Vísir - 08.09.1965, Page 8
8
irrv-ri
t
VÍSIR
Ctgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó. Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Sðlustjóri: Herbert Guðmundsson
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 lírrur)
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Askriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands
í lausasolu kr.. 7,00 eintakið
Prentsmiðja VIsis — Edda h.f.
Ódrengileg árás
Þjóðviljirin helgaði Guðmundi í. Guðmundssyni,
fyrrv. utanríkisráðherra forustugreinina sl. sunnudag.
Var hún eins konar kveðja til ráðherrans og köld
eins og vænta mátti, því fáa menn, ef nokkra, hefur
Þjóðviljinn lagt eins í einelti síðustu árin og Guð-
mund.
Blaðið segir m.a. að það sé „alkunnugt hvemig
hann reyndi með öllum ráðum að koma í veg fyrir
stækkun landhelginnar 1958, en fékk því ekki ráðið
vegna harðfylgis Alþýðubandalagsins." Þeir sem hafa
lesið Þjóðviljann undanfarin ár, kannast svo sem við
þennan þvætting, svo oft hefur hann verið endurtek-
inn í blaðinu. Hvar er það „alkunnugt“ að Guðmund
ur hafi reynt að koma í veg fyrir stækkun land-
helginnar? Sú skoðun er hvergi til nema á> ritstjóm-
arskrifstofum Þjóðviljans. Þetta er uppspuni sem á
sínum tíma varð til þar og hefur hvergi fengið hljóm-
grunn annars staðar. Þetta var fundið upp í reiði
kommúnista yfir því, að þeim skyldi ekki takast það
?ipm þeir raunverulega ætluðu sér með stækkun
landhelginnar. Það var ekki fyrst og fremst útfærsla
landhelginnar, sem þeim lá á hjarta, heldur átti að
nota hana sem tilefni ósamkomulags og illinda, er
leitt gætu til þess, að íslendingar hrökkluðust úr At-
lantshafsbandalaginu. Guðmundur í. Guðmundsson
vildi fara að öllu með gát og reyna að koma
í veg fyrir alvarlega árekstra út af stækkun-
inni, en kommúnistar vildu hins vegar að þeir yrðu
sem mestir. Þeir urðu því fyrir miklum vonbrigðum
yfir því að ekki fór verr en fór.
Ekjki lætur Þjóðviljinn heldur hjá líða að minnast
á samkomulagið, sem síðar var gert við Breta, þegar
landhelgisdeilan var leyst, og fara um það hinum
hraklegustu orðum. Þar vann þó ríkisstjóm-
in mesta sigur í milliríkjasamningum, sem nokkur ís-
lenzk stjóm hefur unnið. En þótt stjómin ætti þar öll
hlut að, hvíldi samningsgerðin að sjálfsögðu mest á
utanríjrisráðherranum. Þau málalok geta kommúnist-
ar aldrei fyrirgefið honum, og sýnir það bezt hvað
fyrir þeim vakti 1958.
Vélabókhald verzlana
Eins og frá hefur verið skýrt í blaðafregnum, mun
nú vera í athugun að koma á sameiginlegu vélabók-
haldi eftir IBM-kerfi fyrir allmargar smásöluverzl-
anir hér í Reykjavík. Bókhald margra verzlana hefur
til þessa verið ófullkomið og eigendur þeirra af þeim
sökum ekki getað fylgzt eins vel með rekstrinum og
æskilegt hefði verið. Með því að taka upp þetta nýja
bókhaldskerfi á með lítilli eða svo til engri fyrirhöfn
að vera hægt að sjá, hvemig fyrirtækið stendur á
hverjum tfma, og er slíkt að sjálfsögðu mikilsvert.
V í SI R . Miðvikudagur 8. september 1965.
FóHdð þyrptist upp á Hótel Sögu í gærdag óðara og sýningin hafði verið opnuð. Konan, sem situr á
bekknnm, er kona Hjartar Jónssonar í Olympia, frú Þórleif Sigurðardóttir. (Myndimar tók stgr.)
SÍBREM í LIST
Tnngönguversið var spilað
hægL Fólkið fór sér hægt,
þótt það þyrptist inn til að
skoða. Mejstarinn sjálfur var
hæglátur og heilsaði vinum og
aðdáendum og hverjum sem var
með s'inni snertingu og gerði
lúmskt að gamni sínu að vanda
Uppboðshaldarinn leiðbeindi
og fræddi, ef þess var farið á
leit. Og þama var þjóðleikhús-
stjóri mættur með fyrstu mönn
um og heilsaði upp á musteris-
riddara íslands númer eitt. Þeg
ar Rós’inkranz var farinn sagði
Kjarval: „Hann var ágætur —
lét mig hafa fríbilletti á eitt-
hvert leikrit."
Þegar Jónas frá Hriflu kom
og mynd hafði verið smellt af,
sagði Kjarval: „Ég átti að vera
með hatt... Jónas er með svo
fallegt höfuð, að maður verður
alveg eins og múmía við hlið-
ina á honum.“ Þegar Jónas
kvaddi sagði hann: „Þetta hjá
Kjarval f dag minnir á undir-
búning undir stórorrustu eins
og hjá Napoleon.“
Pétur Friðrik listmálari sagði:
um eina mynd: „Það er eitt-
hvað svo anzi fallegt f þessu
línufiugi.“ Um aðra mynd:
„Hún er eins vel gerð og hún
væri eftir Matisse og minnir dá
lítið á það...“
Sigurður uppboðshaldari
sagði um „Landslag spilað á
píanó“: „Hún þætti fín eftir
Picasso þessi.“ (Kjarval sagði
við blaðamann, að hann hefði
unnið að þeirri mynd árum sam
an.
Við vin sinn Hafliða, sagði
meistarinn: „Hættu nú að
mennta, Hafliði." „Glym heill“
heyrðist hann segja nokkru síð
ar.
Þorvaldur hótelstjóri sagði,
þegar hann gekk frá garði:
„Too much — too good —
Kjarval — plenty alright."
Þetta skildu þeir víst báðir,
hann og meistarinn.
Arinbjöm Kolbeins læknir
sagði: „Þetta er mikið og gott
úrval.“ Ein myndanna heitir Sí-
breiði, en það orð er notað um
hey, þegar allt liggur undir, allt
er flatt á túni og engjum. Þann
ig koma þessi verk Kjarvals
frá ýmsum tímabilum fyrir
sjónir þama í Súlnasalnum —
gerð í hans síbreiða st'fl. Kjar-
val sagði h'ins vegan „Ég hef
engan stíl.“ — stgr.
Fjöldinn allur af stéttarbræðsum Kjarvals mætti á sýningunni.
Þama em þeir að skeggræða melstarinn og Kristján Daviðsson,
listm&Iatf.
Arinbjöm Kolbeinsson, læknir, sem er mikill Kjarvalsaðdáandi (lengst til vinstri) sagði við Sigurð
Benediktsson (til hægri): „Þetta er mikið og gott úrval“. Ungur iistiumandi er lengst tii hægri.