Vísir - 08.09.1965, Page 3
VISIR. Miðvikudagur 8. september 19«5
ÚTSÝNID ÚR HALlSRlMSKIRKJU
sem ekki alls fyrir löngu skart-
aði ekki öðru en Skólavörðunni.
: Þama hefur hver stórbyggingin
' risið á fætur annarri og enn eru
þær að rísa.
Það er því tímabært að líta
snöggvast í kringum sig á Skóla-
vörðuholtinu og virða fyrir sér
þessar byggingar, áður en þær
hverfa alveg í skuggann af hinni
mikhi kirkju, sem þama er að
rísa. Og náttúrlega er sjónarhóll
inn tilvalinn — ofan á uppslátt-
arverkinu, sem hæst rís á Hall-
grimskirkju sjálfrL
Fyrst verður manni litið til
austurs. Þama eru næstar tvær
miklar skólabyggingar (efsta
myndin á síðunni), báðar með
þeim stærstu £ sinni röð. Yzt til
vinstri er það hinn aldni skóli,
Austurbæjarbamaskólinn, dökk-
ur og mikilúðlegur. Á miðri
myndinni er hinn skólinn, Gagn-
fræðaskóli Austurbæjar, bjartari
bygging og nýtízkulegri, enda
bam nýrri tíma. Aftan við hanp
er Heilsuverndarstöðin, með sér-
kennilegustu opinberu bygging-
um borgarinnar. Fyrir ofan Aust-
urbæjarbarnaskólann skín í
Sundhöll Reykjavíkur, og þykir
hún nú lágreistari en hún var
meðan víðara var í kringum
hana. Aftan við Heilsuvemdar-
stöðina og eilítið til vinstri við
hana er enn eitt stórhýsið risið,
Domus Medica, miðstöð lækna-
vísindanna. Húsið er þegar risið
í fulla hæð, en uppsláttur er enn
við húsið. í fjarlægð sést yfir
Miklatún, Háteigskirkju og Sjó-
mannaskólann.
Aðeins til vinstri við þetta
sjónarhom er Iðnskólinn, að
hálfu fullgerður og gamalkunnur
í borginni, en að hálfu 1 bygg-
ingu (næsta mynd fyrir neðan á
siðunni).
Ef við snúum okkur nú heldur
til suðausturs, blasa fremst við
okkur (stóra myndin neðst á
síðunni) útveggir kirkjunnar
sjálfrar og hluti af kjallaranum
undir kórnum væntanlega, þar
sem nú er messað. Síðan sést til
hægri Bindindishöllin, sem er í
byggingu. Við vesturhorn hennar
sést aðeins í Blóðbankann og
Rannsóknarstofu Háskólans og
er þá komið yfir á yfirráðasvæði
læknavísindanna. Þar gnæfir
hinn nýi hluti Landspítalans,
geysileg bygging, en til hægri er
Hjúkrunarkvennaskólinn eða
réttar sagt Hjúkrunarskólinn,
sem nú á að fara að stækka. Bak-
sýnin er flugvöllurinn og vestur-
hlíð Öskjuhlíðar.
í aðrar áttir er útsýnið gamal-
kunnugra (litla myndin hér fyrir
neðan). Til vesturs sést bezt
kastalabyggingin sérkennilega,
sem hýsir Listasafn Einars Jóns-
sonar og í baksýn er Háskóla-
hverfið í öllu sínu veldi, Garð-
amir, Atvinnudeildin, Þjóðmirija-
safnið, Háskólabíó og Eðlisfræði
stofnunin, — og svo auðvitað
Hótel Saga.
Ekkert er óbreytilegt, jafnvel
ekki Skólavörðustígurinn (litla
mvndin neðst á síðunni). Þar er
fremstur Leifur heppni og getum
við nú litið niður á hann. Honum
mega það vera nokkrar sárabæt-
ur, að þar er nú verið að gera
fínan garð og tröppur í kring,
svo að umhverfi hans verður hið
virðulegasta. Þegar Skólavörðu-
stígnum sleppir, sést yfir höfn-
ina og miðbæinn. Lengst til
vinstri trónir ferkantaður haus
musteris Thalíu.
Hallgrímskirkja rís mjög hægt
en einnig mjög örugglega. Upp-
slátturinn færist stöðugt ofar og
er þegar farinn að rísa hátt yfir
umhverfið, hvaðan sem litið er
að úr bænum. — En Hallgríms-
kirkja er ekki eina stórbygging-
in á Skólavörðuholtinu, holtinu,