Vísir - 08.09.1965, Síða 11
I
Heimsmet
i
Eftir nokkra daga lýkur furðu
legri setu 62- ára Bandaríkja-
manns á 16 metra háu mastri.
Þann 15 september hefur Dixie
Blandy setið 154 sólarhringa á
mastrinu, sem er í Gröna Lund,
sem er Tívolígarður Stokkhólms
búa. Hefur Blandy þegar hnekkt
heims„metinu“ í þessari sér-
stæðu grein en það var 78 sól
arhr'ingar.
Blandy fór upp í mastrið 1.
apríl s. 1. og hefur síðan setið
þar oftast fullur eða góðglaður
og veit ekki að hann er í stór
kostlegri lífshættu. Segja lækn
ar í Svfþjóð að hættan á að fá
blóðtappa sé mjög mikil við
svo óeðlilega setu. Það gæti
því farið svo að Blandy logn
aðist útaf fyrir framan h’ina
mörgu áhorfendur í Gröna
iilil§lllSI
I.sVfiV.v.'f.v.v.v.'Aw.v.
Verðlaunakeppnin
Þess verður ekki langt að
bíða, að stórir hlutir fari að
gerast í sambandi við verð-
launasamkeppnina. Bréfin
streyma að úr öllum áttum, og
er nú svo komið að bréfberarn
ir telja sig eiga skilið að fá e'in
hverja sérstaka umbun fyrir
aukið álag vegna þessa tiltæk
is, þetta er nú í athugun, en
til þess að sýna einhverja við
leitni tafarlaust í þá átt, vilj-
um Við fara þess á leit við alla
þá, eða réttara sagt, allar þær,
sem enn eiga eftir að taka þátt
í keppninni,’ að skrifa bréf sín
á flugpappír og leggja í flug-
umslög, það mundi strax gera
póstmönnunum byrðina léttari,
að maður tali nú ekkí um ef
þær hinar sömu vildu láta sér
nægja að skrifa eina örk ein-
ungis ... hvað mundi um leið
létta okkur erfiði að mun. Ein
kona skrifar til dæmis lýsing-
una ,á eiginmanni sínum á átta
arkir, þétt skrifaðar og smátt-
skrifaðar meira að segja - tekur
svo fram í lokin, að þetta sé í
rauninni .ekki annað en úrdrátt
ur, svo margslunginn persónu-
leiki er hann hennar. Það leynir
sér ekki, að hún hefúr veitt hon
um nána athygli, sofandi sem
vakandi og um leið reynt að
kryfja til mergjar orsökina að
hvaðeina í fari hans... t. d.
því hvað hann verður eins og
annars hugar, þegar hún hefur
rætt við hann í riokkrar klukku
stundir, yfirleitt fram á nóttina,
því að það er eitt af sér ein-
kennum hans, að hann vinnur
fram á kvöldið, og þó einkum
hafi hann grun um að hún þurfi
að rökræða við hann viður-
hlutamikil mál. Þessi viðbrögð
hans hyggur hún, kannski með
réttu, að muni eiga rætur sín
ar að rekja til þess, að tengda
móðir sín hafi verið óvenju-
lega fjasgjörn og orðmörg, og
þreytt hann í uppvextinum með
mælgi og málalengingum...
hvað hún telur og að hafi haft
talsverð áhrif á sig því að sjálf
hafi hún tamið sér að segja
sem mest í sem stytztu máli
eftir að hún komst í kast við
mælsku tengdamóðurinnar og
kveðst hún þó hafa verið fáorð
fyrir — og ber því bréf hennar
því líka ljóst vitni, að hún hef
ur náð óvenjulegri fullkomnun
í þessari vandasömu list. En
nóg um það, Iátið kúlupennan
geysa, góðar eiginkonur takið
þó jafnframt áðumefnt tillit til
okkar og póstberanna... við
erum hálft í hvoru að hugleiða,
að úrval þessara merkilegu
bréfa gæti orðið bráðskemmti-
leg og auðseld jólabók ...
íklæddur „Iandsliðsbúningi“
USA situr Dixie Blandy uppi í
16 metra háu mastri i Gröna
Lund. Hann er að hvolfa í sig
slurk úr hinni daglegu wisky
flösku sinni.
stangarselu44
Lund.
Blaðamaður ræddj nýlega við
Dixie og var viðtalinu komið á-
leiðis til gestanna í Gröna Lund
með aðstoð hátalarakerfisins.
Það varð sannarlega ekki mikið
að græða á því samtali, því
Dixie Blandy hafði þá nýlokið
við hina daglegu wisky-flösku
sfna og var vart viðmælandi.
Hreyfingarleysið á Dixie þar
sem hann s'itur dag eftir dag í
körfu sinni er mjög hættulegt.
En hversvegna situr maður-
inn þarna í körfunni sinni hátt
yfir mannvirkjum skemmtigarðs
ins? Hann fær 500 sænskar
krónur á sólarhring fyrir þetta,
en það eru rúmlega 4100 krón
ur íslenzkar og sitj'i hann í 154
sólarhringa verður launaum-
slagið hans nokkuð þykkt.
Hann fær þá 640 þús. krónur,
en 20% skemmtanaskatt borg-
ar Gröna Lundgarðurinn til rlk
issjóðs fyrir þessa „sjálfsmorðs
tilraun“ Blandys, en því nafni
nefna sænsku blöðin þetta til
tæki.
Dixie Blandy er eng'inn nýliði
í þessari flaggstangarsetu.
Hann hefur fengið prýðis æf-
ingu í þessari furðulegu grein
allt frá 1929, en þetta krefst
mjög mikillar einbeitni eins og
menn geta gert sér í hugarlund
og þarf sterkan lfkama til að
þola annað eins og þetta, því
hreyfingarleysið er þjakandi og
hjartað og æðakerfið eiga bágt
með að þola hreyfingarleysi
svo langan tíma.
Aldreí fyrr hefur Dixie set
ið svo lengi sem nú. Á heims-
sýningunni í New York sat
hann, 78 sólarhringa í fyrra og
var það viðurkennt heimsmet,
— enginn hafði til þess tíma
svo vitað væri setið jafnlengi á
„flagg“ stöng sinni.
Það sem Dixie gerir þarna
uppi sér til^dægrastyttingar er
lestur á amerískum vasabrots-
bókum, tímaritum.' Þá hefur
hann meðferðis sænsk-ame-
ríska orðabók og getur sagt
ýmsar setningar á sænsku eins
og: Góðan daginn — Blessuð —
Falleg sænsk stúlka — Góð ást
kona — Ég elska þig, og ýmis
Iegt í þá áttina.
Þá drekkur hann mik'ið á-
fengi og hallast þar aðallega
að Four Roses sem er ame-
rfskt wisky, en öðru hvoru
hvflir hann sig á því og fær
sér Gordons Gin eða Negrita-
rom. Til að koma í veg fyrir
að hann detti niður úr mastr-
inu þegar hann er sem fyjlstur,
er hann festur með öryggis-
keðju.
Neðan úr skemmtigarðinum
er hægt að fá að tala við Dixie
í síma. Það kostar ekki nema
sænskan 25-eyring að tala við
hann. Dixie verður sérstak-
lega spenntur ef það er ung
stúlka, að ekki sé talað um ef
hún er falleg. Þá býður hann
henni yfirleitt alltaf að giftast
henni, þegar hann komi niður
og bætir v’ið að brúðkaupið
fari fram á stóra sviðinu f
Gröna Lund.
Dixie hefur 6 sinnum gifzt,
en skilið jafnharðan. Konumar
hafa líklega ekki þolað þessa
atvinnu eiginmannsins, a. m. k.
er það ekki óeðlileg tilgáta.
Talsvert vandamál verður
það að ná Dixie niður úr mastr
inu 15. september. Forstjórinn
f Gröna Lund sagði að annað
hvort yrði það gert með að-
stoð þyrilvængju eða með
geysistórum brunastiga. Hjálpar
laust getur hann ekki komizt
niður, þvf vöðvamir hafa rým
að og hreyfingarleysið gert
hann máttlausan með öllu ...
jjö’- "3esxmemtw ■ tts '• ■ wwffH
K,) ’íI|íís''í( -jeSfc.'!"A &
Mastrið f Gröna Lund
Kári skrifar:
Enn hefur kona sent Kára
lfnur, enda virðast konur annað
hvort miklu duglegri skriffinnar
en karlar, eða þá að þær beri
almenn velferðarmál meir fyrir
brjósti heldur en þeir, nema
hvortveggja sé.
Þessi kona skrifar:
„Ég las f Kára fyrir nokkr-
um dögum athugasemd varð-
andi umferðarrétt gangandi
fólks á götum úti og fannst þar
drengilega verið tekið máli okk
ar, sem annaðhvort eigum ekki
bfl eða þá við förum annað veif
ið í gönguferðir, ým'ist okkur
til skemmtunar eða af nauðsyn.
Ég hef þráfaldlega tekið eftir
því að ökumenn telja sig eiga
göturnar og að þeir telja þær
gerðar fyrir sig en ekki fótgang
endur. Mér er nær að halda að
þeir ætl'ist til að við förum
alls ekki yfir götuna, heldur
krækjum fýrir þær, a. m. k.
þær stundimar sem einhver
bíll er á leið eftir þeim.
En það er ekki þetta, sem ég
ætlaði að gera að umræðuefni,
heldur hitt, að mér finnst sem
hið opinbera taki í sama streng
og bílstjórarnir og beri þennan
hag þeirra fyrir brjósti heldur
en okkur sem ganga þurfum
eða viljum.
Þetta kemur allra berlegast
í Ijós á vetrum þegar snjó er
rutt af götum. Þá er ekk'i ver
ið að hugsa um okkur gang-
andi fólkið, þvf snjónum er
beinlínis rutt af akbrautum og
upp á gangstéttina. Ég hef ver
ið þess ama átakanlega vör
stundum í snjóatíð þegar ég
hef þurft að fara í mjólkur og
matvöruverzlanir á morgnana.
Þá er ekki um annað að ræða,
en annaðhvort hafa snjóinn f
hné eða þaðan af dýpra á
gangstéttunum, eða halda sig
á hinum ruddu akbrautum, bif
reiðastjórunum til erg'is og
ama og stofna jafnframt lífi
og limum sjálfs sfn í hættu..
En þetta er ekld þar með bú-
ið. Okkur fótgangandi fólki er
á annan hátt sýnt það svart á
hvítu að meir er hugsað um
velferð ökumanna og farar-
tækja þeirra heldur en okkar,
sem engan bílinn eigum. Hér
á ég við gatnagerðarfram-
kvæmdir borgarinnar sem nú
eru f gangi. Akbrautir hafa ver
ið Iagðar hingað og þangað, en
gangstfgar skildir eftir. Þar
myndast aur og eðja ef rignir,
en ryk og óþrifnaður í þurrki.
Af öllu þessu leiðir að gang-
andi fólk leiðist til þess að forð
ast gangbrautir að öðru jöfnu
og halda sig úti á akreinunum
þegar það þarf að komast leið
ar sinnar. Um slysahættuna
þarf ekkj að ræða, ekki sfzt
við vond birtusk’ilyrði í skamrr
deginu, f ljósaskiptunum, rign-
ingu, eða þegar ökumaður á i
sól að sækja og blindast meira
eða minna af birtunni.
Er engin leið að gera hvort
tveggja f senn, eða þá með
stuttu millibili að malbika ak
brautir og leggja gangstéttir.