Vísir - 23.04.1965, Page 5

Vísir - 23.04.1965, Page 5
VÍSTR . Föstudágur 23. aprfl 1965. Hægrí handar akstur eftir þrjú ár Rflds'stjómin hefur ákveðið að beita sér fyrir hægri handar um ferð hér á landi. Dómsmálaráðu- neytið hefur falið umferðarlaga- nefnd að annast í fyrstu þann undirbúning, sem nauðsynlegur er, m. a. að semja framvarp um þetta efni, sem verði lagt fyrir næsta Alþingi. Er stefnt að því, að breytingin yfir í hægri akstur geti komið til framkvæmda vor ið 1968, eftir þrjú ár. Alþingi samþykkti 13. mal í fyrra tillögu til þingsályktunar, þar sem skorað var á rikisstjóm ina að láta hefja hið allra fyrsta undirbúning að hægri handar umferð. Umferðarlaganefnd hef- ur síðan fjallað um málið, talað við vegamálastjóra, borgarverk- fræðing £ Reykjavík, bæjarstjóm ir utan Reykjavíkur og fleiri aðila, og gert kostnaðaráætlun um nauðsynlegar breytingar í sambandi við skiptin. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að heildarkostnaðurinn yrði 43 milljónir króna og er þar stærsti liðurinn breytingar á almenn- ingsbifreiðum, 33 milljónir króna, og annar kostnaður, þar á meðal breytingar á vegakerf- inu var áætlaður 10 milijónir króna, allt miðað við verðlag 1964. Gerði nefndin ráð fyrir, að nærri öll upphæðin yrði greidd úr ríkissjóði og stakk upp á sérstakri fjárheimtu I þvl skyni, 350 kr. árlegu gjaldi af venjulegum fólksbifreiðum og hærra af stærri bifreiðum. Hef- ur skýrsla umferðamefndar um þessi mál birzt-í dagblöðunum í vetur. í umferðarlaganefnd era Sigur jón Sigurðsson lögreglustjóri, Theodór B. Lfndal prófessor, Benedikt Sigurjónsson hætarétt arlögmaður Ólafur Stefánsson stjómarráðsfulltrúi og Sigurður Jóhannsson vegamálastjóri. Jafn framt hefur Arinbimi Kolbeins- syni lækni, formanni FlB, og Eiríki Ásgeirssyni, forstjóra SVR, verið falið að starfa með nefndinni að framgangi þessa máls. gær En horkalegar deilur itiilii neta- og nótabóta við Eyjor Sumardagurinn fyrsti var bezti afladagurinn á vertíðinni vig Vestmannaeyjar. Þennan dag má áætla að 1700 tonn af fiski hafi komið á land í Eyjum og mjög mikið magn hefur kom- ið á land í Þorlákshöfn, sem sést m.a. af því að nokkrir að- komubátar komu til Eyja, en ekki var hægt að gera meira fjrrir suma þeirra en aðeins að létta á þeim, sfðan fóru þeir til löndunar f Þorlákshöfn eða Grindavik eða víðar. Veiðisvæðið var mest rétt fyr ir austan Vestmannaeyjar og sást hinn miklí floti úr kaup- staðnum. Harkalegar deilur og árekstrar urðu þáma þegar leið á daginn milli neta- og nótabáta Var ljótt að heyra skamm'imar og orðbragðið í talstöðvunum. Utvegsmenn og skipstjórar í Eyjum hafa farið þess á leit við landhelgisgæzluna, að hún sendi' varðsk'ip á staðinp til þess að forða því að slíkar deil- ur komi upp að nýju, sem allir hafa armæðu og skömm á. Til þess að sýna hvernig afl- inn var í gær skulu teknir hér upp nokkrir aflahæstu bátamir sem lönduðu í Vestmannaeyjum Af nótabátum era það þessir: Viðey 84 tonn, ísleifur IV. 82, Halkion 69, Ófeigur II. 63, Gjafar 50, Erlingur III, 42 og Kópur 40. Þessir netabátar voru efstir: Kap II. 40 tonn, Öðlingur 35, Sidon 35. Svo voru fjórir bátar með 25 tonn þeir Stfgandi, Leo, Lundi og Björg II. NK. Fiskmóttaka hjá fyrirtækjun- um var þessi: Fiskiðjan 440 tonn, Hraðfrystistöðin 361 tonn Vinnslustöðin 344 tonn og ís- félag Vestmannaeyja 225 tonn. Fjölmenni Fyrsfa sigling — Framh. af bls. 1. undan Stapafelli gegnum ísinn. Gæzluflugvélin kom einnig til hjálp ar. Víða var mikill fs, mestur út af Langanesi. 1 dag ætlar Þór að hjálpa Bakkafossi í gegnum ísinn við Langanes. Otlit er gott, þar sem logn er. Á morgun er fyrirhugað að Óðinn geri tilraun til að aðstoða olíuskipið Kyndil í gengum ísinn við Horn og Húnaflóa. ísinn fyrir Norðurlandi er nú allur á undanhaldi og nú virðist vera greiðast úr ísnum á Húna- flóa og erfiðleikarnir við siglingar á Strandir ættu senn að vera úr sögunni ef svo heldur áfram. Aðalísinn var horfinn úr augsýn frá Látravík, en við Skagatá var fsbreiða sem talin var erfið skipum. Sást mjð læna með landi frá Hrauni á Skaga en þéttur ís við Skagatá. Þar fyrir austan var enginn telj- andi ís og sást t. d. enginn ís frá Raufarhöfn. Aðalerfiðleikar á siglingum nú eru við Skallarif og Skaga. Landhelgisflugvél fór f ískönnun arflug snemma í morgun, en ekki höfðu borizt fréttir af fluginu, þeg ar blaðið fór f prentun. Var búizt við heldur lélegu skyggni og erfiðu könnunarflugi. ÓLAFUR ÓLAFSSON veitingamaður lézt 22. apríl f sjúkrahúsinu Sólvangi. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Elín Ólafsdóttir Framh. af bls. 16 félagið að safna fé til leikfanga- kaupa. Einn'ig talaði sr. Frank M. Hall dórsson og vék máli sínu að sumardvöl barna í sveit. Fékk hann það upplýst með handauppréttingum bama, að þorri reykvískra barna færi í sveit á hverju sumri. Þama væri þvf saman kominn álitlegur kú- rekahópur. Skemmtiatriði voru þau, að lúðrasveitir drengja, önnur und- ir stjóijn Karls Runólfssonar og hin undir stjórn Páls Pampichl- ers, léku og fjölmennur hópur telpna úr Þjóðdansafélagi Reykjavfkur sýndi ýmiss konar hringdansa. Voru telpurnar fallega klæddar í rauða upp- hlutsbúninga og fagurt að sjá dans þeirra. Þar með var skemmtuninni lökið, var nú ýmist farið að fylgjast með endaspretti Vfða- vangshlaupsins, farið á inni- skemmtanirnar, en mikill fjöldi settist að búðum þeim í mið- bænum sem selja rjómaís. Á þessum degi er mesta metsala í þeim varningi. Ætla má að minni fiskkaupend- ur hafi tekið á móti nærri 300 tonnum. Snæfell kom með 70 tonn til Reykjavíkur, Þorsteinn landaði 45 tonnum í Sandgerði (aflanum ekið til Reykjavíkur), Amar 60 tonnum í Þorlákshöfn (aflanum ekið til Reykjavíkur), Óskar Halldórsson 26, Akraborg 25, Reykjaborg 20, Rifsnes 19 og Guðmundur Þórðarson 15. Árás tramh. ai 16. sfðu brotin um gólflð. Þá sleit árás- armaðurinn símann úr sam- bandi, svo ekki væri hægt að hringja á lögregluna og einnig hafði hann í hótunum um að myTða heimilisföðurmn. Á með an áflogin stóðu gat 1 barn anna kom’izt niður á næstu hæð og fengið þar hjálp til þess að hringja á lögregluna. Er árásar- maðurínn varð var við að búið væri að hringja á lögregluna tók hann til fótanna og hljóp út. Þessi sami maður hafði nokkrum dögum áður brotizt inn í íbúðina. Sjónvarp — Framhald j bls. 16 með því að hafa þjálfað kunn- áttufólk í þjónustu — hvort sem það starfaði við dagskrá eða við tæknideildir. Annars leizt þeim að sumu leyti vel á skilyrði til sjónvarps hér á landi. Að vísu gæti verið erfið- leikum bundið að sjónvarpa til fjarða og þar sem fjalllent væri — þar þyrfti að setja upp end- urvarpsstöðvar eins og gert væri í norsku dölunum. Hins vegar þyrfti þetta ekki að koma að sök sums staðar, t.d. i döl- um, sem ekki væru bugðóttir. Einn verkfræðinganna, Dan- inn Peter Hansen, hefur komið hingað áður — árið 1947. Hann var þá að kanna skilyrði til að endurútvarpa í Danmörku frá íslandi. Hansen sagði, að lið- lega milljón sjónvarpstæki væru í gangi í Danmörku. Ibúar þar eru 4.6 milljónir. I Noregi eru 450 þúsund sjónvarpstæki í notkun, en þar er íbúatalan 3,7 millj. í Finnlandi eru 650 þús. tæki (íbúar landsins eru 4.5 millj.). I Svfþjóð eru 2 milljónir sjónvarpstækja í umferð, en þar er tala landsmanna 7 milljónir. Nú voru sjónvarpsmennirnir inntir eftir því, hvort þeir mundu verða ráðnir til að hafa stjóm með uppsetningu allra tækja hér. Þeir kváðu of snemmt að segja nokkuð um það, en sögðu: „Ef við gætum orðið að liði við að flýta fyrir sjónvarpi hér (eins og annars staðar), eram við reiðubúnir“. Verkfræðingarnir hverfa af landi brott á sunnudaginn kem- ur, en sita nú daglega á fund- um með útvarpsstjóra og Póst- og símamálastjóra. Vilhjálmur Þ. Gíslason sagði blaðinu í morgun, að komið hefðu í ljós „erfiðir blettir“ sums staðar, einkum fyrir austan og norðan, en vildi þó gera sem minnst úr þvf. Járnhausinn — Framh. af bls. 8 Sem söngleikari var Ómar Ragnarsson sér á blaði. Hann ætti auðvelt með að bera uppi heilan söngleik áður en langt líður. Þeir Ævar Kvaran, Flosi Ólafsson og Valdimar Lárasson gáfu lögreglu landsins glettilegt olnbogaskot, sérstaklega Ævar. Það var þungur sitjandinn á tröppum félagsheimilisins Helga Valtýsdóttir var mátulega hroll vekjandi kerlingarskass og kýr- eigandi. Láras Ingólfsson og Valur Gfslason fluttu hlutverk hinna andlegu og veraldlegu yfir valda, annar var hið fáránlega tækifærisskáld, söngstjóri og skólastjóri plássins, hinn bæjar- fógetinn. Aúkahlutverk eru fjöknörg í leiknum, sum alveg út f bláinn, eins og hinn sffulli, sem er álfka > sveigjanlegt leiktæki og styttan af Ólafi járnhaus er óbifanleg Vegna þessa fjölda (reiðra og skrækra kerlinga, umkomu- lausra karla, sfldarstúlkna, sjó- manna og barna) var leikstjóm, Baldvin Halldórssyni og dans hópatriðásmið, Sven Age Lars- en, auðsjáanlega vandi á hönd- um að láta sviðið endast, en allt leystist það sómasamlega. „Jámhausinn“ á áreiðanlega efir að skemmta mörgum á öll um aldri, sýningin er lifandi og fjörag, nokkuð hrjúf á köflum, en langt frá því að vera erindis laus. Þorkell Sigurbjörasson Húsbúnaður til sölu Dönsk, norsk og sænsk húsgögn, gólfteppi, vefstóll, postulín, Singer saumavél í kassa, hrærivél, eftirprentanir ýmissa frægra mál- verka o.m.fl. selst vegna brottflutnings. Uppl. í símia 17834._____________ Blómabáðin GLEYMMÉREI vill minna yður á hið lága blómaverð. Opið til kl. 2 á laugardag og sunnudag. GLEYMÉREI, Sundlaugavegi 12 Sími 22851 Húsgögn til sölu Nýuppgert sófasett til sölu. Einnig stækkan- legt stofuborð og 4 stólar, Telefunken radíó- fónn með plötuskáp og vínskáp, hvíldarstóll með fótaskemli, einnig hárþurrka,- Uppl. á Kirkjuteig 25 I. hæð til hægri frá kl. 3—9 e.h. Aukavinna Vantar nokkra logsuðumenn eftir kl. 5. Sími 21226 kl. 5—7. Lífið í gluggana Gjörið svo vel að ganga í bæ- inn. Raftækjaverzlunin LÓS & HITI Sími 15584 Garðastræti 2 Vesturgötumegin STARFSMENN ÓSKAST Starfsmenn. vantar á Kleppsspítalann. Uppl. í síma 3816Ö. etosmi

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.