Vísir - 09.02.1965, Síða 4

Vísir - 09.02.1965, Síða 4
VlSIR . Þriðjudagur 9. febrúar 1965 OLQF LAGERCRANTZ - Kramh 9 slðu höfum marga skrifandi höfunda --------en það er heldur ekki skemmt'ilegt starf, sem rithöf- undar vinna. Þeir drekka sig í hel, eða þeir deyja fyrir tímann af öðrum orsökum. — XJvaða áhrif haldið þér að Evröpu-hugmyndin hafi fyrir sænskt andlegt líf? , — Ég hef það nú á tilfinn- ingunni að það sé að koma kyn- slóð sem leitar efitr nánari tengslum við Evrópu. Það get- ur praktiskt haft þau áhrif að nokkrir af höfundum okkar eign 'ist stærri lesendahóp. Ég var sjálfur að fá tilkynningu un. það að Dante-bókin mín muni koma út á þýzku. Ég held að það stafi af ástandinu eins og það er í dag. En um leið held ég þó, að við eigum langa leið eftir til sameinaðrar Evrópu. Þegar mað- ur hugleiðir undirstöðu franskra og ítalskra stjórnmála, þá spyr maður sig, hvort Evrópuhug- myndin sé ekki aðeins eins kon- ar vordraumur. — Hvernig mynduð þér lýsa bókmenntaástandinu í Svíþjóð í dag? — Við eigum talsvert auðugt menningarlíf en okkar stóra vandamál er hvemig við eigum j að geta styrkt það frumlega, það ! sem er kjarninn og menningar- | straumarnir stafa út frá og j samræma það hinum lýðræðis- lega anda að styrkjum eigi að i deila út á breiðu ,sviði, að mað- ur eigi að styrkja allt og alla. j Möguleikar einstaklinganna eru Iitlir, þess vegna verður rík- ið að géra það sem hægt er. En til þess að ríkið fjötri ekki þetta menningarlíf, þá verður maður í staðinn að reyna að fjötra ríkið. — TXafið þér haft áhyggjur út af frelsinu í velferðarrik- inu? — Það hafa all'ir sem hugsa nokkuð um framtíðina. Á 19. öld fannst mönnum að framtíð- in fælí alltaf í sér eitthvað gott og lokkandi. Mönnunum var allt af sagt að framtíðin væri töfr- andi fögur, þar sem hún biði þeirra með dýrðleg laun sín. — Eftir fyrri heimsstyrjöldina myrkvuðust allar framtíðar- myndir. Nú var dregin upp mynd af framtíðinni sem ægi- þrunginrii vofu." „Gættu þín,’ að framtíðin komi ekkj og hremmi þig“. Þetta efni var tekið upp í bók Huxley um „Hina Fögru Veröld“ og bók Karin Boys „Kallocain" og í mörgum fleiri bókum. Við getum ekki komið í veg fyrir að stærri heildir myndist og að vald rík’isins verði meira og meira. Þess vegna verðum við að reyna að skapa réttarlegt öryggi, c:m byggist á almenn- ingsáliti og hindrar þannig rlkið og hin stóru samtök I að mis- nota vald sitt. M„ður verður að byrja að byggja upp framtíð, sem sé ekki hræðandi heldur lokkandi. Auðvitað komum við til með að lifa I mauraþúfu, það vitum Við. Þess vegna verðum við að reyna að gera maura- þúfuna verðuga fyrir manninn, að mannaþúfu. — Hvernig lítið þér annars á hin miklu vandamál velferðar- rlkisins? — Ef það hefur það I för með sér að leysa mannfólkið að nokkru undan umhugsuninni um peninga þá verður það kostur. En hins vegar er alltaf óhollt að fóðra gripina á rjómakökum. I velferðarríkinu borða menn betur, fá hærri h'kamsbyggingu, lifa lengur, hljóta forréttindi sem aðeins fáum hlotnuðust áð- ur. Maður þarf ekki annað en að líta á konungaröðina, — kóngarnir okkar hafa alltaf lif- að bezt, velferðin hefur alltaf umvafið þá, þess vegna verða þeir alltaf 100 ára. En þrátt fyr- ir það að ég er lýðræðissinni, þá vil ég þó bæta því við, að kóngarnir okkar hafa verið á- gætir. Og við brosum vingjarn- lega til þeirra og þeir brosa til okkar. — J rauninni eruð þér I hjarta yðar anarkisti? — Það eru allir rithöfundar. — Þér hafið ráðizt á yðar eig- ið umhverfi, aðalinn? — Aðallinn? Hann er ekki lengur hugtak fyrir mig. Börn mín vita varla, hvað hann er. í bernsku minni, þegar móðir mín var kölluð ycifynja, fannst mér að vísu, að það hlytj að vera eitthvað fínt. í dag finnst mér það hlægilegt. Aðallinn hef ur fúnað I burtu og það hefur hann líka gert I Danmörku. — Nema rétt við konungshirðina. Og hirðin er að vísu leiðiolega fjölmenn. En — nei annars. Þegar ég var lítill var sagt „að- alsætt er raunverulega ekkert til að vera hreykinn af“ og þó hugsaði fólk þá alveg andstætt þessu. — Þér berjist lika gegn orðu- veitingum? — Já, það geri ég alltaf einu sinni á ári og ég berst fyrir þvl, að kirkjan vcrði leyst úr bönd- um frá ríkinu. Ég held þessu áfram reyni að beita þreyting- araðferðinni. En það er erfitt að finna nýja konfektmola I bar áttunni. — Þér voruð fyrst Ihaldsmað- ur? — Já„ en ég var fljót.ur að þroskast og hverfa frá íhalds- stefnunni og trúarheiminum. — Auðvitað hefur umhverfið haft mikla þýðingu fyrir mig, það hef ur verið mér hagkvæmt, það hefur verið gjöf til bess að geta þroskazt, að ætt manns hefur hafr hlutverki að gegna I póli- tísku og ccdlegu lífi, — Agnes von Krusenstjerna var t. d. frænka mln. Lengi Imyndaði ég mér að ég ætti að verða sagn- Louis Armstrong - Frh. af bls. 3: „Lék hann með yður I hljómsveit?" „Við lékum nokkrum sinnum saman á jam-sessjónum — en hann var aldrei f minni hljóm- sveit. He was a nice guy — og mjög snjall trompet.leikari". „Þekktuð þér Sidney Bechet?" „Við lékum lengi saman — hann var stórvinur minn og bróðir í leik frá New Orleans — þar brölluðum við margt saraan — en nú er hann lfka horfinn". (Sidnev Bechet var átrúnað- argoð franskra jazz-unnenda, lék árum saman á næturklúbb- uni I Parfs og hafði áhrif á franskan jazz). o-«jr Satchmo sogaði að sér reyk- ínn „Hafa reykingar engin áhrif á trompet-Ieik yðar?“ „Ég hugsa ekkert um það — en reykingar eru sagðar drepa suma og suma ekki ... ég læt allt slíkt tal mig engu varða, reykingar er liður f þvf, þegar ég er að hvílast". „Þér ætluðuð til Moskvu f tónleikaför 1959 og veiktust snögglega á leið þangað?" „Ég var staddur á Italíu, þeg ar það gerðist, kastaðist niður í slæma Iungnabólgu og mátti ekki leika fyrst á eftir, en ég læt mig hafa það á ný, þar til yfir lýkur.“ Nú fóru líflæknir og lífvörð- ur að óróast. Seinni konsertinn átti að hefjast eftir aðeins hálfa aðra klukkustund, en svipur- inn á Satchmo var glaðlegri en fyrst. Börnin úr rigningunni að utan höfðu verið honum hvfld- ar- og kraftgjafi — þau endur- spegluðu lffsgleðina. „Þér vilduð ekki viðurkenna tregann I músfk vðar — hvers vegna?“ „Mér er illa við að tala um músfk I hugtökum — það er eins og að búta hana niður í smáparta. Terms ruin music (hugtök granda músfk)“ „Hvað er músík?" „Lffið sjálft — Manneskja, sem ekki hefur nautn af músfk, er ekki lifandi." „Er jazz háleitt form af mús- ík?“ „Jazz er músík,“ sagði Satch- mo, „góður jazz er góð músík." „Telst kannski til sígildrar tónlistar?" „Yeah .. .yeah,“ hæsti hann. „Hafið þér spilað klassík?" „í Little Theatre í New Orle- ans lék ég á unga aldri ákaf- lega klassíska múslk.“ „Semjið þér lögin, sem þér leikið?" „Ég geri ekki mikið af þvi“ „Hvað er sfðasta Iagið, sem þér hafið samið?“ „Strutting with some Barbe- cue — og síðan eru liðin mörg ár. Ég er önnum kafnari nú á dögum en ég var áður fyrr — ég er alltaf á ferðalögum. I hjástundum dunda ég við tón- upptökusafnið mitt.“ Hann kvaðst hafa byrjað að spila þrettán ára gamall, en síð- an er liðin hálf öid og einu og hálfu ári betur. „Hvernig tilfinningu veitir það yður að vera svona dáður og vinsæll?“ „Nice,“ sagði hann án skin- helgi. Satchmo sagðist ekki gera minnsta mun á þvf að leika í stóru húsi og litlu húsi eða hann léki undir berum himni eins og hann gerði í Afríkuför- inni. „Ég leik fólki til skemmtun- ar.“ ,Ætlið þér að koma aftur til íslands?“ „Pll be back if ..• stgr. fræðingur eins og móðurafi minn, Hugo Hamilton greifi. Já, maður sleppur sennilega við ýmsar áhyggjur, en fær aðrar I staðinn. Ég hef aldrei verið fátækur, en það getur gef ið manni samvizkubit. Svo kynntist ég Tingsten og varð góður vinur hans, — við erum nú ekki vinir lengur og áhugi minn snerist æ meir um sið- ferðileg og pólitísk vandamál. |^g gæti vel hugsað mér að skrifa bók um Trotsky, mann milli Austurs og Vesturs. Ég hef reynt að vinna að mögu- leika á skilningi milli Austurs og Vesturs á tímum þegar styrj aldir eru hvort eð er orðnar úti- lokaðar. Það er mikilvægt að við gerum alvarlega tilrau.n til þess að sk’ilja hinn austræna heim. Það er einhver prangara- svipur á sterkum and-kommún- isma Við á Vesturlöndum höf- um vanrækt að setja okkur inn í austræna hugsanaganginn. — jpinnst yður skemmtilegt að vera önnum kafinn aðal- ritstióri. Eykur það andríkið? — Það er dásamlegt að hafa svo stórt hljóðfæri til að spila á. Ég veit ekki hversu vel ég leik á það, en ég veit að það heyrist hátt í því. Og ég hef samstarfsmenn, marga sam- starfsmenn, sem spila feikilega vel. Annað atriði er það að á einu dagblaði skapast siðvenj- ur, traditionir, sem smám sam- an verða blaðið sjálft. Jú, það er vissulega hag- kvæmt að vera stór í nútíma þjóðfélagi, það sér maður alls staðar. En það er líka hættulegt, það er hræðslu-draumurinn sem alltaf ásækir mann. — Þið eruð ekkert að hika við að birta menningarlegt efni I stórum stíl? — Það hefur nú að hluta gerzt af sjálfu sér, auk þess Vit- um við, að við höfum stóran Iesendahóp, sem hefur áhuga á menningarefni. Dagblaðið er eins konar háskóli, spegill sem á að spegla sannfræðilega. Og svo er það skoðanaskapandi, fréttirnar á skömmu færi, menn ingarsíðurnar á lengra færi. Blað ið er eins og afi, sem situr I stól sínum, man og gerir sam- anburð, Blaðið er samtímis bæði augnablikið og hin gamla erfða- venja. Lagercrantz aðalritstjóri þýtur út úr skrifstofu sinni út I hið risavaxna blaðhús, geng ur út úr Dante-sviðinu og inn I hringrás daglega h'fsins „Frá Dante til Dagens Nyheter". Skipulagsdeild Reykjavíkurborgar vill ráða aukið starfslið. Til greina koma arki- tektar, tæknifræðingar og teiknarar. Upplýsingar í Skúlatúni 2, 4. hæð. Sími 18000. Skipulagsstjóri. Vélritunarstúlkur vel að sér í dönsku og ensku, óskast nú þegar á ritsímastöðina í Reykjavík. Umsóknir send- ist póst- og símamálastjóminni fyrir 15. febr. 1965. Nánari upplýsingar hjá ritsímastjóranum. Póst- og símamálastjórnin. Óskilamunir í vörjzlu Slysavarðstofu Reykjavíkur eru ýmsir munir, aðallega fatnaður, sem sjúklingar hafa skilið eftir. Eigendur þessara muna eru beðnir að vitja þeirra nú þegar og eigi síðar en 1. marz n. k. Eftir þann tíma verða munir þessir afhentir óskiiamunadeild rannsókn- arlögreglunnar. Reykjavík, 8. febr. 1965. SlysavarSstofa Reykjavíkur. Nauðungaruppboð verður haldið í skrifstofu borgarfógetaembættisins að Skólavörðustíg 12, hér í borg, eftir kröfu Ragnars Jóns- sonar hrl., fimmtudaginn 11. febrúar n. k. kl. 2 e. h. Seldir verða 10 víxlar samþ. af Axel Eyjólfssyni samtals að fjárhæð kr. 50.000.00, 4 víxlar samþ. af Sigurði Magn- ússyni samtals að fjárhæð kr. 17.000.00, 1 víxill samþ. af Emil Hjartarsyni að fjárhæð kr. 6000.00 og 3 víxlar samþ. af Gísla Ásmundssyni samtals að fjárhæð kr. 9.000,00, talinn eigandi Húsbúnaður h.f. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.