Vísir - 17.05.1965, Blaðsíða 1
I
VISIR
55. árg. - Mánudagur 17. maí 1965. - 110. tbl.
Bjarni Benediktsson heim-
sækir Stórþingið i dag
Bjarni Benediktsson for- dagsmorguninn í opinbera
sætisráðherra hélt á laugar heimsókn til Noregs, ásamt
konu sinni, frú Sigríði Bjöms
dóttur. Héldu forsætisráð-
herrahjónin frá Keflavikiir-
velli með Loftleiðaflugvél til
Osló.
Norska fréttastofan NTB
skýrði frá heimsókninni í eft
irfarandi skeyti: íslenzku
forsætisráðherrahjónin munu
búa í gestaíbúð norska ríkis-
ins við Parkveg í Osló. 1 gær
morgun, sunnudag, óku for-
sætisráðherrahjónin um borg
ina og snæddu hádegisverð á
Sundöya veitingahúsinu. Síð
degis var móttaka í íslenzka
sendiráðinu í Osló fyrir Is-
lendinga búsetta í borginni
og nágrenni. Kl. 20 í gær-
kvöldi hélt norska ríkisstjóm
in veizlu fyrir íslenzku for-
Framh. á 4. síðu.
Frá komu Blikfaxa til Akureyrar.
BUKFAXA FAGNADÁ AKUREYRi
BHkfaxi, hin nýja flugvél Flug-
félags íslands fór í gærmorgun
í fyrstu áa’tlunarferð sina inn-
anlands. Vélin var fullskipuð
farþegum og nokkrum boðsgest-
um, þar á meðal var Magnús
Jónsson, fjármálaráðherra og
þingmaður Norðlendinga, full-
trúar Fokkersverksmiðjanna og
biaðamenn frá Reykjavík.
Vélin fór frá flugstöð kl. 9
í heldur dimmu veðri og fimmtíu
mínútum síðar voru farþegar að
stíga á norðlenzka grund í hinu
fegursta veðri, glampandi sól-
skini og hita. Sama ferð hefði
tekið a.m.k. einn og hálfan
tíma með gömlu DC-3 vélunum.
Á Akureyrarflugvelli var sam-
an kominn mikill mannfjöldi að
fagna vélinni. ,cg flutti bæjar-
stjórinn, Magnús Guðjónsson,
ávarp á flugvéllinum og fagnaði
Framhald bls. 5
Dr. Bjarni Benediktsson
forsætisráðherra
LOFTLEiÐAMENN LOGÐU ENN NIÐUR
VINNU, EN SAMKOMULAG / NÓTT
Nú um helgina spratt upp ný
deiia milli Loftleiða og flug-
manna sem vinna hjá félaginu.
Er deila þessi í samhengi og
beinu framhaldi af launadeil-
unni sem stóð f april s.l. en
var stöðvuð með gerðardóms-
lögunum. Skarst i odda i þessu
máli á laugardaginn, þegar
Loftleiðir viku úr starfi einum
aðstoðarflugmanni, Inga Koi-
beinssyni. Eftir það mættu aðrir
flugmenn félagsins ekki til
starfa. Þeir boðuðu að visu ekki
verkfall, heldur forföll eða Iétu
ekki sjá sig til vinnu. í nótt
náðist svo samkomulag i þessari
deilu fyrir milligöngu flugmála-
stjóra.
BLAÐ'H ! DA(
17 EÐA 12 KLST.
Það sem hér var deilt um
var vaktartími flugmanna.
Hann var fyrir verkfall flug-
mannanna 17 klst. en eftir að
gerðardómslögin höfðu verið
samþykkt tilkynntu flugmenn
stjórn Loftleiða að héðan í frá
myndu þeir ekki sætta sig við
lengri vaktartíma en 12 klst.
Loftleiðir telja óframkvæman-
legar flugferðimar með svo
stuttum vakttíma og mótmæltu
því.
Sfðan leið tíminn og sumir
flugmennirnir voru með sffelld-
an urg út af vakttímanum.
Svo að stjórn Loftleiða ákvað
á föstudaginn að láta til skarar
Framh. á bls. 5
Við brottför Gullfoss á laugardagskvöldið. Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra óskar frú Völu og Gunnari
Thoroddsen fararheilla. Á myndinni eru einnig María Kristfn, dóttir þeirra þjóna, Sigríður Halldóra
tengdadóttir þeirra, Sigurður Thoroddsen og L. Storr konsúll Dana hér á landi. LLjósm. Vísis I. M.).
V
Við brottför
GULLFOSS
Á Iaugardagskvöldið hélt
Gunnar Thoroddsen, ■ hinn nýi
sendiherra íslands í Kaupmanna
höfn, utan með Gullfossi, á-
samt frú Vöiu og Maríu Krist-
ínu, dóttur þeirra hjóna. Munu
þau fara með skipinu til Leith
og ferðast frá Bretiandi síðar
i vikunni til Kaupmannahafnar
Við brottförina á laugardags
kvöldið ávarpaði formaður
stjóraar Eimskipafélags Islands
Einar B. Guðmundsson, hrl. frú
Völu og Gunnar Thoroddsen og
árnaði þeim fararheilla. Þá
fluttj Jóhann Hafstein dóms-
málaráðherra þeim hjónum
kveðjur frá vinum og samstarfs
mönnum og einnig mælti sendi
herra Dana á íslandi, Bjami
Paulson nokkur orð og óskaði
þeim hjónum góðrar komu til
Kaupmannahafnar.
Forseti íslands, herra Ásgeir
Ásgeirsson, kvaddi þau hjón á
skipsfjöl og margir vinir þeirra
færðu þeim kveðjur og ámuðu
þeim fararheilla.