Vísir - 21.12.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 21.12.1964, Blaðsíða 6
6 VISIR . Mánudagur 21. desember 1964. ÍÞRÓTTIR — Pramhald af bls. 2. aftnr 1 J7:17 og 18:18, en þá voru aðeins ðrfáar sek eftir aí leik. Helgi Amason skoraði þá 19:18, en ndstök Þróttara og skotgræðgi varö til þess að Hermann komst upp og skoraði 19:19 og skömmu sfðar náði Hermann bolta úr döm- arakasti, sem Þróttari sló til hans og sigurmark'ið kom þannig óbeint frá Þróttara, 20:19. Beztu menn í þessum leik, sem var ágætur og vel leikinn,-' voru þeir Hermann Gunnarsson, Berg- ur Guðnason og Stefán Sandholt hjá Val, en af Þrótturum var Guð- mundur Gústafsson markvörður beztur ásamt þeim Birgi Þorvalds- syni og Hauki Þorvaldssyni, en Þórður Ásgeirsson kom ágætlega frá þessum leik. Flest mörkin skoruðu: Valur: Bergur Guðnason 8, Sig- urður Dagsson 4, Gunnsteinn Skúla son 4, Hermann 3. Þróttur: Hauk- ur Þorvaldsson 6, Þórður Ásgeirs- son 4, Grétar Guðmundsson 4. Dómari var Daníel Benjamínsson og dæmdi vel. —jbp — Stal bíl — Framh at bls 1 stjórinn þá hafa veitt athygli bif- reið sem ekið var á ofsalegri ferð suður Bergstaðastrætið og hefði strax verið sýnilegt að ökumaður inn hafði enga stjórn og ekkert vald á henni annað en að stíga á benzíngjafann. En það hafði hann Iíka gert rækiiega. Þegar bifreiðin var komin á móts við Bergstaðastræti 64 lenti hún á Ijósastaur, fyrir framan Bergstaðastræti 68 lenti hún á um ferðarskilti og loks skall hún með heljarafli á ieigubifreiðinni og sneri henni í hálfhring. Var hún óökuhæf á eftir og stórskemmd. Bílstjórinn fékk högg á brjóstið, ef stýrisútbúnaðurinn færðis^ úr skorðum, en taldi sig þó órrieidd- an. Bifreiðin, sem árekstrinum olli, kastaðist upp á gangstéttina hin- um megin við götuna og stað- næmdist þar sem ein ruslahrúga. í henni sat dauðadrukkinn piltur, 17 ára gamall og voru engir far- þegar með honum. Hann mun hafa sloppið lftið sem ekkert meiddur eftir allar þessar aðfarir. Hins veg ar munaði litlu að hann væri bú inri að aka á konu sem var á gangi eftir Bergstaðastrætinu rétt áður en hann skall á leigubílnum. Við nánari eftirgrennslan lög- reglunnar kom í Ijós að pilturinn sem árekstrinum olli var ekki að- ein drukkinn, heldur og réttinda- Iaus og loks hafði hann tekið bif- reiðina í leyfisleysi og án vitundar eigandans, en þeir höfðu verið sám an áður um daginn. Pilturinn var færður 'í fanga geymsluna. Eldur — Framh at bls. 16 skipti kvatt út um helgina. Síðdegis í gær var það kvatt að Úthlíð 4. Þar voru menn að gera við bíl og voru með benzín í fati, við að þvo bremsuskálina á bíln- um. Vissu þeir ekki fyrri til en benzínið í fatinu stóð í björtu báli En slökkvitæki var í skúrnum o? gátu mennirnir slökkt eldinn sjá ' ir áður en teljandi tjón hlauzt af í bækistöð Skógræktarfélap Reykjavíkur í Fossvogi kvikriáð í gær og varð nokkur eldur I mið stöðvarklefa hússins. Dyraumbún aður sviðnaði eða brann, en þá tókst að stöðva frekari útbreiðslu eldsins. Á laugardaginn voru smáíkvikn anir á Týsgötu 5 og Bolholtl 4, en ekki teljandi tjón, nema þá helzt af reyk. Aðfaranótt laugardagsins var slökkviliðið gabbað að Hrísateig 19 Sjónvarp — Framhald af bls. 1 500 watta. orku og nái yfir Reykjavík og allstórt svæði aust ur og vestur, en það er fyrsti áfangi íslenzks sjónvarps. — Verkfræðingar Landssim- ans hafa verið okkur ráðgef- andi um öll tæknileg atriði, en auk þess höfum við fengið h'ing- að tvo erlenda verkfræðinga tii skrafs og ráðagerða. Annar var hér í haust, Skoti að nafni Beck- er, en hann starfar við ráðgef- andi sjónvarpsstofnun í Skot- Iandi. yHinn var hér fyrir örfá- um dögum. Það var yfirverk- fræðingur norska sjónvarpsins og útvarpsins og heitir Lövaas. Hann hefur unnið að norska sjónvarpinu frá upphafi, Lövaas leizt vel á íslenzka sjónvarpið og þær byrjunarframkvæmdir, sem hafnar eru. — Þá hef ég skrifað mörgum erlendum sjónvarpsstöðvum og fyrirtækjum og spurzt fyrir um erlent efni t'il sölu eða leigu. Eru svör óðum að berast og hafa undirtektir verið góðar. Listi hefur verið gerður yfir rúm lega 20 íslendinga, sem hafa kynnt sér sjónvarpsmál, sumir mikið en aðrir minna. Flestir eru þetta tæknimenn, og einriig eru þar dagskrármenn, en miklu færri. — Gert er ráð fyrir, að sendi- stöð og studio verði í fyrstunrii til húsa í gömlu stuttbylgjustöð- inni á Vatnsendahæð, er það tal ið gott hús til þessara hluta, en verið er enn að rannsaka og mæla nokkur tækriileg atriði í sambandi við húsið. í kostnað- aráætluninni hefur þó verið gert ráð fyrir, að byggt verði nýtt hús. Árekstur — Framh at bls K skipsins, höfðu ekki enn borizt fregnir af því, hve miklar skemmdirnar voru, og hefur enn ekki ver'ið afráðið, hvort áhöfn- in kemur heim eða bíður áfram. Barði er tæpra 260 tonna fiskiskip, .s.níðaður í Veb Elbe Werft í Boizenburg í Austur- Þý-'••'Iandi, einn tíu skipa, sem smíðuð eru eftir sömu teikningu fyrir íslenzka aðila. Til lands- ins eru þegar komin Keflvík- ingur og Krossanes, en Halkion er á leiðinni. Barði átti að vera fjórða skipið í röðinrii. Innbrot Framhald af bls. 16. Seinna sömu nótt réðist óvel- kominn gestur að húsi nr. 30 við Tjamargötu og braut 2 rúður í því. Lögreglunni var tilkynnt um athæfið, en maðurinn var þá allur á bak og burt. Hún mun samt hafa fengið upplýsingar um nafn og heimilisfang hans. Um helgina voru framin spell- virki á mannlausu húsi að Árbæj- arbletti 76. Tólf rúður í húsinu höfðu verið brotnar með grjót- kasti og siðan verið farið inn. Ekki varð séð að neinu hefði verið stolið. Á 1 augardagskvöldið snaraðist maður inn í viðtækjaverzlun sem er til húsa á Snorrabraut 22. Þreif maðurinn viðtæki og hljóp að því búnu út svo hratt sem fætur tog- uðu. Ekki báru menn kennsl á manninn, en gáfu á honum grein- argóða lýsingu. F.í. veitir skóla- fólki afslótt Flugfélag íslands hefur um margra ára skeið haft þann hátt á, að veita skólafólki afslátt af fargjöldum innanlands um hátíð- amar og auðveida þannig þeim, sem stunda nám við skóla fjarri heimilum sínum, samvistir við ætt ingja og vini á sjálfri hátíð heimil- anna, jólunum. Þessi háttur verður og hafður á nú. Allt skólafólk, sem óskar að ferðast með flugvélum félagsins innanlands um hátfðamar, á kost á sérstökum lágum fargjöldum, sem gengu í gildi 15. des f ár og gilda til 15. jan. 1965. Þessi fargjöld eru 25% lægri, en venjuleg einmiðafargjöld inn- anlands. Afsláttur þessi er háður þeim skilyrðum að keyptur sé tvfmiði og hann notaður báðar leiðir og að sýnt sé vottorð frá skólastjóra, sem sýni að viðkomandi stundi nám við skólann. Þorsteinn 0. Stephensen sextugur í dag Þorsteinn Ö. Stephensen leik- ari er sextugur í dag. Hann fæddist að Hurðarbaki í Kjós 21. desember 1904. Þar bjuggu þá 'oreldrar hans, Ingibjörg Þor- steinsdóttir og Ögmundur Hans son Stephensen. Ársgamall flutti hann með foreldrum sínum að Hólabrekku á Grímsstaðarholti. Er Þorsteinn hafði aldur til, gekk hann í skóla og lauk stú- dentsprófi 1925. Hóf hann síðan háskólanám og lagði í fyrstu stund á læknisfræði. En hann hætti því fljótlega og leiklistin tók hug hans allan. 1934 hóf hann nám við leikskóla Konung- lega leikhússins í Kaupmanna- höfn og dvaldi þar í eitt ár. Eftir heimkomuna varð hann aðstoð- arþulur við útvarpið og aðalþul- ur þess 1940. Leiklistarstjóri þess varð hann 1946 og hefur gegnt því starfi síðan. Þorsteinn hefur leikið mikið, einkum hjá Leikfélagi Reykjavík ur í Iðnó. Munu hlutverk þau, er hann hefur farið með, vera í kringum 60. — Þorsteinn er kvæntur Dórótheu Breiðfjörð. Sprengjuæði — Framhald af bls. 1 ekki unnt að segja hverjar afleið ingar það hefði haft. En svo virðist sem pijturinn hafi enga grein gert sér fyrir hættunni, sem af þessu gæti stafað. Einn drengur slasaðist á hendi um hádegisleytið í gær er hann var að handfjalla hvellhettur eða annað sprengiefni. Sumt fólk varð svefnvana í gær kvöldi vegna hávaða í sprengjun- um og taldi hávaðann af þeim vera litlu minni en á gamiárskvöld Var kastað / tjörnina og barinn niður á eftir Aðfaranótt sunnudags var ráðiizt á mann, sem var á gangi eftir tjarnarbakkanum. Árásar- maður réðist aftan að mannin- um og nokkru siðar hrinti hann honum út í Tjöm. En árás armaðurinn hætti ekki við svo búið, heldur sló fyrmefndan mann niður a. m. k. þrisvar sinnum, og lá hann ósjálfbjarga f götunni, þegar lögreglan kom á vettvang. Atburður þessi átti sér stað um kl. 1,30 aðfaranótt sunnu- •iags. Maðurinn, sem fyrir árás- nni varð, var á gangi eftir tjarn irbakkanum, ásamt tveimur kunningjum sínum og gengu beir suður Lækjargötu. Er þeir voru komnir móts við Miðbæj- arbarnaskólann, vissu þeir ekki fyrr til, en ungur piltur ræðst aftan að þeim, sem gekk í miðj- unni, en hélt að því búnu i burtu. — Árásarmaðurinn, sem enginn þeirra þremeninganna hafði séð eða átt orðaskipti við, missti veski við það að stöldcva á manninn og kölluðu þeir á hann til þess að skila veskinu. Rétt á eftir réðist árásarmað- urinn á manninn aftur og hrinti honum í Tjömina. Fannst þá kunningjum mannsins, sem fyrir árásinni varð, nóg komið og fór annar þeirra til þess að sækja lögregluna, þar sem árásarmað- urinn vildi ekki fara með þeim á lögreglustöðina, en þess í stað fara burtu. í fylgd með árásar- manninum var allstór hópur kunningja hans og virtust þeir lítið sem ekkert gera til þess að koma 1 veg fyrir framkomu kunningja síns. Það næsta, sem gerðist í málinu, var það, að maðurinn, sem fyrir árásinni varð, hélt í árásarmanninn, sem var hinn versti og sló manninn nú niður í götuna, en þar sem von var á lögreglunni, fór hann að ókyrrast og hélt út í Vonar- stræti. Nokkru áður hafði ann- ar kunningi mannsins, sem fyrir árásinni varð, staðið við tjarn- arbakkann «.;g hafði þá einn af kunningjum árásarmannsins hlaupið að honum og hrint út í Tjörn, en eftir að hafa hrint manninum í Tjömina, tók hann til fötanna og hljóp í burtu. Barst nú leikurinn út f Vonar- stræti og enn einu sinni réðist árásarmaðurinn á fyrrnefndan mann og sló hann niður í göt- una, og lá hann þar þegar lög- reglan kom á vettvang, en árás- armaðurinn og kunningjar hans voru komnir spölkorn í burtu. Var farið með mennina niður á lögreglustöð og úrskurðaði varðstjórinn árásarmanninn til gistingar í kjallara lögreglu- stöðvarinnar, en morguninn eft- ir var hann fluttur til yfir- heyrslu til rannsóknarlögregl- unnar. Maðurinn, sem fyrir árásinni varð, var fluttur í Slysavarð- stofuna og við rannsókn kom í ljós að hann hafði m. a. hlotið slæman skurð á hendi, sömu- leiðis varð að taka nokkur spor í kinnina á honum. Og einnig mun hann hafa bólgnaú og mar izt á nokkrum stöðum. DODDI í nýjum ævintýrum Fjórar nýjar Dodda-bækur em komnar út, en bækumar um Dodda og vini hans hafa vakið ó- skipta gleði meðal yngstn Iesend- anna undanfarin ár og átt ótrúleg- um vinsældum að fagna. Bækumar, sem nú koma út heita Gættu þfn Doddi, Doddi og bfl- þjófurinn, Doddi fer til sjós og Doddi í galdraborg. Fjalla bæk- umar allar um ýmis ævintýri sem Doddi lendir í. Doddabækurnar era litprentaðar og mjög fallegar bækur, gefnar út af Myndabókaútgáfunni og prentaðar f Félagsprentsmiðjunni. Það er enski rithöfundurinn En- id Blyton, sem skrifar þessar bæk ur fyrir börnin og tekst henni ekki síður vel upp hér en f himim frægu i „ævintýrabókum“, sem hún skrif- ■ aði fyrir nokkrum árum, og hafa ’ komið út á islenzku (Ævintýra- eyjan o.fl.) Eldur hjartans - Einkaritarinn Stjörnuútgáfan hefir gefið út tvær skáldsögur, sem nýkomn- ar eru á jólamarkaðinn. Önnur þeirra nefnist Eldur hjartans, en hin Einkaritarinn. Höfundur hinnar fyrmefndu er Ciril Parker, þýdd af Svan- dísi Ólafsdóttur, en hin er eftir Ann Duffield, og þýðanda ekki getið. Fyrri skáldsagan fjallar um tvær unglingsstúlkur í heima- vistarskóla í Frakklandi, ástir þeirra og ævintýri, og gerist sagan víða við Miðjarðarhaf. Hin sagan fjallar um unga stúlku, sem elst upp í smábæ í Bandaríkjunum, strýkur að heiman og verður margt að reyna, en finnur hamingju að lokum. Sögurnar era vel fallnar til skemmtilesturs. — a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.