Vísir - 17.02.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 17.02.1965, Blaðsíða 1
I 55. árg. — Miðvikudagúr 17. febrúar 1965. — 40. tbl. Votnavextir Norðanlands eru miklir vatna- vextir þessa dagana vegna hlýind anna sem komu strax eftir bylinn á dögunum. Má segja að allar ár og sprænur séu 1 foráttuvexti og hafa sums staðar flætt yfir vegi eða valdið spjöllum á vegum, en hvergi svo að til vandræða horfi eða til meiri háttar vegaspjalla hafi komið. LOGÐ MEGINAHERZLA A EFUNGUEJ. T.A. í morgun afgreiddi Efnahags- málanefnd Norðurlandaráðs álit sitt varðandi norrænt efnahags- samstarf, þátttöku í EFTA og varðandi hinn brezka 15% toll. Samkomulag varð í nefndinni um það að bera ekki fram gagn- rýni eða vítur á Breta fyrir toll inn, heldur gðeins að vinna að því að brezki tollurinn verði hið bráðasta afnuminn. Þá er lagt til að stuðlað verðí að eflingu EFTA og útvíkkun efnahagssamstarfsins inan EFT A, ennfremur að athugaðir verði möguleikar á að EFTA styðji til raunir til útvíkkunar verzlunar- samstarfs Evrópu. Umræður hóf ust um þetta mál í morgun og hafði Bert'ii Ohlin frá Svíþjóð framsögu í því. Það er sýnilegt af þessu sam komulagi í efnahagsmálanefnd inni, að Norðurlöndin treysta enn sem fyrr á samstarfið í EFTA og vilja að það leiði til • sawteiningsr- og samkomulags við Efnahagsbandalagið. Tillaga nefndarinnar, sem mun verða samþykkt í ráðinu er svohljóðandi: Norðurlandaráð vísar því til ríkisstjórnanna 1) I þeim ríkjum sem eru að- ilar að EFTA að þær vinni sam an að því á væntanlegum ráð- herrafundi í EFTA að tryggja að hinn brezki innflutningstollur verði afnuminn skjótt og alger- lega. 2 að þær vinni að frekari (þró un hins efnahagslega samstarfs, — einnig varðandi landbúnaðar og sjávarútvegsvörur — ;nnan EFTA og sé tekið tillit til sér- stakra aðstæðna í hverju landi, 3) að ríkisstjórnirnar athugi alla möguleika til að gera EFTA hæfara að styðja viðleitnina til að tryggja útvíkkuð evrópsk verzlunarviðskipti, 4) Þá beinir ráð'ið því til allra ríkisstjórnanna að halda á- fram viðleitninni á að útvíkka efnahagssamstarf Norðurlanda innan ramma EFTA. Lagercranz afhent verðlaunin VERÐLA UNÍN 0G NORRÆNA HÚS- IÐ VORU AFHENT í GÆRKVELDI í gærkvöldi var haldin mikil og vegleg hátíðasamkoma Norð- urlandaráðs í Þjóðleikhúsinu, þar sem það tvennt fór fram, að bókmennta- og tónlistar- verðlaun Norðurlandaráðs voru afhent og að íslandl var af- hent hið svokaUaða Nörræna Á fundi Norðurlandaráðsins í gær. Sendiherra Finnlands á íslandi, frú T.L. Leivo-Larsen ræð ir við Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra og A. Cappelen, fjármálaráðherra Noregs. hús, sem nú er farið að byggja -hér að frumkvæði Norðurlanda- ráðs. Athöfnin hófst með því að Sigurður Bjarnason forseti Norð urlandaráðs setti hátíðina. Hann mælti m.a. á þessa leið: Tilgangur Norðurlandaráðs með veitingu listayerðlauna er í senn sá, að örva hina skap- andi list meðal norrænna þjóða og stuðla að aukinni þekkingu fólksins á norrænni íist. Bókmenntirnar geyma nor ræna sögu og menningararf. ■ „Blindur er bóklaus maður,“ segir gamalt íslenzkt máltæki. Sá maður er alislaus og ósjá- andi, sem enga bók á. Virðingin fyrir bókinni, frá- sögn hennar af örlögum ein- staklinga og þjóða, sögu kyn- slóðanna er Norðurlandabúum í blóð borin. í.henni varðveit- ist sál mannsins í umróti ald- anna. Hún endurspeglar gleði og þjáningu, vit og vanþroska, dýpstu rök mannlegra tilfinn- inga, trúar og vantrúar. , Um stöðu hljómlistarinnar í ríki listanna. hefur verið sagt, að hún sé drottning drottning- anna meðal þeirra. Möguleikar hennar til þess að túlka mann- legar tilfinningar eiga sér eng in takmörk. Hún frjóvgar hug ann og lýkur upp töfraheímum fegurðar og hreinleika. í tón um hennar birtist í senn kraft ur stormsins, kvak smáfuglsins og hlátur eða grátur barnsins. í henni bregður fyrir heiðum himni sumarsins og þrumum og eldingum óveðursins. Jafnvel eldgos úr iðrum jarðar getur bergmálað í verk um tónskáldanna. BÓKMENNTAVERÐLAUN AFHENT Jóhs. A. Dale flutti erindi um höfvindana Olof Lager crantz og William Heinesen Að lokum sagði Dale, að í ár sé verðlaununum skipt — senni lega I fyrsta og seinasta skipti — milli tveggja rithöfunda og tveggja bóka. Þess vegna vilji hann undirstrika, að þrátt fyrir það ,að peningaverðlaununum sé skipt, þá eigi hvor verðlauna hafanna þökk okkar óskipta. Eftir að forseti Norðurlanda ráðs hafði afhent Lagercrantz verðlaunin flutti hinn sænski Framh. á bls. 6 BLAO'O ' DAG 31s. 2 Hjónaband Ringós er hryggðarefni — 3 Ný smásaga eftir Heinesen — 7 Fundir Norður- landaráðs — 9 Herranótt, leik. dómur — 11 Fellur Reykjavík urlið í 2. deild? INNBROTAFARALDURIBÆNUM Allmikið hefur verið um inn- brot hér í borg að undanfömu. Eitt innbrotanna var í Isa- foldarprentsmiðju í Þingholts- stræti 5 aðfaranótt laugardags- ins. Hafði þjófurinn farið um all ar hæðir byggingarinnar og leit að að verðmætum í hverri hirzlu læstri sem ólæstri, þ. á m. i kaffi skápum starfsfólksins, skrifborð um og víðar. Er talið að hann muni hafa haft nokkur þúsund krónur upp úr krafsinu. Á föstudagskvöldið, á tímabil inu frá kl. 19.15-20.15 var brotizt inn í Þvottahúsið Lín að Hraunteigi 9 með þeim hætti að brotin var upp hurð. Þaðan var stolið um 20 krónum í smá- mynt. Brotizt var inn í Bókaverzlun Lárusar Blöndals á Skólavörðu- stíg um helgina. Höfðu rúður verið brotnar í hurð bakdyra- megin og síðan skriðið inn. Stol ið hafði verið einhverju smáveg- is af skiptimynt úr peninga- kassa, ennfremur pennasettum o. fl. Síðastliðinn föstudag kærði maður yfir því við rannsóknar- lögregluna, að stolið hefði verið akkeriskeðju af skipi, sem hann hafði átt um skeið, en var í þann veginn að selja. Sjálfur hafði hann keypt þessa akkerisfesti úr gömlum braggagrunni við sunnanverða Öskjuhlíð, og þar hafði hún legið í hirðuleysi ár- um saman. Fyrir nokkrum dög- um hafði svo um samizt við borgaryfirvöldin, að þau keyptu af honum festina og fór verk- stjóri frá borginni á staðinn til að skoða hana. Þá var hún kyrr á sínum stað. En nú í lok síðustu viku, þegar átti að sækja hana, var hún allt í einu horfin. Þarna hlýtur annaðhvort kranabíll að hafa verið að verki eða þá nokkurt margmenni við Framh. á bls. 6 Ý

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.