Vísir - 17.05.1965, Blaðsíða 12
Máudagur 17. írtaí: 1965.
„Mesta mildi, að enginn var inni í húsinu“. Benedikt Jónsson,
framkvæmdastjóri og ívar Magnússon, verkstjóri, virða fyrir sér
brunarústirnar.
70 unglingar missa sumarvinnu vegna
brunans í
Eins og skýrt var frá hér í
blaðinu sl. iaugardag varð stór
bruni í Keflavík er Hraðfrysti-
hús Xeflavíkur brann að mestu
Ieyti.
Hús það er eldurinn kom upp
í brann svo gersamlega, að
ekki er talið ,að unnt sé að gera
á því nokkrar iagfæringar.
Hraðfrystihúsi
ENGINN INNI
Fullvíst er, að eldurinn hafi
orðið af völdum sprengingar, er
varð vegna ammoníakleka í
vélasal hússin. Enginn var þar
inni, nema matráðskonan,
Helga Jónsdóttir, er var við
vinnu sína í eldhúsi mötuneyt-
isins uppi á annarri hæð. Helga
Keflavíkor
átti von á hjónum í heimsófelt
til sfn um kvöldið og var að
ganga frá mataráhöldum í eld-
húsinu, þegar barið var að dyr-
um. Helga fór þá niður stigann
og opnaði útidyrnar. Þegar
Helga opnaði útidyrnar fundu
þau hjónin allsterka ammoníak-
Framh. á bls. 5
félagsheimilisbnmanum
Fimmtán mínútur eft r að skóla
börnin á Fáskrúðsfirði fóru af leilc
æfingu f félagsheimili staðarins síð
deg's á laugardaginn, gaus upp mik
ill eldur á leiksviðinu. Húsið var
mannlaust, þegar eldsins varð vart
kl. tæplega fjögur, slökkviliðið
kom mjög fljótlega á vettvang
með bíl og dælu og gat yfirbugað
eld'nn á tuttugu minútum. —
Skemmdir urðu mjög miklar í sam
komusalnum.
Gunnar Þórðarson slökkviliðs-
jistjóri á Fáskrúðsfirði sagði blað-
j inu, að mikill reynkur og eldur
| hefðu verið í samkomusalnum, þeg
| ar þeir komu á vettvang.. Einkum
j logaði glatt í leikjöldum á sviðinu,
| en þar er talið að eldurinn hafi
1 komið upp. Um tíma var óttazt að
eldurinn kæmist í þekjuna og hún
félli niður, en það tókst að hindra
það. Hins vegar brauzt eldurinn út
á bak við leiksviðið, og varð
slökkviliðið að rífa viðina þar frá.
Félagsheimili er þriggja hæða og
þriggja ára gamalt steinhús. Sam-
komusalurinn nær yfir 2. og 3.
hæð og þar skemmdist allt innbú
mjög verulega, t. d. allir stólar. Á
neðstu hæðinni voru skrifstofur
■hreppsins og þar urðu dálitlar
skemmdir af vatni.
Þykir það mikil mildi að bömin
skyldu vera farin út, þegar eldur-
inn gaus upp. Þau voru að æfa fyr
ir leiksýningu, sem átti að vera þá
um kvöldið.
Slætt hefur verið eftir vörpu
Aldershot, en fannst ekki
Klukkan 10,30 í gærkveldi
lauk rannsókn f máli brezka
skipstjórans Cumby, á Norð-
firði AUir af áhöfn Aldershot
nema einn hafa verið yfirheyrð
ir og ber þeim öllum saman
við frásögn skipstjórans í öllum
höfuðatriðum. Þeir segjast ekki
hafa orðið varir við spennu
þá um borð, sem fram kemur af
framburði 1. stýrimanns á Þór,
og segja jafnvel að samkomulag
við varðskipsmenn hafi verið
með ágætum, t.d. hafi þeir fært
þeim mat, te, sælgæti og annað.
í réttinum í gær sagði Cumby
að línubyssa sú, sem áður hef-
ur komið við sögu og hann hafi
hampað að varðskipsmönnum
hafi ekki verið hlaðin, enda
gerj hann sér fulla grein fyrir
að það mundi vera mjög alvar-
legt mál, að ota hlaðinni byssu.
Ógnað um borð.
Af varðskipsmönnum hafa 4
komið fyrir réttinn eða skip-
herra, allir stýrimennirnir 3 og
einn hásetanna, sem var einn
af þeim fjórum, sem fyrst fóru
um borð í Aldershot.
Hésetinn viðurkennir að hafa
ógnað skipstjóra með þvi að
skjóta hann ef hann hefði sig
ekki hægan og þegar Cumby
hafi ekki þótzt skilja það, hafi
hann sagt að hann yrði bundinn,
þar sem hann hefði ekkert að
segja um borð eins og í pottinn
væri búið.
Þór er farinn frá Norðfirði til
þess að slæða upp vörpu togar-
ans og hefur reynt við það nú
í tvo daga. Varpan hefur ekki
fundizt og mun Þór vera hættur
að leita að henni.
Framh. á bls. 5
Þéir eru að virða fyrir sér kort það sem landhelg sgæzlan lagði fram við rannsókn málsins. Til hægri er
Cumby, þá Hilmar Fosst Guðmundur Kærnested sk'pherra Þórs, Bragi Steinarsson fulltrúi saksóknara,
annar meðdómaranna Sigurjón Ingvarsson, Ófeigur Eiríksson bæjarfógeti og loks hinn meðdómarinn
Sveinbjörn Sveinsson.
Varð undir
drúttarvél
Það hörmúlega slys varð á Gili
í Svartárdal slðdegis á föstudag að
Jóhann Jónsson, bóndi á Daða-
stöðum á Reykjaströnd varð undir
dráttarvél, sem hvolfdi í vegar-
skurð. Var Jóhann heitinn á ferð
ásamt bóndanum á Gili upp að
beitarhúsum' og hafði bóndinn
brugðið sér frá, en á meðan skeði
slysið. Varð Jóhann undir vélinni
og lézt þegar.
Jóhann Jónsson lætur eftir sig
konu og fjögur uppkomin böm.
Fimm piltar á aldrinum 14
til 15 ára hafa verið teknir
fyrir milli 20 - 30 innbrot,
þjófnaði einnig ávísunarföls-
un. Drengimir hafa stundað
þessa iðju sína að mestu leyti
frá því í byrjun apríl og m. a.
stolið plötuspilurum, segul-
bandi, peningum og sígarett-
um.
Hér er um all umfangsmikið
mál að ræða og hafa þeir Njörð
ur Snæhólm varðstjóri og Leif-
ur Jónsson haft með rannsókn
þess að géra. Málið er í frum-
rannsókn og er of snemmt að
■mwbhwms m—wmwi
segja um hversu mörg innbrot
hér er um að ræða, en sennilega
eru þau á milli 20 og 30 talsins,
auk ávísanafalsana, en piltarn-
ir fösluðu ávísanir fyrir nokkur
þús. krónur.
Fimmti pilturinn var aðeins
einu sinni með í innbroti en oft
ast voru þeir 2 eða 3 saman.
Einn stærsti þjófnuðunum er
hjá Hafskip, en þá stálu þeir
m. a. plötuspilurunum. Pening
unum hafa piltarnir eytt og einn
ig selt nokkuð af sígarettunum,
hins vegar eru plötuspilaramir
í vörzlu rannsóknarlögreglunn-
ar.