Vísir - 21.12.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 21.12.1964, Blaðsíða 8
i V I S I R . Mánudagur 21. desember 1964. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáían VlSIR RJtstjóri: Gunnar G. Schram ASstOðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Þorsteinn Ö. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjald er 80 kr á mánuði ! lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Visis — Edda h.t Misskilningi eytf $ú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka álagningu í iöluskattsins um Vz% var tekin til þess að eyða þeim nisskilningi, sem kom upp við umræður um frumvarp- ð hjá þingmönnum Alþýðubandalagsins að með sölu- kattsfrumvarpinu hefði ríkisstjómin gengið á gefin iforð júnísamkomulagsins. Forsætisráðherra kvað á- tæður þessarar tillögu þær að samningsaðilar Alþýðu- ambandsins hefðu skilið samkomulagið þannig að ef iðurgreiðslur yrðu auknar á árinu til þess að halda erðlagi niðri, þá yrði það gert án þess að nýir skattar /rðu á lagðir í því tilefni. Hins vegar hefði engin slík /firlýsing verið gefin af hálfu ríkisstjórnarinnar. En orsætisráðherra kvaðst hafa sannf ærzt í viðræðum um ð forystumenn A. S. í. væru í góðri trú um sinn kilning. Því hefði ríkisstjórnin viljað sýna það með ækkun skattsins að höfuðnauðsyn sé að hvorugur að- ili hafi ástæðu til að ætla að reynt sé að hlunnfara nann í málinu. ■ \ "*1™ . r**■».. .,SJ... |>að kom fram í þeim umræðum sem fram fóru eftir tessa yfirlýsingu forsætisráðherra að fulltrúar Alþýðu- sambandsins sem á þingi sitja, töldu þessa breytingu drengskaparbragð og ættu því fullyrðingar um að með söluskattinum hafi júnísamkomulagið verið svikið nú að vera úr sögunni. Er það mikils virði þegar haft er í huga að í vor standa nýir heildarsamningar aftur íyrir dyrum. Tilgangur ríkisstjómarinnar með sölu- skattsfrumvarpinu hefur aldrei verið sá að klekkja á verkalýðssamtökunum eða launþegum landsins, eins og bezt kemur í ljós af þessari lækkun skattsins. Hér er einungis verið að gera nauðsynlega og óhjákvæmi- lega ráðstöfun, sem miðar að því að halda vísitölu og verðlagi í landinu niðri. Er vandséð að hvaða leyti það f getur verið launþegum til ógagns. Efling Efnahagsbandalagsins það voru mikil tíðindi er samkomulag tókst í síðustu- / vikii innan Efnahagsbandalagsins um kornverðið. Með því er stærsta ágreiningsmálið innan bandalagsins úr sögunni. Við borð lá að bandalagið sundraðist vegna þessa máls, en nú er það samhentara og sterkara en nokkru sinni fyrr. Afleiðing þess er að nágrannaríkin ern nú þegar tekin að endurskoða afstöðu sína til bandalagsins. í Danmörku eru uppi um það háværar ) raddir að Danir kanni aftur leiðir til aðildar að banda- 1 laginú. Benda dönsk blöð á að Fríverzlunarbandalagið y gegni ekki því meginhlutverki sem tryggi framtíðar i1 viðskiptahagsmuni landsins. Má fullvíst telja að bæði /i aðild Englands og EBE og Norðurlandanna komi senn aftur á dagskrá. Með slíkum viðræðum munum við íslendingar vel fylgjast þótt engar ákvarðanir í þessum efnum séu nú tímabærar. En kjarni málsins er sá að til lengdar getum við ekki verið með öllu án tengsla við viðskiptaheildir álfunnar. EINRÆÐUR EYÐIMERKUR- BÍLSINS Á FJARÐARHEIÐl Eiginlega hef ég alltaf verið á rangri hillu í lífinu. Ég kom ekki í heiminn til þess að flækj- ast um íslenzkar heiðar í frosti og fjúki í 33 ár. En það varð hlutskipti mitt og ég veit ekki hvort ég á að fagna því eða harma það, þegar ég sit hér uppi á miðri Fjarðaheiði, rúinn öllu skarti og kominn að fótum fram. Það er bezt, að ég byrji á þvi að kynna mig fyrir ykkur. Ég er ættaður úr landi de Gaulles, þaðan sem koníakið og kampavínið kemur. Ég er franskur og heiti Citroen, en ætt mín er rússnesk. Mér var upp- haflega ætlað það hiutverk að þeysast með dáta Útlendinga- hersveitarinnar, menn án for- tíðar og án framtíðar, um auðn- ir hinnar miklu Sahara til að berja á Serkjum og Berbum. Það fór þó ekki svo, að ég sæi skarðan mánann lýsa upp hvítar sandöldurnar í eyðimörk- inni miklu, sem titrar af hita á daginn. 1 þess stað hef ég séð norðurljósin blika yfir jökul- köldum og frosnum íslenzkum heiðum. Glæsta einkennisbún- inga sá ég aldrei, en þeim mun betur snjáðar bændaúlpur. Faðir minn er upprunninn í hjarta Rússlands, þar sem að sumri til eru mýrar fen og for- æði, en rennislétt hjarn að vetri til. Hann var af göfugum ættum og var verkfræðingur i hernum. Hann gekk með hug- mynd um farartæki sem hentað'i aðstæðum í heimalandinu, farar tæki, sem væri bæði bíll og skriðdreki. Svo komu bolsarnir og öld víga og hernaðar. Faðir minn var hvítliði og barðist gegn hinum nýju öflum. Hann beið ósigur, en tókst að flýja land, og fann nýtt heimili í Frakklandi. Og þar fæddist ég. Hann sá, að sams konar sam- gönguerfiðleika var við að etja í eyðimörkinni miklu og á slétt- unum miklu. Hann teiknaði mig og sýndi teikningarnar Citro- en verksmiðjunum, sem lengst af hafa verið frægar fyrir tækni legar nýjungar og vandaða smíði. Og þar var teikningun- um tekið opnum örmum og þær kynntar fyrir franska herráðinu. Það varð úr, að verksmiðjan hóf framleiðslu á takmörkuðum fjölda undrabíla til þess að nota . í Sahara-auðninni. Og þangað fóru allir bræður mínir. En fyrir þremur okkar átti ann að að liggja. Við vorum að ytra útliti lík- ir öðrum bílum eins og þeir gerðust í þá daga. En í stað aft urhjóla höfðum við gúmbelti, breið og löng. Og í stað fram- hjóla höfðum við skfði, sem hjól gengu niður úr. Við höfð- um 45 hestafla vél, sem knúði okkur á 40 km hraða á sléttu en aldrei minna en 12-15 km. hraða í hvernig færð sem var, þúfur, skorningar, lausasnjór Og sandur. Og við tókum átta manns í sæti. Mér hefur skilizt, að það, sem olli örlögum mínum, hafi verið að Jónas nokkur frá Hriflu las í tímaritinu Samvinnunni árið 1926, að verið væri að smíða þessa bíla. Hann lagði sama ár fram frv. á Alþingi um kaup á slíkum bíl til samgöngubóta á vetrum. Það náði ekki fram að ganga, en í stað þess var keypt ur bílplógur, sem átti að moka íslenzku heiðarnar. Hann gafst illa, mokaði snjó á báðar hliðar en skafrenningurinn fyllti jafn- óðum á milli, og allt var unnið fyrir gýg. Það var árið 1929, að Geir Zoega vegamálastjóri ákvað að kaupa einn bræðra minna. Það var í mikið ráðizt, þvi við vorum dýrseldir f þá daga, mað ur minn, enda ekkert til sparað í vöndun. Fyrsti bíllinn reyndist svo vel, að tveir voru keyptir til viðbótar sama ár og hinn fyrsti var reyndur, árttí 1930. Við vorum sem sagt þrfr braeð- urnir, sem fluttumst f þetta kalda land án konfaks og kampavíns. Það var eftirminnileg fyrsta stundin, þegar forsætisráðherr- ann fór með frfðu fönmeyti samgöngumálanefndar Alþingis og blaðamanna f reynsluferð um hvíta Hellisheiðina. Þessu lýsir ísafold svo: „Óku svo allir gestir með honum upp um fjöll og fimindi, sumir mannavegu en aðrir vegleysu. Snjór var ekki nógu mikill til þess að dæmt yrði um afrek bflsins, en fór hiklaust yfir hvað sem var. Þar sem skaflar voru skar hann ekki eins djúpt og gang- andi menn sigu skíðin að fram- an og skriðbeltin að aftan valda því að hann flýtur furð- anlega yfir ófærð. Vélin hefur svo mikið afl að bfllinn getur farið upp snarbrattar brekkur og verður ekki skotaskuld úr því þótt ófærð sé.“ Já, það var tekið vel á móti okkur. Við bræðurnir vorum í tutt- ugu ár einu snjóbílarnir i þessu landi snævarins. Vetur eftir vet ur pældum við um heiðamar og héldum uppi samgöngum. Um annað var ekki að ræða þá. í þá daga voru nú engar flugferðir til Akureyrar, og vegir voru varla til. Það var heldur ekki snjóleysa eins og nú er, þá sást nú snjór, maður minn. Við skiptum með okkur land- inu, e'inn sá um Hellisheiðina, annar um Holtavörðuheiðina og þriðji fór austur á land. Þá vor- um við nú konungar f riki okk- ar, og það létti okkur eftir- sjána að brakandi hita auðn- anna suður undir miðbaug, og glæstra einkennisbúninga erf- ingja Napoleons. Ég man, þegar Björn Jónas- son á Ytri-Reykjum tók mig 2. janúar 1931 út úr Bílasmiðjunni þar sem gert hafði verið á mig hús að frönsku fyrirmyndinni, ók með mig nokkra hringi um bæinn, fór með mig í skoðun, sem ég stóðst auðvitað með prýði, og við lögðum af stað á Mosfellsheiðina. Við fórum Þingvöll og Uxahryggi niður f Lundareykjadal og unntum Okk- ur ekki hvíldar fyrr en í Forna- hvammi. Siðan héldum við á heiðina alla leið norður á Hvammstanga. Þar varð nú gleði, þegar við komum, því að við vorum með langþráðan póstinn meðferðis. Það var ekki í síðasta sinn, sem ég hrærðist yfir gleði fólks ins f dreifðum byggðurium, þeg ar ég kom með póstinri til þess. Helzta hlutverk mitt í tuttugu ár var að sjá um, að pósturirin kæmist yfir Holtavörðuheiði, hvernig sem viðraði, Og 'menn kunnu að meta þær umbætur. Ég Iét aldrei neitt aftra mér frá áð gegna þeirri skyldu minni út í yztu æsar. og hlaut réttlátt iof fyrir. Að vísu var ísland áldrei neitt, sem átti við aristólýrat eins. og mig. En ég setti I mig þrjózku og franskt stolt og Sahara-auðn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.