Vísir - 03.05.1965, Side 8
8
V i S I íi,
?ílánudagur 3. maí 1965.
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóran Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ö. Thorarensen
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr á mánuði
I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Visis — Edda h.f
Verðtrygging íbúöarlána
Qft hefur verið á það drepið á liðnum árum að eitt
öflugasta vopnið í baráttunni við verðbólguna væri
einhvers konar verðtrygging fjárskuldbindinga. Hef-
ur nýlega verið ritað um það hér í Vísi hve æskilegt
það væri að sparifé almennings í innlánsstofnunum
væri verðtryggt svo sparifjáreigendur væru ekki fé-
flettfr af verðbólgunni. Nú hefur ríkisstjómin lagt
fram rammafrumvarp, þar sem gert er ráð fyrir heim-
ild til verðtryggingar fjárskuldbindinga. Er í frum-
varpinu gert ráð fyrir að þessi verðtrygging verði
fyrst og fremst tengd öflun fasteigna eða annarra
fjármuna sem ætla má að hækki í verði með almenn-
um verðlagsbreytingum. Höfuðnauðsyn er að við
þetta eitt verði ekki látið sitja, ef farið verður út í
verðtryggingu hér á landi. Spariféð verður þar að
fylgja með.
£n leiðir ekki verðtrygging byggingarlána til þess
að öllu láglaunafólki verður gjörsamlega fyrirmunað
að eignast íbúðir, þar sem vitað er að rýmandi kaup-
máttur krónunnar hefur gert hina álmennu íbúðaeign
íslendinga kleifa á liðnum árum? Þannig munu vafa-
laust margir spyrja. Og ekki er hægt að neita þeirri
staðreynd að rýrnun krónunnar hefur gert mörgum
manninum kleift að afla sér fasteigna sem hann hefði
ekki megnað í stöðugu verðlagsþjóðfélagi. En eitt
verður að hafa hér 1 huga: íslenzka þjóðin getur
ekki byggt efnalega tilveru sína og gæðaöflun á slíku
fjárhættuspili til lengdar. Því verður að reyna að
draga úr verðrýrnuninni með öllum ráðum, þótt
nokkurn sársauka kunni að kosta í fyrstu. Varlega
verður að vísu að fara í beitingu verðtryggingar-
ákvæða í íbúðarlánamálum, því ella væri mörgum
reistur hurðarás um öxl af ríkisvaldinu, þeim sem
nýlega hafa byrjað framkvæmdir. En mörg ráð em til
þess að létta íbúðabyggjendum framkvæmdir og þeim
ráðum er sjálfsagt að beita í rikum mæli.
T imamótafund ur
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í einu
hljóði ályktun þar sem Gunnari Thoroddsen fjármála-
ráðherra voru þökkuð frábær störf í þágu Sjálfstæðis-
flokksins og alþjóðar og honum og fjölskyldu hans
óskað allra heilla í bráð og lengd. Senn líður að því
að Gunnar Thoroddsen láti af embætti fjármálaráð-
herra og hverfi til nýrra verkefna á öðrum vettvangi.
Þeirra tímamóta minnast öll Sjálfstæðisfélögin í
Reykjavík á morgun er fulltrúaráð þeirra boðar til
almenns fundar í Sjálfstæðishúsinu. Þar mun Gunnar
Thoroddsen flytja aðalræðuna. Sjálfstæðisfólk í
Reykjavík mun fjölmenna til fundarins á þessum *
tímamótum og heiðra með því einn hinn fjölhæfasta
og vinsælasta foringja, sem Sjálfstæðisfiokkurinn
hefur nokkru sinni átt.
Útflutningsatvinnuvegirnir gátu
aðeins borið auknar byrðar vegna
góðra aflabragða og útfl.verðlags
Nýlega gaf Seðlabanki íslands
út ársskýrslu sína og er þar að
finna athyglisverðar upplýsingar
um þróun efnahagsmálanna á
s.L ári og hugleiðingar um á-
stand og horfur í þeim efnum.
Verða hér rakin nokkur höfuð
atriðin eftir skýrslunni, en einn
ig stuðzt við ummæli dr. Jóhann
esar Nordal bankastjóra í ræðu
sem hann flutti á fundi í gær.
ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLAN
Hún hefur haldið áfram að
vaxa tiltölulega ört. Árið 1962
var aukning 8%, árið 1963 var
hún 7% og s.l. ár 5—6%. Hún
hefur þannig aukizt á þremur
árum um rúm 20%.
Framleiðsluaukningin á síð-
asta ári á að langmestu leyti
rætur að rekja til meiri sjávar
afla og fiskvinnslu. Heildarafl-
inn varð sá mesti í sögu þjóðar
innar eða 972 þús tonn. Aukn-
ingin varð bæði á þorskafla á
vetrarvertíð og á síldarafla. Ár-
ið 1963 hafði framleiðsluaukn-
ingin orðið langmest í iðnaði,
einkum byggingariðnaði en varð
tiltölulega lítil nú.
Verðlag á útflutningsafurðum
fór hækkandi á árinu og var
hagstætt. Verzlunarkjörin hafa
batnáð þrátt fyrir nokkra hækk-
un á innfluttum vörum. Þjóðar
tekjur hækkuðu þvf nokkuð
meira en þjóðarframleiðslan.
Horfur eru öilu lakari nú'í ár.
Það þykir nú méga sjá ffam á
að þorskvertíðin við Suðuriand
verði um fjórðungi minni en í
fyrra og verðlagsútlit á fisk-
mörkuðunum er einnig lakara.
JAFNVÆGI
EFNAHAGSLÍ FSIN S
Efnahagslífið færðist nokkuð
í jafnvægisátt eftir hina alvar-
Iegu verðbólguþróun ársins
1963. Þá hafði allt kaupgjald og
verðlag hækkað mjög verulega
og var nauðsynlegt að draga úr
þeirri þenslu sem þetta orsak-
aði.
1 þessum efnum náðist mjög
mikilsverður árangur á s.l. ári
og var það að verulegu leyti að
þakka hinu víðtæka samkomu
lagi f launamálum, sem gert var
í júnfmánuði til eins árs, en með
þvf var f fyrsta skipti reynt með
heildarsamningum að skapa al-
mennan ramma fyrir launaþró-
unina f landinu.
Eftir hinar öru kaupgjalds-
hækkanir ársins 1963 átti júní-
samkomulagið verulegan þátt í
að draga úr verðbólguótta og
skapa heilbrigðara ástand í
efnahagsmálum.
HÆKKUN
LAUNAKOSTNAÐAR.
Þrátt fyrir júnísamkomulagið
er talið að hækkun launakostn-
aðar hafi nú orðið upp undir
það helmingi meiri en aukning
þjóðarteknanna, varð á s.l. ári.
Þótt launahækkanirnar á ár-
inu 1964 hafi verið tiltölulega
hóflegar, einkum miðað við árið
áður, munu þær þó hafa numið
að meðaltali 5—6%. Við það
hefur svo bætzt lenging orlofs,
1% launaskattur og nú nýlega
3% verðlagsuppbót og er þá
hækkun launakostnaðar orðin
10—12% á einu ári. En eins og
fyrr var tekið fram var fram-
leiðsluaukningin á sl. ári 5—6%.
Slík hækkun framleiðslu-
kostnaðar, einkum ofan á hinar
gífurlegu hækkanir á árinu 1963
hefði undir venjulegum aðstæð-
um valdið framleiðslunni stór-
kostlegum erfiðleikum. Það er
aðeins hinum óvenjul. góðu afla-
brögðum og hagstæða útflutn-
ingsverðlagi að þakka, að út-
flutningsatvinnuvegirnir hafa
getað borið þessar byrðar til
þessa, án mikilla nýrra erfið-
leika.
HÆIT VIÐ STÖÐNUN
OG SAMDRÆTTI.
Engu að 'sfðúr’ segir í skýrslu
seðlabankans er það Ijóst, að
ýmsar greinar sjávarútvegsins,
svo og þær greinar iðnaðarins,
sem lítillar eða engrar toll-
verndar njóta, hafa þegar tekið
á sig svo þungar byrðar, að
hætt er við stöðnun eða jafnvel
samdrætti í rekstri og uppbygg-
ingu. Þvf má sízt gleyma, að
það eru einmitt þessar greinar
atvinnulffsins, sem veitt hafa
þjóðarframleiðslunni vaxtar-
megin. Og sé vexti þeirra og
viðgangi of þröngur stakkur
sniðinn, hlýtur það að kippa
fótum undan vexi þjóðarfram-
leiðslunnar í heild og þar með
úr þeim Iffskjarabótum, sem
eru markmið allrar efnahags-
starfsemi.
GREIÐSLUJÖFNUÐUR OG
GJALDEYRISSTAÐA.
Það kemur fram í skýrslu
Seðlabankans, að mjög mikil
aukning hafi orðið á utanrfkis-
viðskiptum íslendinga. Heildar-
verðmæti útflutningsins jókst
Gluggar framleiddir
Plastgiuggar h.f. nefnist nýtt
fyrirtæki, sem kynnir nýjung i
byggingariðnaði. Hér er um að
ræða glugga úr gerviefnum, sem
ekid J>arf að mála. Verksmiðjan
er tii’ húsa að Suðurlandsbraut
2, en eigandi fyrirtækisins er
Ingvi Guðmundsson.
Hráefnið til framleiðslunnar
er fengið frá hinu velþekkta
málninga- og efnafræðifyrirtæki
Hoechst All Frankfurt. — Ingvi
Guðmundsson, sem hefur einka-
leyfi á innflutningi og samsetn-
ingu glugganna, boðaði blaða-
menn á sinn fund og kynnti
fyrir þeim þessa nýjung. Verðið
er mjög sambærilegt við það
sem almennt gerist hér á landi
eða um kr. 340 á lengdarmetr-
ann í fullunnum glugga. Sagði
Ingvi, að sérstakt tillit bæri að
taka til þess, að gluggarnir væru
glerjaðir innan frá og hefði það
í för með sér mikla vinnuhag-'
ræðingu og gæti í mörgum til-
fellum sparað kostnaðarsaman
uppslátt vinnupalla. Þá er glerj-
un miög auðveld. Plastgluggana
þarf ekki að mála og getur kaup
andinn valið á milli þriggja lita.
Atvinnudeild Háskólans hefur
fengið sýnishorn af þessum
plastgluggum til atbugunar og
segir m. a. í umsögn: Bygging-
arefnarannsóknir Atvinnudeild-
ar Háskólans hafa að sinni ekki
möguleika á að framkvæma
um 733 milljónir króna miðað
við árið áður eða rúm 18% og
jafnframt ukust birgðir útflutn-
ingsafurða um 86 millj. kr. en
samtals nemur það 819 milljón-
um króna. Innflutningurinn
jókst þó örar eða um 933
milljónir kr., sem er tæplega
20% aukning. En meiri hluti
þessarar aukningar innflutnings-
ins er vegna innflutnings skipa
og flugvéla.
Vöruskiptajöfnuðurinn varð
óhagstæður á árinu 1964 um
874 milljónir króna móti 674
milljónum árið 1963. En f þess-
um tölum er'verðmæti útflutn-
ings reiknað fob en verðmæti
innflutriings cif. Þó það sé al-
menn venja, þá gefur það ekki
alveg rétta hugmynd um sam-
anburðinn, því að eftir er að
setja flutningsgjöld trygg-
ingar o. fl. inn í. Sé bæði inn-
og útflutningur reiknaður á
fob-verði kemur i Ijós, að vöru-
skiptajöfnuðurinn hefur á árinu
1964 verið óhagstæður um
375 millj. kr. og á sama hátt
árið 1963 um 260 millj. kr.
En sem fyrr segir varð inn-
flutningur á skipum og flug-
vélum alveg óvenjulega mikill
þar sem saman fór bæði mikill
innflutningur fiskiskipa og að
keyptar voru til landsins tvær
stórar farþegaflugvélar að verð-
mæti 436 millj. kr.
Skip þau og flugvélar sem
keyptar voru til landsins voru
að miklu leyti greiddar með
erlendum lánum. Þetta ásamt
fleiru hafði þau áhrif, að þrátt
fyrir halla á heildarviðskiptun-
um við útlönd batnaði gjaldeyr-
isstaða bankanna á árinu 1964
um 281 milljón króna og nam
nettógjaldeyriseignin í árslok
1 milljarð 593 milljónum króna.
ERLENDAR LÁNTÖKUR.
Erlendar lántökur til eins árs
eða lengri tíma námu á s.l. ári
alls 918 milljónum króna. Þar
af voru lán til einkaaðila 761
milljón kr. (mest vegna skipa
og flugvélakaupa) og lántökur
opinberra aðila 157 millj. kr.
Endurgreiðslur af sams konar
lánum námu alls um 408 millj.
kr. Þar af 187 millj. kr. af lán-
um einkaaðila en 221 millj. kr.
af opinberum lánum.
Erlend lán einkaaðila hækk-
uðu því um 574 millj. kr. en
opinber lán lækkuðu um 64
millj. kr.
úr plasti
nauðsynlegar rannsóknir á
þessu efni, en eftir lestur lýs-
inga á efni, framleiðslumátum
og skoðun sýnishorna, teljum
við Ifklegt að hér sé um efni
að ræða sem gæti haft mikla
þýðingu fyrir byggingariðnað-
inn í framtíðinni. — Flest tækni-
leg útfærsluatriði teljum við
mjög vel leyst og hæfa vel að-
stæðum hér á landi.
Samkvæmt upplýsingum, sem
tngvi gaf blaðamönnum, eiga -
gluggarnir ekki að þrútna, gisna
eða veðrast og eiga einnig 'að
þola sýrur og sjávarseltu. Þá
eiga þeir einnig að geta þolað
fjörutíu gráðu frost og allt að
áttatíu gráðu hita.