Vísir - 09.02.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 09.02.1965, Blaðsíða 3
V í SIR . Þriðjudagiir 9. febrúar 1965 3 Old Satchmo (Louis Armstrong) sagði m.a. þetta: „Sorg - hvað er sorg? Ég hef aldrei orðið fyrir slíku - ég er hamingjusamlega giftur. Hugtök granda músík. Músík er lífið sjálft. Jazz er músík. Góður jazz er góð músik. Ég leik fólki til skemmtunar.“ Sálumessa janins »o,d Satchmo is right here“ en nokkru eftir fagnaðar- lætin var breiða brosið farið af honum. Tónarnir úr gullna hominu voru þagnaðir, þótt þeir héldu áfram að óma í á- heyrendunum, sem héldu út í hráslagann. Músík hans hafði hitað, svo að um munaði, og nú sat hann þarna niðri í kata- kombunni undir senunni í Há- skólabíói og slappaði af, með hvítan klút bundinn um höf- uðið og bar á sinn dýrmæta munn glyserín og hunang og smyrsl úr ótal krukkum. Hann var skólaus, í snjóhvitum sokk- um, í svörtum slobrok, og reykti filterlausar sígarettur . . . Læknir hans og aðstoðarmaður voru á þönum f kringum hann og voru tálmi í erindagjörðum tíðindamanns. Gullna hornið lá í opnum kassa — það virtist lýja yfir því eins og eigandan- um, meistaranum. „Ég hvíli mig alltaf svona eftir konsert“, sagði „Satchel- mouth“ Louis Armstrong“, „ég er að láta mér lfða vel — ekki svo að skilja, að ég þurfi endi- lega að vera dauðþreyttur“. Hann var auðsjáanlega ekki sú manngerð, sem nýtur þess að tala um þreytu og vesöld af of miklu crfiði — en erfitt hlýtur þetta að hafa verið fyrir hálf- sjötugan mann að standa upp á endann og blása svona þindar- lausf í trompetinn í hálfa aðra klukkMuitund alveg eins og i gamlu daga heima í New Orle- ans og síðar í Chicago á bann- árunum. Þessir tónleikar voru eins og hámessa með öllum seri moníum — eða öllu heldur sálu- messa sigilda gamla jazzins, er spratt upp úr negrasálmunum og násöngvunum, þar seni harmleik útfararinnar var snúið upp í gleðiákall . . . „Eruð ' 't alltaf að tjá sorg- ina í gleðiumbúðum með músik yðar?“ „Sögðuð þér sorg? Sorg — hvað er sorg?“ sagði Satchmo, og nú virtist munnurinn enn hraunaðri en hann sýndist i fyrstunni og röddin ennþá djúphásari, „— eigið þér kann- ski við það. þegar einhver er Jrepinn eða verður fyrir slysi eða óhappi. Ef þér eigið við það þá get ég frætt yður á þvi, að ég hef aldrei orðið fyrir slíku persónulega í lífi mínu, en ég minriist þess að hafa heyrt um svona hluti og maður hefur lesið um þá — nei, það er ekkert slíkt til í lífi mínu — ég er giftur“. Og svo bætti hann við: „Hamingjusamlega giftur". „Eruð þér nýgiftur — í ann- að sinn?“ „Ég er fjórgiftur". „Og eigið mörg böm?“ „Ekki mörg ... ég á ekkert barn. Ég hef ekki gefið mér tíma til þess — ég er svo mikið á ferðalagi“, og nú færðist frumskógarbrosið aftur yfir andlit hans, gríman, sem hann setur alltaf upp á sviði, þegar hann sendir Blues- og Dixie- tónana út úr gullinhorninu eins og hann töfri bá fram utan úr alheiminum. En þegar hann tekur aftur niður stríðsgrímuna, þetta gretta en geðfellda tann- berandi bros, sem smýgur inn í áheyrendur með tónaregn’inu, gæti hann leikandi verið Babt- istatrúboði eða eitthvað þvlum- líkt, sem hefur göfgað sig upp í að elska allt mannkyn með takmarkalausri virðingu fyrir tilverunni og dásemdum hennar. O—*jr Svona var Satchmo, þegar hann heilsaði íslandi. (Ljósm. Vísis I. M.) „það bíður hér fyrir utan í rigningunni hópur af börn- um, sem hefur staðið þarna siðan konsertnum lauk“, sagð’i aðstoðarmaður liflæknis meist- arans, „á ég að hleypa þeim hingað inn til þín?“ „It’s okey with me — they are heartily welcome", sagði Satchmo ... og nú helltust börnin yfir hann eins og lömb- in yfir góða hirðinn og réttu, hvert á fætur öðru, blöð og miða, bækur og prógröm til að biðja hann um að skr’ifa á. Hann tók við þeim þegjandi og brosandi og skrifaði nafnið sitt. Sum börnin voru svo lítil að mæðurnar og feðurnir héldu á þeim... og Satchmo gaf þeim öllum ylhlýtt viðmót og eigin- handaráritun. Þarna var þekkt- ur leikari með öll börnin sín þrjú, og þegar drífunn’i var að ljúka, rétti lítil hönd fornlegan rauðan tíukrónaseðil að föður jazzins, sem jók verðgildið ó- endanlega. „Af hverju hlutuð þér viður- nefnið Satchmo?" „Ég geng ekki undir ððru nafni i England} — það er stytting úr satchel og mouth og á rætur sínar að rekja til New Orleans, þegar ég var strákpatti". (Satchel merkir töskutuðra). Til frekari skýringar bætti Louis Við: „Strákunum, félög- um mínum, fannst þetta minna á satchel" og strýkur sollnar varir sinar. Þetta minnti á viðurnefni, sem jazzisti af sama litarhætti gekk undir — það var Oran „Hot Lips“ Page, sem líka blés i trompet, en nokkrum I’slend- ingum sem dvöldust I París sumarið 1951 ætti að vera hann I fersku minni — þeir heyrðu hann leika á. klúbbunum „Rings’ide" og „Aux vieux Columbia“ í St. Germain des Prés. „Hot Lips“ lék I Arm- strong-stfl, tóman dixie og blues, sömu lögin, og ekki óá- þekkur Louis í tilburðum. „Þekktuð þér „Hot Lips“?“ „Vel — hann er dáinn — fyrir fimm árum“. (Þarna varð Satchmo á 1 messunni. Hot Ilips dó ’54 ... var sagður hafa verið drepinn í New York. Það vildi Satchmo ekk’i viðurkenna). Framhald á bls. 4. Eftir konsertinn hvíldist meistarinn. Kann hafði unnið hug og hjörtu áheyrendtmMargir báðu hann um eiginhandaráritun. Litla stúlkan á myndinni var glæsilegur fulltrúi íslenzks þakk- lætis. (Ljósm.: Bjamleifur).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.