Vísir - 17.02.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 17.02.1965, Blaðsíða 2
V1 S IR . Miðvikudagur 17. febrúar 1965. SÍÐAN stæðum, sem Ringo giftist hár- greiðslukonu heldur af hreinni og djúpri ást að sögn erlendra fréttastofnana. -K X- Það þurfti annars ekki að koma á óvart að Ringo gengi út, því hann var búinn að vera trú- lofaður Maureen í eitt og hálft ár, — átta dögum eftir að hann var einn af hinum frægu Beatl- es. Og það er einmitt á þessum 18 mánuðum, sem Beaties hef- ur virkilega hlotið vinsældir. Og það er mikið Ringo að þakka. * Á fimmtudaginn grétu litlar stúlkur um alian heim. Tilefnið? „Bítiil númer eitt“, — Ringo Starr — gekk í heilagt hjóna- band. Innst inni höfðu milljónir ungra stúlkna gert sér smá von um að standa frammi fyrir prest inum og játa með ákafa spurn- ingu hans um hvort hún vildi ganga að eiga þennan mann. Sú, sem hlaut hnossið, heitir Maureen Cox. Hún er 18 ára gömul og er hárgreiðslukona. Það var ekki af praktískum á- Herra og frú Beatles fóru í stutta brúðkaupsferð, en voru Ringó og frú Maureen. HJÓNABAND RINGÓS HRYGGÐ- AREFNI MILLJÓNA STÚLKNA komin aftur til London á mánu- dag, en þá hófst kvikmyndataka á nýrri Bítlamynd. Raunar voru þau búin að taka forskot á sæl- una í sumar, þvi þá fór Maureen með Bítlunum í afslöppunarferð til Jómfrúareyjanna í Kyrrahati (Virgin Islands). >f ið sér inn eitthvað um 2000 milljónir króna síðan þeir byrj- uðu. Sjálfir hafa þeir fengið sinn hluta af öllu, því þótt að tennur skattayfirvaldanna séu beittar, ná þær ekki öllu og sagt er, að 1964 hafi hver þeirra um sig fengið í sinn hlut um 160 milljónir króna, — þegar þeir voru búnir að borga öll gjöld og skatta. Þessi litla stúlka brast í óstöðvandi grát, þegar hún frétti um hjónaband bítilsins Ringó Starr eða Richard Starkey, eins og hann mun heita. Þannig voru viðbrögð ungra stúlkna víða um heim. Hjónaleysin voru gefin saman í ráðhúsinu í Liverpool og þar voru aðeins foreldrar þeirra og tveir úr Bitlahljóm- sveitinni, þeir George Harrison og John Lennon. Bæði eru þau hjónin kornin af sárafátækum verkamannafjölskyldum í Liver- pool, en þau þurfa sennilega ekki að kvíða framtfðinni. Daily Mail upplýsti fyrir nokkru, að Bitlarnir hefðu unn- * Maureen litla þarf þvf engu að kvíða, en hún hefur samt orðið til þess að aðdáendur Ringos hafa orðið fyrir mikilli sorg, a. m. k. stúlkumar. * HUNDALÍF í U.S.A. í Kári skrifar: £ • ' Amerfskir hundar hafa það ekki of gott. Að vísu vilja eigend- ur þeirra flest fyrir þá gera, og það er einmitt það, sem að er Mjög algengt er að hundar séu látnir sofa í sérstaklega sniðn- um flónelsnáttfötum á hitapúð- um, sem eru hitaðir með raf- magni, ef þeir hafa þá ekki feng ið sitt e’igið litla tjald með mad- ressu, en þau kosta litlar þús- und krónur ef eitthvað er f þau spunnið. Ef hundur yfirstéttarfólks fær að fara með f vetrarfriið, hvort heldur farið er til St. Moritz eða bara Squaw Valley, þá er saumaður sérstakur skíðafatnað ur á hundkvikindið. Einnig er svona nokkuð til í verzlunum tilbúið á ca 400 krónur hver nylon skíðajakki á hund. Fyrir litla kjölturakkann sem fer ekki nema örsjaldan út, er hægt að fá eyrnaskjól með bjöllum. Verð aðeins 200 krónur. Hundar, sem eru teknir með í kokteil-veizlur, eru búnir upp í tilefni dagsins. Þeir eru með kokteil-hálsband úr flaueli, en fyrir karlkynið er líka til lftill flibbi með slaufu. Verð mjög skaplegt, eða um 200 krónur. Litashampoo er til í fjöl- breyttu úrvali á 100 krónur flaskan, og þeir rfkustu láta skipta um lit á hundum sínum vikulega. Einn „andvaka“ hefur sent Kára orðsendingu og beðið hann að koma á framfæri kvörtun út af bílflauti á nóttum. Hann kvaðst senda blaðinu þessa umkvörtun vegna þess að stöðvarbíll hafi staðnæmzt fyrir utan næsta hús kl. 4 að nóttu til að taka farþega. Farþegarnir hafi sennilega verið eitthvað seint fyrir, en þá hafi viðkom- andi bílstjóri látið flautuna ganga án afláts og ekki hætt fyrr en fólkið kom út. Þolir ekki vansvefti. „Andvaka" sagði, að það væri ekki af geðvonzku einni eða úr- illsku að hann kvartaði. Hann væri veill fyrir hjarta og þyldi illa vansvefti, sízt af öilu þyldi hann skyndihávaða á nóttu, því þá vaknaði hann fengi öran hjartslátt og um svefn væri ekki að ræða úr því. Ámælisvert og varðar við lög. Kári telur sig geta frætt „And vaka“ á því, að samkvæmt lög- reglusamþykkt Reykjavfkurborg ar er bifreiðum óheimilt að þeyta hom að nóttu og varðar við lög ef bílstjórar eru staðnir að þessu. Ef skrásetningarmerki viðkomandi bifreiðar næst er sjálfsagt að kæra málið fyrir lögreglunni. Hins vegar tekur Kári það fram, að hann telur það furðu- legt að nokkur leigubílstjóri skuli gera sig sekan um slíkt athæfi og telur það enn ámæl- isverðara hjá þeim heldur en ein hverjum unggöpum, sem ekki hafa vanizt að taka tillit til eins eða ne’ins. Leifar eftir áramóta- brennur. Þá vill Kári vekja athygli borgaryfirvaldanna á öðru atriði sem varðar fyrst og fremst út- lit og hreinlætissvip Reykjavik- urborgar. Það er í sambandi við áramótabrennur. Áramótabrennur, sem leyfðar ar eru af hálfu borgaryfirvalda, fjölgar með hverju árinu sem líður og fylla vafalaust hundrað- ið áður en langir tímar líða. Nú er það svo, að eftir hverja brennu verður ýmislegt eft’ir af ýmiss konar drasli, auk ösku, sem ekki hefur og ekki getur bmnnið. Þessa gætti með mesta móti í vetur vegna mikilla snjóa og skafla umhverfis marga kest ina. Þetta hefur vafalaust víðast hvar verið hreinsað, enda nauð- synlegt og sjálfsagt að gera það. Stakkstæðið við S j ómannaskólann. En það er þó a. m. k. einn staður, sem ekki hefur verið hreinsaður. Það er stakkstæðið vestan v’ið Sjómannaskólann. Þétta svæði er á ýmsan hátt skemmtilegt, stakkstæðið ber minjar um atvinnuhætti, sem nú em að mestu eða öllu horfnir hér í Reykjavík. í öðm Iagi er fallegt útsýni, mikið og vítt af þessu svæði. 1 þriðja lagi á fjöldi fólks leið um það, m. a. stór hópur nem- enda og annarra sem vinna í Sjómannaskólanum. En þarna er fullt af drasli, ekki aðe’ins ösku, heldur fjölum, járnarusli, pappa- og pappfrsleif um og öðru þess háttar. Þetta þarf og verður að hverfa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.