Vísir - 23.04.1965, Page 7
VÍSIR . Föstudagur 23. aprfl 1965.
7
EFLINC A mmuLírsms
Framh. af bls. 6
Hinn 1. marz s. 1. var hann 88,2.
Þessi reikningsaðferð er hins vegar
meira en hæpin. Því að ef miðað er
við Dagsbrúnarmenn í heild og
framfærsluvísitöluna, sem verka-
lýðsfélögin sjálf hafa samið um og
ekki verið óðfús að breyta þá var
kaupmátturinn hinn 1. marz 1965
104,3 og hafði því hækkað þvert of
an i það. sena oft er látið í veðri
vaka. Ef víðtækari samanburður er
gerður og litið á umsamið tfma-
kaup verkafólks og iðnaðarmanna
og framfærsluvísitöluna sést að
kaupmátturimi nú hinn 1. marz
hafði hækkað í 110,6. Allar eru
þessar tölur samkvæmt heimild
Efnahagsstofnunarinnar. Gefa þær
allt aðra mynd af þróuninni en tfð-
ast hefur verið haidið að mönnum.
En þótt áfram verði deilt um reikn
ingsaðferðina er ekki hægt að deila
um, að júnisamkomulagið hefur
veitt miklu verulegri kauphækkun
en fyrri hækkanir, sem voru mun
hærri að krónuölu en reyndust 6-
raunverulegar.
Mishermt er, þegar sagt hefur
verið, að álagning söluskatts um
áramótin hafi verið brot á anda
júnísamkomulagsins. Þvert á móti
er óhætt að fullyrða, að allir hafi
ráðgert að landbúnaðarvöruverði
yrði ekki haldið niðri eftir áramót,
nema þvf aðeins ,að til þess yrði
aflað nýrra tekna fyrir ríkissjóð.
Ef horfið hefði verið frá þeim
auknu niðurgreiðslum, sem ákveðn
ar voru eftir verðlagningu landbún
aðarvörunnar í haust, þá mundi
það hafa haft í för með sér meiri
verðlagshækkanir og þar með alls
herjar truflanir í verðlagsmálum
heldur en söluskattshækkunin þó
hafði. En nærri má geta, að til
hennar var ekki gripið nema af
brýnni nauðsyn.
Ég skal engu spá um pað, hvern
ig tekst til um samningsgerð nú f
vor. Ef pólitfsk illindaöfl verða of-
an á 'innan stéttarfélaganna, þá
verða samningar vafalaust erfiðir
eða ómögulegir. En að óreyndu
verður að vona, að þeir, sem raun-
verulega vilja bæta hag umbjóð
enda sinna, ráði nú eins og í
fyrra. Öll verðum Við að leggjast
á eitt um það að gera okkur grein
fyrir, hverju er ábótavant, hvað
er réttmætt í þeim kröfum og
umkvörtunum, sem fram eru sett-
ar.
Það er vissulega eðlilegt, að
verkalýðurinn-krefjist þess að fá
sinn hlut af vaxandí þjóðartekjum.
En er það rétt að hlutur hans
sé nú minni en áður? Hver er dóm-
ur þeirra, sem þetta hafa kannað
og bezt skilyrði hafa til þess um
það að dæma?
í 13. hefti rits’ins Úr þjóðarbú-
skapnum, sem út kom í febrúar
1964, var sýnt fram á það með
óyggjandi rökum, byggðum á at-
hugunum á árabilinu 1948-1962 að
„f höfuðdráttum hefur hlutskipti
launþega fylgt þróun þjóðartekna,"
eins og þar stendur. Athuganir á
árunum 1963 og 1964 le'iða til hins
sama. Ef talan 100 er miðuð við ár-
ið 1948, fyrsta árið, sem gögn eru
til um, þá var afstaða atvinnu-
tekna kvæntra verka-, sjó-, og iðn-
aðarmanna til þjóðartekna á mann
bæði árin '63 og ’64 98.8 og er það
sama tala og t.d. 1957 en 1958 var
hún þessum stéttum ýfið óhag-
stæðari eða 97.0. Afstaða ráðstöf-
unartekna til þjóðartekna á mann
hefur hins vegar hrakað frá 97 ár-
ið 1963 í 95.2 árið 1964 og er þá
þess þó að gæta, að á því ári er
enn einungis, um bráðabirgðatölur
að ræða. Hér seg’ir hærri skatt-
lagning á hækkjandi tekjum til
sfn. Enn er þetta hlutfall launþeg-
um sýnu hagstæðara en það var
árið 1958 þegar það var 92.6 og
hvað þá árið 1957 þegar það var
90.6 eða hið óhagstæðasta fyrir
þessar stéttir, sem skýrslur ná yf-
ir. Hér er þess ennfremur að gæta,
að í þessum samanburði um at-
vinnutekjur er hvorki tekið tillit til
opinberra starfsmanna né ógiftra
kvenna. Laun beggja þessara hópa
hafa hækkað mun meira en ann-
arra og eru þess vegna allar líkur
til þess að atvinnutekjur launa-
fólks í heild séu nú hlutfallslega
hærri en þessar tölur sýna.
Annars er á það að líta, að um
vöxt þjóðartekna er hér gjörólíkt
þvf, sem á sér stað í þroskuðum
iðnaðarlöndum. Þegar litið er á
þjóðartekjur okkar yfir 20 ára tfma
bil frá árinu 1945 til ársins 1964,
þá sést, að á þeim hafa orðið 6-
trúlegar sveiflur. Meðalvöxtur
þeirra á ári á þessu tímabili er
1.9%á mann. En á tímabilinú frá
1945 til 1960 var hann einungis
0.9%, en segja má hann fara smá-
vaxandi þetta tímabil, og er hann
frá 1956 til 1958 3.5%. Aldrei hef-
ur verið meiri otiiðugleiki í vextin-
um en frá þvf, að áhrif viðreisnar-
innar fóru að segja til sfn, þvf að
meðalvöxtur frá árinu 1961 til árs-
ins 1964 er 6.1%. Skýringamar á
þessum miklu breytingum liggja í
augum uppi. Oftast eru það mis-
munandi aflabrögð, veðurfar og
verðlag á okkar einhæfu útflutn-
ingsvöru sem úr skera Skynsamleg
stjórn efnahagsmála segir til sín
á árunum 1961 til 1964. Þá koma
einnig til áhr'if aukinnar tækni
og þekkingar um göngu fiskistofn-
anna.
Ég skal ekki gera upp á milli um
nytsemi atvinnuvega okkar. Allir
eru þeir ómissandi. En sjávarútveg-
ur verður áreiðanlega um ófyrirsjá
anlega framtíð okkar höfuðat-
vinnuvegur að því leyti, að hann
skili mestum útflutn'ingsverðmæt-
um. Hann verður að getá staðizt
erienda samkeppni. Þess vegna
verður að búa að honum svo, að
hann þoli þær byrðar er við
leggjum á hann. Kaupgjald f land-
inu verður í höfuðatriðum að
miða við greiðslugetu hans. Þegar
þar hallar á, kemst þjóðfélagið
ekki hjá að jafna metin. Þess vegna
voru í janúar 1964 eftir kauphækk
animar miklu í desember 1963 sett
ákvæði um greiðslu hagræðingar-
fjár til hraðfrystihúsa og uppbæt-
ur til útvegsmanna. Þrátt fyrir
mikla fiskverðhækkun hefur þótt
nauðsynlegt að halda áfram
greiðslu hagræðingarfjár á þessu
ári, þótt í minnkandi mæl'i sé. Að
öðru leyti er hætt við uppbótar-
gre'iðslur nema til veiði lfnufisks
og nú verður veitt heimild til að
hlaupa undir bagga með skreiðar-
framleiðendum. Þá verður enn að
bæta togaraeigendum tjón þeirra
af því, að hafa verið sv'iptir veiði-
rétti á þeim miðum, sem friðuð
hafa verið fyrir þeim í sambandi
við stækkun fiskveiðilandhelginn-
ar. |
Andstæðingarnir reyna oft að !
ergja okkur með þessum greiðsl- ;
um, og víst væri betra að vera i
laus við þær, en sannarlega eru :
þær smáræði miðað við uppböta- 1
kerfið, sem áður var. Hjá slík-
um fyrirgreiðslum til að jafna met
in verður seint komizt og þær
tíðkast einnig þar sem mest at-
hafna- og viðskiptafrelsi er, eins
og í Bandaríkjunum. Aðalátriðið er
að þær verði ekki svo miklar, að
þær verði til hindrunar frels'i í at-
höfnum og viðskiptum eins og hér
var áður. Stöðugt er unnið að efl-
ingu sjávarútvegsins. Með sam-
komulag'i við bankana hefur stofn-
lánadeild sjávarútvegsins verið
gert kleift að iána út árlega h ub
40 mílljónir króna til eflingar fisk j
iðnaðarins og hafa fastar lánveit- :
ingar í því skyni ekki verið fyrir
hendi áður. Sumir hafa haldið því i
fram, að ríkisstjórn'in sinni ekki
þessum málum eins og skyldi, af
þvf að við höfum vantrú á sjávarút
vegi og oftrú á öðrum atvinnuveg-
um og þó einkum stóriðju. Tilkoma
þessara nýju lána segir annað; svo
og samanburður á- framkvæmdum
í þessum efnum á dögum vinstri
stjórnarinnar og nú. Ef miðað er
við verðlag ársins 1960, var árið
1957 varið til fjármunamynd-
unar í Vinnslu sjávarafurða 110.6
millj. kr: og árið 1958 153.4 millj.
en árið 1962 var sambærileg tala
179.4 millj. og árið 1963 173.7
millj. króna.
Með sama hætti var árið 1957
varið til fjármyndunar í fiski-
skipum 128.4 millj. kr. og árið
1958 150.7 millj. En árið 1962 var
sambærileg tala 150.6 millj. kr„ ár-
ið 1963 287.2 millj. kr. og samkv.
bráðabirgðatölu fyrir árið 1964 362
millj. kr. eða tVisvar sinnum hærra
en 1958. Af hálfu rikisvaldsins hef-
ur fiskveiðasjóður hjálpað til við
þessi miklu sklpakaup, og jafn-
framt hafa erlendar lántökur ver-
ið heimilaðar, svo sem venjulegt
hefur verið og óhjákvæmilegt er.
Oft er á það minnzt, að við þurf-
um að vinna meira úr fiskafurðum
okkar en við höfum gert, skapa
þannig aukin verðmæti og flytja
inn f' landið vinnu, sem aðrir hafi
nú Við framleiðslu okkar. Víst er
mikið til í þessu. Hér eru þó
meiri vandkvæði á en ýmsir virð-
ast í fljótu bragði ætla. Næg'ir þar
að benda á hina lofsverðu tilraun,
sem forystumenn Sósfalistaflokks-
ins Sameiningarflokks alþýðu,
gerðu á sh hausti um sölu fslenzkr
ar niðursuðuvöru til Sovét-Rúss-
lands. Þeir náðu tali af Breznev,
sem skömmu síðar varð mesti
valdamaður í Sovétríkjunum.
Sömdu þeir allir f sameiningu
Viljayfirlýsingu um að koma slík-
um viðskiptum á, að vísu á vöru-
skiptagrundvelli. Þótt svo hefði tek
izt til, sem vonir stóðu í fyrstu til,
voru verulegir annmarkar á. Ætíð
er hæpið að eiga mikil viðskipti
undir pólitískri góðv'ild stjórnenda
annars ríks, auk þess, sem vöru-
skiptaverzlun er mun erfiðari og
yfirleitt óhagstæðari en sú, sem
er frjáls. Á þessa annmarka hefur
hins vegar ekki reynt að ráði, því
þegar til kom varð Ijóst, að sovézk
yfirvöld, þau, sem um þess'i mál
fjalla, höfðu engan áhuga fyrir
viðskiptunum í neitt líkum mæli
og það, sem í upphafi hafði verið
ráðgert. Jafnvel þó að v'ið miklu
minna væri miðað og fast sótt
eftir af okkar hálfu, þá hafa
hingað til í framkvæmd reynzt þeir
örðugleikar, sem allt hafa stöðvað.
Þetta er ekki neitt einsdæmi.
Svipað hefur farið með sölutilraun-
ir á niðursuðuvörum okkar á frjáls
um mörkuðum. Þeir eru mun
þrengri heldur en hér virðist hald-
ið, og tal okkar um einstaka gæða-
vöru, er við fremur öllum öðrum
getum framleitt, hrekkúr skammt
á meðan smekkurinn er jafn mis-
jafn og svo erfitt er að ryðja nýj
um tegundum leið á mörkuðum og
raun ber vitni. Raunhæfasta tilraun
in í þessum efnum virðist enn vera
sú, sem Norðurstjarnan í Hafnar-
firði ráðgerir í samvinnu við Bjel-
land-verksmiðjv.rnar norsku.
Það, sem ég hefi nú sagt, eru
engar úrtölur, heldur einungis lýs-
ing á því, sem reynslan hefur sann-
að okkur. Vafalaust eru möguleik-
arnir fyrir hend'i, en þeir eru sein-
unnari og hæpnari en við höfum
vonað. Hér er þess ennfremur að
gæta, að nokkurt ósamkomulag
virðist komið upp á meðal forystu-
manna sjávarútvegsins um, hvort
lengur eigi við það sölufyrirkomu-
lag á afurðum hans, er Ólafur
Thors beitti sér í fyrstu fyrir, að
upp var tekið á kreppuáronum
eftir 1930. í þessu er úr vöndu aS
ráða og hafa lengstum verið um
þetta skiptar skoðanir 1 flokki okk-
ar, þó að yfirgnæfandi meirihluti
fiskframleiðenda hafi verið sam-
mála. Á meðan sá meirihluti helzt
verulegur virðist hæpið fyrir aðra
að stuðia að því, að sölusamtök
þeirra rofni.
En aldrei verður urinið úr því,
sem ekki aflazt, né það selt neinu
verði. Sjávarafli er því miður svo
stopull, að erfitt er að eiga að
lang mestu undir honum þau sf-
batnandi lffskjör, sem menn nú
gera kröfu til, hvað þá öryggi og
tilveru heils þjóðríkis, þótt lítið sé.
Þess vegna er fráleitt, að við
skulum lítt eða ekki nota orku-
lindirnar í landinu sjálfu., Sumir
tala um, að við eigum að geyma
þær handa síðari kynslóðum. Meiri
fjarstæðu er erfitt að hugsa sér.
Hér er sú auðsuppspretta, sem
ekki eyðist þó af sé tekið. Þvert
á móti bendir margt til þess ,að
síðar kunni þessi verðmæti að
verða minni en nú, jafnvel þótt
þau haldi giidi sínu, ef búið er að
virkja þau. Einum er okkur ofvaxið
að ráðast f þessar virkjanir nú þeg-
ar ,en með samvinnu við aðra get-
um við gert það. Einmitt með því-
líkri samvinnu sem við gætum slit-
ið, ef við-sjálfir kjósum, þegar að
því kemur að við þurfum að halda
á allri þeirri orku sem í landinu
er. Þá gætum við okkur að kostn-
aðarlausu hagnýtt virkjariirnar eins
og okkur sjálfa lysti, þegar samn-
ingstími væri liðinn og hinir er-
lendu v'iðsemjendur hefðu greitt
niður allan stofnkostnað.
Sumir segja, að við megum ekki
sjá af mannaflanum, sem þurf! til
þess að virkja mikið fallvatn og
síðan til að v'inna við verksmiðju
í eigu erlendra manna. Allir viður-
kenna þó, áð við þurfum á nýjum
virkjunum að halda. Spumingin
er, hvort þær eigi að vera margar
og smáar og þar með t'iltölulega
dýrar. Auðvitað þarf fjölda manns
til að vinna að þessum verkefnum,
Frh. á bls. 9
COMET '©S Ep nú glæsilegri og sterkbyggöari en nokkru sinni fyrr.
Fáanlegur í 11 mismunandi gerðum, sem tveggja eða
ijögurra dyra föiksbifreið eða Statíon.
Aflmeiri vélar, sjálfstillandi hemlar og „alternator,, I stað
venjulegs rafals, er aðeins fátt af því, sem COMET '65
býður upp á.
Þér getíð einnig valíö um 13 gerðir af FALCON, 8 gerðir
af FAIRLANE, 17 gerðir af FORD og 3 gerðir af MUSTANG.
Leitið nánari upplýstnga. Verð- og myndalistar fyrirliggj-
andi.
í