Vísir - 03.05.1965, Side 16
3 UMFERDARSL YS UM HELGINA
MántHÍagiir 3. maí 1965.
Róbert A. Ottósson stjórnar söngnum í Skálholtskirkju.
Tónleikar / Skálholtskirkju
Tónleikar voru í Skálholtskirkju
í gær. Skálholtskórinn söng undir
stjóm Róberts A. Ottóssonar
klassisk kirkjulög og sálma. Hanna
Bjamadóttir söng einsöng: tvær
arfur úr „Messías“ eftir Handei,
og „Og andi minn gleðst í guði“
eftir Bach og „Vögguljóð Maríu“
eftlr Reger. Þá söng hún gamalt
íslenzkt sálmalag úr Hólabók
1619: „Jesús min morgunstjama“ i
raddsetningu Jóns Þórarinssonar.
Gígja Kjartansdóttir lék á orgel-
ið verk eftir Brahms, César Franck.
1 byrjun konserts las sóknar-
prestur síra Guðmundur Óli Ólafs-
son úr ritningunni, og í lokin las
hann kvöldbæn.
Róbert A. Ottósson skýrði nokk-
ur tónverkanna, t.d. páskasekvent-
síuna úr Graduale.
Fjölmennt var í kirkjunni og
naut tónburður sín vel.
Skálholtskórinn var stofnaður
1963 fyrir vígslu kirkjunnar og
samanstendur af fólki úr Biskups-
tungum og nærsveitum. Hann æfir
oftlega og hefur sungið nokkrum
sinnum á hátíðum í kirkjunni.
Eftir tónleika voru kaffiveitingar
í kjallara prestshússins, sem Kven-
félag Biskupstungna annaðist af
myndarskap.
Vísir spurði í morgun biskup ís-
lands, herra Sigurbjöm Einarsson,
Frh. á bls. 6.
Samkvæmt bókun lögreglunn
ar urðu a.m.k þrjú umferðar-
slys eða óhöpp um helgina. Ek
ið var á hjón aðfaranótt laug-
ardags, þegar þau voru á gangi
eftir Borgartúni, bíl var ekið
út af veginum í Þingvallasve'it
og piltur féll af re'iðhjóli inni á
Sogavegi í gær.
Slysið í Borgartúni varð
skðmmu eftir kl. eitt um nótt-
ina. Var þá ekið á hjónin, sem
voru að koma af skemmtistað.
Kastaðist maðurinn upp á vélar
hús bílsins og braut m.a. fram-
rúðuna, en konan kastað'ist frá
honum. Voru þau bæði flutt á
Slysavarðstofuna. Konan fékk
að fara heim eft'ir rannsókn, en
maðurinn var fluttur á sjúkra-
hús. Ekki hefur blaðinu tekizt
að fá upplýsingar um líðan
mannsins eða hve aivarlega
hann slasað'ist.
Um miðnætti á föstudags-
Framh. í bls. 6
Fáni Verzlunarmannafélagsins á Lækjartorgi, Eggert G. Þorsteins-
son í ræðustóli. Verzlunarmenn gengu nú í fyrsta sinn.
Snjóhvftur hvalur
sýndur í Hafnarfirði
í GÓDU VEÐRI
Skömmu fyrir helgina veiddi
sjómaður nokkur á Norðurlandi í
grásleppunet sitt lítinn hval af
tegund þeirri sem heitir mjaldur
En þetta er snjóhvítur hvalur,
heimskautadýr sem einstöku sinn-
um kemur að landi hér. Sjómaður-
inn hefur nú gefið hjálparsveit
skáta i Hafnarfirði skepnuna og
hefur hún verið flutt suður með
ærinni fyrirhöfn. Mjaldurinn verð-
ur tll sýnis í kvöld kl. 5—10 í
Hafnarfirði og næstu kvöld.
Sjómaðurinn sem veiddi mjald-
urinn heitir Guðmundur Halldórs-
son og býr á Tjörnesi skammt frá
Húsavík. En mjaldurinn ve'iddi
hann austur við Kópasker. Hann
var lifandi í netinu, en Guðmundur
skaut hann.
Síðan bauð Guðmundur Fiski-
deildinni hvalinn að gjöf, en hún
gat ekki tekið á móti honum. Þá
sneri hann sér til skátanna í Hafn-
arfirði ,sem hafa verið miklir á-
hugamenn að sýna ýmis dýr, svo
sem hegrann á sínum tíma og seli
og fiska í fiskabúri. Skátarnir
þáðu það. Mjaldurinn er 5 |
Framh. á bls, 6
1.MAÍ
1. mai var hátíðlegur haldinn
'víða um land síðastliðinn laug-
ardag. Algjör eining náðist inn-
an hátíðamefndar verkalýðsfé-
laganna x Reykjavík um fyrir-
komulag hátíðarinnar.
Hátíðahöldin hófust með
kröfugöngu frá Iðnó klukkan
rúmlega tvö, og var gengin í
sama leið og undanfarin ár. j
Fyrir göngunni lék lúðrasveit. i
Göngunni lauk síðan á Lækjar-
torgi, en þar hófst útifundur.
Óskar Hallgrímsson, formaður
fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna
setti fundinn, en ræðumenn
voru þeir Eggert G. Þor-
steinsson og Guðmunaur J.
Guðmundsson.
Útifundurinn var fjölmennur
að venju, enda veður gott og
bjart yfir.
I Hafnarfirði hófust hátíða-
höldin einnig með kröfugöngu.
Gengið var undir kröfuspjöld-
um og fánum um bæinn og
staðnæmzt við Fiskiðjuver
Annað kvöld heldur Fulltúraráð
Sjálfstæðisfélaganna fund £ Sjálf-
stæðishúsinu. Verður þar Gunnar
Thoroddsen fjármálaráðherra frum
mælandi. Fundurinn hefst kl. 8.30
e h.
Bæjarútgerðarinnar, og þar
haldinn útifundur. Lúðrasveit
lék í göngunni og á fundinum.
og um kvöldið var haldinn dans-
leikur í Alþýðuhúsinu. Merki
dagsins voru hvarvetna seld á
götum bæjarins á þessum há-
tíðisdegi verkalýðsins.
Að fundinum standa auk Full-
trúaráðsins Sjálfstæðisfélögin
Vörður, Hvöt, Óðinn og Heim-
dallar. Er Sjálfstæðisfólk hvatt
til þess að fjölmenna til fundarins.
Gunnar Thoroddsen
f j ármálaráðherra
Nýtt happdrætti SjóKstæðisflokksins:
EITT GLÆSILE
HAPPDRÆTTI TIL ÞESSA
BÍLA-
víiísifíí Msuiiu mmw
ggEíií 3. JðlSI
Sjálfstæðismenn um land allt
hafa nú fengið senda miða í
landshappdrætti Sjálfstæðis-
flokksins og mun láta nærri að
miðar hafi verið sendir í annað
hvert hús á landinu, jafnt í bæj
um sem sveitum. Vinningarnir
eru tveir glæsilegir bílar báðir
af Ford Fairlanegerð 4 dyra.
Þetta mun vera eitt glæsilegasta
bílahappdrættið, sem hefur verið
haldið hér á landi, samanlegt
verðmæti bifreiðanna er 660
þús. kr. Dregið verður 3. júní.
Eins og sést er mjög lítill
tími til stefnu, aðeins mánuður,
er fólk því hvatt til þess að
' verða sér úti um miða, sem allra
fyrst, en þeir, sem þegar hafa
fengið miðana eru beðnir að
skila sem fyrst af sér, þar sem
það auðveldar allt starf við happ
drættið. Miða er hægt að fá um
land allt hjá umboðsmönnum,
en í Reykjavík verða miðar seld
Frh. á bls. 6.
Fundur annað kvöld