Vísir - 31.08.1965, Blaðsíða 11
Heimsfrægur húsa-
gerðarmeistari
deyr á baðströnd
Le Corbusier
Ung stúlka á baðströndinni
æpti upp yfir sig, þegar hún
sá gamlan mann berjast við
ölduna úti á sjónum. Tveir
menn flýttu sér allt hvað þeir
gátu honum til hjálpar og
komu honum innan tíðar á
land.
Ein hinn 77 ára gamli Le
Corbusier, oft kallaður æðsti
prestur nútíma húsagerðarlist-
ar, var látinn. Læknar sögðu að
banameinið hefði verið hjarta-
slag.
Þetta gerðist á Azur-strönd-'
inni á Frakklandi á föstudaginn.
Le Corbusier hafði í 15 ár
dvalið einn og yfirgefinn f lítilli
íbúð, sem hann byggði sjálfur.
Samt var hann ríkur maður.
Hann hugsaði hærra en nokk
ur annar húsagerðarmeistari.
Jafnvel Frank Lloyd Wright
hinn bandaríski var ekki eins
mikill hugsjónamaður, því með-
an Wright hugsaði um að gera
nýtízkulegt hús, þá hugsaði Le
Corubiser um að gera heila borg
nýtízkulega.
Hann var fæddur í svissnesku
fjallaþorpi og hét Charles Ed-
Ibúðarhús: ódýrar íbúðir í Chandigarh
ward Jeanneret, 'en tók sjálfur
upp nafnið Le Corbusier. Af-
köst hans voru með eindæmum,
en lítið af því var raunar fram
kvæmt, — eitthvað um 80
byggingar í Frakklandi,
Moskvu, Indlandi og Berlín.
Frægasta byggingin er íbúða-
„blokk“ í Marseilles, hver hæð
eins og skúffa í kommóou.
Danskir piltar
HAUSTTÍZKAN
Það er orðið eins með tízkuna
og bílana — hún er langt á und
an áætlun, rétt eins og árgerð
in 1966 af bílunum er þeg kom
in á markað, og verður orð-
in úrelt mörgum mánuðum áð
ur en Vilhjálmi Þ. þóknast að
tilkynna þjóðinni að það ár sé
gengið. Hausttízkan 1965, sem
þeir einu kóngar, er enn halda
tign sinni og valdi óskertu, að
spilaköngunum ef til vill und-
anskildum, auglýstu upp úr ný-
árinu, var orðin gamaldags í
vor — nú er það hausttízkan
1966 sem gildir í heiminum, að
vísu er laumulega með hana far
ið enn — t.d. er sagt, að líf-
vörður sá, sem Páll Grikkja-
konungur hefur um sig, mundi
bíða enn hörmulegri ósigur fyr
ir herverðj þeim sem meðal
tízkugos'i hefur á að skipa, en
íslenzkir knattspyrnumenn fyr
ir hvaða erlendu liði sem er —
og hvað mundi þá um tfzku-
kóngana sjálfa, enda ekki leng-
ur neitt leyndarmál, að þeir
hafa bæði eldflaugum og kjarn
orku yfir að ráða auk öflugri
njósna- og gagnnjósnastarfsemi
en nokkrir aðrir valdhafar í ver
öld'inni. Samt sem áður hefur
sitt af hverju kvisazt út um
hausttízkuna 1966 — það er að
segia hausttízkuna f haust —
og er því haldið fram í París, og
þó ekki haft í hámæli eins og
gefur að skilja, að þessi tungl
flaug þeirra í sovéttinu hafi
fyrst og fremst verið send upp
til að taka njósnamyndir af
hennl, en þetta með dimmu hlið
ina á tunglinu hafi ekki verið
annað en yfirskyn ... rússnesk-
ir voru búnir að mynda hana áð
ur, að eigin sögn meira að
segja. Eitt af því, sem heyrzt ,
hefur hvíslað gegnum einhverja
rifuna á járntjaldinu er það, að
með hausttfzkunni 1966 verð'i
bornar eins konar perlufestar
... og þó ekki eiginlegar perlu-
festar, því að í staðinn fyrir
perlur verði kartöflur bornar á
þræðj um hálsinn, sem tákn
uppskerutímans, en þetta þýði
það ,að alger þurrð verði á
þeim garðávexti innan tíðar...
og þetta sé í rauninn'i orsök
þess, að nú eru öll brögð höfð
í frammi til að neytendur hér-
lendis éti ekki upp kartöflu-
uppskeruna áður en hún kemst
í margfalt verð vegna tízkunnar
... Heyrzt hefur og að það ráði
nokkru um kjötverðið, að ljós
myndimar sem geimflaugin
sendj til jarðar f sovétt hafi
sýnt að frönsku hausttízkusýn
ingarmeyjarnar hafi borið éin-
hverja ókennilega hluti hang-
andi í eymarsneplunum, sem
vísindamönnum þar hefur að
vísu ekki enn tekizt að ákvarða
óyggjanlega, en telja líkur
benda til að muni vera kótel-
ettur ,enda verði slfk eyrnamen
þá í stíl við hálsfestarnar, og
sannist það, þá verður skiljan-
legt hvers vegna að þeir rót-
tæku f verkalýðshreyfingunni
vilja slíta allri aðild að sex-
mannanefndinni. Þar með sjá
kartöflu- og kjötætur sína sæng
upp reidda... en kálæturnar
mega Iíka biðja fyrir sér, ef
það skyldi reynast satt, að sam-
kvæmt þessari sömu tfzku komi
kálblað í stað fíkjuviðarblaðs-
ins ...
Nokkrar danskar ’ stúlkur
fengu slæma meðferð nýlega,
þegar þær komu heim eftir
skemmtiferð til Hamborgar.
Nokkrir piltar réðust að þeim
og skáru hárið af þeim. Minn-
ísamir
ir þetta óneitanlega á það þeg-
ar konur voru snoðaðar vegna
afskipta sinna af þýzkum her-
mönnum á stríðsárunum.
En í þetta sinn er um kennt
afbrýðisemi danskra pilta f garð
þýzkra, sem eru taldir mjög
vinsælir af hinni dönsku kven-
þjóð að sögn enska stórblaðs-
ins Daily Express.
Um helgar fara ungir Þjóð-
verjar yfir landamærin til Dan-
merkur til að skemmta isér og
danskir unglingar fara til
Þýzkalands. Aðallega erú þetta
unglingar frá landamærahéruð-
unum.
Hefur hvað eftir annað komið
til vandræða vegna þessa, eink-
um hafa dönsku piltamir verið
afbrýðisamir. Bílar Þjóðverj-
anna hafa verið rispaðir og
framhald á b!s 13
Kári skrifar:
Tveir menn, báðir óánægðir
út af Viðskiptum hafa sent
Kára umkvartanir sínar.
Annar þessara aðila gaf 6á-
nægju sína til kynna í síma.
Hann sagði að tilefnið væri
reyndar hlægilega ómerkilegt
— væri út af skóreimum, sem
hann hafði nýlegt keypt í skó-
verzlun og kostuðu 7 krónur.
Hann vildi vita skýringu á þvf
hvernig hægt væri að selja skó-
reimar í eina skó á 7 krónur.
Hann sagði að sig langað’i að fá
vitneskju um innkaupsverð,
tolla, flutningsgjald og álagn-
ingu. Hann sagðist hafa ver'ið
á ferð erlendis fyrir tæpu ári,
þá hafi það hent sig að þurfa
að kaupa skóre'imar í verzlun
og þær hafi kostað sem svar-
aði kr. 1.85 íslenzkar. Hafi þar
þó verði um dýrselda sérverzl-
un að ræða. Hvemig unnt sé
að koma söluverði skóreima
upp í 7 krónur sé sér gersam-
lega óskiljanlegt hugtak.
Útgáfa Bókmennta-
félagsins.
Hinn aðilinn, sem kallar sig
„óánægðan" skrifaði Kára bréf
og það bréf fjallar um bókaút-
gáfu Bókmenntafélagslns. Það
er svolátandi:
„Ég bkrifa þér Kári í trausti
þess að þetta bréf mitt komist
til augna og eyrna stjórnar
Bókmenntafélags'ins, eða þeirra
manna annarra, sem ráða út-
gáfu þess. Ég vil að þeim verði
ljóst að fjöldi meðlima félags-
ins er óánægður yfir athöfnum
þeirra og gerðum, og okkur
finnst vera kominn dauðasvip-
ur yfir þær og að þeir séu
komnir í ógöngur með útgáfu-
starfsemina. E’ina Iífsmarkið er
Skfmir það er út af fyrir sig
sómasamlegt rit, en þó engan
veginn svipur hjá sjón saman-
borið við það sem Skírnir var
Iengst af á fyrsta fjórðungi
þessarar aldar, þegar allra
fyrstu árin eru undanskilin. Þá
var Skímir glæsirit, jafn
skemmtilegt til aflestrar sem
fróðlegt. Síðan hefur Skírni
hrakað og hann er orðinn
staglkenndur og Ieiðinlegur og
naumast við alþýðu hæfi.
En það sem fyrst og fremst
veldur óánæaju okkar meðlima
Bókmenntafélags’ins er engan-
veginn Skírnir, þótt við kysum
hann læsilegri. „Heldur er það
útgðfan á Gátum og þulum Ól-
afs Davíðssonar og Jóns Árna-
sonar, sem vekur í senn hjá
okkur furðu og gremju. Þetta
er engan veginn fágætt rit og
fyrir fáum . árum var prentað
UDp bað heftið sem erfiðast var
að fá, þannig að fyrir bragðið
var hægt að fylla fjölmörg ein
tök sem áður voru ekki hell. í
öðru lagi lfður vart það ár, að
ekki komi fleiri eða færri ein-
tök af þessu riti á almennan
markað, ýmíst hjá fombóka-
sölum eða á bókauppboðum,
þannig að ekki hefur verið telj
andi erfiðleikum bundið að éign
ast ritið fyrir þá sem hafa kært
sig um það. í þriðja og sfðasta
Iagi mun meginþorri félags-
manna í Bókmenntafélaginu
eiga ritið. ef þéir á annað borð
kæra sig um það.
Af öllu þessu leiðir, að á-
kvörðunin um útgáfu þessa rit
safns, sem tekur nokkur ár og
kostar mikið fé, er hin furðu-
legasta í alla staði og vekur
að vonum gremju allra þeirra
mörgu sem eiga ritið, en samt
neyddir til að kaupa það.“
Þannig hlióðar bréf þess „óá-
nægða“. Kári skilur vel
gremju hans og annarra félags
manna sem neyddir em til að
kaupa dýru verði rit, sem þeir
eiga fyrir og hafa ekkert með
að gera. Hefði Bókmenntafélag
ið ekki getað haft annan hátt á,
t.d. að selja ritið í bókaverz!,
en gefa félögum, sem þess ósk-
uðu kost á að gerast áskrif-
endur að því fyrir mun lægra
verð en það er selt í bókaverzl
unum. í fljótu bragði virðist
manni a.m.k. þetta vera sá hátt-
ur sem eðlilegastur hefði verið
og meðlim’ir einna helzt getað
sætt sig við.
SEBfT,-