Vísir - 31.07.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 31.07.1965, Blaðsíða 11
SíÐAN Trassaskapurinn bjargaði lífi þeirra Ahöfnin fyrir utan þyrilvængjuna. Myndin er tekin fáum mínútum áður en hin örlagaríka æfing hófst. Flugstjórinn Korb, sá er lézt, er Iengst til vinstri. Hinn 23 ára gamli lieutenant í þýzka flughemum hafði gert margar erfiðari æfingar en þá, sem hann var að gera, þegar þyrilvængjan undir stjórn hans hrapaði niður í benzíntank. Joachim Korb var ásamt tveim aðstoðarmönnum sínum að æfingu, við að reyna að dæla benzini á tank þyril- vængjunnar gegnum 20 metra langa plpu. Þyrilvængjan var látín fljúga yfir tank'inn, og halda sér þar „hangandi" með an pípan var látin síga niður í tankinn. Slangan, eða pípan, var fimm sentimetra breið og vó 70 Mógrömm, og æfingin virt istætla ganga að óskum. Senti- metra eftír sentimetra seig slangan niður að benzfntankin- Hm og nálgaðist manninn, sem þar béið. En þá, — allt f einu gerðist óhappið. Af einhverjum ókunnum ástæðum féll þyril- vængjan nokkur fet niður á við og dælupípan rakst utan í skrúfublöðin með þeim afleið- ingum að þau þeyttust í sundur og brotin fuku út um allt. Það var ekki beðið boðanna að bíða aðstoðarflugmaðurinn náði að þeyta sér út úr þyrilvængjunnL áður en hún féll niðúr á tank- Þegar að var komið sat íieut- enant Korb enn í sæti sínu, lát- inn. Aðstoðarflugmaðurinn, sem fyrir dularfulla heppni gat þeytt sér út úr hrapandi vél- inni, lá þar skammt frá illa méiddur og þriðji maðurinn af áhöfninni, sá sem hafði sigið niður að tankinum til að koma Lax, maður pípunni fyr'ir var líka á lífi, þótt undralegt megi virðast. En það sem var þó allra mesta lánið í öllu óláninu og bjargaði lífi nærstaddra var, að fyrir óskilj anlegan trassaskap og athug- unarleysi var tankurinn, sem hefði sennilega sprungið í loft upp, — hann var tómur! *■“» fimm aura • • • kúlur • — Það verður alltaf eitthvað að mér daginn áður en ég ætla í ferðalag. — Því leggirðu þá ekki af stað einum degi fyrr? —0— — Þykir þér mikið varið í næpur? — Á þetta að skoðast sem bónorð? Þyrilvængja hrapar til jarðar og starfsmennirnir á jörðinni hlaupa sem hræddar mýs undan sprengingunni, sem aldrei varð. Nú er það af sem áður var þeg- aF kaupafólk setti sem skilyrði syrir ráðn'ingu til bænda í Borg arfirði, að þvf væri ekki borinn lax nema tvisvar í viku ... ein hver orðhákur í nágrenn'i lax- veiðiánna þar ,fann meira að segja upp þá meinfyndni, að hundar legðust frá bæjum, þeg ar þeir finndu það á lyktinni að farið væri að sjóða laxinn. í fyrsta lagi er kaupafólk úr sögunni, í öðru lagi er það orð inn slíkur milljónamunaður að veiða lax, að slíkt leyfa sér ekki aðrir en borgarbúar, í þriðja lagi er enn eftir svo mik ið af heilbrigðri skynsemi með al búenda f grennd við „gull- ámar,“ að Iitið er á þá menn me'ira en lítið bilaða, sem rífast um að fá að greiða þrjú til fjög ur þúsund krónur fyrir að standa eina dagstund á árbakka með stöng í hendi f von og ó- von um að á bfti. Þetta laxveiði æði, sem gripið hefur malbiks- hluta þjóðarinnar er löngu orð ið svo óumdéilanlegt brjálæði að furðu gegnir að heilbrigðisyf irvöldin skulu ekki formlega hafa sett það á skrá með „við urkenndum" geðsjúkdómum. Þama verður að minnsta verk efni við bæjardyr sálfræðing- anna, þegar þjóðin er komin á það andlega úrættunarstig, að sú stétt fær byr í seglin. Eitt er það, að hafa gaman af að bleyta færi endmm og e'ins og gleyma hversdagsstritinu um stund í von um veiði, teygja að sér gróðurilm til litbrigða Við benzínstybbuna, hlýða nið ár- innar til hvfldar frá gargi „van stilltra“ útvarpsViðtækja, varpa af sér gervimennskuskrúðan- um og leyfa veiðihvötinni, einni af frumlegustu hvötum, sem enn leynast með mannskepn- unni þrátt fyrir allt — annað það að sprikla sjálfur á gervi- agni gervimenningarinnar og meta sér það til virðingar að standa á þe'im bakkanum, þar sem dýrkeyptast er að verða ekki var. Semsagt — þeirra geð veiki er svo mögnuð orðin, að þeir standa á bakkanum einung is til þess að sýna og sanna öll um almenningi að þeir séu karl ar til að standa þar, jafnvel dag eftir dag fyrir það geipiverð, sem upp er sett, það er þeirra sport — edjóti ... — Ég elska lögreglumann. — Hvað heitir hann? — Það veit ég ekki, en hann er númer 87. —O— hann leiðbeiningarinnar. Var fréttin af dauðaslysi og hljóð- Byrjanda f blaðamennsku var aði svona: sagt að gera sér að reglu að Jón Jónsson kveikti á eld- nota aldrei tvö orð, þar sem spýtu til að athuga hvort benz- eitt gæti dugað. Næst þegar ín væri í eeymi. Þar var benzín. hann skrifaði frétt minntist Hann varð 65 ára. Kári skrifar: ■■iii.muiiiimmn ■■ mammm Tjað er farið að bera fskyggi- lega mikið á alls kyns Ijót- um og æpandi auglýsingaskilt- um hér í borginni, allt of mikið skrifar „ES“ í bréfi til Kára. Allar sjoppur (fyrirgefðu að ég sleppi gæsalöppunum) eru útbí- aðra f kóka kóla og camel-aug- lýs'ingum, rétt eins og þarna séu skrælingjar en ekki siðaðir menn. Plágan í strætisvögnunum. Og ef maður gengur niður Laugaveginn eru alls staðar ruslakistur með auglýsingum á og guð hjálpí þeim sem ferðast með strætisvögnum. Ég sá f ein- BT'i HIHWWIIHIIHIIIIIIII ■~“TIa hverju blaði viðtal við mann sem stendur fyrir svona aug- lýsingafargani og m'ig minnir að hann hafi verið hinn ánægð- asti yfir að nú kæmust tugþús undir manna ekki hjá því að horfa upp á þetta. Fyrir fáum árum síðan var ég á ferð um Baodaríkin og satt bezt að segja blöskraði mér auglýsinga skógarnir meðfram þjóðvegun um, og þó einkum ef maður kemur að einhverju litlu þorpi. 10 kílóetrum áður en maður kemur til þorpsins fær maður að vita að Joe selji heitan og kaldan mat og bjóði mann jafn- framt velkominn t’il staðarins, síðan kemur heill frumskógur upplýsinga um að nú megi mað- ur ekki keyra blessuð litlu bömin niður (e'ins og það hafi nokkurn tíma staðið til) eða að hvergi sé ódýrara að borða en einmitt hjá maddömu Stev- ens. Sjoppur með torfþaki. Það gengur víða svo langt, að maður getur ekki not'ið útsýnis ins og ég þakka pent fyrir ef einhver hefur í hyggja að rækta svona illgresisplöntur meðfram þjóðvegunum hér á íslandi. Við ættum frekar að vera öllu þjóð- legri, hafa sjoppurnar allar til dæmis með burstum og torf- þaki (þetta var nú sagt í gríni) en burt með auglýsingaskilta- pláguna. — ES. imz’æ&wsa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.