Vísir - 23.04.1965, Qupperneq 1
Fyrsta sigling gegnum ísim
f gær tókst að rjúfa siglingaein-
angrun bá sem verið hefur við NorB
uriandið. Fyrsta flutningaskipiS,
sem þangaS hefur komiS í nærri
mánuS komst í gær gegnum ísinn
viS Langanes. Það var oiíuflutninga
skipiS Stapafell. Komst þaS í gegn
meS hjálp Landhelgisgæzlunnar.
Húsvikingum fannst það skemmti
legt_ að fyrsta siglingin skyldi bera
upp á sumardaginn fyrsta. Þar land
aði Stapafell um 400 tonnum af
olíu. Var orðið olíulítið í bænum.
Þaðan sigldi Stapafell svo í morgun
til Eyjafjarðarhafna.
Landhelgisgæzlan veitti mjög mik
iívæga aðstoð við þessa sigffiugn
Skipstjórinn á StapaftíH segir að
siglingin hafi alls ekki verið fmm-
kvæmanleg nema vegna aðstoðar
gæzlunnar og vegna þess að veður
var gott, logn og sléttur sjór. Það
var varðskipið Þór sem sjghji á
Framh. á bls. 5.
Landsfundurinn var settur
SJÁLFSTÆDISFL OKKURINN verii æfíi í
fararbroddi /
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra setti 16.
r •
landsfund Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi
í gærkvöldi hófst 16. landsfundur Sjálfstæðisflokksins og
fór fyrsti fundurinn fram í Háskólabíó.
Dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, formaður Sjáif-
stæðisflokksins setti fundinn og skipaði Gunnar Thoroddsen
fjármálaráðherra, varaformann flokksins, fundarstjóra. Fund-
arritarar á þessum fyrsta fundi voru þeir Einar Oddsson sýslu
maður í Vík og Oddur Andrésson bóndi á Neðra-Hálsi í Kjós.
Við setningu landsfundarins voru viðstaddir nær eitt þúsund
manns en alls sitja um 700 fulltrúar landsfundinn.
1 morgun hélt fundurinn áfram í Sjálfstæðishúsinu. Flutti
þar framkvæmdastjóri flokksins Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son skýrslu um starfsemi flokksins. í dag kl. 2 flytur vara-
formaður flokksins, Gunnar Thoroddsen ræðu og Ingólfur
Jónssson landbúnaðarráðherra flytur ræðu kl. 16.30. Verða
síðan almennar umræður.
Hér fer á eftir ræða Bjama Benediktssonar, formanns
Sjálfstæðisflokksins, sem hann flutti á fyrsta fundi lands-
fundar í gærkvöldi.
Þegar Ólafur Thors, að eigin
ósk og ákvörðun. hætti að vera
formaður okkar, lét ég svo um
mælt að hann héldi áfram að
vera aðalmaður Sjálfstæðisflokks-
ins. Sú varð og raunin fram á
hans síðasta dag. Þrátt fyrir lang
varandi heilsubrest, sem leiddi til
þess, að hann hvarf úr ríkisstjórn
í nóvember 1963, bar andlát Ólafs
skjótar að en menn uggði. Hann
andaðist að morgni gamlársdags
1964 og varð allri íslenzku þjóð-
inni harmdauði. Jafnt andstæð-
ingum hans sem meðhaldsmönn-
um finnst dauflegra og svipminna
á Alþingi og í íslenzku þjóðlífi,
eftir að hans nýtur ekki lengur
við. Allt hans fas, skörulegt og
höfðinglegt en þó ljúfmannlegt,
hvatti menn í senn til dáða, veitti
þeim öryggi og eyddi öllum
drunga. Hann var allra manna
fljótastur að átta sig, snarráður
og þó íhugull, fylginn sér en þó
sáttfús. Um nær 40 ára skeið átti
enginn Islendingur hlut að lausn
fleiri vandamála en Ólafur Thors.
Of langt yrði að telja þaú öll upp
nú, en geta má nokkurra, sem
nafn hans verður ætíð við tengt:
Sölufyrirkomulag það á íslenzk-
um sjávarafurðum, sem haldizt
hefur nú í rúm þrjátfu ár, þrenn
ar endurbætur á kjördæmaskip-
an, viðbúnað til vamar margs
konar voða af völdum heimsstyrj
aldarinnar siðari, endurreisn lýð-
veidis á íslandi, nýsköpun at-
vinnuveganna, aðild að samstarfi
lýræðisþjóðanna, stækkun fisk-
veiðilandhelginnar, 10 ára rafvæð
ingaráætlun, viðreisn og endur-
heimt frelsis í viðskiptum og til
margháttaðra framkvæmda.
Auðvitað lögðu ýmsir aðrir sitt
af mörkum við framgang þessara
mála, en án atbeina Ólafs hefðu
ýms þeirra alls ekki náð fram
að ganga og um önnur farið mun
verr en raun varð á.
Þegar fyrir andlát Ólafs gerðu
flestir sér grein fyrir, að hann var
mikilhæfasti stjórnmálamaður
sinnar samtíðar á Islandi. Mest
eigum við Sjálfstæðismenn samt
honum að þakka. Hann beitti sér
öðrum fremur fyrir því, að Sjálf
stæðisflokkurinn var stofnaður úr
samruna Ihaldsflokksins og Frjáls
lynda flokksins. Formaður flokks
okkar var hann frá því á árinu
1934 þangað til á Landsfundi
1961. Hann helgaði flokknum
starfskrafta sína ekki einungis
þau rúm 27 ár, sem hann var for
Bjarni Benediktsson formaðUr Sjálfstæðisflokksins flytur ræðu á
landsfundinum í gærkvöldi um stjómmálaástandið. Fundarstjóri
var Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra, varaformaður flokks-
Framh. á bls. 6 ins. (Ljósm. Vísis I.M.)
í Háskólabiói i gærkvöldi að viðstöddu miklu fjölmenni. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins setur fundinn.
I
l
I
i
i
I
\