Vísir - 24.05.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 24.05.1965, Blaðsíða 16
VISIR Mánudagur 24. maí 19857 MIKIL SlLD Á 3 STÖDUM Þyrluflugmennimir fyrir framan vél sína í morgun. Frá vinstri á myndinni eru T. Harrison, fulltrúi Um- ted Aircraft of Canada, Scheer, flugmaður frá Okamgan, W. R. Lennox, frá United Aircraft og Ruthledge | flugmaður frá Okanagan. Vélin tekur 28 farþega og er sfærsta vélin sinnar tegundar i heiminum 2 veiðiskip á miðin fyrir auston Slæmnr horfur fyrir Norðlendingu — Viðtul við Jukob Jukobsson Síldarleitarskipið Ægir hef- ur orðið vart við mikla síid djúpt austur af Austfjörðum og er þar aðallega um þrjá staði að ræða. Síldarleitar- skipið Hafþór er á leið aust- ur og tvö veiðiskip koma á miðin síðd. í dag. Síldveiðin ætlar að komast í gang ó- venju snemma á þessu ári. Blaðið átti í morgun tal við Jakob Jakobsson fiskifræðing á Ægi. — Síldin, sem við urðum fyrst varir við, var 190-200 míl ur austur af norðri frá Langa nesi. Hún var á mjög m’ismun- andi dýpi og sums staðar á kast hæfu dýpi, allt frá 20 metrum niður á 230 metra. Líklega er þetta gamla síldin, sem gengur á undan, sama sfldin og áður fyrr fór til Norðurlands. Því miður er þar nú lítil áta, svo að þessi sfld fer líklega til norðurs, án þess að gefa færi á sér Við Norðurland. — 1 fyrrakvöld urðum við svo fyrst varir við Austfjarða- síldina. Það var 130 mílur aust ur af Langanesi og síðan fund um við í morgun m'ikla síld 106 mílur austur af norðri frá Dala tanga. Á báðum þessum stöð um stóð síldin djúpt, dýpra en ég hefði búizt við. Nú er bara að vona, að hún geri svo vel að færa sig ofar í sjónum. — Tvö skip, Þorsteinn frá Reykjavík og Jón Kjartansson frá Eskifirði eru á leið út á þennan stað og verða lfklega komin síðdegis í dag. Þá er síldarleitarskipið Hafþór fyrir sunnan land á austurleið til miðanna. — Síldin virðist ekki kunna illa við kuldann og það virðist allt vera með felldu með síldar- magnið, sagði Jakob að lokum. ÞRÍR Á SUNDI sumir Stór helikoptervél lenti á laugar daginn á Reykjavíkurflugvelli, 28 manna vél merkt International Helikopters. Vél þessi kom ein og án eftirlits annarra véla yfir Atlants hafið beint frá verksmiðjum Sikor- skys f Stratford í Connecticut og er á leið til London. Þar mun hún verða í förum f. London út í Norð ursjóinn um 160 mflur út af strönd Englands, þar sem Shell er að leita að olíu og jarðgasi, sem talið er áð sé þar f miklu magni. I morgun hittum við áhöfn þess- arar vélar, „Morgunstjörnunnar“, en það nafn hefur henni verið gef ið. Þetta er Sikorsky S 61N og er stærsta gerð af þyrilvængju tekur 27—28 farþega og þriggja manna áhöfn. Vélar af þessari tegund kosta nær eina milljón dollara frá verksmiðjunni með varahlutalager. „Við gætum lent hvort heldur sem væri á Tjöminni ykkar í miðbæn um eða á þaki Hótel Sögu“, sögðu þeir félagarnir, þegar þeir sögðu blaðamanni frá kostum vélar sinn- ar. Þeir sögðu að vélin mundi henta vel f flug frá Reykjavík til Kefla víkur, þegar við spurðum hvort slík vél mundi ekki henta vel sem „strætisvagn“ á þeirri leið, aðal- lega með flugfarþega. Flugið þang að mundi taka ca 10 mínútur. Eru slíkar vélar víða notaðar í þessu skyni. Flugfélagið sem á þessa vél heit ir raunar Okanagan og er kana- dískt fyrirtæki, en á að auki ýmis hliðarfyrirtæki eins og Internatio- Framh. á bls. 6 Þrír menn. voru teknir af lög- reglunni, .eftir sundferð f Reykja- vfkurtjöm aðfaranótt sunnudags. Vom þeir allir nokkuð vi'ð skál og munu sennilega hafa lagzt til sunds í Reykjavíkurtjöm í sam- bandi við veðmál. Fóm þeir út f Tjarnarhólma, en er þeir komu til baka biðu 6 lögregluþjónar á Tjamarbakkanum og buðu þeim far niður á lögreglustöð og þaðan var þeim ekið inn f Sfðumúla til gistingar. Brezku leikmennirnir sem keppa í kvöld kostuðu margar milljónir Sfutf viðtul við Jimmy HiSB, sem er uð drífu COVENTRY-liðið upp í gær komu hingað til lands i með Flugfélagsvél enskir knatt spyrnukappar frá liðinu Coven I try City. Þetta voru kraftalegir glaðlyndir menn og það fyrsta sem leikmennimir ÍIIM Hér sjást þeir, ensku keppendurnir. Þeir röðuðu sér svona upp fyrir Vfsi á flugvellinum við kotnuna i gær- kvöldi. Fremsta röð: Rees, Hale^ Hudson, Smith og Clementz, það er framlínan. Þá koma framverðirn:r Farmer, Curtis og Bruck. Aftast bakverðir og markvörður, Gillett, Wesson og Harris. Þessi síðastnefndi kostar 3,6 millj. kr. Sitt hvorum megin við hópinn standa foringjarnir^ Jimmy Hill framkv.stj. til hægri. spurðu um var, hvort það væri | nokkur grasvöllur á íslandi.; Brostu þeir af ánægju þegar: þeir fréttu að þeir fengju að ! keppa á góðum grasvelli. Coventry City er merkilegt l'ið, aðallega fyrir það, að því hefur farið stórlega fram síð- ustu þrjú ár og aðaldrifkraftur inn i því er hinn ungi nýi fram kvæmdastjóri liðs'ins Jimmy Hill, grannur hökulangur mað- ur með alskegg, sem fyrir nokkrum árum var frægur knattspyrnuleikari og nú enn frægari framkvæmdastjóri. Fréttamaður blaðs'ins hitti hann á flugvellinum og spurði hann spjörunum úr. Hill lét sem vonlegt var vel yfir framgangi liðsins. Þegar hann tók við því var það í niðurlægingu einhvers staðar niðri í þriðju deild, varð sfðan efst í henni og nú í ár varð það 10. í röðinni í annarri deild. Mátti heyra á Jimmy að hann hefði fullan hug á að þrýsta því enn hærra upp í English League. Hann gaf okkur upp keppenda röðina í fyrsta leiknurasem verð ur í kvöld móti KR. Þeir eru talið frá markverði: Wesson, Gillett, Harris, Bruck, Curtis, Farmer, Rees, Hale, Hudson, Smith og Clementz. Og stutt lýsing hans á nokkr um keppendanna sýnir, hvemig farið er að því að byggja upp fyrsta flokks lið I Englandi. Við keyptum þennan fyrir 10 þús. £ þennan fyrir 20 þús pund, þenn an fyrir 35 þús. pund, segir Jimmy. Hann bendir mér á Rees, sem mun aðeins taka þátt f fyrsta leiknum í kvöld, svo verður hann að fljúga út til að taka þátt í keppni Wales við Rússa i Moskvu. Rees er 21 árs Wales- Framh. ð bls. 13 Metflug í gær Svo skemmtilega vildi til, að Gullfaxi Flugfélags íslands, sem í gærkvöldi flutti Bjarna Benedikts son forsætisráðherra úr utanför hans, hefur aldrei flogið á skemmri tíma leiðina frá Glasgow til Reykja víkur en í þessari sfðustu ferð. Gullfaxi flaug þetta á tveim klukkustundum og þrjátíu og níu mfnútum. Vanalega flýgur vélin þessa leið á tveim klst. og 50 mín. I í þetta skipti hreppti Gullfaxi ó- I vanalega góðan meðvind.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.