Vísir - 09.09.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 09.09.1965, Blaðsíða 1
ÞaS blakti ekki hár á höfSi þessara tveggja ungu herra- manna, sem ljósmyndari blaSs- ins hitti niSri viS Tjöm í morg- un. Nú er sumariegt alla daga, sem sóiin skin, og veSurfræSing || arnir búast viS aS þetta staS- viSri haldist um sinn. Glampandi sól og hægviirí Róleg haustveðrátta sunnanlands en búizt við úrkomu austanlands Undanfama daga hafa Reyk- víkingar fariS til vinnu sinn- ar í glampandi sólskini og hæg viSri og benda ailar likur til aS svo muni verSa eitthvað áfram næstu daga. Lægðir hafa verið langt frá Iandinu, og farið fram hjá því úr norðri og langt suður, og því ekki haft nein áhrif á veðrið. Hér í Reykjavík og á vestanverðu landinu hefur veðrið verið bjart og kyrrt og hæg norðanátt. Næt- urfrost hafa hins vegar verið nokk ur, var tíl dæmis þriggja stiga frost á grasi í Reykjavík í nótt. Norðan lands og austan hefur haustveðráttan aftur á móti verið fremur ódæl. Er þar hvöss norðan átt og búast má við úrkomu í dag. Átta vindstig voru í Papey. Háir þetta veður bændum, þar sem ekki hefur sprottið fyrir kulda norðanlands og einnig hefur það verið afar slæmt fyrir komupp- skemna. Ekki þyk'ir líklegt að veðrið breytist hér sunnanlands og vest an, og allar horfur eru á að fram eftir septembermánuði munum við búa að þessu bjarta, kyrra, en kuldalega veðurfari. Hins vegar er ekki ólíklegt, að í náinni framtíð breytist vindátt, og bregði þá til sunnanáttar. Skeiðará tekin að sjatnsn Byrjað er að fjara í Skeiðará og má telja nokkurn veginn víst að þar sé hlaupið búið að ná hámarki, svo fremi sem eldur kemur ekki upp í Grímsvötnum. í viðtali sem Vísir átti við Ragnar Stefánsson bónda á Skaftafelli í morgun sagði hann að í gær hefðu sézt merki þess að vatn var tekið að minnka I vestra útfalli Skeiðar- ár. En í morgun var augsýnilegt að sjatnað hafði bæði í eystri og vestri upptökunum cg vatnsmagnið orðið talsvert minna en það var í gær. Ragnar sagði að þetta hlaup héngi í því að vera meðalhlaup miðað við Skeiðarárhlaup hinna síð ustu ára. En þau hafa yfirl. verið minni en áður fyrr. Siðustu stór- hlaup urðu á árunum 1934 og 1938. Hlaupið hefur að þessu sinni tek ið tvo símastaura og símasamband ið yfir Skeiðarársand rofnaði fyrir nokkrum dögum, en á meðan var símasambandi við Öræfin haldið uppi frá Höfn í Hornafirði. Ragnar sagði að enda þótt tekið væri að sjatna í Skeiðará myndi mega vænta allmikils vaxtar í ánni næstu daga. Jakar hafa lítið bor- izt fram á sandinn, nema þá helzt smájakar, aftur á móti hefur tals- vert brotnað framan af jökulrönd- inni, en þeir jakar eru yfirleitt of stórir til þess að hafa borizt út á sand. Fengu mikla síld við Jan Mayen Ekki búizt við síldveiði út af Austf jörðunt uð rúði fyrr en undir næstu mánaðumót. Viðtal við Jakob Jakobsson í gær kom loksins gott verður á síldarmið- unum við Jan Mayen eftir langt hlé og fengu þá 34 skip samtals 27.000 mál. Aðéins eitt síldarflutninga- skip var þar á miðunum. Síldin frá Reykjavík, og var hún bú- in að fá 13.000 mál í morgun, Stöðvað sala á danska rjómaísnum — Óheimilt að flytja inn landbú naðarafurðir Eins og kunnugt er hóf Laugar- ásbíó innflutning á dönskum rjóma ís og hafði til sölu í anddyri kvik- myndahússins. Gafst þetta ný- mæli vel og hefur salan gengið vonum framar. Nú hefur Land- búnaðarráðuneytið hins vegar stöðvað þennan innflutning, þar sem óheimilt mun vera að flytja LAÐIÐ i DAG inn landbúnaðarafurðir. íslenzkir tollverðir höfðu ekkert út á þennan innflutning að setja, en töldu vöruna flokkast með bökunar dufti og var þvl lagður 100% toll- ur á ísinn, sem hér var síðan seld-' ur á 15 krónur. — Við teljum að þarna hafi verið um að ræða innflutning landbún- aðarafurða og höfum kvartað yfir því, sagði Stefán Björnsson, for- stjóri Mjólkursamsölunnar. — Okkur barst bréf frá Landbún- aðarráðuneytinu, þar sem tilkynnt var að þessi innflutningur yrði stöðvaður, sagði Auðunn Hermanns son, forstjóri Laugarásbíós. — Við getum auðvitað ekkert gert við því, og við myndum selja íslenzkan ís, ef hann væri jafn að gæðum og umbúðir jafn þægilegar. Aðeins lítið magn mun óselt af ísbirgðum Laugarásbfós og verður það selt áfram. þegar Vísir talaði við Jón Ern arsson leitarstjóra á Hafþór. Þá voru sum skipanna byrjuð að kastá aftur og veður var ágætt, en búizt við kalsa, er liði fram á daginn. Sum skipanna gátu ekki losnað við aflann og urðu að leggja sjálf af stað með hann til íslands. Síldarskipið Polana er nýlagt af stað úr höfn áleið is norður. Um 50 skip eru við Jan Mayen og vitað er af nógri síld þar, svo ekki hefur staðið á öðru en veðrinu. Við Aust- firði er ennþá bræla eins og verið hefur í heilar tvær vikur og ekkert skip er þar á veiðum Þegar blaðið hafði í morgun tal af Jakobi Jakobssyni fisk'i- fræðingi, sagðist hann ekki mundu fara út í síldarleit að sinni, hvað sem síðar yrði. Hann hefur nú um nokkurt skeið verið í landí, en Jón Ein arsson á Hafþór aðallega séð um síldarleitina sjálfa. Jakob sagði, að veiðitregðan Framhald á bls. 6. 100 skipsfarmar af heyi austur? Viðtal við Gíslo Kristjúnsson um næstu verkefni kalnefndarinnar — Þetta verður geysilegt fyr irtæki, sagði Gísli Kristjánsson, ritstjóri Freys, þegar Vísir spurði hann I morgun um áætl aða heyflutninga með skipum til kalsvæðanna austur á Iandi. —Skip af stærð Herðubreiðar þyrfti að fara 100 ferðlr til þess að flytja allt heymagnið, sem áætlað er að þurfi, og skip á borð við Esju þyrfti að fara 20-30 ferðir. Lfklega geta engin skip hér heima annað þessum flutningum, ofan á ann að, sem þau hafa, svo við erum að leita fyrir okkur með leigu- skip. Heyflutningamir verða bæði mannfrekir og tímafrekir, og við vonum, að þeir geti hafizt i næstu viku, ef bændurnir fyrir austan eru tilbúnir að taka á móti. Allt heyið verður vélbund ið í sérstökum miðstöðvum. Við höfum ráð á 4-5 vélbinding artækjum, sem verða náttúr- Iega að vera 1 gangi nótt sem nýtan dag, meðan flutningamir standa yfir. Við hvert tæki þarf 3-4 menn, svo hér er margt, sem þarf að skipuleggja á stutt um tíma. — Við reiknum með, að fá um þessa helgi nægilegar upplýs ingar um heygjafir og heyjaéign til að geta farið af stað með á- ætlunina í næstu viku. Við verð um að forðast það í lengstu lög að lenda í tímahraki með flutn- ingana, sagði Gísli að lokum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.