Vísir - 17.02.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 17.02.1965, Blaðsíða 4
VjSIR . Miðvikudagur 17. febrúar 1965. MÖRG EGG í SÖMU FLUG- VÉL SEM GÁTU BROTNAÐ Dönsku blöðin hafa að und- anfömu rætt allmikið um bil- unina, sem varð í leiguflugvél Loftleiða, er hún var lögð af strað frá Kastrup-flugvelli með danska ráðherra og þingmenn á Norðurlandaráð. Ber þá fyrst að geta þess, að það var aðeins einn hreyfill sem skemmdist, en sam kvæmt fréttum sem Vfsir hafði í fyrsu um þetta mál, var þá sagt að tveir hreyflar hefðu stöðvazt. Það var einkennileg tilviljun, að það var sjálfur samgöngu- málaráðherra Dana, Kai Lind- berg, sem fyrstur farþegapna varð þess var, að eitthvað var að. — Ég heyrði smell, segir hann, - síðan sá ég að einn hreyfillinn stöðvaðist og rétt á eftir kviknaði á merkinu um að (Einn þingmaðurinn sagði frá ein spenna öryggisbeltin. Svo að af i kennilegri tilviljun, hann hafði þessu þóttist ég mega ráða, að eitthvað væri að. Þegar þetta gerðist, voru flug freyjurnar að undirbúa að veita kaffi, en nú voru þær fljótar að taka svunturnar af sér og ekk- ert kaffi var veitt. Ekki var að sjá neinn óróleika á farþeguum, en þó var greini- legt að menn höfðu ekki sömu öryggistilfinninguna og áður. Strax og flugvélin hafði lent, hópuðust slökkviliðsbílar, sjúkra bílar og aðrir öryggisverðir að flugvélinni og fylgdu henni eftir. Dönsku blöðín Segja að ráð- herrarnir og þjngmennirnir hafi tekið atburðinum með gaman- semí eftir að beir voru l°ntir. tekið með sér til skemmtilestrar leynilögreglusögu og svo vildi til að hún kallaðist „Dauðinn í loftinu". Og menn minntust þess að skömmu áður en lagt var af stað, hafði K. B. Andersen sagt í gamni, að nú þegar svo margir ráðherrar og þingmenn væru saman komnir í einni flugvél, gæti verið komið tækifærið til þeirrar „endurnýjunar" f stjórn- inni, sem svo margir töluðu um að væri nauðsynleg. Poul Möller sagði að í þessari flugvél hefðu verið saman komin mörg egg sem 'gætu brotnað. Lis Groes fyrrverandi ráðherra minntist þess að hún og maður hennar hefðu af tilliti til barnanna gert Davids Thomsen forstjóri Loftleiða í Kaupmannahöfn ræðir við Lindberg samgöngumálaráðherra, sem fyrstur varð var við bilunina. samkomulag um að ferðast aldrei saman í flugvél. Ot frá þessum hugleiðingum ræða dönsku b'öð’n urn bað. hvort það sé viðurkvæmilegt, að svo margir ráðherrar og þing- menn ferðist með sömu flugvél. Fulltrúamir á Norðurlanda ráði hafa verið önnum kafnir þessa daga, sem ráðið hefur setið á fundum. Þeir virðast taka starfið allhátíðlega og sitja stöðugt á nefndafundum og á allsherjarfundum er mjög vel mætt. Er eftirtakan- legt hve mikill áhugi ríkir á fundinum um viðfangsefnin, og eins og allir séu samtaka um að gera sitt bezta til að vinna að auknu samstarfi Norðurlandanna. Gefur það manni sterka hugmynd um það, að Norðurlandahugsjóp- in sé ekki draumórar einir. Þá hafa fulltrúamir líka notað frístundir sínar til að kynnast Islandi. Nokkur hóp ur fulltrúa og starfsmanna hefur t. d. skroppið austur á Þingvöll, allmargir hinna dösku fulltrúa, þeirra á með- al Poul Möller, hafa farið í heimsókn í Landsbókasafnið til að kynna sér geymslu á handritum þar. í fyrrakvöld voru fulltrú- amir í boðum í sendiráðum sínum og skiptust þá einnig um að bjóða þangað með sér íslenzkum ráðherrum og full- trúum. I sænska sendiráðinu við „Smörgás“ borðið. Hér sjást m. a.: Erlander forsætisráðherra lengst t. v., Gunnar Lange verzlunarmálaráðherra og Kling dómsmálaráðherra. I danska sendiráðinu: Poul MöIIer ræðir við Bjame Paulsson sendiherra. I danska sendiráðinu, Guðmundur 1 Guðmundsson utanrikis- ráðherra ræðir við K. B. Andersen menntamálaráðherra (og handritaráðherra) Dana. Kvöldboð í sendiráðunum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.