Vísir - 23.04.1965, Síða 16

Vísir - 23.04.1965, Síða 16
ISIft Böm úr Þjóðdansafélaginu dansa á palli í Lækjargötu á sumardaginn fyrsta. Fjölmenni n útihátíða- höldum í Lækjurgötu Fyrirlestur Prorektor Ábo-háskóla, Martti Kantola, prófessor f eðlisfræði, flytur fyrirlestur í boði Háskóla íslands í dag, föstudaginn 23. apríl, kl. 6,30 síðdegis f fyrstu kennslustofu Háskólans. Hátíðahöldin á sumardaginn fyrsta fóm fram að venju með skrúðgöngu og samkomu í Lækjargötunni fyrir framan húsið Gimli. Samkoman var með þeim fjölmennustu, sem hér hafa verið á fyrsta sumar- degi. Þó var allra veðra von, var mislynt veður um morgun- inn, fyrst sólskin en síðan komu úrhellis rigningarhrinur af landssuðri og brá fyrir slyddu f. En svo heppilega vildi til, að rétt í þann tíma er skrúðgöng- ur voru að hefjast stytti upp og gerði sæmilegt veður en fremur kalt meðan útihátiðahöldin stóðu yfir. Um morguninn fylktu sveitir skáta liði og gengu liðssveitir þeirra í tveimur hópum að Nes- kirkju þar sem sr. Frank M. Halldórsson hélt skátamessu. Strax upp úr hádeginu fóru foreldrar með böm sín að safn- ast saman við tvo skóla, Austur bæjarskólann og Melaskólann og var gengið þaðan í skrúð- göngum með lúðrasveitir í broddi fylkingar. Voru skrúð- göngumar afar fjölmennaiv Barnavinafélagið Sumar- gjöf gekkst fyrir hátíðahöldun- um og hófust þau með stuttu ávarpi formanns samtakanna Jónasar Jósteinss.. Hann fagn- aði komu sumars. Sagði hann að vegna þess að veður væm oft mislynd á sumardaginn fyrsta væri erfitt að hafa skemmtiatriði mjög fjölbreytt á útisamkomunni og væri því fremur stefnt að því að fjölga inniskemmtunum, sem væm þá siðar um daginn á þremur stöð- um. Hann lýsti nokkuð starf- semi Sumargjafar, rekstri henn- ar á bamaheimilum og nú væri Framhald bls. 5 Loftleiðadeilan fer / gerðardóm Á miðvikudaginn var lagt fram á Alþingi stjómarfrumvarp um lausn kjaradeilu flugmanna og Loftleiða. Er þar gert ráð fyrir, að verkfaliið verði bannað og jafn- framt skipi Hæstiréttur þriggja manna gerðardóm, sem ákveði kjör flugmanna á Rolls Royce flugvélum Loftleiða. Skal gerðar- dómurinn við ákvörðun launa, vinnutíma og annarra starfskjara hafa hliðsjón af kjörum annarra sambærilegra launþega hér á landi. Gerðardómurinn á að gflða tfl 1. febrúar 1966. Engir fundir voru um heigma f Loftleiðadeilunni. Sáttasemjari hef- ur boðað til fundar með deðuaðfl- um í dag kl. 15.30 tfl að gera til- raun til samninga áður en tfl þess kemur að gerðardómur fái málið til meðferðar, en frumvarp um það er nú til umræðu á Norrænir sjónvarps- verkfræðinaar í heimsókn Verkfræðingarnir á Hótel Borg í morgun: T. v. Reter Hansen (D), Guy Nordling (F). T. h. sitja Kjell Lovaas (N) og Sanfridsson (S). „Það er svo ótal margt, sem ber að athuga, áður en hafinn er sjónvarpsrekstur", sögðu verk- fræðingamir fjórir frá Norður- löndum, sem komnir eru hingað til að fara yfir ýmsa hluti varð- andi undirbúning á íslenzku sjónvarpi. Vísir hitti fjórmenninganna niðri á Hótel Borg f morgun, þar sem þeir sátu yfir árbít, alvarlegir og norrænir yfirlitum. ÍJtvarpsstjóri hafði áður frætt blaðið á því, að þeir hefðu verið fengnir til að athuga atriði eins og t.d. húsnæði, tæki og skipu- lagsmál, því að nú er kostað kapps um að hraða íslenzka sjónvarpinu, sem hafið verður væntanlega á næsta ári. „Við erum komnir hingað til að at- huga það, sem gæti verið nauð- synlegt til að hrinda þessu af stað“, sagði Sanfridsson (Sví- inn), „það gæti farið svo, að ís- lenzka sjónvarpið þyrfti fyrst í stað að fá lánuð ýmis tæki — það mundi flýta fyrir hlutun- um“. Verkfræðingamir voru spurðir, hvað skipti mestu máli f farsælum sjónvarpsrekstrí. Þeir kváðu allt standa og falla Framh. á bls. 5. Væntanleg er regiagerð er felur í sér bann á söla á sJga- rettum í stykkjatali. Mál þetta hefur verfft tfl umræðu að und- anfömu og hafa bæði Áfengis- og tóbakseinkasaia rikisins og heilbrigðisyfirvöid beitt sér fyr ir þessari reghigerð og fjolmarg ir kaupmenn veitt málinu góð- an stuðning. Aðalástæðurnar fyrir banni þessu eru tvær. Sú fyrri af he'il- brlgðisástæðum, en hin sfðari að talið er að með banni þessu muni vera hægt að minnka að e'inhverju leyti reykingar bama og unglinga. Hefur fjármála- ráðuneytið orðið við tflmætem þessum og ritað Áfengis- og tóbakseinkasölunni bréf um þetta efn'i og væntanleg mun reglugerð einhvem tfma á næstunni. RÉÐIST A HFIMILISFOÐUR sem var sofandi ásamf fimm börnum í fyrrinótt var ráðizt á heim- ilisföður hér í borg, sem var sofandi í ibúð sinni ásamt fimm bömum. Árásarmaðurinn brauzt m.a. inn í íbúðina og sleit sím ann úr sambandi til þess að ekki væri hægt að hringja á lögregluna. Nánari málsatvik eru þau, að se'int í fyrrinótt var brotizt inn í íbúð eina hér í borg. 1 þessari íbúð bjuggu hjón ásamt fimm börnum. Var konan ekki heima, en hins vegar var eigin maður hennar og böm sof- andi. Árásarmaðurinn, sem er tengdasonur konunnar braut upp hurðina, svo hún stór- skemmdist og réðist því næst á manninn. Veitti hann árásar- manninum mótspyrnu og barst leikurinn um íbúðina og inn í herbergi þar sem börnin sváfu. í áflogunum brotnaði m.a. rúða í stofuskáp og tvístruðust gler- Framh. á bis. 5

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.