Vísir - 21.12.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 21.12.1964, Blaðsíða 5
V í S IR . Mánudagur 21. desember 1964. 5 Spil í gjafakössum f meira úrvali en nolckru sinni fyrr, þar á meðal ekta plastspil, mjög vönduð kabalspil. Einnig ódýr barnaspii og vanaleg spil í miklu úrvali. Jarðlíkön margar gerðir, með Ijósi (tilvaldir sjónvarpslampar) og án ljóss. Skrifmöppur, úr ekta leðri, mjög mikið úrval, margar stærðir. Einnig sérstak- lega ódýrar skrifmöppur úr leðurlíki. Skfulatösktsr úr ekta Ieðri, 30 tegundir, fallegar, vandaðar og ódýrar. Seðlaveski úr ekta Ieðri, 25 tegundir. Verðið sérstaklega lágt. Skartgrípaskrin klædd ekta leðri. Einnig með gervileðri. Falleg og vönduð (með læsingum). Ljésmynda^Sbúm • í miklu úrvali. Þar á meðal albúm úr ekta leðri. Pappírshnáfar og pappírsskærð í failegum Ieðurhylkjum, 20 tegundir. Nytsöm og falleg jólagjöf. Bréfakörfur, 40 tegundir, sérstaklega fallegar. Ódýr en hentug jólagjöf. Gestobækur og minningabækur, margar tegundir. Taflmenn og toflborð úrvals vara. Einnig Ludo, Umferðarspilið, 5-spil, 7-spiI, mikið úrval af pússlispilum, mótunarleir í fallegum kössum. Reiknistokkar, margar tegundir, mjög vandaðir. Síma-stafróf, mjög falleg. Bréfsefnakassar í miklu úrvali. Vatnslifaskrín og litkrítaröskjur ágætar tegundir. Sjólfblekungar og kúlupennar í því úrvali sem nafni verzlunarinnar sæmir. ;i i Pappírs- og ritfangaverzlunin Hafnarstræti 18 — Laugavegi 84 og Laugavegi 176 rtieS nægurti bílastæðum. M n gsjá Vísi iðsina þingi undanfarna daga og þá eink um um frv. ríkisstjórnarinnar um hækkun söluskatts. Síðastliðinn föstudag kom frv. frá nefnd í efri deild. í upphafi þeirrar um- ræðu kvaddi forsætisráðherra sér hijóðs og sagði, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að Iækka fyrirhug- aða skattheimtu um V2%. Þá mælti Ólafur Björnsson fyr ir áliti meirihluta fjárhagsnefndar á frv., sem álítur að samþykkja beri það. Helgi Bergs mælti fyrir áliti 1. minnihl. nefndarinnar og Björn Jónsson mælti fyrir áliti 2. minni hl. nefndarinnar. En á þessum fundi var lokið 2. og 3. umr. máls ins og því vísað til neðri deildar. Á sama fundi voru afgreidd tvenn !ög, frv. um leiklistarstarfsemi á- hugamanna og frv. um stýri mannaskóla í Vestmannaeyjum. Síðastliðinn laugardag var sölu skattsfrv. svo tekið til 1. umr. i neðri deild. Fjármálaráðherra mælti þar fyrir frv. og kom það skýrt fram í ræðu hans, að þessi skattheimta er nauðsynleg tekju- öflun fyrir ríkissjóð til að mæta auknum niðurgreiðslum og halda vísitölunni niðri. Að lokinni ræðu ráðherrans tóku til máls þeir Eysteinn Jóns- son, Lúðvik Jósefsson, Ingvár Gíslason o. fl. og stóð fundur fram eftir kvöldi. Búast má við, að 2. umr. í neðri deild fari fram í dag, en í kvöld verða útvarpsumræður við 3. umr. frv. í efri deild voru 3 frv. afgreidd sem lög frá Alþingi. Voru það frv. um ríkisreikning 1963, frv. um Háskóla íslands, þ. e. um stofnun nýs prófessorsembættis í læknisfræði og frv. um verðlags- ráð Sjávarútvegsins. Þetta var síðasti fundur efri deildar fyrir jólaleyfi og kvaddi forseti þingmenn og óskaði þeim gleðilegra jóla og heilla á kom- andi ári Karl Kristjánsson þakk- aði forseta og árnaði honum og fjölskyldu hans góðrar hátíðar og tóku þingmenn undir þau orð með því að rísa úr sætum. Síðastliðinn laug ardag lagði fjár- nálaráðherra, 'íunnar Thorodd- sen, söluskatts- frv. fram í neðri deild. Fer hér á eftir aittur úrdráttur úr ræðu hans. Samkv. júnísamkomulaginu var ákveðið að halda verðlagi niðri með niðurgreiðslum, að ríkissjóð- ur skvldi greiða niður vísitöluna þangað til Alþingi kæmi saman eða fram til áramóta. Vmsar aukn ar niðurgreiðslur komu svo til framkvæmda á sumrinu, og var sú mesta þeirra í sánibandi við' landbúnaðarvörur. En þó svo væri ákveðið að ha'da vísitölunni óbreyttri fyrst um sinn, þá mátt' 'illum v. ’a lióst, að það yrði ekki hægt til lengdar með auknum nið urgreiðslum nema með nýjum skattaálögum. Fjárlagafrv var hins vegar miðað við niðurgreiðsl ur áður en sam'ð var í júní, en í athugasemdum með frv. var gert ráð fyrir að mæta hinum auknu niðurgreiðslum með sérstökuni ráðstöfunum, sem Alþingi mark- aði. Þess vegna er frv. fram kom- ið. ÚTGJALDAAUKNING Með þessari skattaálagningu mun vísitalan hækka nokkuð og þá kaupgjald um leið. eða um 3%. Til þess að halda niðurgreiðslum áfram, þarf 207 millj. í nýjar tekj- ur á næsta ári og tillögur fjár- veitinganefndar nema 55 millj. — Vegna kauphækkunarinnar aukast útgjöld ríkissjóðs um 42 millj. Það fé, sem þarf að afla á móti þessum útgjöldum, er sem næst 311 millj. kr. Það hefur að sjálfsögðu verið athugað hvort fært þætti að hækka verulega tekjuáætlun fjár- laga fyrir næsta ár, þannig að komast mætti hjá nýjum álögum að einhverju eða öllu leyti. Sú athugun leiddi í ljós, að ekki þætti ráðlegt að hækka tekjuáætlunina frá því sem var, nema hvað snerti aðflutningsgjöldin, sem tal in eru nema 24 millj. kr., svo og smávægilegan gengismismun frá gjaldeyrisbönkunum. Það skal tekið fram, að það er álit Efnahagsstofnunarinnar, að tekjuáætlun fjárlaga sé í hæsta lagi. Til flð mæta þessum útgjöldum, hefur svo verið ákveðið auk þeirra liða, sem þegar eru tilgreindir, að hækka gjöld af innfluttum bif- reiðum um 25%, þannig að það nemi 28 millj. kr. og svo hækka söluskatt um 2%, þannig að hann gefi samtals 246 millj. kr. og er það sem næst sú upphæð, sem til þarf. JÖFNUNARSJÓÐUR . SVEITARFÉLAGA. Það er ekki gert ráð fyrir að hluti þessarar hækkunar renni til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Gildir hér hið sama og um hækk- unina í janúar s 1. Sú hækkun rann ekki að neinu leyti til sveit arfélaganna og eru ástæðurnar augljósar. Þessi söluskattshækkun á fyrst og fremst að standa undir niðurgreið^lum, sem auðvitað koma sveitarfélögunum til góðs, eins og öðrum, því ef ekki væri aflað fjár til að halda vísitölunni niðri, mundi kaupgjald hækka og allur kostnaður aukast. Efnahags- ástæður þær, sem lágu til þess að veita sveitarfélögunum hluta af söluskatti árið 1960, eiga ekki við um þennan söluskattsauka. Frumvarp það, sem hér liggur fyrir, um Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga, er aðeins formbreyting varð andi útreikning þess hluta sölu- skattsins, sem á að renna 1 jöfn- unarsjóðinn. VEGGHILLUR Vegghillur til sölu. Stærðir 20x80, 25x80 og 30x80. Hagstætt verð. Sími 41876 kl. 2—7 og 60076 eftir kl. 8 e. h.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.