Vísir - 09.09.1965, Blaðsíða 11
II.
SíÐAN
| Lemmy ruglar andlitinu á skúrkinum
EDDIE
er meinilla við LEMMY
í
Vissuð þið að Eddie Constant
ine hatar Lemmy?
Nei, það er ekki von. Flestir
halda að þetta sé einn og sami
maðurinn, Eddie og Lemmy,
enda er hann oftast nefndur
Eddie „Lemmy“ Constantine í
auglýsingum kvikmyndahús-
anna.
V
Nú segir Eddie að hann hafi
leikið Lemmy í frönsku myndun
• • fimm
aura • •
• • kúlur
Þegar CASSIUS CLAY birt
ist skyndilega f Skotlandi fyrir
nokkrum dögum, spurðu blaða-
menn hann hvort hann væri í
einhverjum sérstökum erinda-
gjörðum. „Já, ég ætla að heim
sækja kofa Roberts Burns í
Ayrshire“, sagði hann. Blaða-
menn kunnu vel að meta þetta.
Þeir höfðu ekki búizt við að
„rotarinn‘“ mikli kynni svo vel
að meta þjóðskáld þeirra að
hann kæmi gagngert til að heim
sækja kofa hans. „Þér hafið
e. t. v. fengið áhuga á bók-
menntum e’ins og Gene Tunney
fyrirrennari yðar“, spurðu þeir.
„Nei alls ekki. Ég hef alltaf haft
hann. Ég ætla bara að athuga
hvort Burns hafi verið meira
skáld en ég.“
Ailir íbúar þorpsins Crumlin í
Suður-Wales fengu fyrir
nokkru 300 krónur hver fyrir
að rýma þorpið algjörlega i
nokkra klukkutíma. Fóru þeir
allir burtu, 400 talsins en komu
aftur þegar búið var að taka
þarna atrið'i í kvikmyndina
„Arabeque."
Loren
og Gregory Peck. Þau sögðu
eftir myndatökuna að þau hefðu
fengið hroll þegar þau komu
inn í þetta dauða þorp.
Þjóðverjar ætla nú að fara að
kvikmynda „Pétur Gaut“ Ib-
sens. Framleiðandinn Arthur
Brauner sagði b'laðárhönnum
fyrir skömmu að búið væri að
ráða aðalleikarann — hann er
LEX BARKER sem raunar er
betur þekktur sem TARZAN,
en enginn leikari hefur náð jafn
miklum vinsældum í því hlut-
verki og Barker. Það verður
fróðlegt að sjá hverning honum
gengur að leika Pétur Gaut.
3 herbergja íbúð í
Goðheimum
Höfum verið beðnir að selja 3 herb., vandaða
íbúð við Goðheima. íbúðin er á jarðhæð (ekk
ert niðurgrafin). Sér inngangur, sér hitaveita
harðviðarinnréttingar. Teppi fylgja.
HÚS OG SKIP FASTEIGNASTQFA
Laugavegi 11, simi 2-1515 Kvöldsimi 23608 - 13637.
3 herbergja jarðhæð
við Sólvallagötu
Höfum til sölu 3 herb. jarðhæð í steinhúsi við
Sólvallagötu. Verð kr. 650 þús. Útborgun kr.
400 þús. Mjög þægileg íbúð.
HÚS OG SKIP FASTEIGNASTOFA
Laugavegi 11 . Sími 21515 — Kvöldsimar 23608 — 13637.
um í 15 ár — og það sé 15 ár-
um of mikið. En þetta þarf
ekki að boða það að þessi
mikla slagsmálahetja sem held
ur utan um stúlkuna sína með
annarri hendi og- rotar skúrkana
með hinni, sé að kveðja þetta
vinsæla hlutverk. Hann hefur
sagt eitthvað svipað þessu öll
þessi ár. Það sem styður þessa
trú vora er það, að Lemmy-
myndirnar gefa góðan skilding
bæði leikurum og framleiðend-
um og þá ekki síður þeim kvik-
myndahúsum, sem fá myndim-
ar til sýningar.
Eddie Constantine býr
skammt fyrir utan París í ein-
býlishúsi. í rauninni er Eddie
nokkuð líkur Lemmy, nema
hvað höndin er honum ekki eins
laus í einkalífinu, — sem betur
fer. Hann heldur stórar og mikl-
ar veizlur og á eigin hesta á
veðhlaupabrautinni.
„Og alltaf eru það einhverjir
reikningar til að borga,“ segir
hann og andvarpar. „Og þá er
nýtt Lemmy-handrit komið upp
í hendurnar á manni ásamt samn
ingi og þá verð ég að grípa til
pennans og setja nafnið mitt
untíH itil nfi geta borgað reikn-
ingaflóðið". En Eddi.e er þreytt-
ur á Lemmy leinilögreglumanni.
Hann lék í Alphaville, mynd Je-
an-Luc Godards en fannst bara
að hann væri eins konar Lemmy
framtíðarinnar. „Ég vildi gjam-
an leika eins konar Gary Grant
kómídeu, það er dálítið óvenju-
legt fyrir mig.“
☆
Nú er ekki svo að skilja að
Eddie sé neitt leiður á lífinu.
Síður en svo. Hann er mjög stolt
ur að eigin sögn af persónuleg-
um viðskiptum sinum við menn
eins og Frank Sinatra og Gre-
gory Peck. Árið 1936 var hinn
ungi Eddie Constantine i reynslu
I einu kvikmyndavera Holly-
wood ásamt Mickey Rooney, Oli
via De Havilland og John Dav
is Lodge, sem síðar varð am-
bassador. Þau vom að reyna að
fá hlutverk í „Jónsmessunætur-
draumi. Constantine hinn ungi
var ekki ráðinn í hlutverk. Hann
var ráðinn sem einkabílstjóri
Joan Crawford!
í mörg ár var Eddie heldur
ekki sérlega áberandi í París.
Það var ekki fyrr en einn fram-
leiðandinn uppgötvaði hann, sá
eitthvað óvenjulegt við andlitið,
sagði að það væri eins og mark-
skifa og úr þessum manni gerði
hann Lemmy Caution, banda-
ríska leynilögreglumanninn, sem
síðustu 15 ár hefur verið vin-
sælastur allra á hvíta tjaldinu og
heldur enn velli þrátt fyrir Jam-
es Bond, aðsóknin að myndun-
um er samt sú sama og öllu
meiri þó að sögn erlendra kvik-
myndahúsaeigenda.
um ekki þá hneisu henda okk-
ur, að í málinu festist sú „am-
baga“, að svo og svo mörg „sjón
vörp“ séu nú í notkun á ís-
landi, enda mun eng’inn Islend-
ingur tala, né rita um mörg
Útvörp, þegar átt er við við-
tækjafjölda.
Ég vona og treysti þvi, að for
ráðamenn Sjónvarpsins séu mér
sammála um þetta atriði, en tel
aðra mér færari um að skapa
framtíðarnafnið.
Að lokum langar mig að
minna hér á, að við stofnum út
varps á íslandi komu þegar
fram 2 he'iti á fyrirbærinu: „Víð
varp“ og „Útvarp“. Munu nú
flestir telja, að vel hafi ráðizt
nafnagiftin þá.
Hver vildi nú t. d. skipta á
hinu stutta og laggóða „Síma“-
nafni og „Telephon", sem nærri
lá, að fengi festu í málinu, af
því að farið var að stytta það
og tala um að „fóna“? Sem bet
ur fer sigraði síminn, þótt ekki
kæmi nýyrðið fram í upphafi
símanotkunar á íslandi.
Einn sérvitur.
Kári skrifar:
í Hugtak og -tæki.
Útvarp og -viðtæki.
I Sjónvarp og -hvað?
i Margt vildi ég um sjónvarp-
ið segja, fyrst setztur er ég við
borð. Um flest það ég þó ætla
að þegja, oft þögnin er betri en
I orð.
i Þessar fáu línur eiga aðe'ins
' að fjalla um eitt atriði við-
víkjandi tækjunum sjálfum. Ég
vil Ieyfa sjálfum mér, að bera
fram fyrirspum til þeirra fram-
sýnu manna, sem nú keppast
við að koma á sjónvarpi á
okkar fáinenna, en stóra og
fjöllótta landi, — fyrirspurn um
hvaða nafng'ift sé fyrirhuguð
þvf undratæki, sem á að veita
sjónvarpinu viðtöku og fram-
kalla viðstöðulaust úr þvi lif-
andi myndir, (eins og kvikmynd
irnar voru fyrst nefndar á Is-
landi).
Vonandi hafa okkar málhög-
ustu menn nafnið þegar tilbú'ið,
— en „hvað dvelur Orminn
langa?“ Þegar svo langt er kom
Islandi, að þegar eru ráðnir
fastir starfsmenn, þá er orðið
meira en mál, að opinbera al-
menningi nafn'ið á þessu töfra
tæki, og það jafnvel þótt eng-
in tæki væru enn tekin í notk-
un hér á íslandi, hvað þá, þegar
þúsundir sjónvarpstækja eru
þegar í notkun.
Þótt segja mætti, að orðið
„Viðtæki" gæti eins vel átt við
sjónvarp og annað útvarp (hljóð
varp), þá er tungan okkar svo
„orða frjósöm móð'ir", að ekki
ætti okkar málfróðu mönnum
að verða skotaskuld úr því,
að gefa framtíðinni 2 nöfn á
þessum mismunandi fjölmiðl-
unartækjum, þótt skyld séu.
Framtíðamafn.
Við íslendingar getum verið
hreyknir af hinu ágæta sjón-
varpsnafni á athöfninni sjálfri
og og væntanlega stofnuninn’i
einnig, einkum ef hugleidd er
uppgjöf frænda vorra á Norður
löndum við að gefa þessu fram-
tíðar fyrirbæri þjóðlegt nafn
(eins og útvarpinu), — en lát-
Dæmigert atvik úr Lemmymynd. Lemmi er í faðmlögum en rotar
um leið einn af fjandmönnum sinum með hamri.