Vísir - 23.04.1965, Side 6

Vísir - 23.04.1965, Side 6
Tekizt ai halda genginu tryggu nr, /íil Framh. aí bls. I maður hans, heldur engu að síður á undan og á eftir. Umhyggjan fyrir velfarnaði Sjálfstæðisflokks ins hvarf aldrei úr hugá Ólafs Thors né heldur <5sk hans um að flokkurinn yrði vaxinn þeim vanda, að vera sannur forystu- flokkur íslenzku þjóðarinnar. Öll eigum við Ólafi Thors meira að v<i«rka en nokkrum manni öðrum og meira en mín fátæklegu orð fá lýst. Ég bið ykkur, háttvirtu fundarmenn að rísa úr sætum, minningu hans til virðingar. Þá er þess 'að geta, þótt mjög með öðrum hætti sé, að nú horf- um við fram á að missa annan ágætan mann úr flokksstarfinu. Svo sem kunnugt er, þá hefur Gunnar Thoroddsen, fjármálaráð herra, varaformaður flokks okk- ar, ákveðið að taka við stöðu sendiherra íslands í Kaupmanna- höfn. Ég skal játa, að fyrst er ég heyrði þetta, þá kom mér sú fregn mjög ó óvart. Raunar er það svo, að flestir eða allir, sem standa í stjórnmálaþvargi til lang frama, verða öðru hvoru leiðir á þvf. Að minnsta kosti hef ég spurt sjálfan mig að því, af hverju ég væri að eyða ævi minn í þessa látlausu togstreitu, svo árangurs- lftil og tilgangslaus sem hún á stundum virðist. Svarið, sem ég hefi gefið sjálfum mér, er það, að ég hafi ekki við neinn annan en sjálfan mig að sakast. Ef ég i raun og veru vildi hverfa að einhverju öðru, þá færi ég þvi fram af þeirri einbeitni, að eng- inn gæti haggað ákvörðun minni. Þetta viðhorf var mér í huga, þegai* ’við Guhnar' Thoroddsen rædd úm'ákvörðun hans. Hann gerði mér grein fyrir þvf, sem ég raunar vissi fullvel, að hann er nú samfleytt í rúm 18 ár búinn að gegna tveim einhverjum vandasömustu og tvf- mælalaust argmestu embættum hér á landi, fyrst starfi borgarstjóra Reykjavfkur og sfðan fjármálaráð- herra íslands. Eðlilegt er, að sá, sem þvilíkur þungi hefur hvílt á, óski sér nokkurrar tilbreytingar, Fleira er eftirsóknarvert í lífinu en úrslitavöld og sú ábyrgð, sem þeim fylgir, þó að sjálfsagt sé að meta það traust sem er forsenda þess, að manni hlotnast þvílíkur frami í lýðræðisþjóðfélagi. Víst er, að Gunnar Thoroddsen nýtur í ríkum mæli trausts okkar Sjálfstæðis- manna og raunar margra annarra. Hann þurfti ekki að segja mér frá ákvörðun sinni til þess, að ég lýsti jafnskjótt fullu trausti mínu á hon- um sem fjármálaráðherra: i Hann vissi þegar áður, að hann' nhut þess, því að ég hefi oft látið uppi aðdáun mfna á hinni gföggu yfir- sýn, sem Gunnar Thoroddsen'jhefur yfir flókna þætti fjánriálahfíh þg hans eindregna vilja til að ’hálla á hvorugan, ríkissjóo hé’ ska^tgreið- endur, í þeirra viðskiþtuhir'Þá Tíéfí ég ekki síður kunríað ’áð tíih&tli''þá'ð','' þegar Gunnar Thtmxidsen ■ hefúr hvað eftir annað umyrðalaust en vel vitandi um afleiðingarnar 'fáli- ist á, að ríkissjóður tæki á sig .ijýj- ar byrðar eða tekjumissi til að greiða á þann veg fram úr öðrum vanda. Vanda, sem mér virtist enn brýnni en hagur ríkissjóðs, þó að viðbúið væri, að fjármálaráðherra teldi, að aðrir ættu fremur en hann að leysa. En hver maður hlýtur sjálfur að ráða sfnum lífsháttum og þess vegna taldi ég mér ekki hlýða að setja þvert nei við þeirri ákvörð un Gunnars að breyta nú til. Þetta taldi ég mér því síður fært, þar sem sendiherrastaðan í Kaupmanna höfn er, eins og það mannval sýnir, er hana hefur skipað fyrr og síðar, ein hin þýðingarmesta, sem við höfum völ á. Enda er sízt orðum aukið, hversú mikið kapp við leggj- um á góða og farsæla sambúð við okkar fyrrverandi sambandsþjóð. Val Gunnars Thoroddsens sem sendiherra í Kaupmannahöfn er enn ein sönnun þess. Þvf fer fjarri, að í þessari ákvörðun felist, að Gunnar Thoroddsen sé horfinn af vettvangi íslenzkra þjóðmála eða hyggist leggja hendur í skaut og hætta að vinna íslandi til heilla. Andstæðingar okkar reyna að láta í veðri vaka, að þessi breyting stafi af sundurlyndi og óeiningu innan forystuliðs flokksins. Engu slíku er til að dreifa. Að sjálfsögðu erum við allir frjálshuga menn, og sízt með svo þrælbundnar skoðanir að ekki geti sitt sýnzt hverjum um einhver minniháttar atriði, En í öllu því, sem máli skiptir ,hefur ríkt fullkominn einhugur innan flokksráðsins, þingflokks og meðal ráðherra flokksins hins síðari ár, nú jafnt og meðan við nutum for- ystu og leiðsagnar okkar ógleyman lega foringja, Ólafs Thors. Við minn umst síðustu orða hans f síðustu landsfundarræðunni, sem hann hélt hinn 25. apríl 1963. Þá komst hann svo að orði: „Við vitum, að fortíðin varðar miklu, nútíðin meiru, en mestu þó framtíðin. Þess vegna stefnum við alltaf andans sýn fram á veginn í leit að nýjum leiðum, að nýjum lindum, sem ausa megi af til vel- farnaðar þjóðinni allri, en einkum þó æsku landsins. Við leggjum nú til atlögu með fangið fullt af stórhug, fjölmenn- ari, öflugri og orustuglaðari en nokkru sinni fyrr“. Þessi voru hvatningarorð Ólafs Thors til okkar í upphafi. kosninga- baráttiínnar‘1963. >ah .ðsnov ' —'--i t cÞessari síðustu kQsningabgráttu, sem háð var undir forystu Ölafs Thors, lauk svo, að Sjálfstæðisflokk urinn hlaut 37.021 atkvæði, jók atkvæðatölu sína um rúm 3.200 atkvæði og bætti hlutfall sitt frá haustkosningunum 1959 úr 39,7% í 41,4%. í heild hlaut ríkisstjórnin nær 56% greiddra atkvæða, vann hlutfallslega á og fékk stærri kosn ingasigur en tfðkanlegt er í Norður- og Vestur-Evrópu, þar sem svipaðir stjórnarhættir eru og hér á landi. Urslit í einstökum kjördæmum urðu misjöfn eins og gengur. Til þess liggja margháttaðar ástæður. Óhagstæðust voru úrslitin þar sem ósamkomulag var um frambjóðend ur, eða á milli frarribjóðenda. Sums staðar hafa menn ekki enn til hlítar áttað sig á, að hin gömlu, litlu kjördæmi eru úr sögunni, ríg ur þeirra á milli þess vegna með öllu úreltur og getur ekki leitt til annars en ills. Frambjóðendur verða að hafa forystu um að bæta úr þessu. Þeir eru því aðeins ta'auets verþir, að þeir kunni að yifoia með öðrúín'bi nóti ekki rig á 'milli:>véita sem' nú .éru ekki ió'ngur . sérstök . kjördæmi sjálfum séf til ímyndaðs framdráttar. Eðli legi’er/að trúih'á''afturgöngúr,‘ieiði 1SI • áfturfarar, látum andstæðinga okkar, hvern með sínum hætti, eina ímVfyfgispekt Við úreltan hugsana- hátt. Sækjum sjálf eftir sigri og hann er vænlegastur, ef menn horfa fram og láta sátt og samlyndi ráða tii styrktar góðu málefni. Báðir stjórnarflokkarnir höfðu lýst yfir því, að þeir mundu halda áfram samstarfi sínu, ef þeir hlytu til þess nægan þingstyrk við kosn- ingarnar. Ríkfsstjórnin hélt því ó- breytt áfram, en átti við ýmsa örð ugleika að etja síðari hluta ársins 1963. Rétt fyrir þjóðhátíðina þá um sumarið var samið um almenna kaupgialdshækkun, 7%, sem eftir atvikum þótti í hóf stillt. Bættist hún þó hjá flestum ofan á svipaða hækkun fyrr á árinu og samningar voru ekki gerðir lengur en fram á haustið I júlí var kveðinn upp gerðardómur um kaup opinberra starfsmanna og var talið að meðal talshækkun hafi orðið um 15%. Hún hafði veruleg áhrif til að ýta undir gengdarlausar kaupkröfur, þegar fram á haustið kom. Um þess ar mundir varð og Ijóst, að ýms önn ur verðbólgumerki uxu ískyggilega. Varð það til þess að í september voru gerðar nokkrar ráðstafanir til að draga úr vexti verðþenslu. Komu þær að tilætluðu gagni, þótt síðar yrði, en hefðu betur verið gerðar fyrr. Þegar sýnt var, hversu háar kaup kröfur verkalýðsfélögin gerðu haustið 1963, óx mjög ótti manna um, að gengi krónunnar yrði ekki haldið óbreyttu, enda virtist kapp samlega unnið að því af sumra hálfu að breiða út og efla ótta um gengisfellingu. Var þá glöggt, að fram undan mundi vera úrslitavið ureign um öryggi krónunnar. Þess vegna samþykkti flokksráðsfundur Sjálfstæðismanna hinn 26. október 1963 svohljóðandi tillögu: „Flokksráðsfundur Sjálfstæðis- manna telur að gera beri nauðsyn- legar ráðstafanir til að tryggja gengi krónunnar og heitir á alla landsmenn að veita atbeina sinni til að þær ráðstafanir megi takast". í þessu skyni bar ríkisstjómin fram lagafrumvarp á Alþingi um að banna verkföll til áramóta, svo að tóm gæfist til að aðilar áttuðu sig á afleiðingum kröfugerðar sinnar og færi gæfist til samninga. Alþýðu sambandið brást hið versta við þessu frumvarpi, en þegar forráða- menn þess fengust til að heita því, að beita sér fyrir, að vinnu- friður héldist a.m.k. til hins 10. desember, varð með atbeina Ólafs Thors að samkomulagi, að atkvæða greiðslu um frumvarpið skyldi frest að. Þessir friðarsamningar voru síð asta stjórnarathöfn Ólafs, því að kraftar hans voru á þrotum þegar fyrir þessi átök, þó að hann vildi ekki hverfa frá völdum fyrr en nokkurt hlé yrði. Hann baðst því lausnar, og fól þingflokkurinn mér að taka við stjórnarforystu í hans stað og Jóhanni Hafstein að taka við þeim ráðherrastörfum, sem ég hafði áður gengt. Sú breyting varð hinn 14. nóvember 1963. Næstu vikur var ósleitilega unnið að undirbúningi samkomulagstil- rauna. Þær urðu þó árangurslausar og skullu verkföll á. Þeim lauk með samningum rétt fyrir jól og giltu þeir samningar hér ‘sunnanlands ekki lengur en um 6 mánaða skeið og enn skemur fyrir norðan. Al- menn kauphækkun samkvæmt þeim var 14 — 15% og lét nærri, að kaup gjald í landinu hefði yfirleitt hækk að um 30% á árinu 1963 og þó mun meira til opinberra starfs- manna svo seni fyrr segir. Varð því ekki annað sagt en að í árslok horfði óvænlega £ íslenzku atvinnu- lífi, og munu fáir þá hafa trúað því, að takast mundi til langframa að halda gengi krónunnar óbreyttu. Ríkisstjórnin beitti sér fyrir lög gjöf um nauðsynlega hjálp til út- gerðarinnar og aðrar óhjákvæmileg ar efnahagsráðstafanir. Var hún samþykkt í janúarlok 1964. Samtím is og síðar áttu sér stað manna á milli viðræður til að kanna, hvort unnt væri að ná víðtæku samkomu lagi um vinnufrið og a. m. k. slík- an hemil á vexti verðbólgunnar, að gengisfalli yrði afstýrt. Alþýðusam bandið gerði í apríl samþykkt um vilja sinn til að vinna að stöðvun verðbólgunnar og svaraði ríkis- stjórnin því þegar í stað, að hún vildi fyrir sitt leyti að þessu stuðla. Hófust þá þegar opinberar samn- ingaumleitanir, sem lyktaði hinn 5. júní með júnísamkomulaginu svo- kallaða. Efni þess er alkunnugt og skal ég ekki rekja það í einstökum atriðum. Vinnufriður um eins árs bil var aðalatriði. Kauphækkunum skyldi haldið £ hófi en binding kaup gjalds við verðlagsvis’itölu tekin upp á ný og, ráðstafanir gerðar til styttingar vinnutfma verkamanna, orlof lengt og undirbúnar vfðtækar ráðstafanir til öflunar lánsfjár £ f- búðabyggingar. Júnfsamkomulagið hafði þegar f stað þau áhrif, að ótti um gengis- fellingu hvarf, enda stuðluðu góð aflabrögð og árferði að því, að auka traust manna á stöðugleika íslenzku krónunnar. Ríkisstjómin átti einnig hluta að því að samning ar tókust um verðlag landbúnaðar- afurða. Okkur hafði þannig tekizt að framkvæma það, sem flokks- ráðsfundurinn í október 1963 hafði fyrir okkur Iagt, þótt erfiðlega virt- ist horfa um það í fyrstu. Á flokks ráðsfundi haustið 1964, tæpu ári eftir að samþykktin um nauðsynleg ar ráðstafanir til að tryggja gengi krónunnar hafði verið gerð, flutti Ólafur Thors tillögu, sem samþykkt var í einu hljóði. Var það hans síð asta tillögugerð í fslenzkum stjóm málum og hljóðar svo: „Flokksráðsfundur Sjálfstæðis- flokksins, haldinn í Reykjavfk 8,— 9. október 1964, lýsir ánægju sinni yfir að tekist hefur að standa vörð um gengi íslenzku krónunnar, eins og flokksráðið lagði megináherzlu á í ályktun sinni í október í fyrra. Fundurinn fagnar þeim alhliða á- rangri, sem viðreisnarstefnan hefur áorkað í íslenzku þjóðfélagi, þar sem nú ríkir frelsi í stað fjötra og hafta áður, og tekizt hefur að endur vekja fjárhagslegt álit íslendinga með öðmm þjóðum. Fundurinn þakkar forystu ríkis- stjómarinnar um það vfðtæka sam- komulag, sem tókst milli launþega og atvinnurekenda s. 1. vor og milli bænda og neytenda nú á þessu hausti, en hvort tveggja hefur treyst vinnufrið og samstarf stétt- anna í þjóðfélaginu. Fundurinn vekur þó athygli á, að framundan er að leysa ýmis vanda mál, er leiða af þessu samkomu lagi og treystir fundurinn, að sem víðtækast samkomulag geti um það skapazt. Fundurinn leggur áherzlu á, að með minnufriði verði unnt að ein- beita orku þjóðarinnar að alhliða eflingu atvinnulífsins, þ. á m. stór- virkjunum og stóriðju, til þess að tryggja sífellt betri lífskjör og skapa skilryði fyrir blómlegri menn ingu íslendinga í nútíð og framtíð". Alhliða árangur viðreisnarstefn- unnar og aukið traust á krónunni lýsti sér m. a. í bættri gjaldeyris- stöðu. Hún batnaði ó árinu 1964 um 281 millj. kr. og jafnframt lækk uðu vörukaupalán til skamms tima erlendis um 78 millj. kr. Útistand- andi lán erlendis hækkuðu hins vegar í heild um 460 milljónir, en sú hækkun stafaði öll af auknum kaupum á skipum og flugvélum. | Aukið verðmæti í innkaupum þeirra frá fyrra ári þ. e. 1963, nam 570 millj. kr. og voru þó slík kaup 1963 meiri en í meðallagi. Aukning innflutningsins á árinu 1964 frá ár- inu 1963, varð að þessu frátöldu 8% eða mun minni en aukningin á árinu 1963. Á þessu ári þ. e. 1965, hefur enn sem komið er beinlínis dregið úr innflutningi. Hið sama traust á gjaldmiðlinum kemur fram í því, að spari- og veltufjárinnlán jukust um 1075 milljónir á árinu 1964 miðað Við 660 millj. á árinu 1963. Og það, sem af er þessu ári, er aukningin enn ör. Þessi þróun gerði vaxtalækkunina um síðustu áramót mögulega og hefur haldizt þrátt fyrir hana. Þessari hagtæðu þróun hafa aftur á móti fylgt örðugleikar á fjárhag rfkissjóðs, sem fyrst og fremst stafa af þvf, að hann hefur tekið á sig auknar byrðar með niðurgreiðsl- um til að halda verðlagi í skefjum og að minnkandi kauptilhneiging hefur leitt til minni tekna en ráð- gerðar höfðu verið. Ljóst er, að atburðir næstu mán aða og þá einkum, hvemig tekst um nýja samningagerð í stað júní samkomulagsins skera úr um hvort svo fer fram sem nú horfir eða til hins verra bregður. Sumir hafa ögr að stjórninni með því, að hún hafi brotið á móti stefnuyfirlýsingum sínum með því að eiga beinan þátt í kaupgjaldssamningum og taka upp samninga við stéttarfélög og al- mannasamtök um löggjafaratriði. Ef hin öflugu almannasamtök fást til raunhæfs samstarfs við n'kis- valdið um framgang áhugamála sinna í stað óraunhæfrar kröfugerð ar og valdbeitingar henni til fram gangs, þá ber að fagna því. Ríkis stjómin lætur eins og vind um eyru þjóta þótt hún verði fyrir ögr unum og á hana leggist erfiði ef henni tekst afarkostalaust að greiða fyrir sáttum og friða þjóðfélagið svo að allir fái ótruflaðir að beita starfskröftum sínum, sjálfum sér og þjóðinni allri til nytja. Júní samkomulagið í fyrra var ekki gallalaust. Samningsaðilar höfðu ekki vald til þess að binda einstök félög og raunin varð sú, að hinir lægst launuðu, eiginlegir verkamenn, urðu verst úti. Þeir sömdu fyrst, og aðrir, sem á eftir komuf ásældust meira en upphaf- lega hafði verið ætlazt til. Kjarabætur Dagsbrúnar- manna í heild hafa hins vegar ver ið metnar um 6% og fengu sumir þeirra nokkru meira en aðr- ir minna. Sú hækkun mundi hins vegar hvarvetna annars staðar en hér talin veruleg kjarabót á einu ári, ef tækist að halda henni raun verulegri, eins og nú hefur átt sér stað vegna verðtryggingar á laun- um. Stytting vinnutíma hjá verka- mönmlín er raunhæfasta óg mest aðkállándi kjarabótin. En henni verður ekki komið fram, ef þeir, er þegar hafa styttri vinnutíma og búa við allt önnur vinnuskilyrði, heimta í sinn hlut uppbætur, er þeir telja svara til þeirra kjarabóta sem vinnutímastytting færir hinum, sem nú vinna óhóflega langan vinnu- tíma. Þetta er meginariði, sem ekki verður fram hjá komizt, né heldur hinu, að kauphækkun verður aldrei veruleg nema hún sé raunveruleg. Hún verður að vera í samræmi við veruleikann, það er innan þeirra marka, sem atvinnuvegir raunveru lega geta greitt, svo að ekki þurfi að taka aftur frá launþegum með annarri hendinni það, sem þeim er látið í té með hinni. Þá aðferð höf- um við Islendingar nú reynt áratug um saman með þeim árangri, sem i’allir þekkja. Munurinn á júnísam- ikomulaginu og fyrri samningsgerð- i um var einmitt sá, að með því varð að mestu hjá þessu komizt, svo að kaupmáttur tímakaups hefur nú raunverulega aukizt eins og verka- Iýðsfélög árangurslftið hafa oft lagt j áherzlu á að verða þyrfti. Iðulega hefur verið til þess vitn- ! að, að kaupmáttur I. taxta Dags- | brúnar hafi farið minnkandj þrátt J fyrir hækkað kaup í krónum, og er þetta tekið sem dæmi um versn andi kjör verkalýðsins, Nú er þessi samanburður að vfsu ærið hæpinn, því að þá er tekinn verkamanna- flokkur, sem áður var fjölmennur en nú er fámennur, og borið sam an við neyzluvöruvísitölu, sem er einungis hluti vísitölu framfærslu kostnaðar, sem verkalýðsfélögin sjálf hafa samið um. Ef miðað er við árið 1959, sem var verkalýðnum hagstæðara í þessum efnum en mörg undanfarin ár, og kaupmáttur inn þá talinn hundrað, komst hann samkvæmt þessari reikningsaðferð ofan í 87,1 á árinu 1962. Síðan hefur hann aukizt og þó mest eftir að júnísamkomulagsins fór að gæta og mun meira en meðan kauphækk anir voru hærri en óraunverulegar. Framh. á 7. sfðu .wwai

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.