Vísir - 24.05.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 24.05.1965, Blaðsíða 6
V í S I R . Mánudagur 24, maí 1965. íslandsmótið — Jramhald ols 11 vörður Akraness hafði komið auga á hættuna og fór upp að mark- stönginni. En það var samt smá- eyða, sem hann hafði ekki lokað og þar small boltinn af heljarafli, milli hans og stangarinnar, 1:1. Glæsilegt skot! 1 seinni hálfleik var talsverð harka í leiknum og brot á báða bóga. Magnús Pétursson, dómari leiksins hafði talsvert mikið að "tera að hemja menn, ekk’i sízt að áminna menn um að gæta tungu ;innar, og í tvö skipti greip Magnús til bókarinnar og skrifaði niður leikmenn fyrir mótmæli, :inn mann úr hvoru liði. Keflavík hafði yfirhöndina í seinni hálfleik og átt’i mun betri tækifæri en Akranes. Hvað eftir annað var framlínan með boltann I vítateig Akraness, en þar var raunar saman komið allt líð Akra ness til varnar. Akurnesingar höfðu greinlega gert sig ánægða með jafntefli í útileiknum v’ið Is- landsmeistarana. Loksins eftir margar mis- heppnaðar tilraunir, fjölmargar aukaspyrnur og hornspymur, kom homspyrna frá vinstri og upp úr henni hrekkur boltinn til Einars Magnússonar, sem var við vítapunktinnn og hann skaut þegar að marki, enda í ágætu færi og boltinn fann leið þótt ótrúlegt veeri, þræddi milli fóta tveggja vamarmanna Akra ness með jörðinni í vinstra markhornið, en markvörðurinn átti ekki möguleika á að verja. Þetta gerðist 5 mínútum fyrir leikslok og mátti því ekki miklu muna að liðin skiptu stigunum jafnt á milli sin. Keflavíkurliðið virtist lík- legt til alls. Eflaust ætlar það að verja titil sinn og kannski tekst það. Það verður erfiður róður, enn erfiðari en að eign- ast titilinn í fyrra. Liðið er greinilega vel þjálfað lið, út- hald nóg. hraðinn og fjörið í framlínunni mikið og þrír ein- staklingar hennar, Jón Jóhanns son, Rúnar Júlíusson og Karl Hermannsson eru beinlínis stór hættulegir hvaða vörn sem er. Hins vegar virtist vörnin nokk uð sundurlaus í leiknum í gær. Akurnesingar voru hins vegar heldur slakir í gær, mun lak- ari en gegn Reykjavík fyrir rúmri viku. Ein stór breyt- ing hafði þó orðið á liðinu til batnaðar. Ríkharður Jónsson var kominn sem hægri fram- vörður. Ríkharður var elzti mað urinn á vellinum, „nestor“ ís- lenzkrar knattspymu, 37 ára gamall og bar samt af hinum yngri í yfirsýn og útsjónarsemi í leik sínum. Framlína Akra- ness var vitamáttlaus og furðu- legt hvað lítið kom út úr mönn um eins og Eyleifi og Bimi Lárussynii Þeir hafa verið í Bretlandi f vetur og kynnzt þeirri knattspyrnu. sem þar er á boðstólum, en hafa greinilega ekki tileinkað sér þá hörku, sem þar er gildandi. Mjög mikla athygli mína vakti mark varðarleikur Jóns Inga í marki Akraness. Þar er miklð og gott efni á ferðinni. Dómari var Magnús V. Pét- ursson. Hann dæmdi leikinn ágætlega. ÍR-mótið — Framh. af bls. 11. 2. Jón Magnúson, ÍR 49.73 3. Jón Þ. Ólafsson, ÍR 35.40 Langstökk: 1. Úlfar Teitsson, KR 6.73 2. Ragnar Guðmundsson Á, 6.58 3. Gissur Tryggvason, UMFD 6.08 4. Einar Þorgrímsson, ÍR 6.03 Hástökk: 1. Jón Þ. Ólafsson, ÍR 1.93 2. Erlendur Valdimarsson, ÍR 1.84 (Drengjamet) 100 m hlaup kvenna: 1. Halldóra Helgadóttir, KR 13.0 2. Linda Ríkharðsdóttir, IR 13.7 3. Sólveig Hannam, IR 14.0 4. Petrína Ágústsdóttir, UBK 14.9 100 m hlaup sveina 1. Einar Þorgrímsson, ÍR 11,9 Það er orðið til stórskammar, að greinar sem kringlukast skuli fara fram innan um aðrar greinar á sama tíma,« enda vísasti vegurinn til banaslysa. Þá má gjaman benda forráðamönnum íþróttamóta á hversu óskemmtilegur dauðdagi það er íþróttamanni, að fá spjót í gegnum sig, sem hefur þó gerzt erlendis. Ennfremur er leiðigjamt að heyra þul mótsins gjamma orð- skrípið „mígrafónn", þegar við eig um orðið „hljóðnemi". Það þarf meira en gott veður til að laða fólk að frjálsíþróttamótum, — það þarf góða mótsstjórn. B. S. Gæfan fylgdi — Framhald af bls. 1. Nú vantaði aðeins 5 undir- skriftir og beindist nú öll at- hyglin að fimm þingmönnum úr Vinstriflokknum, sem svo hafði verið ástatt um, að þeir höfðu árið 1961 undirritað áskorunina um að fresta handritamálinu eitt kjörtímabil. Þessir fimm menn voru: Anders Chr. Andersen, Sören Andersen, Per Federspiel, Gustav Holmberg, Sören Jensen. Svo fór, að á föstudagsjcvöld- ið fengust þeir Sören Andersen og Sören Jensen til að undir- rita plaggið og var talan þá kom in upp í 57. Hinir þrlr urðu fyr- ir mikilli ánauð á laugardaginn, en þeir stóðust allar atlögur, og þannig eru það þessir þrlr menn Anders Andersen, Federspiel og Holmberg, sem segja má, að hafi bjargað þessu máli fyrir Is- Iand á síðustu stundu. Er vert að minnast þessara manna og verður það gert hér I blaðinu á næstunni. Ástæður fyrir því að þeir stóð ust prófið eru taldar margs kon- ar, m. a. hvatning Hartlings, varaformanns flokksins, en einn ig er talið að það hafi haft sín áhrif I þessu máli, að forustu- kreppa kom upp I Vinstriflokkn um Erik Eriksen hefur sagt af sér og er það viðkvæmt og erf- itt mál I flokknum. Þyrian — Framh. af bls 16. nal Helikopters. Á félagið um 60 helikopterflugvélar margar af þess ari tegund. Er vélin hið mesta bákn og eru skrúfublöðin til dæm is um 11 metrar á lengd hvert um sig. „Við höfum verið mjög heppnir með veður“ sögðu þeir flugmenn- imir á„ Morgunstjömunni". Þeir reiknuðu með að flugið frá Strat- ford til London tæki 35 klukku- tíma, en þeir lentu á 6 stöðum innan Bandaríkjanna og Kanada til að taka benzín og lentu tvíveg- is I Grænlandi og fara héðan til Hornafjarðar og Færeyja, þá Prestvíkur og London. „Með þessu spörum við helming flutningskostnaðar“, sögðu þeir, „Danski flugherinn ætlar að gera slíkt hið sama við 10 vélar, sem hann er að kaupa, ef allt fer vel“. OAS-menn hnndteknir í mörgnm borgum Frakklnnds í NTB-frétt frá Saint Malo í Frakklandi segir, að handteknir hafi verið 11 menn, þar af 2 hátt settir menn í upplýsingaþjónustu ríkisins, vegna aðildar að leyni- félagsskapnum OAS, sem er bann- aður í Iandinu. Það var þessi félagsskapur sem hélt uppi bar- áttunni gegn de Gaulle og stefnu hans í Alsir. Nýtt gos — Framhald af bls. 1. fyrr segir vera komin meiri ólga I sjóinn. Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur sagði við Vísi I morgun að á þessu stigi væri ekki hægt að spá neinu, hvað gerðist þama. Hann benti hins vegar á það, að nú væri Surtseyjargos á tímamótum. Nú myndi hraun ið vera stíflað eins og tappi I sjálfum Surtseyjargíg. Það gæti þá vel átt sér stað að hraun gosið brytist út á nýjum stað. Þess vegna er rétt að fylgjast mjög vel með því sem þarna er að gerast. SÍÐUSTU FRÉTTIR Rétt áður en Vísir fór I prent un var dr. Sigurður Þórarinsson á leið til Reykjavíkur aftur úr könnunarflugi með flugvél flúg- málastjómarinnar. Hafði blaðið samband við hann um borð í Vél inni og kvað hann þá hafa séð þarna mikla ólgu í sjónum og var sjórinn kolmórauður. Er því greinilegt að þarna eru einhver umbrot á hafsbotni. Málsóknin — Framh. af bls. 1 ekki tek’izt að fá málinu frest- að. Málsókn felur það I sér, að krefjast þess að dómstólar dæmi lögin um handritaafhend ingu ólögleg, þar sem þau fari I bág við e’ignarréttarákvæði. stjómarskrárinnar. Er sú rök- semdaleiðsla byggð á því, að þing og ríkisstjórn geti ekki breytt þe’im ákvörðunum, sem eiga að hafa staðið I erfðaskrá Árna Magnússonar og síðan 1 stofnskrá Áma Magnússonar- sjóðs. Halda andstæð’ingar Is- lendinga því fram, að ef ákvörð un þjóðþingsins verði látin gilda sé stofnað I hættu tilveru rétt’i allra sjóða og legata I Danmörku. ► Forsprakkar uppreisnar- manna í Kongó komu saman I fyrri viku I Yei I Suður Súdan. Stjórnin i Súdan hindraði einn þeirra, Olenga hershöfðingja í að fara þangað, en hún mun vin veitt Gbenye sem er forsætis- ráðherra uppreisnarstjómarinn- ar. Borizt hafa fréttir um, að Gebenye hefði særzt, en ýmis- legt er á huldu um þetta, nema að hann særðist í árás, sem var gerð á hann. ► Couve de Murville utanríkis ráðh. Frakklands sagði á þing- fundi í fyrri viku, að endursk. bæri sáttmála Norður Atlants hafsbandalagsins og hafa lokið því 1969 á tuttugu ára afmæli hans, en margir ætla að franska stjórnin muni ekki sætta sig við svo langa bið á endurskoðun inni. Ráðherrann sagði Frakka all lengi hafa ver ð óánægða með sáttmálann. Handtökurnar áttu sér stað eftir að lögreglan komst að því, að deild úr OAS I Saint Malo var með grunsamleg áform á prjónunum og var birt frétt um þetta frá lögregl- unni I Saint Malo I gær. Handtök- urnar áttu sér stað I eftirtöldum borgum og bæjum: Nantes, St. Malo, Rennes, Brest og Cherbourg. Handtökurnar áttu sér stað I vik- unni sem leið. Vegna ferðalags de Gaulle for- seta um V-Frakkland vöktu hand- tökurnar sérlega athygli, þótt til- kynnt væri, að þær væru ekki á yfir mönnum, sem kunnir eru sem neinn hátt tengdar öryggi hans á ferðalaginu. Lögreglan í Saint Malo komst á sporið, þegar OAS-skjöl fundust hjá manni nokkrum búsettum þar, en yfirheyrslur fóru þar næst fram andsteeðingar de Gaulle. Auk skjala hefir verið lagt hald á vopnabirgðir, einkum skammbyss- ur. Innanríkisráðherra Frakklands, Roger Frey, hefur tilkynnt, að gefn ar hafi verið gætur að deildinni í 5 misseri, en henni hafi verið lof að að starfa, til þess að unnt væri að ná sér betur niðri á hreyfing- unni eftir að hún hefði starfað nokk ur misseri í trausti þess, að ekki væri um starfsemina kunnugt. Flestir hinna handteknu hafa ver ið fluttir með leynd til Parísar. Meðal hinna handteknu er ein kona. Einn hinna handteknu mun hafa verið tengiliður milli deildarinnar og landflótta OAS-manna í Belgíu. HEIMILIS. KLUKKUR m UG \ 000 r Atlanta-klukkurnar eru teiknaðar í nútímaformum. Nútímaform fyrir nýju heimilin ÚRSMIÐIR - GULLSMIÐIR Jon Slpunilssan SkQrtyripaverzlun „Fagur gripur er æ til yndis“ Atvinna óskast 17 ára reglusamur piltur óskar eftir góðri at- vinnu. Uppl. í síma 22131 næstu daga. Til leigu Til leigu nýuppgerð, sólrík 2 herbergja íbúð á hæð á Skólavörðuholti. Tilboð merkt „Fyr- irframgreiðsla — 503“ sendist Vísi íyrir mið- vikudagskvöld. JAZZ-klúbburinn Kvartett Guðmundar Steingrímssonar leikur frá kl. 9—11.30 á jazzkvöldinu í kvöld. JAZZKLÚBBURINN, Tjamarbúð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.