Vísir


Vísir - 03.05.1965, Qupperneq 9

Vísir - 03.05.1965, Qupperneq 9
VI S I R . MánudagJir 3. mai 1965, Fjölfamasti vegur iandsins í dag er vegar- spotti sá er liggur suður úr Reykjavík og áleiðis í gegnum Kópavogs- kaupstað og þaðan suð- ur í áttina gegnum Garðahrepp og til Hafn- arfjarðar. Það er þó einkum á kaflanum um Fossvoginn og suður í Kópa vogskaupstað, sem umferðin er mest. Á þeim spotta skiptir tala ökutækja á hverjum klukkuttma mörgum hundruðum. Er nú svo komið að látlaus straumur öku- tækja er um veginn, sem er nú þegar orðinn alltof mjór fyrir svo mikla umferð. Verst er á- standið á þeim tímum, þegar menn eru að aka í og úr vinn unni. Má þá heita að bflaröðin sé samfelld þarna. Vegurinn á þessu svæði er enn með mjög líku sniði og hann var fyrir tveimur áratug- um, þegar byggðin í Kópavogi var að byrja að aukast. Þetta er einföld akbraut í báðar leiðir 1 Kópavogi hefur það ráð því verið tek'ið i öryggisskyni að banna með öllu framúrakstur. Á öðrum hlutum vegarins er umferðin oftast svo mikil að ekki er hægt að aka þar fram- úr. Vegur þessi er nú orðinn alls endis ófullnægjandi og eitt af Vegurinn suður í Kðpavog eins og hann er 1 dag. Hugmyndin m hraðbraut gegnum Kópavog ^ ; | iiliaiii —J ■ J 7 J J. f ■iiSlplll 'lp'i!p , 1 k i ■ aw':í '■ tjL'fS)'1'#'1 V - 'i- Hugmyndin um hraðbraut eins og hún myndi líta út í Fossvogi og upp á Kópavogsháls. helztu vandamálunum £ umferð inni, þar sem hann liggur i gegnum þéttbýli í Kópavogi og umferð gangandi fólks þar yfir brautina. Vegna þessa hefur orð ið að herða æ meir á öryggis- reglum og nú síðast hefur verið staðsettur þar strangur lög- regluvörður. Hér er því að því komið, að gera verði róttækar ráðstafan- ir til að endurbæta brautina ekki sízt þar sem menn sjá fram á það ,að umferð muni enn aukast stórlega eftir þess- art leið. Að vísu er nú I ráði að gera annan veg I áttína suð ur til Hafnarfjarðar, sem á að liggja upp frá Elliðaárvogi og þar suður um. En það breytir því ekki að vegurinn suður um Fossvog verður áfram fjölfarn asti vegur landsins. Á döfinni eru nú áform um að leggja nýjan veg á þessu svæði, sem verður fuilkomin, tvöföld hraðbraut. Slík fram- kvæmd myndi þó verða mjög kostnaðarsöm. Hún yrði dýrasta vegagerð hér á landi fram til þessa. Til þess að jafna hæðar- mun yrði að hlaða veginn all- mikið í sjálfum Fossvoginum, en síðan að lækka hann á há Kópavogshálsinum með því að sprengja hann þar niður. Hefur nú verið áætlað að slík fram- kvæmd myndi kosta ekk'i minna en 80-90 milljónir króna. Myndir þær sem hér birtast gefa nokkra hugmynd af þess ari stórfelldu framkvæmd, sem enn er þó aðeins á hugmyndar- og undirbúningsstiginu. Á annarri myndinni sést veg urinn í Fossvoginum og upp á Kópavogshálsinn eins og hann er í dag, þama hlykkjast hann Framh. á bls. 4

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.