Vísir - 08.09.1965, Qupperneq 6
VlSIR.
Miðvikudagur 8. september 1965.
.ír.tSv.
BRIAN
POOLE
KOMNIR
í gærkvöldi léku fyrir troðfullu
húsi Brian Poole & The Tremeoles
i Háskólabíói. Þetta er fyrri
brezka hljómsveitin af tvelm sem
hingað koma í þessum mánuði.
Með Brian léku nokkrar íslenzk-
ar hljómsveltlr, og báru þelr
brezku mjög af og gersigruðu á-
heyrendur, hvort sem um var að
ræða fjörug „beat“lög eða eldheita
trúarsöngva.
Piltamir eru á aldrinum 22 til
24 ára og hljómsveit þeirra sjö ára
gömul.
Þá vakti mikla athygli á hljóm-
leikunum siglfirzkur gamanvísna-
söngvari, AIli Rúts, hugmyndaríkur
og uppátektarsamur.
Vísir hafði tal af þeim félögum
í gærmorgun og fór með þá á æf-
ingu synfóníuhljómsveitarinnar í
Háskólabíói.
— Það er eflaust til fólk sem
hefur gaman af þessu, sagði Dave
Munden, trommuleikari, þegar
hann var spurður álits á þeirri
tónlist.
Þeim þótti það leitt að geta
ekki séð neina Eskimóa hér á
landi, en vildu í staðinn fá tvö
hreindýr með sér og færa dýra-
garðinum í London að gjöf.
— Þetta er fyrsta erlenda
hljómsveitin sem ég hef heyrt, og
ekki orðið fyrir neinum vonbrigð-
um með, sagði Pétur östlund,
trommuleikari Hljóma um þá fé-
laga.
Þriðju og síðustu tónleikar
þeirra verða í kvöld klukkan sjö,
en þeir fara héðan fyrst til Bret-
lands og síðan f hljómleikaför um
Þýzkaland.
LYST
Loksins vaknaði tónlistarlíf
bæjarins af sumarlöngum blundi
sínum. Það var að þakka þeim hjón
unum Ruth Little, mezzósópran, og
Jósef Magnússyni, flautuleikara, en
LIDO - BRIAN POOLE - LlDÓ
BÍTLADANS
I
LÍDÓ
I
KVÖLD
BRIAN POOLE & TREMEOLES
nú verður fjörið í Lídó
TOXIC - DÁTAR
MIÐASALA í IÍDÓ FRÁ KL. 5 í DAG
LÍDÓ - BRIAI3 POOLE - LÍDÓ
Guðrún Kristinsdóttir aðstoðaði
þau af kunnri alúð. Efnisskrá þess-
ara tónleika var skemmtilega fjöl-
breytt, samleikur á flautu og píanó,
einsöngur og söngur með flautu-
og píanóleik, verkefnin frá ýmsum
tímum, þjóðlög og tónsmíðar á-
gætra höfunda. Flautuleik Jósefs
hafa menn eflaust beðið eftir með
mestri forvitni, og hlustað eftir af
mestri smásjárnákvæmni. Hann
slapp bærilega frá þvh en stundum
var leikur hans heldur þunglamaleg
ur (t. d. í scherzói Roussels) eða
blæbrigðin of hófsamleg (í Poulenc
sónötunni). Samleikur þeirra Jósefs
og Guðrúnar var undantekningarlít
ið sannfærandi. Hinn skíri fram-
burður söngkonunnar og öryggi
túlkunarinnar var eins og kóróna
á fagurri rödd hennar. Það var
ekki aðeins áberandi í lögunum
frá heimalandi hennar eða Ameríku
heldur ekki síður í ápænsku alþýð-
Iegu lögunum (ekki „vinsælu" eins
og stendur í efnisskránni) eftir de
Falla. Áhrif söngs Ruth Little náðu
hæst í framúrskarandi meðferð
hennar á hinu hrikalega recitativi
Monteverdis, Tu se morta.
Óhætt er að segja, að tími tón-
leikahalds hafi vel hafizt með þess
um tónleikum nú 1 haustbyrjun, að
lystin eftir góðu framhaldi sé glað-
vöknuð.
Þorkeil Sigurbjörnsson.
Brunavornir —
Framh. af bls. !■
almennur reksturskostnaður og
hins vegar leiga eftir eignir og
tæki, og í því sambanfli hafa allar
eignir slökkviliðsins verið metnar.
Inn í samningsgerðina var skot-
ið ákvæði um það að á fyrsta
samningsári, þ.e. 1965, greiði samn
ingsaðilar utan Reykjavíkur til
borgarsjóðs Reykjavíkur ekki
nema helming umsaminna
greiðslna. Á árinu 1966 greiða þeir
þrjá fjórðu hluta og fulla
greiðslu á árinu 1967.
Vegna fjarlægðar Mosfells-
hrepps frá Reykjavík, hefur sér-
stakri viðbótargrein verið skotið
inn í samninginn varðandi slökkvi
starf þar í hrepp. Sú grein hljóðar
þannig:
„Slökkvilið Reykjavíkur skuld-
bindur sig til að staðsetia slökkvi
dælu, ásamt tilheyrandi búnaði
miðsvæðis í Mosfellssveit í sam-
ráði við sveitarstjóra, og annast
slökkvilið Rvíkur viðhald dælunn-
ar. Hreppurinn leggur til húsnæði
fyrir dæluna svo og bifreið til
flutnings hennar á brunastað
Slökkviliði Reykjavíkur að kostn-
aðarlausu.
Slökkvilið Reykjavíkur þjálfar 4
menn ,tilnefnda af hreppsnefnd
Mosfellssveitar til slökkvistarfa i
Mosfellssveit. Þeir fá sömu
greiðslu fyrir útköll og vara-
slökkviliðsmenn Slökkviliðs Rvík-
ur. Hins vegar eiga aðrir aðstoðar-
menn utan liðs Slökkviliðs Rvíkur
ekki rétt á greiðslu frá Slökkviliði
Rvíkur.
Hreppsnefndin og Slökkvilið
Rvikur vinna að þvi sameiginlega
að koma á beinu simasambandi
milli Mosfellshrepps og slökkvi-
stöðvarmnar í Reykjavík".
Visir innti Gunnar varaslökkvi-
liðsstjóra að þvi hvort Slökkvilið-
ið í Reykjavík sinnti einnig beiðn-
um lengra að, en frá viðkomandi
sveitafélögum sem að framan eru
greind. Gunnar kvað svo vera, þeg
ar því yrði við komið, en undir
þeim kringumstæðum væru aðeins
varabflar slökkvistöðvarinnar send
ir. Gunnar sagði að strax hafi ver-
ið farið að vinna eftir samningi
þessum er viðkomandi aðilar
höfðu undirritað hann. Hins vegar
kvaðst Gunnar ekki vita hvort
samingurinn hafi þegar fengið stað
festingu ráðuneytisins eða ekki.
Þjóðleikhúsið —
Frh. af 16. síðu:
„Eiríkur XIV“, eftir Strindberg,
verður einnig sýnt síðari hluta
vetrar og sænskur leikstjóri fpng-
inn til a ðstjórna því. Söngleikur-
inn „Oh, What a Lovely War“
eftir Charles Chilton og Joan
Littlewood verður einnig sýndur
hér, og er vonazt til, að Joan
Littlewood geti sjálf komið til að
setja það á svið, ellegar aðstoðar-
leikstjóri henngr. Þá má búast við
að „Oedipus Rex“ verði sýnt hér,
en Jón Gíslason þýddi það beint
úr grísku. Er það eftir Sókókles,
eitt hinna klassísku leikhúsverka.
Siðasta verkefnið, sem áætlað
er að Þjóðleikhúsið taki sér fyrir
hendur er óperan „Ævintýri Hoff-
manns“, eftir Offenbach. Hljóm-
sveitarstjóri verður Bodhan
Wodisco.
Þá verða væntanlega tveir
gestaleikir: Franskur ballet og
írskur dans- og söngvaflokkur, —
sá fyrri nú 1 þessum mánuði, en
hinir strax eftir áramót.
í Lindarbæ verður mikil starf-
semi. „Hver er hræddur við Virgi-
niu WooIf“ verður sett þar upp og
verða á því nokkrar sýnlngar
seinni hluta septembermánaðar.
„Síðasta segulband Krafts", eftir
Samuel Becket, sem er einþátt-
ungur, verður sýndur móti nýjum
íslenzkum einþáttungi, „Jóðlíf",
eftir Odd Björnsson. Elzta íslenzka
leikritið, „Hrólfur" eftir Sigurð
Pétursson, sýslumann verður sett
þar á svið og með því „Á rúmsjó"
eftir ungan pólskan rithöfund,
Slawomir Mrozek „Næst syng ég
fyrir þig“ heitir enskt leikrit eftir
; James Sonders, sem sýnt verður
! í Lindarbæ og „Rejsen til De
| Grönne Skvgger", sem er danskt
j leikrit eftir Finn Methling.
Þá hefur Þjóðleikhúsið áformað
að sýna einhvem tíma á miðjum
vetri „Gullna hliðið" eftir Davið
Stefánsson frá Fagraskógi og
næsta vetur „íslandsklukkuna“.
„Gullna hliðið" er nú í nýrri upp-
setningu og með' nýjum leikumm.
Ný verkefni Þjóðleikhússins í
vetur eru alls 20, þar af fimm ís-
lenzk, og tvö þeirra eru nú leikrit.
Eins og alls staðar getur komið
fyrir, kann þessi áætlun að breyt-
ast eitthvað smávegis, en verður
þó í megindráttum á þennan hátt.
Evrópuródi^ —
Framhald af bls. 16.
heyrzt þar, að það sé að verða
tímabært að fara að bjóða
þeim þátttöku í þvi.
Smithers framkvæmdastjóri,
sagði þó að þetta væri enn örð
ugt viðfangsefni og mynd'i enn
eiga langt í land, þv£ að and-
stæðurnar milli þjóðfélagshátta
fyrir austan og vestan em mjög
miklar.
Ein greinileg breyting til batn
aðar virðist vera að komast á í
þessu og er það e'inn skýrasti
vottur þess, hvemig farið er
að draga úr kalda stríðinu.
Strax og dregið hefur úr
kalda stríðinu þá fara Austur
Evrópuþjóðimar að finna til
þess, að þær eiga söguleg
tengsli við Vestur Evrópu. Þær
hafa frá alda öðli átt mikil
skipti við nágrannaþjóðir sínar
í vestrinu og þegar leyst er úr
hömlum er eðlilegt að þær hefji
þau skipti á ný. Og þær sjá
það einnig að aðild að Evrópu
ráðinu er ein heppilegasta leið
in til þess að komast Inn í
Evrópusamstarfið á óteljandi
mörgum sviðum. T. d. er lik-
legt að samstarf í ýmsum tækni
legum efnum gæti hafizt þar.
Þá drap Smithers á sam-
skipti Evrópuráðsins og íslands
ekki sízt 86 millj. kr. lánið úr
Viðreisnarsjóði Evrópu til fram
kvæmda á Vestfjörðum.
Á fundi þessum var Smithers
einnig spurður að þvi, hvaða
líkur væru til þess að Bretar
, gerðust eða fengju aðild að
Efnahagsbandalagi Evrópu. En
Sm'ithers var einmitt aðstoðar-
utanríkisráðherra Breta á þeim
tíma þegar Briissel-viðræðumar
fóru fram á sínum tíma og
stóð mjög í þeirri eldraun. Hann
kvaðst nú vera mjög vondauf-
ur um að saman gæti gengið
með Bretum og meginlandsþjóð
unum. Möguleikarnir á því
væru nú miklu minni orðnir en
um árið, þegar de Gaulle mein
aði þeim inngöngu í Efnahags
bandalagið.
Heyflutningar —
Frh. af 16. síðu
mundu vilja gefa til bænda á
Austurlandi. Málið er nú í athug
un hjá stjórnum hreppabúnaðar-
| félaganna og er svara að vænta
frá þeim í síðasta lagi 10. sept.
Enn er heldur ekki ljóst, hve
j mikill verður heyfengur á
i kalsvæðinu. Þegar niðurstöður
j af báðum þessum atriðum liggja
j fyrir, verður hægt að ákveða
endanlega þær ráðstafanir, sem
gerðar verða i kalmálinu.
FJÖGURRA HERB. ÍBÚÐ
í HÁALEITISHVERFI
Höfum til sölu glæsileg 4ra herb. íbúð í Háa
leitishverfi. íbúðin er á 2. hæ.ð.
HÚS OG SKIP fasteignastofa
LAUGAVEGI 11. Síml 2 1515. Kvöldsimar 23608 og 13637