Vísir - 09.02.1965, Side 7

Vísir - 09.02.1965, Side 7
VISTK Pr.djuoagur 3. fetrrtlar 1965 7 w SKAK Einhverju fámennasta Reykja víkurþingi síðari ára er nú nýlokið. ,Skákáhugi liggur greinilega í dvala í vetur og hefur sigur íslenzku sveitar- innar í C-riðli nýlokins Olym píumóts ekki megnað að vekja hann. Þó verður Olym píuförunum varla kennt um að liggja á liði sínu, því af þeim tefldu þrir á Reykja- víkurþinginu, þeir Bjöm Þor steinss., Magnús Sólmundar- son og Jón Kristinsson. Og Jónas Þorvaldsson er skák- stjóri! Taflmennskan í meistara- flokki er annars ekki heil- steypt, þó bregður fyrir góð- um tilþrifum og sjá má fallega spretti. Eftirfarandi skák var ein- kennandi fyrir þessa. keppni og spegilmynd af taflmennsk unni, sem þar sást. Hvítt: Jóhann Sigurjónsson Svart: Jón Hálfdánarson. Sikileyjar vörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f4 e5 7. Rf3 Dc7 8. Bd3 b5 9. a3 Bb7 10.0-0 - Báðir keppendur fylgja troðnum slóðum og byggja upp fallega stöðu. Hins vegar kemur fljótt í ljós, að áætlan- ir teflenda eru ekki djúphugs aðar. 10. — Rbd7 11. Del g6 12. fxe5 Litur vel út, því að svartur verður að leika biskupnum til g7 og þar á hann fyrir hönd- um langa einangrun. En nú hverfur spennan úr miðborð- inu og það léttir svörtum vömina. 12. - fxe5 13. Bg5 Bg7 14. Khl 0-0 15. Dh4 Rh5 Góð andófstilraun, sem heppnast framar vonum. 16. Hadl Rc5 17. Be7 Hvítur finnur ekki hald- góða áætlun og hyggst draga úr veldi riddara svarts. Þó verða þessi uppskipti að dæm ast vafasamt mat á stöðunni. 17. - Hfe8 18. Bxc5 Dxc5 19. Be2 h6. Svartur áttar sig ekki á, að hann hefði getað náð fmm- kvæðinu: Sjálfsagt var 19. — Rf4. 20. Rel Rf4 21. Rd3 Rxd3 22. Hxd3 Dc7 23. Hfdl Bc6 24. Bg4 Ha7 25. Dh3 He7 26. De3 Kh7 27. Hd8 - Hvítur hefur nú aftur náð ömggu fmmkvæði og reynir að finna snöggan blett á stöðu svarts. 27. - a5? 28. Dc5! Bxe4? Svartur missir þolinmæð- ina og hleypur í gönur. 29. Dxc7 Hexc7 30. Rxe4 Hxc2. Svartur sér nú að 30. — f5 gengur ekki vegna 31. Rc3 og síðan Rxb5 og hvítur vinnur skiptamun. 31. H8d2 H7c7 32. Hxc2 Hxc2 33. Hd2 Hc4 34. Bf3 f5 35. Hd6 Hclf 36. Bdl? - Hættulegur leikur. Hvítur varð að leika Hdl, þótt það kostaði b-peðið. 36. — e4! 37. Rxb5?? - Hvítur missir algerlega tök in á skákinni. Nú gat svartur unnið með 37. — e3!, þar eð hótunin — e2 er óverjandi. 37. - Bxb2?? 38. Kgl e3 39. Hd7f Kh8 40. Kfl Hal 41. a4 Be5 42. Ra7 Bxh2 43. Rc6 Ha2 44. Re7 Hf2f 45. Kel Hlxg2 46. Rd5? - Hér var eini leikurinn 46. Bf3 og staðan er tvísýn. 46. - Bg2f 47. Kfl, Hf2f 48. Kgl Hd2 49. Rf6 Hxdlf 50. Hxdl e2 og hvítur gafst upp. Þ. Ó. TILKYNNING frá sjávarútvegsmálaráðuneytinu. Ráðuneytið vill vekja athygli á auglýsingu nr. 40 5. febrúar 1963 um vemdun fiskimiða fyrir veiði með þorsknetjum, en þar segir: 1. gr. Skipum með 10 manna áhöfn skal óheimilt að eiga fleiri net í sjó en 90. Sé áhöfn 11 menn, skulu net ekki vera fleiri en 105. 2. gr. Frá upphafi vetrarvertíðar til 20. marz ár hvert, skal óheimjlt að leggja þorsknet á svæði, sem takmarkast af eftirfarandi línum: 1. Að suðaustan af línu, sem hugsast dregin misvísandi suðvestur að vestri frá Reykjanesvita. 2. Að norðaustan af línu, sem hugsast dregin misvísandi norðvestur að norðri frá Reykjanesvita. 3. Að norðaustan af línu, sem hugsast dregin misvísandi vístur af suðri frá Garðskagavita. 4. Til hafs takmarkast svæðið sjálfkrafa af 12 mílna fiskveiðitakmörkunum. 3. gr. Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum. Sjávarútvegsmálaráðuneytið. Vinnustofa Sjálfsbjargar er tekin til starfa. Á myndinni eru tvær sem vinna við sauma og stjóm Vinnustofunnar ásamt forstöðumanni. Vinnustofu Sjálfsbjargar komiö á fót Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík, er nú að hefja rekst ur vinnustofu fyrir öryrkja, und- ir nafninu „Vinnustofa Sjálfs- bjargar, Reykjavík“. Sjálfsbjörg í Reykjavík var stofnað 1958 og hefur unnið mik ið að félagsmálum fatlaðra, m. a. félags- og skemmtifundum og föndurkvöldum. Slík starfsemi er mjög mikilvæg, því margt fatl að fólk hefur ekki önnur tæki- færi til að vera með í félags- starfi. Haustið 1962 keypti félagið hluta af húseigninni Marargötu 2 í Reykjavík. Gerðar hafa verið ýmsar lagfæringar á húsnæðinu, m. a. inngangur lagaður þannig, að slétt er frá götu og inn. Fé- lagið hefur notað húsnæðið fyrir starfsemi sína, þar til í haust. Stjórn Vinnustofunnar hefur | unnið að undirbúningi að rekstri Vinnustofunnar i eitt ár, í sam- vinnu og með aðstoð forstöðu- manns hennar, Hreiðars G. Vi- borg, klæðskerameistara. Eftir Lán til Rafmagns- veitu Reykjavíkur Borgarráð heimilaði borgar- stjóra nýlega að ábyrgjast 5 milljón króna lán handa Raf- magnsveitu Reykjavíkur hjá Landsbanka fslands. Lánið á að ganga til viðbótar varastöðvar- innar við Elliðaár. Áætlað er að viðbótastöðin kosti 63 milljónir króna og hef ur þegar fengizt 24 millj. kr. hjá Union Bank of Switzerland og 15 millj. kr. hér innanlands. — Reynt verður að fá 10 millj. til viðbótar innanlands en afgang inn mun Rafmagnsveitan sjálf leggja fram. Stöðin verður tilbú- in fyrir næsta haust. ýmsar athuganir var ákveðið að hefja framleiðslu á herranærföt- um, en 'sú írámleiðsla hefur þá kosti að vera létt og einföld. Vél ar vOru valdar og keyþtar sér- staklega fyrir þessa framleiðslu. Áætlað er, að allt að 20 manns geti unið á Vinnustofunni, þeg- ar vélar og húsnæði er fullnýtt, en 7 manns hafa þegar hafið vinnu. Stofnkostnaður Vinnustofunn- ar er nú orðinn um kr. 1300 þús. og hefur félagssjóður lagt fram kr. 235 þús., en stærsta framlag ið er frá Styrktarsjóði fatlaðra, kr. 700 þús. Hlutverk Vinnustofunnar er að veita fötluðu fólki og öðrum öryrkjum létta vinnu, sem það getur leyst af hendi. Margir ör- yrkjar geta ekki unnið venjulega vinnu, en fái þeir störf sem hent ar þeim, skila þeir í flestum til- fellum fullum afköstum. Einnig eru margir, sem eftir langvar- andi veikindi geta ekki farið strax á hinn almenna vinnu-' markað. Það er hlutverk Vinnu- stofunnar að leysa vanda þessa fólks. Framleiðsla Vinnustofunn- ar kemur fljótlega á markaðinn og verður fengin heildverzlun til að sjá um sölu og dreifingu. jþað er ekki oft, sem tón- leikagestir í Reykjavík eru teknir með jafnmiklu trompi og s.I. fimmtudags- kvöld á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Fagnaðar- látunum ætlaði seint að linna. Flutt voru tvö öndvegisverk, d-moll pianókonsert Brahms og sjöunda sinfónía Beethov- ens. Einleikari var Rögnvald ur Sigurjónsson, stjórnandi Gustav König. Það er aldeilís ekki sama, hver fer með stjórnina á þessari umdeildu hljómsveit. Þama heyrðist glögglega, hve henni er nauð synlegt að hafa stjórnanda, sem kyndir eld í öllum æðum hennar. Flutningurinn á sjö- undu sinfóníunni var með því glæsilegasta, sem hér hefur heyrzt í vetur, skemmtileg tempi og gott jafnvægi í sam hljómi. Því miður er ekki allt jafn gott um flutninginn á Brahms konsertinum að segja. í upp- hafi drukknuðu strengirnir í belg pákunnar. Mér finnst vera kominn tími til að hljóm sveitin eignist töluvert hljóm fegurri pákur, hljóðfæri, sem ekki þarf að gæla við með blautu handklæði. Væri ekki hægt að efna til happdrættis, svo að hljómsveitin geti farið að kaupa hljóðfæri, sem hana vantar, og endurnýja þau, sem nú eru úr sér gengin? ^nnar' þáttur konsertsins fannst mér beztur. Þar lék Rögnvaldur af fullri ró og jafnvægi og samspil hljóm- sveitarinnar var þar með mestum ágætum. Tæknileg hættusvæði fyrsta og síðasta þáttai bárust áheyrendum misjafnlega vel. Þó held ég, að allir, sem unna þessu sér- kennilega snilldarverki, hafi verið þakklátir fyrir að heyra það enn einu sinni í túlkun eins fremsta píanista lands- ins. Þeir voru líka þakklátir fyrir, að hann fékk að leika á góða flygilinn. Komi þeir fram saman sem oftast! Þorkell Sigurbjömsson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.