Vísir - 28.08.1965, Side 11

Vísir - 28.08.1965, Side 11
r af • • • ungu fólki • a irian Poole í Háskólabíói | ^ Toxic Það kemur fyrír að þessum þætti berast bréf. Nokkur þeirra eru skammarbréf, yfir- leitt mjög sanngjörn og leynir sér ekki, að þar fylgir hugur máli. Hrós berst e'innig bréf- lega, en það er þó sjaldgæft og öllu vafasamara um einlægn- ina, því venjulega eru hrós- yrðin formáli að einhverri beiðn'i — venjulega um að láta nú einhvern tiltekinn fá kúl- una kembda. Loks eru það „skrifta“-bréfin, bréf, sem sýni- lega eru einungis skrifuð í þeim tilgangi að draga úr innri þrýstingi og koma í veg fyrir sprengingu. Það eru kærkomn- ustu bréfin, þar eð ganga má út frá því sem gefnu að þau hafi haft biessunarrík áhrif á skaps muni bréfritarans, og þá um le'ið ekki síður á umhverfi hans, sem annars hefði orðið óþyrmi- lega fyrir barðinu á honum — eða þó oftast nær henni. Kon- ur virðast nefnilega fremur þarfnast slíkra „skrifta", eða minnsta kosti notfæra sér þær fremur en karlmenn. Yfirleitt eru þetta giftar konur, og yfir- leitt snúast þessar „skrift'ir“ þeirra um eiginmanninn, og yf- irleitt er e’itt og sama að hon- um að finna hjá þeim öllum — hann er fyrst og fremst þraut- leiðinlegur. Eigi að síður eru morg þess'i bréf bráðskemmti- leg, i sumum þeirra er brugðið upp bráðsnjallri mannlýsingu, kannski i einni setningu, sem Dagana 7.-8. september munu skemmta f Háskólabíói Brian Poole and the Tremeloes, brezk hljómsveit og söngvari. Þeir fé- lagar hafa áður ferðazt um alla Evrópu og eru einkum vinsælir fyrir lagið „Someone", senynot ið hefur mikilla vjnsælda. Nýj asta lag þeirra „I Want Candy“ er einnig mjög vinsælt. Þeir leika annars yfirleitt margs kyns lög, svo sem þjóðlög, ró ieg lög og svo nýjustu „beat- lögin. Hljómsveitin er ekki ný af nálinni, en hefur stað'ið af sér allar breytingar og nýjung ar í tónlist unga fólksins, sér- staklega vegna þess hve vel þeim félögum hefur tekizt að fylgjast með. Með þessari hljómsve'it munu koma fram þrjár fslenzkar, Dát ar, Toxic og Ponik. Ennfrem- ur verða á þessari skemmtun Siglfirðingur nokkur, All Rúts, „Presley íslands": Þorsteinn Eggertsson og kynnirinn Hauk- ur Morthens. heyrt á götunni AÐ George Harrison sé orðinn vinsælastur Bítlanna, enda sá eini, sem enn er ólofaður. AÐ Hljómar frá Keflavik séu að leika í kvikmynd þar sem þeir leiki mörg ný lög eftir sig sjálfa. AÐ hin vinsæla brezka hljómsveit, The Kinks, séu væntan- legir hingað til íslands nú í september. AÐ Rolling Stones verði önnum kafnir við hljómleikaför um Þýzkaland í septembermánuði. AÐ The Pretty Things, Yardbirds, Unit Four Plus Two og fleiri hljómsveitir hafi nýlega leikið fyrir sjónvarpsþáttinn bandaríska „Shindig", sem síðar verði sjónvarpað um Keflavíkurstöðina. AÐ nokkrar fslenzku hljómsveitanna muni hætta í vetur, þar sem meðlimimir þurfi að fara í skóla. Bréfaskriftir og skriftabréf hver nóbelshöfundur mætti vera stoltur af. En því miður eru öll þessi „skrifta“-bréf með sama marki brennd — bréfritar inn treystir á drengskap við- takandans, rétt e'ins og skrifta- föðurins, að hann láti ekkert uppskátt úr þeim við aðra, og það verður að segjast viðtak- anda til hróss, að hingað til hefur hann stað'izt þá freist- ingu. Nú vill hann hinsvegar komast að samningum við skriftadætur sínar — að þær sendi honum lýsingu á e'igin- manninum, í þeim tilgangi, að hún verði birt — Vitanlega und- ir dulnefni, snjalla, greinagóða en fáorða lýsingu á hinum hnapphelduaðilanum, eins og hann kemur viðkomandi skrifta dóttur fyrir sjónir... Að sjálf sögðu heitir þátturinn verðlaun um fyrir snjöllustu eiginmánns lýsinguna, og þeim ekki smá- væg'ilegum ... stórkostlegustu verðlaunum seni nokkurt ís- lenzkt blað hefur heitið til þessa: Ferð með áætlunarflaug til tunglsins, strax og hafnar verða þangað fastar ferðir og þriggja vikna dvöl þar í 1. flokks luxushótelj — og svo að sjálfsögðu ókeypis ferð heim aftur, en sá farmiði verður feng inn í hendur eiginmanninum, sem gert er ráð fyrir að haldi sig á jörðu niðri, og ræður hann þar með hvort og hvenær verðlaunahafinn kemur til baka! ef stu 10 í gærkvöldi leit sölulistinn í Hljómplötudeilc Fálkans þannig út: | vi r: m -[ i öfifÍSBlfKlBfn H.E 1. ( 1) Help 2. ( j Satisfaction 3. ( 2) Don’t Make My Baby Blue .. ... Shadows 4. ( 3) We Gotta Get Out Of This Place Animals 5. ( ) Birds And The Bees 6. ( 5) I’m Alive 7. (10) For Your Love 8. ( ) Such An Easy Question .... 9. ( ) Long Live Love 10. ( ) Someone L / Ungt fólk! ÞESSARI SÍÐU, sem hófst hér í blaðinu síð- astliðinn laugardag, og ætlunin er að birtist vikulega, er einkum ætl- að að birta efni fyrir ungt fólk, fréttir ,frá- sagnir og myndir af vin- sælum hljómsveitum auk annars efnis er varð ar áhugamál yngri kyn- slóðarinnar. Fastir þættir verða vinsældarlistinn og bréfakassinn. Við von- umst til að þið skrifið okkur bréf, og hvert þeirra sem birtist er verðlaunað með hljóm- plötu frá Hljómplötu- deild Fálkans. Verður þá nafn bréfritara að sjálf- sögðu að fylgja með bréfinu, þótt öllum sé heimilt að nota dulnefni. Bréfin ykkar mega nánast fjalla um hvað sem er: ef þið hafið ein- hverjar tillögur fram að færa, þá sendið okkur þær — ef ykkur finnst eitthvað fara aflaga í þjóðlífinu, þá sendið okk ur línu um það og ef ykkur finnst eitthvað vel gert, hikið ekki við að skrifa um það. Um- fram allt, — sendið okk- ur skoðanir ykkar á hinu og þessu og jafnvel skemmtilegar frásagnir — þessi síða er ykkar síða. 5 i Kári skrifar: „Náttúruunnandi" sendi Kára eftirfarandi bréf með beiðrii um að þessu yrði komið á framfæri. „Ég er nýkominn úr ferða- lagi — langri ferð um byggðir Islands og fór víða. Ég ætla ekki að segja neina ferðasögu, enda skeði ekkert það sem frá sagnarvert má teljast. Erindið með þessum Iínum er allt ann- að. Mig lar.gaði t'il að koma á framfæri vanþóknun minni á vissu fyrirbæri, sem nú virðist stöðugt að ágerast í þjóðfélagi okkar. Þetta fyrirbæri er minnis varðadrit út um allar trissur, haga og tún, uppi á fjöllum og hólum og heima við bæi. Eng inn staður virðist óhultur fyrir þessum ófögnuð'i. Æpandi skrímsli. Meiri hlutinn af þessum minn isvörðum er af vanefnum gerð ur, jafnt frá listrænu sjónarmiði sem efnahagslegu. Þetta eru æpandi skrímsli í átakanlegri andstæðu við ósnortna náttúr una, sem hvergi eiga heima nema þá helzt inni i húsum með slagbrandi fyrir, þar sem eng'inn fær aðgang að þeim nema sá, sem einhverra orsaka vegna telur sig endilega þurfa eða vilja sjá minnismerki um frænda sinn eða afa eða aðdá- enda f einhverri mynd. Þá mætti opna húsið, þar sem skrímslið er geymt, í hálfa gátt á meðari „frændinn" virðir afa sinn fyrir sér í e'ina eða tvær mínútur. Ég vil spyrja hvort engum lögum verði yfir þennan ófögn uð og þessa náttúrusaurgun komið, hvort hverjum einum sé heim'ilt að drita niður minnis- varða, sama hve herfilega ljót- ur hann er, á hvaða stað í nátt úrunni sem er? Er ekki unnt að gera einhverjar lágmarkskröfur til listræns gild'is til þessara minnismerkja — fá t. d. skip- aða nefnd listrænna fegurðar- dýrkenda til að ákvarða hvaða minnismerki séu leyfð og hvar þau skuli staðsett? Og alltaf fjölgar þessum 6- fögnuði samkvæmt blaðafrétt- um. Hvar á þetta að erida? Ég reyndi á þessari ferð minni að loka augunum þegar ég sá einhvern minriisvarða framundan við veginn. En þar sem ég sat sjálfur við stýrið var óhægt um vik fyrir m'ig, ekki sízt þar sem hættulegar beygjur voru á veginum eð» mikil umferð. Það þykir ví.ft almennt heppilegra að hafa aug un op'in undir þeim kringum- stæðum. Er til umræðu. Þetta er að vísu harðort bréf, og svo virðist sem „Náttúru- unnandi" hafi ekki sérstaklega mikið ál'it i listgildi eða feg- urð þeirra minnisvarða sem reistir hafa verið yfir menn eða í tilefni ákveðinna atburða úti á landsbyggðinnl. Og vafalaust má lengi deila um það hvort þessir minnisvarðar eða styttur falli vel i umhverfið, þar sem þær eru réistar. Hvað um það, málið er til umræðu fyrir þá sem vildu leggja orð I belg og telja sig hafa eitthvað til mál- anna að leggja. I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.