Vísir - 24.05.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 24.05.1965, Blaðsíða 1
Forsætísráðherra þakkaði daaska forsætís- ráðherranum staðfestuna í handritamálinu Stutt spjall við dr. Bjurno Bene- diktsson við heimkomuna í gærkvöldi 55. árg. - Mánudagur 24. maí 1965. - 116. tbl. NÝTT GOS VID SURTSEY 1 morgun urðu skipsmenn á bátnum Þórunni frá Vestmanna eyjum varir við einkennilegt fyrirbæri um einn km. austur af Surtsey. Þar var á litlu svæði mikil ólga í sjónum og stigu við og við upp reykjarbólstrar. Skipstjóri á bátnum Markús Jónsson skýrði frá þessu. Það getur verið að þama sé um að ræða nýtt gos og ef það héldi áfram, gæti svo farið, að önnur eyja færi að myndast þarna. 1 gær hafði Þorleifur Einars son jarðfræðingur flogið þama yfir. Þá hafði hann orðið þess var, að þarna var á sjónum eins og siéttur blettur. En f morgun virtist sem Framh. á bis. 6 Dr. Bjami Benediktsson for- sætisráðherra sendi Jens Otto Krag forsætisráðherra Dana skeyti í gær, er hann var staddur á Kastrup-flug- velli á leiðinni heint, þar sem hann þakkaði dönsku stjóm- inni fyrir að standa fast við ákvörðun sína og fyrirheit að afhenda Islendingum handrit- in. Lét forsætisráðherra þess getið, að Islendingar kynnu að meta mikils þann vinar- hug, sem kæmi fram í ákvörð un þjóðþings og stjómar, meta hann þeim miui meira sem andstaðan hefur verið harðari. Forsætisráðherra skýrði Vísi frá þessu við heimkomuna til Reykjavíkur í gærkvöldi með flugvél Flugfélagsins. Hann sagði um Noregsför sfna að hún hefði verið, mjög á- nægjuleg, tekizt f alla staði vel. Kvað hann margs að minnast. í fyrstu dvaldist hann f Osló og átti þar tal við ráðamenn, milli Islands og Noregs eru engin vandamál og viðræður allar sýndu vinarhug hinna norsku forustumanna til Islands. Þar var hann og viðstaddur hátfða höldin á þjóðhátíðardag Norð- manna 17. maí, en þau eru mest fólgin í hinni feikiiega miklu barnafylkingu, sem er 2 y2 klst. að ganga framhjá. Síðan kvaðst hann hafa farið til Nordlands, það er til Bodö og héraðanna þar, sem áður voru kölluð Há- logaland og til Þrándheims, en til þessara héraða hafði for- sætisráðherra ekki komið áður. Af sögustöðum sem hann kom á ber helzt að nefna Stikla- staði. Einnig minntist forsætis- ráðherra þess, að honum hefði þótt mjög merkileg heimsókn í tækniháskólann í Þrándheimi, þar sem fyrir hefur verið komið stóru Ifkani af fyrirhugaðri Búrfellsvirkjun. Þetta sama lfk- an höfðu Norðmenn sýnt Tító forseta Júgóslavíu, þegar hann var þar nýlega á ferð. I þessu líkani vinna Norðmennimir að þvf að rannsaka ísmyndun og fsrek í Þjórsá. Þeir kváðust enn ekki vera búnir að leysa það vandamál en vonast til að vera á réttri leið með að leysa það. GÆfAN FYLGDIISLANDI Dr. Bjarni Benediktsson -forsætisráðherra og frú með Hafstein dómsmálaráðherra og frú tóku á móti þeim. við heimkomuna í gær. Jóhann Þrjár undirskriftir vantaði þegar klukkan sló tólf og jbar meb var komizt hjá heiftaráróðri gegn Islendingum / Jbj óðaratkvæðagreiðslu 1 dag getum við flutt þær gleðilegu fréttir, að ekkert verður úr því í Danmörku, að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin varðandi afhend- ingu íslenzku handritanna. Þar með má telja það tryggt, að handritin verði afhent, þó mál- sókn Árnasafnsstjórnar kunni að tefja eitthv. fyrir afhendingu. En fyrst og fremst eru þess- ar fréttir gleðilegar fyrir þá sök að því hefur nú verið forðað að í Danmörku hæfist harkaleg bar átta meðal kjósenda, þar sem öruggt er, að æst hefði verið upp í áróðri takmarkalaust hat- ur og fyrirlitning á íslandi og íslendingum. Það er erfitt að fmynda sér, hvernig farið hefði með sambúð þessara tveggja þjóða, ef þeim eldi hefði verið sleppt lausum. Það var sfðla dags á laugar- daginn, sem Poul Möller, for- ingi Ihaldsflokksins, tilkynnti uppgjöf sína. Honum hafði ekki tekizt að safna þeim 60 undir- skriftum sem til þurfti að þvinga fram þjóðaratkvæða- greiðslu og hann var þá von- laus um að sér myndi takast TEKUR Andstæðingar okkar í Dan- mörku eru ekki enn af baki dottnir. Nú þegar þeir hafa beð ið þann ósigur, að geta ekki þvingað fram þjóðaratkvæða- greiðslu snúa þeir sér að þvi að hefja málsókn. Þeir hafa fal ið þekktum lögfræðingi að nafni Christrup meðferð máls- að finna þá þrjá reiðubúnu, það sem eftir var dagsins, en list- inn komst alls upp í 57 og eru þá taldir með þeir tveir Græn- lendingar, sem hinir dönsku 1- haldsmenn þá höfðu sótt til þess ins. Hann hefur orð á sér fyrir að vera mjög harður í horn að taka og stundum jafnvel ósvff inn f málflutningi sínum. í samtali við blaðið Infor- mation nýlega skýrir Christrup hæstaréttarlögmaður frá þvf, að mál þetta muni verða eitt hið víðtækasta i réttarsögu Dana. að bjarga vísindum og menn- ingu Danmerkur. Lokaþátturinn f þessari á- skriftasöfnun var harður og spennandi, á föstudaginn voru komnir 55 þingmenn á undir- skriftalista Poul Möllers. Möll- er sjálfur og nokkrir hinna dönsku bókasafnsmanna höfðu staðið í þvf að nauða á mönnum að undirrita. Framh. á bls. 6 Segist hann búast við að málið taki minnst þrjú ár. Hann mun hefja málið með stefnu gegn K. B. Andersen kennslu- málaráðherra fyrir Eystra Landsrétti f Kaupmannahöfn og fái hann ekki þar þá niður- stöðu sem hann æskir að lagt verði bann við afhendingu hand G. L. Christrup hrl. fer með handritamálið. ritanna, þá mun hann hiklaust áfrýja málinu til hæstaréttar. Þessi hugmynd að fara f mál sókn tíl að stöðva afhendingu handritanna er ekki ný. Það er nú upplýst að stjórn Árna- safns hafði undirbúið málsókn 1961, ef Poul Möller hefði þá Framh. á bls. 6 Hurðskeyttur lögfræðingur tekur að sér mdlsókn MÁLSÓKNIN ÞRJÚÁR?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.