Vísir - 08.09.1965, Page 15

Vísir - 08.09.1965, Page 15
VlSIR. Miðvikudagur 8. september 1965 EDWARD S. ARONS: Spæjarar .-.Saga um njósnir og ástir á ítaliu Hún horfði á hann hvasst. — Þín einkunnarorð í þessu máli virðast vera: Enga miskunn — Ég les það 1 aúgnatilliti þínu, vinur minn, að þú getir ekki um annað hugsað. Þú ert langt frá mér. — Fyrirgefðu mér, Dee. Þetta er allt spurning um tíma og trúðu mér. Það liggur mikið við — líf nokkurra manna, ef ég verð ekki slyngur, nógu heppinn eða blátt áfram nógu fljótur til. — Þá skulum við ekki tala meira um það, Sam. Við skulum tala um okkur. Segðu mér, að þú hafir saknað mín. Segðu mér, að þú þurf ir á mér að halda. Allt í einu varð hún gripin þeyg. — Hvað er að, Dee? Á hvað ertu að horfa? — Á mann, sem kom inn rétt áðan og settist og horfir í áttina til okkar. Durell snéri sér við og sá, að Pacek hafði setzt við næsta borð. 11. KAFLI Pacek heilsaði með því, að lyfta glasinu. Það var ógerlegt annað en að veita honum sérstaka athygli, því að það lá svo í augum uppi, að hann var nýkominn úr einhverju landinu austan tjalds. Hann var klæddur fötum, sem virtust saum- uð á einhvem annan, og svo var það barðabreiði hatturinn — þeirr ar tegundar, sem vart sjást vest- an megin „tjalds." Durell snéri sér aftur við. Hann varð nú að gæta þess að hræða hana ekki um of, og — reyna að láta Pacek halda, að þetta væri ekki kona, sem væri starfsfélagi eða honum sérlega mikilvæg. Það gat haft örlagaríkar afleiðingar varðandi hlutverk hans — og Deir- dre. En hann vissi, að Pacek piundi þegar reyna að afla sér upplýsinga um Deirdre — og hvað gæti verið auðveldara, þar sem frá henni var sagt í öllum blöðunum síðdegis- kvölds- og morgunblöð- imum. — Er hann rússneskur? hvíslaði hún. — Tékkneskur. — Hann er hræðilegur. Af hverju brosti hann til þfn, Sam? — Hann þekkir mig. Og nú hekkir hann þig líka. Ef til vill verð ég að grípa til róttækra ráð- stafana til þess að losna við hann. Við verðum að koma okkur héðan Við megum ekki leiðast. Reyndu að láta það líta út sem við séum kunningjar og höfum hitzt af til- viljun. Ég geng með þér til strand- ar. Hann horfði ekki aftur á Pacek og Pac.ek fór ekki í humáttina á eftir þeim. Og þess varð ekki vart, að neinn annar eða neinir gerðu það. Á ströndinni var enn margt manna, kvikmyndaleikarar og ljós myndarar. Hann kyssti hana ekki að skilnaði. Það gátu verið vökul augu nálæg Hann skrapp í bandarísku ræðis- mannsskrifstofuna og lagði þar inn orðsendingu til Si Hansons. Svo fór hann aftur í skrifstofu blaðamanna og kynnti sér nánara það, sem þar var að hafa í gögnum um Apoollio greifa og listasöfn hans. Kannski var koma Paceks þarna aðeins ó- heppileg tilviljun. Hann reyndi að telja sjálfum sér trú um það, en komst að þeirri niðurstöðu að slík ályktun byggðist á óskhyggju einni Hann varð að horfast í augu við það ,að Deirdre var komin inn á hættusvæðið. Þar sem ekki var fleiru að sinna í Napoli leigði hann sér bíl og ók til Montecapolii. Það var fiski- mannabær undir brattri fjallshlíð. Hitinn var kveljandi. Það var send- in strönd, mjó ræma fyrir neðan gistihúsi^,,.. Jmperiale, og þar skammt frá fjara með svörtun) ’sandi og þar þurrkuðu fiskimenn net sín. Durell lagði bíl sínum skammt frá tennisvellinum og fór svo inn í gistihúsið. Það var ekki miklum erfiðleikum bundið að fá herbergi. Hann skildi eftir boð til Si hjá afgreiðslumanninum í for- salnum og fór svo að líta í kring- um sig í bænum. Hann fór þó ekki strax upp að klaustrinu, sem var efst á fjallinu fyrir ofan bæinn. Þangað varð að- eins komizt eftir einstigi. Hann gekk að stærsta húsinu. Fyrir fram an það var garður og efst á garðs- hliðinu var hið alkunna skjaldar- merki Apollioættarinnar. Hann sagði gömlum verði þar til nafns síns og beið. Eftir fimm mínútur kom hann aftur og Durell til undr- unar opnaði hann hliðið fyrir hon um. Hann hafði búizt við. að verða gerður afturreka. Þeir gengu fram hjá grasflöt ,upp marmaratröppur og kringum húsið, en þar fyrir ofan garðbrekku var borð og stólar og sólhlífar. Apollio greifi var maður, sem sjaldan brosti. Hann var alvörugef- inn .virðulegur maður gamallar ættar og fríður sýnum. En nú brosti hann og rétti Durell hönd sina. Dur ell minntist þess, sem hann hafði lesið um hann og heyrt — og svo minntist hann frúar hans. Og hann gat ekki áttað sig á honum. Það var eitthvað, þrátt fyrir glæsi lega framkomu, sem bar þvi vitni að hann væri órólegur, —- eitthvað sem minnti á konu, dálítið óstyrka á taugum og þó var hann ekki kvenlegur. Hér var eitthvað sem vantaði skýringu á. — Ég hef veitt yður mótöku herra Durell, sagði hann með al- geriega enskum hreim, eingöngu af ! kurteisisástæðum, þar sem ég veit ; erindi yðar geri ég mér von um, að } heimsókn yðar verði stutt. Fyrir ! tæpri klukkustund barst mér frétt i um, að maður frá Isola Filibano ' hefði fundizt drukknaður í Genfar- vatni. Getið þér staðfest þetta? — Það get ég. Maðurinn var Bruno Bellaria. — Eruð þér viss um það: — Hárviss. Apollio leit á hendur sínar. Dur ell sá, að þær titruðu aðeins. Svo vottaði fyrir brosi á vörum hans. Og svo andvarpaði hann dálítið. — Mér þykir leitt að heyra þetta — En var hann ekki fjandmaður yðar? — Einkamál mín eru yður óvið- komandi. Ég kýs að fást við fjand- menn mína með mínum aðferðum Mér þykir leitt, að dauða hans skyldi bera að með þessum hætti. Ég mundi hafa gert þetta öðru vísi. — Yður finnst ,að þér hafið misst af tækifæri til hefndar? — Þér eruð fljótur að draga á- lyktanir, herra Durell. Það var eins og Apollio horfði inn í fortíð, sem var honum ljót og skuggaleg og grimm. Durell álykt- aði, að hann hefði borið grimmi- legt hatur í brjósti til þessa manns — það hafði náð út fyrir öll skynsamleg mörk, hugsaði hann — honum fannst enda, að það væri grimmilegra en svo að það gæti verið hatur tekið í erfðir. Hat- ur Apollio grél'fa á þessum manni átti áreiðanlega líka rætur að rekja til einhvers, sem gerzt hafði þeirra á milli í nútímanum en ekki í for- tíðinni. Þegar Apollio horfði aftur á Dur ell var hann eins á svipinn og hann hafði áður verið. — Þetta er a.m.k. betri heimur, en áður fyrst þessi maður er dauð- j ur. Þér eruð Bandaríkjamaður, | herra Durell, og kona mín, sem nýlena var I Genf, or góður virur | Bandaríkjamanns, herra Talbots. j Mér skilst að harin hafi verið I sendiráðsstarfsmaður eða eitthvað I þvílfkt? — Alveg rétt. — Ég er hissa á því, að það virð j ist ekki koma yður óvænt, að ég j drap á þetta. Ég lifi dálítið einangr- j aður ,en ég fylgist vel með í öllu, j sem getur haft áhrif á þær lífsvenj ur, sem ég hef tileinkað mér. — Vitið þér meira, herra greifi? — Ég býð yður ekki sæti og ég býð yður ekki hressingu. Það væri þá af hræsni gert. Þér eruð ekki vel kominn hér. Mig grunar, að þér séuð komnir til þess að ræða um konu mína. Það get ég ekki leyft. Hún er hjá mér nú, en þér fáið ekki leyfi til að tala við hana. Tala ég nógu greinilega? Menn segja, að það hafi verið einhver tengsl milli þess manns, sem fannst drukknað- ur, og konu minnar, en ég vísa öllu slíku á bug — algerlega. Þér eruð á Italíu og allar rannsóknir verður að feia lögreglunni ,en þér verjið tima yðar illa. Farið til Sviss og gleymið þessu öllu. — Vitið þér í raun og veru hvers vegna ég er hér? — Ég geri ráð fyrir, að þér séuð samstarfsmaður herra Talbots sem hefur verið ósvífinn og nærgöngull við konu mina. — Og er það allt og sumt? — Þér hafið kannski opinbert hlutverk með höndum? — 1 fyrrakvöld var framið nýtt morð. Og það morð var tengt þjófn aði á Dwanmálverkunum, sem þér vafalaust hafið heyrt getið um. Mér skilist að þér eigið frægt listmuna- og málverkasafn? — Mig varðar ekkert um þjófn aði á listaverkum. — En þér hafið heyrt um Dwan- málverkin? — Vitanlega þetta eru mikil listaverk. Hafið þér heyrt talað um þau n.ýlega? — Nei, ef þér eigið við, að þjóf urinn biJ! fcc.ðíð mér þau er svariö «ei. 5,'m ’-'ír eruð Bandarikja- maður mun ég ekki líta á spurn- inger yðar sem móðgun. — Við höfum ástæðu til að ætla að konan vðar og Talbot séu flækt í þetta þjófnaðarmáli. — Verið svo vinsamlegur að fara yðar leið. — Ég vildi heyra álit yðar um bað sem ég sagði. — Þér eruð ekki svars verður, farið. Durell þráaðist við. — Eruð þér viss um það, herra greifi, að kona yðar sé hér í hús- inu nú? — Vitanlega. — Þá ætla ég að leyfa mér að leggja til að þér gætið hennar vel - einnig þegar þér fafið til Isola Filibano. Hún er í hættu. Hún er í iífshættu. Það kann að verða reynt að drena hana. Arollia greifi brosti veiklega. — Yður tekst ekki að hræða mig. Ég veit ekki hver þér eruð né mcð h.vaða réiíi bér komið með ásáiœn'r vöar og aðváfánir. Hvort sem þér gerið allt á eigin spýtur eða fyrir hönd ríMsstjórnar yðar vil ég engin skipti við yður eiga. Kona mín er ekki í neinni hættu. Ef hún væri það myndi ég vernda hana á minn hátt. Verið þér sælir, herra minn. — Þér spyrjið ekki einu sinni hvernig þeirri hættu er varið sem ógnar konu yðar. Þér getið ekki haldið henni innan þeirra múra, sem þér byggið henni til varnar. Apollio var orðinn náfölur. — Þér komið hingað, ókunnugur maður, og ég var svo vinsamlegur að taka á móti yður . . . — . . . Af því að þér vilduð fá staðfest, að yðar eiginn ótti og grunur væri á rökum reistur. — Ég óttast ekkert. — Ef yður er annt um konu yðar þá gætið þér hennar héðan í frá. — Hver ætti að hafa illt í SŒ5S* rlN THIS VIULASE I HA.VE MANY SKOTHEK5! 1 WILL WALK. CAZ EPULLV, PRIEN7 MEPU... SO I WAV ONE 7AY RETUKN TO THE VlLLASE OF THE MEFICINE MEN. hyggju? Hún hafði ekkert aðhafzt. Þér móðgið mig — farið, eða ég . . . — Þér óskið ekki að hlýða 4 mig því að þér hafið þegar lagt yðar eigin áætlun, ekki satt? Þér þurfið hvorki að kalla á þjónana eða iög- regluna. Ég fer. En við hittumst aftur. Hliðvörðurinn hleypti honum út. DuTell hristi höfuðið, er hann lagði leið sína til gistihússins. VISIR Askrifendaþjónusta Áskriftar- Okkur þyk'ir — Já, Tarzan, leitt að kveðja þig, Tarzan. mikið leitt. Ég lifi lengi, og sé margt. Það sem ég sé er satt. Vondir menn gera Afríku ekki eins og hún var. Góðir menn eru alltaf í hættu. Farðu gætilega, Tarzan, vinur okkar. í þessu þorpi á ég marga bræður. Ég mun fara varlega, svo ég geti komið aftur, vinir mínir, og dvalið hjá ykkur. Kvartana- siminn er 116 61 virka daga kl. 9—1S nema laugardaga kl. 9—13. VISIR er eina síðdepisblaðið kemur út 4 virka daga ☆ Afgreiðslan Ingólfsstræti 3 skráir nýja j kaupendur Simi 11661 auglýsing * E VÍSI kemur víðtf við VÍSIR er auglýsingablað i almennings AFGREIÐSLA AUGLÝSINGA- SKRIFSTOFUNNAR ER I INGÓLFSSTR^TI 3 Simi 11663. í

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.