
austan væri svo mikil mannekla,
að Iítið brot af síldinni væri salt
að, þótt megnið af henni væri
fyllilega söltunarhæft. Fram að
þessu hafa verið saltaðar fyrir
austan 5—8000 tunnur upp í
Suðurlar.dssamninga. Segist
Gunnar mundu fagna öllum til-
raunum útvegsmanna til að
flytja síldina í vinnslu til Suð-
vesturlands.
Vilhjálmur Guðmundsson, fram
kvæmdastjóri Síldarverksmiðja
ríkisins, sagði, að verksmiðjurn-
ar hefðu ekki gert ráðstafanir
til að afla síldarflutningaskipa
eins og á sumrin. Til þess þyrfti
nokkurn fyrirvara og siglingin
til Islands er löng, á meðan
ve’iðihorfurnar fyrir austan eru
mjög ótryggar á þessum tíma
árs. Hins vegar sagði Vilhjálm-
ur, að verksmiðjurnar hefðu
verið standsettar. Reyðarfjarð-
arverksmiðjan átti að byrja að
bræða í morgun og Seyðisfjarð
arverksmiðjan í dag, báðar með
fullum afköstum, eða um 7000
mál á dag. Svo er Raufarhafn-
arverksmiðjan tilbúin, ef hinar
hafa ekki undan.
Sami uppgripaafli var á Aust-
fjarðamiSum í nótt sem leið og var
um 8 leytið kunnugt um afla 17
báta, sem höfðu fengið samtals
17.500 tunnur eða 1000 tunnur á
bát að meðaltali og telst það mok
afli hvort heldur er á sumar- eða
vetrarvertíð.
Veður spilltist er Ieið á nóttina.
Allmargir bátar munu hafa verið
að losa, og berst mikið til Aust
fjarðahafnanna, til Fáskrúðsfjarð-
ar í fyrradag 10.000 mál af 9 skip
um, en frá 1. des. hafa borizt þang
að 25.000 mál í bræðslu og 3000
til frystingar.
Afli 33 skipa í fyrrinótt reyndist
um 40.000 mál. Til Neskaupstaðar
komu 14 skip með 14.200 mál.
Þessir bátar fengu síld í nótt:
Haraldur 1200, Súlan 950, Hrafn
Sveinbjarnarson 1200 Helgi Fló-
ventsson 1700, Grótta 1200, Reykja
nes 900, Snæfugl 1500, Sæhrímnir
1300, Eldey 900, Þorbjörn II. 1000
Pétur Sigurðsson 700, Kristján Val
geir 600, Helga Guðmundsdóttir
1300, Hilmir 400, Jón Kjartansson
700, Sigfús Bergmann 500 og Við-
ey 1000.
manninn hafa verið ungan, háan
og grannvaxinn.
Er hann hafði rænt töskunni,
tók hann á sprett inn í húsagarð
og þaðan voru spor hans rakin
yfir garða og girðingar og yfir á
Sjafnargötu. Þar hurfu sporin í
troð’inni slóð og urðu ekki rakin
lengra.
Leidrétting
Á mynd á forsíðu í gærdag af
skíðalandsgöngunni, urðu þau mis
tök að annar maður frá vinstri á
myndinni var talinn vera Einar B.
Pálsson, verkfræðingur, en það var
ekki rétt, því að sá maður er Stef
án G. Björnsson, forstjóri Sjóvá-
tryggingafélags Islands og formað
ur Skíðafélags Reykjavíkur.
Leiðréttist þetta hér með og eru
hlutaðeigandi aðilar beðnir vel
virðingar á þessum mistökum.
Framh. at bls. 16
Hraðkeppnismót Þróttar:
Vinnur tmnað hvort liBanna
úr Hafnarfírðinum í kvöld?
Hraðkeppnin í handknattleik í
gærkveldi, sem haldin er í tilefni
af 15 ára afmæli Þróttar, færði tvö
Reykjavíkurlið og tvö Hafnarfjarð
arlið í undanúrslit, þ.e. KR og Árm.
og Hauka og FH, en Valsmenn
sátu hjá í fyrstu umíerð og kom
ast því heldur rólega í úrslitin. FH
hafði heppnina með sér í gær þeg-
ar dregið var, situr hjá í 2. um
ferð.
Leikimir í gær voru allsæmilegir
á að horfa, en enginn þeirra vannst
þó með mjög litlum mun, en úrslit
urðu sem hér segir:
KR — Fram 9:4
FH — ÍR 18:11
Haukar — Þróttur 10:5
Ármann — Víkingur 9:6
Þess skal getið, að Fram sendi
2. fiokk sinn lítið styrktan eldri
mönnum og stóð flokkurinn sig
vel gegn nýbökuðum Reykjavíkur-
meisturum KR. Hafnarfjarðarliðin
stóðu sig vel í gær og virðist ekki
ólíklegt að annaðhvort þeirra eða
jafnvel bæði keppi um sigur í mót
inu.
í kvöld fara fram þessir leikir:
Valur — Haukar
KR — Ármann
FH situr hjá.
Heimdragi
Fyrsta bindi nýs safnrits fyrir ís-
lenzkan fróSleik, gamlan og nýjan,
eftir ýmsa höfunda og víSs vegar af
landinu. Kristmundur Bjamason
safnaíSi efninu. sem er fjölbreytt og
skemmtilegt. — Kr. 325.00 ib.
Reimleikar
Ámi Óla gerir í bók þessari skil all-
mörgum kunnum íslenzkum fyrir-
bærum, sem eru af sama toga spunn-
in og hin alþjóðlegu ,,Poltergeist“-
fyrirbæri. Þetta eru sannfróðar frá-
sagnir af frægustu reimleikum á Is-
landi, s.s. Hjaltastaðafjandanum,
Núpsundrunum, Garpsdalsdraugn-
um o. fl. — Kr. 265.00 ib.
Lífsorrustan
Ný, stór skáldsaga eftir Óskar Aðal-
stein. Fyrst og fremst er þetta saga
um MANN og KONU, máttugur óð-
ur um ástir tveggja einstaklinga, en
jafnframt hárbeitt ádeila á flokka-
vald og stjórnmálaspillingu. —
Kr. 280.00 ib.
Neyðarkall
frá norðurskauti
Ný, æsispennandi skáldsaga eftir
Alistair MacLean. Af fyrri bókum
höfundarins fást enn Byssumar í
Navarone og Til móts vi‘8 gullskipið.
— Kr. 265.00 ib.
Brúðarleit
Hörkuspennandi skáldsaga eftir
Leslie T. White. Mjög sambærileg
við hinar vinsælu sögur Shellabar-
gers, Sigurvegarann frá Kastilíu og
Bragðaref. — Kr. 185.00 ib.
Sígildar sögur Iðunnar
I’ bókaflokknum Sígildar sögur IS-
unnar birtast einvörðungu víðfrægar
sögur, sem um áratuga skeið hafa
verið vinsælasta lestrarefni fólks á
öllum aldri. Nú eru nýkomnar út
Skytturnar II—III
og er þar með lokið útgáfu þessarar
heimsfrægu sögu Alexandre Dumas.
Einnig er nýkomin út sagan
Börnin í Nyskógum
ein vinsælasta saga Marryats. Hefur
hún ekki áður verið þýdd á íslenzku.
Þessar þrjár bækur kosta kr. 1 65.00
hver.
Aður eru komnar út í þessum bóka-
flokki sögurnar
Ben Húr
Kofi Tómasar f/ænda
fvar hlújára
Skyttumar 1.
IÐUNN |