Vísir - 08.09.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 08.09.1965, Blaðsíða 7
Kl I V1SIR. Miðvikudagur 8. september 1965 Áfram skal stefnt þegar litið er um öxl til ársins 1964, verður eigi sagt, að það hafi verið skógræktinni neitt sér- stakt happaár að því er varðar vöxt og veðurfar. Hins vegar má og með sanni segja, að óhöppin hafi einnig í öllu veru- legu sneitt hjá garði. Verður niðurstaðan sú, þegar allt er metið, sem að höndum bar, að þeir, sem að skógræktar- málunum vinna, geti eigi annað sagt en að áfram hafi miðað á marga lund, þrátt fyrir frekar óþénugt veðurfar, og trjávöxtur v'ða orðið 1 góðu meðallagi. Er það og aðalatriðið, að áfram þok ist og mun það eigi síður eiga við um skógrækt en annað, að sígandi lukkan sé bezt. A sviðj skógræktarmálanna al mennt er þó skylt að geta tveggja merkisatburða. Var ann ar sá, að hafin var að Mógilsá bygging tilraunastöðvar í skóg- rækt, og er hún reist fyrir fé norsku þjóðargjafarinnar. Hinn var ágætar heimsóknir norska skógræktarmanna, sem hér unnu hörðum höndum að gróð- ursetningu víðsvegar um landið í samvinnu við starfsmenn Skógræktar ríkisins og skóg- ræktarfélaganna. Auk þess komu hingað í kynnisferð ýmsir forráðamenn norska skógrækt- arfélagsins til þess að sjá af eigin raun, hvað hér væri gert í skógrækt. Minnist ég frá þeirri komu orða norsks skógareig- anda, er lét svo mælt í samfylgd minni um Hallormsstaðarskóg og Haukadalshlíðar, að ársvöxt ur á þeim slóðum væri engan veginn lakari en á sambærileg- um stöðum í hans eigin landar eign heima í Noregi. Gat ég þessa vegna þeirra íslendinga, sem enn standa í þeirri trú, að tilgangslaust sé að stunda skóg rækt hér á landi. En þetta fylgir mannlegu eðli að láta ekki sannfærast nema menn geti þreifað á naglaförun um, eins og Tómas postuli forð um, og tjáir ekki um slíkt að sakast. Hér á landi verður það tíminn og framvindan, sem end- anlega vinnur bug á vantrúnni á gildi skógræktarinnar. Þegar fagur skógur stendur þar, sem nú eru plöntur, er varla skjóta toppsprotum sínum úr grasi, þá verða sjálf trén skýrasta dæmið og úrslitasönnunin. Gömul vantrú Það er þv£ engin ástæða til þess að æðrast út af þesari ís- lenzku vantrú, þótt hún kunni að valda nokkrum töfum, og hún er reyndar engan veginn þjóðlegt fyrirbæri. Sömu sögu er að segja frá sjálfu skógrækt arlandinu Noregi. Þar hristu menn höfðu og hlógu vestan fjalls er norskir skýjaglópar, eins og þeir voru kallaðir tóku upp á þeirri fásinnu um s.l. alda í/iit eö sróðursetia greni í grýtt ar hlíðar og skógarlaus hæða drög Vestur-Noregs. Reyndin varð hins vegar sú, að ungu plönturnar urðu að gildum skógi er síðar meir varð grundvöllur- inn og fyrirmyndin þegar hafizt var handa á þessum slóðum um skipulagða skógrækt með rífleg- um tilstyrk ríkis og sveitafélaga, en henni er ætlað það hlutverk að treysta og festa í sessi byggð ina í þesum landshlutum. Þykir Norðmönnum svo mikið við liggia, að skóggræðslan þarna hefur verið rekin af þvi kappi, að lokið er gróðursetningu í mörg þau landsvæði, sem heppi legust eru talin til þessarar rækt unar. Hér á landi verður án efa vorra og fátæktarbasli þeirra, beri að halda í því horfi, sem hiin er í, til þess að gera hana að eins konar söluvöru og fram- færslueyri þjóðarinnar. Er það ugglaust sjónarmið út af fyrir sig og í samræmi við nektar- sölusýningar nútímans. En gegn ræktun skóga hér eru slík rök haldlaus. Stórbrotinni náttúru- fegurð landsins er engin hætta búin þótt þúsundir hektara þess séu klæddir skógi. Sh'k ræktun mun aðeins skapa fjðlbreytilegri náttúrufegurð og sterkari and- stæður gróðurs og auðnar. þetta verður augljðst, þegar þso er haft £ huga, að öræfi og herang- ur spenna nú greipar um þrjá fjórðu hluta landsins. Ættu jafn vel tilfinninganæmir fagurker- ar menningar vorrar að geta not Hákon Guðmundsson , yfirborgardómari, formaður Skóg- ræktarfélags fslands hefur ritað merka og timabæra hug- vekju um gildi skógræktar og framtíð hennar hér á landi. Birtist ritgerð þessi í ársriti Skógræktarfélagsins sem kom út nú í vikunni. Vísir birtir þessa ágætu grein hér, þvl hún á erindi til mjög stórs Iesendahóps. sömu sögu að segja, þegar stund ir lfða og ungu trén, sem nú eru gróðursett, hafa með reisn sinni og vexti sannað tilverurétt sinn og vaxargetu £ fslenzkri mold. Er þvf þó ekki gleymt, að 'í mörgu erum við enn á tilrauna- skeiði og eigum margt ólært. Hefur eigi enn unnizt tfmi til þess að kanna til hlítar, hvaða trjátegundir og kvæmi henta bezt í hverju héraði. Þá er það einnig f deiglunni og til athugun ar, hvaða hérað ber að velja sér staklega til skógræktar. En þegar svara skal þeirri spurningu, hvort skógar geti vaxið á íslandi, skipta þessi rannsóknaratriði ekki meginmáli í þeim efnum talar lerkiskógur- inn á Hallormsstað alveg skýru máli. Hann sýnir og sannar, að með vali réttra trjátegunda eru hér fyrir hendi augljósir mögu leikar til hagnýtrar skógræktar, bæði til viðarframleiðslu og þeirra nota annarra, sem skóg- ar færa hverri þeirri þjóð, sem leggur stund á ræktun þeirra. Er gróðurleysi gæði? Það er svo annað mál, sem hver og einn hefur frelsi til að vega og meta í eiginn huga hvort íslendingar eigi að hagnýta land sitt til þeirrar rætkunar, sem völ er á. Heyrast stundum f því sambandi raddir er kveða f þeim tón, að nekt landsins og gróður leysi séu gæði, sem eig' megi fara forgörðum. Berangur þessi eigi að vera aflið,- sem dragi hingað í hundraðatali ferðalanga frá öðrum löndum. Nekt íslands, sem hlotizt hefur af dæmigerðri rányrkju forfeðra ið svefns um nætur, þótt grænir skógar rísi £ nokkrum héruðum, því að enn yrðu þó eftir vökufús um huga þeirra til svölunar enda lausar auðnir, fjöll og jöklar til hvfldar og hressingar frá ys og þys borga og þéttbýlis. Hvort sem menn kjósa sér mál stað auðnarinnar eða ræktunar- innar, verður þó eigi komizt framhjá þeirri staðreynd, að gróðurinn og þá einnig trjágróð- urinn er undirstaða alls lífs á jörðu hér. En vitund þess hlýtur að leggja þá skyidu á herðar Hákon Guðmundsson, yfirborgardómari. hvers og eins að leggja fram sinn skerf gróðri jarðar til við- halds og þroska í orði eða verki — eftir lífsaðstöðu hvers og eins. — Skjólgjafi manna og dýra Við, sem að skógrækt stönd- um og skipum okkur til starfs i skógræktarfélögunum, höfum kosið að leggja gróðriruim lið. Að sjálfsögðu teljum við okkur ekki vera öðrum ræktunarmönn um fremri. Fn við höfum valið okkur það hlutverk að efla og auka gróður landsins með þvf að gróðursetia tré og rækta skóga með þeim hætti, sem hver okkar getur við komið. Þetta gerum við vegna þess, að við teljum þessa ræktun hér á landi sem annars staðar miög m.ikilvæga fyrir Iff og byggð í landinu — ræktun sem sé í senn sjálfsögð og nauðsyrdeg — bæði vegna þeirra afurða, sem skógurinn , getur fært þjóðarbúinu, þegar hann hefur náð þroska, og svo vegna þess þýðingarmikla hlut- verks ,er hann gegnir sem skjól- gjafi annars gróðurs, manna og dýra og uppspretta margs konar Við gróðursetjum plöntur og ræktum skóga vegna þess, að það er þjónusta við lífið, til nyt- semdar fyrir fólkið, er landið byggir og þær kynslóðir, sem eiga að erfa landið. Við gróður- setjum vegna þess, að við viljum láta jörðina eldast til bóta og af því, að við teljum hverri kyn eftir Hákon Guðmundsson yfirborgardómara formann . Skógræktarfélags íslands slóð skylt að skila henni frjó samri og betri í hendur þeirrar næstu. „Glöggt er gestsaugað," segir máltækið og oft sér aðkomumað urinn það, sem .heimamanninum er dulið. I bréfi, sem einn af forvígismönnum norska skóg- ræktarfélagsins ritaði mér eftir heimkomuna, segir hann meðal annars: „Frá sjónarmiði okkar, sem af eigin raun þekkium þann mis- mun, sem er á loftslagi og mögu leikum til búskapar f skóglaus- um og skógivöxnum héruðum Noregs, virðist það augljóst, að naumast sé hægt að vinna að framgangi mikilvægra máls fyr ir búsetu í landi ykkar en skóg- rækt. Megi allar góðar vættir styrkja ykkur og styðja í því þýðingarmikla starfi.* Ný átök. Þetta er góð ósk og fögur og ég flyt hana hér með skógrækt- armönnum og þeim öðrum, sem þetta lesa. Megi hún verða okk ur öllum aflgjafi til nýrra á- taka og hvatning til ótrauðrar baráttu og starfs fyrir það mál- efni, sem skógræktarfélögin hafa helgað krafta sína. Það er svo okkar að finna leiðirnar og leysa úr læðingi þau öfl, sem duga til þess að hrinda í framkvæmd og gera að veruleika óskir okkar um skóga til nytja og yndisauka, hvort heldur við veljum þeim stað á Fljótsdalshéraði, f Haukadal, á Vestfjörðum, á Norðurlandi eða f Borgarfirði. En hvar sem við berum niður er það aðalatriðið ,að unnið sé af skipulögðum áhuga, notuð sú þekking^ sem þegar er völ á og stöðugt horft fram til sóknar. Með því kveðum við vantrúna f kútinn, vekjum að nýju gróður í hrjóstrum og holtum, klæðum landið f nýjan og arðvænan búning. Haustslátrun hefst um miðj un september Yfir 3000 dilkum slúfruð frú því sumurslútrun hófst Haustslátrun hefst undir miðjan þennan mánuð og stefnt að því að haustverðið á slátur- afurðuni verði ákveðið fyrir byrjun haustslátrunar að vanda. Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbúnaðarins í sl. vikulok búið að slátra um 3000 dilkum (eingöngu dilkar eru teknir til sumarslátrunar), þar af um 1350 hjá Sláturfélagi Suðurlands hér. Einnig hefur sumarslátrun verið hjá Kaup- félagi Borgfirðinga, Borgamesi og Verzlunarfélagi Borgamess sama stað og sumarslátrun mun vera að byrja hjá kaupfé laginu á Akranesi. Slátrað er 1 samræmi við eftirspurn og fer kjötið því beint f kjötbúðirnar. Slátmnin hófst 18. þ.m. eða 4 dögum síðar en í fyrra. Eftir- spurn’in hefur verið nokkuð góð Fé það, sem siátrað hefur verið er allt úr heimahögum, eða nær allt. Ekki era leitir hafnar enn, en þó er farið að rétta á stöku stað og er það fé sem sótt hefur ver ið upp fyrir afréttagirðingar og safnast þar saman og hreyfir sig ekki, þótt haglaust sé orð- ið. Þetta fé er svo flutt f he’ima- haga eða á tún. M.a. sóttu Hreppamenn fé upp fyrir afrétta girðingu nú í vikunni. Góðir haga munu hafa verið á afréttum í sumar sunnanlands og vestan a.m.k. og vonir standa til, að dilkar verð'i sæmi legir f haust. Þó er þess að geta að hret komu óvanalega snemma eða f ágúst, á þeim tíma, sem dilkar era enn að safna holdum, en dilkar gætu eitthvað bætt við sig f góðum heimahögum og á túnum fram að haustslátrunartíma. Slátrað verður hjá Sláturfé- lagi Suðurlands á 8 stöðum: Rvk., Selfossi, Djúpadal, Hellu, Kirkjubæjarklaustri, Vfk I Mýr dal, Melasveit og Laugarási í Biskupstungum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.