Vísir - 12.07.1965, Side 8

Vísir - 12.07.1965, Side 8
8 V í SI R . Mánudagur 12. júU 1963. VISIR Dtgefandi: Blaðaútgál'an VISIB Ritstjóri: Gunnar G. Scbram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar Jónas Kristjánsson Þorsteinn 0. Thorarenser Ritstjórnarskrifstotur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingðlfsstræti 3 Askriftargjald er 80 kr ð mánuði 1 lausasölu 7 kr. eint. — Simi 11660 (5 linurl Þrentsmiðja Visis - Edda h.f Merk áætlun Hér í blaðinu var á laugardaginn gerð grein fyrir því hverja erfiðleika hinir nýju samningar við verk- lýðsfélögin sunnanlands munu hafa í för með sér fyrir útflutningsatvinnuvegina. Dagblaðið Tíminn skýrir frá því á forsíðu á laugardaginn að kjarabæt- urnar nemi 15—25% eftir mismunandi flokkum. Mun það að vísu ofmælt, en þó ekki langt frá Iggi. Við þessa kauphækkun bætist það að á næstu mánuðum munu kauphækkanir þær, sem í sumar hafa verið gengið að, hafa þau áhrif á vísitöluna að hún hækkar kaupið enn um ca. 8%. Má þá hver maður sjá hvert stefnir og vandfundið mun það land í veröldinni þar sem framleiðslu og útflutningsvegirnir þyldu slíkan kostnaðarauka gagnráðstafanalaust. PJins vegar ber mjög að fagna þeirri yfirlýsingu, sem ríkisstjórnin gaf út í sambandi við samninga- gerðina á. föstud^gjnn. Þar lýsir hún því yfir að hún muni beita sér fyrir víðtækum aðgerðum í húsnæðis- málum. Er þar um að ræða bæði verulega hækkun húsnæðismálalánanna og forgöngu um byggingu ó- dýrra íbúða fyrir láglaunafólk. Á það hefur oft verið minnzt í forystugreinum Vísis á liðnum misserum hver nauðsyn það væri að koma skipulagi á bygging- armálin með því að byggja ódýrar og hagkvæmar íbúðir í fjöldaframleiðslu, þar sem kostir tækni og hagræðingar fá notið sín. Við þekkjum það bezt frá reynslu annarra þjóða að það er vísasti vegurinn til þess að lækka byggingarkostnaðinn, sem hér á landi er hærri en í öllum nágrannalöndunum. Hin stór- tæka áætlun ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborg- ar um byggingu 250 slíkra íbúða árlega í samvinnu við verklýðsfélögin er mikið og merkilegt framfara- spor í þessa átt. Vonandi tekst að búa svo um hnút- ana að tækninýjungar og fjöldaframleiðsla leiði til verulegar lækkunar byggingarkostnaðar. þá er það einnig gleðiefni að afráðið skuli að það láglaunafólk, sem er gefinn kostur á því að kaupa þessar íbúðir, skuli jafnframt eiga völ á allt að 80% Iánum til 30 ára út á þær. Þar með er svipað lána- fyrirkomulag upp tekið og gildir almennt í nágranna- löndunum. Með því verður fyrir það girt að launafólk þurfi að eyða allt að helmingi tekna sinni í húsnæði, en það er auðvitað algjör frágangssök. íbúðalánin hafa að vísu hækkað stórlega í tíð núverandi ríkis- stjórnar eða að raungildi um 180%. En ennþá eru þau almennt of lág. Þess er að vænta að þegar ísinn hefur loks verið brotinn í þessu efni muni eftirleik- urinn auðveldari, svo æ fleirum gefist kostur á slíkum lánskjörum. Húsnæðisáætlun ríkisstjórnarinnar er í heild því hin merkasta, og verður tvímælalaust raun hæf kjarabót, sem ekki fuðrar upp í eldi verðbólgu og launaskriðs. John Lindsay stórkaupmaður T dag verður til moldar borinn mætur fóstursonur þessa lands, John Lindsay stórkaup- maður. Hann andaðist þann 30. júni s. 1. f Frakklandi, þar sem hann var á ferð með konu sinni og dóttur á leið f sumarleyfis ferð til ítalfu. John Lindsay fæddist í Edinborg á Skotlandi þ. 8. marz 1893 og var þvi liðlega sjötugur er hann lézt. Milli íslands og Skotlands liggur ekki ýkja 18ng leið og Edinborg hefur lengi verið eitt af meginhliðum Islands til hinn ar víðu veraldar. í þeirri forn frægu höfuðborg óx svo John Lindsay úr grasi í foreldrahús um. Atvikin höguðu þvi svo að hann var ekki nema liðlegfc tví tugur þegar honum var falið það erindi að halda til íslands í fiskikaupaleiðangur fyrir hús- bændur sfna í Edinborg, en hann hafði ungur að árum hafið verzlunarstörf. Árið 1914 leit hann ísland fyrst augum og kynntist þjóðinni, þá ugglaust grunlaus um það að á þessu norðlæga landi ætti hann eftir að lifa sín beztu manndómsár. Eftir heimkomuna frá íslandi var stuttur stanz gerður í heimabyggð. Ófriðarbálið í álf- unni brauzt út það sama 'sum- ar. John Lindsay innritaðist í herinn ásamt milljónum jafn- aldra sinna, barðist á vígvöll- unum og gat sér hinn bezta orðstír fyrir hugrekki og fram- göngu alla. Að styrjöldinni lokinni hóf hann aftur verzlunarstörf í Skotlandi og stundaði þau allt ti) 1925. Þá réðu örlögin því að hann leysti landfestar enn á ný og hélt aftur norður til íslands. Hér i Reykjavík stofn- aði hann strax sitt eigið firma, fiskútflutningsverzlun, og naut þar góðrar reynslu sinnar í þeirri viðskiptagrein og einnig kynnana við marga íslenzka útgerðarmenn frá því hann var hér fyrsta sinni á ferð 11 ár- um áður. Hið nýja firma hans gekk eftir beztu vonum, en þar kom að Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda var stofnað og tók við atvinnurekstri einstakl- inga á þessu sviði. Við þau tímamót stofnaði John Lindsay inn og útflutningsfyrirtæki, sem hann rak allt til dauðadags undir sínu eigin nafni hér í borg. Var verzlun hans ein hin þekktasta heildverzlun borgar- innar, hafði á að skipa mörgum beztu vöruumboðum brezkum og naut Ijúfmennsku og mik- ils trausts, bæði meðal við- skiptamanna og kollega í stéttinni. Það mátti undrum sæta hve miklu ástfóstri ' John Lindsay tók við^ísland. Það var honum hið fullkomna heimaland og mun þar ekki litlu hafa ráðið að skozkt blóð rann í æðum hans. Ekki minna máli mun þó þar hafa skipt að hann var kvæntur hinni ágætustu ís- lenzkri konu, frú Sigurborgu Ólafsdóttur Lindsay. John Lindsay Lifir hún mann sinn, hin mesta sæmdai og atgervis- kona. Þau hjónin ólu upp tvö kjörbörn pilt og stúlku og komu þeim báðum til góðs þroska. John Lindsay var hrein- skiptinn maður og óáreitinn, en með fast mótaðar skoðanir og lét engan mann knésetja sig. Sjóndeildarhringur hans var víðari en almennt gerist hér á landi vegna erlends ætt- ernis og styrjaldarreynslu, sem hann gat verið hreykinn af. Kynni okkar voru að mestu bundin sarfi f félagsskap Breta og íslendinga hér í Reykjavik, Angliu. Þar vann John Lindsay af óþrjótandi áhuga og var ætíð manna ráð- hollastur þegar til hans var leitað. Á fundum þess félags naut kímnigáfa hans og létt skaplyndi sér mæta vel. I’ upphafi þessara stuttu minningarorða var sagt að John Lindsay hefði verið mæt- ur fóstursonur þessa lands. Ég lýk þessum orðum með sam- úðarkveðju til konu hans og annarra ástvina og þeirri ósk að land okkar megi fleiri slfka syni eignast sem hann. Vinur. MINNING: Karl Sigurðsson, leikari 1 í dag fer fram frá Neskirkju útför Karls Sigurðssonar leik- ara og pípulagningameistara. Hann andaðist að morgni" 3. júlí s.l., og kom það okkur, er þekktum hann mjög á óvart, að þessi trausti maður skildi falla í valinn á bezta aldur- skeiði, aðeins 45 ára. Karl var fæddur í Bolungar- vík þann 22. nóvember 1919, sonur Sigurðar Sófusar Karls- sonar, pípulagningameistara frá Götu í Vopnafirði, og konu hans Ingibjargar Bachmann. Hann flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur árið 1920 og hefur átt hér heima síðan. Mikill leiklistaráhugi hefur verið með ættfólki hans og má segja að Karl hafi alizt upp með leiklistinni, enda fór það svo að hann fór snemma að leika í barnaleikritum í Iðnó, síðan lék hann um árabil með Leikfélagi templara, er starfaði að miklum krafti á þeim árun- um. Karl lék einnig í Þjóðleik- húsinu t.d. f leikritinu Sem yður þóknast. Hann dru sig á tímabili nokk uð út úr leiklistarlífi, þvi lífs- baráttan er hörð og hann setti heill og hamingju konu sim og barna ofar sínu hjartans á- hugamáli, að leika. Vinnan kallaði, koma varð upp eigin íbúð, öruggt athvarf varð að hafa og vinna varð lengi kvölds og jafnvel nætur á þess- um árum, og þá var ekki hægt að skipta sér milli atvinnu og áhugamála. Snemma á árinu 1962 veikt- ist Karl og varð frá vinnu í nokkurn tíma, en eftir þau veikindi taldi hann réttara að hætta að vinna við iðn sína, pípulagnir, og réðist sem af- greiðslumaður til J. Þorláksson og Norðmann h.f. Við þessi þáttaskipti í lífj Karls Sigurðssonar opnaðist tækifærj til að taka þátt f leik- listarlífi borgarinnar, þar eð nú þurfti ekki að vinna á kvöld in, ein og svo oft varð að gera áður. Það fór því svo að hann tók í vaxandi mæli að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hef- ur að undanförnu leikið í Hart í bak, Vanja frændi, Sú gamla kemur í heimsókn og nú er hann féll frá var hann á leik- ferðalagi með Ævintýri á gönguför. En Karl kom víðar við, starfaði um árabil með Mam Karl Sigurðsson línhljómsveit Reykjavikur, var í karlakór og tók þátt í félágs- störfum í Leikfélagi Reykjavík- ur, sveinafélagi pípul.manna og félagi pípulagningameistara, alls staðar maður sem tekið var eftir og hressandi blær fylgdi. í ein 14 ár starfaði hann sem pípulagningameistari hér í bæ og hefur unnið við fjölda bygg Framh á bls 6 »*r ". -.rswB

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.