Vísir


Vísir - 23.04.1965, Qupperneq 15

Vísir - 23.04.1965, Qupperneq 15
VISIR . Föstudagur 23. apríl 1965. 75 *£ W, fil*! ^ SBRSKKSOOir eftir Marvin Albert.byggð ásamnefndri kvikmynd. 'Sí A , • «> -s< Hálfri stundu síðar var Sir Char- les önnum kafin við að v’inna fyrir sér, þar sem hann kleif flughratt eftir snarbröttu þaki, klæddur svartri peysu og aðskornum, svört: um ’buxum með mjúka, svarta fim- leikaskó á fótum og derhúfu á höfði, en hanzka á höndum. Þama ofan af þakbrúninni var fagurt út- sýni yfir auðmannahverfi Rómar, baðað í mildu mánaskini, en Char- les gaf sér ekki tíma til að njóta þess. Hann hélt sig í skugg- anum, þar sem hann kleif eft'ir þökunum, flughratt eins og api í greinum. Þegar þakið þraut, var allt að þriggja metra bil yfir á næsta þak. Sir Charles stökk það, öruggt og léttilega Og heyrðist varla þrusk, þegar hann stöðvaði sig f skugg- anum af reykháf hinum megin. Hálf boginn fikraði hann sig niður s bratt þakið og hélt sig stöSug 4 skugganum, unz hann kom að felli dyrum, brá gómunum undir brúri hlerans og Iyfti honum. Hann hafði sjálfur gengið svo frá, þegar hann var samkvæmisgestur þar í húsinu fyrir nokkrum kvöldum, að auðvelt yrði að lyfta hleranum — laumast upp þangað og losað um kenginn, þegar enginn veitti því athygli þó að hann hyrfi úr hóp hinna glöðu gesta stundarkorn. Sir Charles smeygði sér niður um opið, hék andartak á blágóm- unum á brúninni en fætumir svifu í lausu Iofti. Svo sleppti hann tak- inu og lenti á tánum á gólfi hana- bjálkans, svo mjúklega að ekki heyrðist. Hann varð að hafa hraðan á. Hið sjálfvirka viðvörunarkerfi húss ins var tengt næstu lögreglustöð, skammt frá. Og Sir Charles hafði ekki unnizt tími til þess í samkvæm inu að komast að hvar rafeindaaug- un, sem ræstu kerfið, voru stað- sett. Það eina, sem hann mátti vita með vissu, var það að hann kæm- ist ekki hjá því að fara framhjá einhverju þeirra. Þetta hlaut því að veða kapphlaup hjá honum við lög regluna, sem komið gat á vettvang þegar minnst varði. Sir Charles hljóp niður stigann og hélt síðan hröðum skrefum inn gang og skór hans sukku f mjúka ábreiðuna. Hann nam staðar við dyr, þær voru læstar, hann dró upp lítið vasaljós og beindi daufum geislum þess að skráargatinu, seild ist ofan í vasa sinn eftir stuttum vírspotta sem hann stakk í skráar gatið og sneri honum eilítið og þó nóg til þess að lásinn opnaðist í einu vetfangi. Þetta var bókaherbergi, veggirnir þiljaðir mahonf, þaktir bókahillum og dýrmætum málverkum. Sir Charles gekk rakleitt að málverki eftir Picasso í þungri umgerð lyfti því af snaganum og setti það til hliðar. Á bak við það var öryggis- þólf, innmúrað í vegginn og Sir Charles tók að snúa talnaskífunni á hurð þess fimum fingrum, án þess að taka af sér hanzkana. Það hafði orðið honum auðvelt verk að komast að talnasamstæð- unni á læsingunni. Þegar hann var þar í samkvæminu, vildi svo til að keðjan í öðrum ermahnapp hans slitnaði — ermahnappar hans voru úr gulli með ígreyptum safírstein um — svo að hann bað húsráðand i ann að geyma hnappinn fyrir sig ! þar.gað til samkvæminu lyki; helzt | f öryggishólfi ef það væri f húsinu Gestgjafinn og húsráðandinn, vell- ríkur skipakóngur að nafni Sarajos, hafði að vfsu furðað sig dálítið á I þessari varúð, þegar ekki var um verðmætari skartgrip að ræða, en Sir Charles skýrði honum svo frá að hann væri ekki að hugsa um verðmæti fyrst og fremst; faðir sinn sálugi hefði gefið sér hnapp- ana og fyrir það væru þeir sér meira virði en svo, að þeir yrðu metnir til fjár. Sarajos skildi það, og féllst á að koma hnappinum fyrir í öryggis hólfinu, en setti hins vegar það skilyrði, að hann væri aleinn inni í bókaherberginu á meðan. Sir Charles hafð að sjálfsögðu ekkert við það að athuga og beið frammi á ganginum á meðan á því stóð. Hann hafði þá fyrir stundarkorni hjálpað Artoff að komast niður í gegnum fellihurðina á þakinu, og nú stóð sá hinn sami Artoff falinn á bak við þykk gluggatjöldin inni í skrifstofunni, gægðist hljóðlaust út fyrir fald þeirra á meðan Sarajos var að opna öryggishólfið og Artoff var gæddur bæði næmri athyglis gáfu og frábæru minni þegar um lás talnasamstæður á peningaskápum og öryggishólfum var að ræða. Sir Charles komst líka að raun um það nú, að Artoff hafði bæði tekið rétt eftir og mundi rétt i því að það tók hann ekki nema brot úr sekúndu að opna öryggishólfið. Og það stóðst á endum — um leið og hólfið opnaðist, heyrðist hár hemlahvinur úti fyrir. Sir Charles snaraðist út að glugg anum gægðist út á milli tjaldanna; það var sem hann grunaði, það var lögreglubíll, sem staðnæmzt hafði úti fyrir aðaldyrunum. Tveir lög- regluþjónar komu hlaupandi upp dyraþrepin og annar þeirra hélt á lyklakippu í hendinni. Skjótur sem elding var Cir Charles aftur kominn að öryggis hólfinu, dró út þaðan gimsteina- skrín, opnaði þao og lét geislann frá vasaljósinu leika um gullarm- band alsett stórum, Ieiftrandi smar ögðum, hálsmen úr gulli með við- hangandi perlum og marga gull- hringi, í greyptum demöntum. Nú voru útidyrnar opnaðar, Sir Charles lokaði skríninu og stakk því í stóran vasa innanundir peys- unni. dró síðan hvítan hanzka með .saumuðu „P“-i upp úr buxnavasa sínum og fleygði honum inn í opið hólfið. Hljóðlausum skrefum hljóp hann fram ganginn og upp hanabjálka stigann og það varð jafnsnemma, að hannmáði upp á skörjnæ, pg ö]l Ijós voru kveikt niðri. Tveir lög- regluþjónar sem stóðu niðri í and dyrinu, sáu hann hverfa upp fyrir loftskörina. „Þarna... fer hann!“ hrópuðu báðir i senn. „Stanz ...“ Ekkert var Sir Charles fjær skapi þá stundina en að stanza. Hann stakk á sig vasaljósinu, svo að honum væru báðar hendur laus- ar, stökk upp, greip báðum hönd- um um brún þakdyranna og sveifl- aði sér upp á þakið. Það tók hann ekki nema þrjú, fjaðurmögnuð skref að fara þakið á enda. Hann stökk yfir bilið, á næsta þak, án þess að hika og var kominn hálfa leiðina eftir því, þegar lögregluþjónarnir sveifluðu sér upp um fellidymar á hinu þak- inu. „Stanz!“ hrópaði annar þeirra öðru sinni. Hinn bar blístru að vörum sér og hvellt, langdregið hljóð hennar rauf næturþðgnina. Sir Charles renndi sér niður þakið eftir taug, sem hann hafði áður fest um reykháfin, fram af brúninni og flughratt niður í myrkan trjágarðinn bak við húsið, þar sem Artoff beið hans. Sir Charles gaf sér þó ekk'i neinn tíma til að ræða við hánn, heldur hljóp sem fætur toguðu inn á milli. trjánna og lét myrkrið skýla sér. Artoff stóð aftur á móti hinn róglegasti á sínum stað og hafði aðra hendi á enda taugarinn- ar, en hélt á stóríi eldspýtu i hinni. Lögregluþjónarnir höfðu báðir stokkið yfir bilið milli þakana; annar þeirra hrópaði enn „stanz“ og andrá síðar höfðu þeir komið auga á taug'ina og annar þeirra tók að handstyrkja sig eftir henni, niður af þakbrúninni. Það var ekki við því að búast, að þá grunaði að þetta var ekki nein venjuleg taug, heldur sprengju þráður sem Sir Charles var vanur að nota fyrir festi, þegar þannig stóð á. En þeir fengu brátt að komast að raun um það, þegar Artoff brá eldspýtunni að skósólanum svo að kviknaði á henni. og bar logann síðan að neðri enda taugarinnar, sem þegar tók að brenria. Hann gaf sér þó ekki tíma til að sjá hvað varð um lögreglu- manninn, sem kominn var fram af brúninni og handstyrkti sig ofan taugina, heldur tók til fótanna og hvarf á eftir Sir Charles út í myrkrið. Lögreglumaðurinn, sem stóð enn uppi á þakbrúninni, sá hvað var að gerast og kallaði til félaga síns, sem komin var hálfa leið niður taugina og skildi ekki neitt hvað hinn átti við. Lögregluþjónninn uppi á þakbrúninni kallaði enn og benti hinum að Iíta niður fyrir sig. En þó að hann hefði áttað sig, var það um seinan, því að nú brann línan í höndum hans og hann féll til jarðar. Það var þungt fall, og lögreglu- þjónninn rankaði ekki við' sér fyrr enn að góðri stund Iiðinni. Þá lá hann á legubekk í anddyr'inu í húsinu, þar sem ránið hafði verið framið og það fyrsta, sem hann sá og þó einungis eins og í móðu, var hópur háttsettra starfsmanna lögreglunnar, sem stóðu þar í hvirfingu. Það var mjög jafn- snemma, að eigandi hússins skipa- kóngurinn Sarajos, kom inn í and- dyrið ásamt þáverandi e'iginkonu sinni, en lögreglan hafði náð til hans í næturklúbb, og sagt hon- um tíðindin. Og honum hafði unn- izt tlmi til þess á he'imleiðinni að espa sjálfan sig upp, svo um mun- aði. „Höfðu þið hendur í hári þjófs- ins?“ öskraði hann, um leið og hann kom inn í anddyrið. Sá lögreglumannanna, sem þarna var tignarhæstur, varð fyrir svör- um. „Ég er hræddur um ekki, herra“, sagði hann. „Komst hann undan? Með gim- steinána mína?“. . „Ég er hræddur um það, ;herra minn.“ „Hafið upp á honum, og það á stundinni!“ öskraði skipakórigurinn Sarajos. íí 9 l ,'V:' | 22997 • Grettisgötn 62íj, i1' IHef opnað nýja hárgreiðslustofu ( á Frakkastíg 7 undir nafnitru Hárgreiðslustofan ARNA. Sími 19779.' Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18 3. hæð (lyfta) Sími 24616 I Hárgreiðslustofan PERMA I Garðsenda °I, simi 33968. Hárgreiðslr.stofa Ólafar Björnsdóttur HÁTÚNI 6, simi 15493. Hárgreiðslustofan PIROL Grettisgötu 31, simi 14787 Samsærismennirnir, sem hafa ráðgert strfð m'illi ættkvíslanna eru á leið til annarrar ætkvíslar Ururu þegar UIi æðssi höfðingi dulbúinn sem e'inn frumstæðari meðlimur ættbálkanna horfir á leiðangur þeirra þa rsem farangur inn er skotvopn, fara inn í Ururu- skóginn. Og Tarzan sem er falinn hátt upp'i í tré metur þá hættu, sem fylgir þessu nýja verkefni sínu. Efir að við afhendum þess ar byssur eltum við uppi mann þann, sem innfæddir kalla Tarz- ann og drepum hann. Já, Joli hann hefur of lengl haft afskipti af ráðagerðum okkar. Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13, simi 14656 Nuddstofa á sama stað. Dömuhárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 11. Vonarstrætis- megin simi 14662. Hárgreiðslustofan DÍS Ásgarði 22, simi 35C10. ' ÁSTHILDUR KÆRNESTEDi CUÐLEIF SVEINSDÓTTIR SIMI. 12614 HÁALEITISBRAUT 20 VENUS Grundarstíg 2A Simi 21777 Hárgreiðslustofan Sólvallagötu 72 Simi 18615 Endumýjusti gömlu sængum- ar, eigum dún- og fiðurheld ver, æðardúns- og gæsadúns- sængur og kodda af ýmsum stærðuro - PÓSTSENDUM. Rest bezt koddar Dún- og fiður- hreinsun, Vatnsstíg i Sími 18740 (örfá skreí trá Laugavegi)

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.