Vísir - 15.11.1965, Side 15
VlSIR . Máiiudagur 15. nóvember 1965.
1
_naio(
TMiZAN
V-YES,£1K.
...MUST SEAU
EMéRGENCY...
, HE riP’N'T ■
RA7IO AHEA7!
rlTS
GENEKAl.
. YEATS!,
„Hve lengi? Hvem fjandann kem
ur það . . . “
„Svaraður mér!“ öskraði Har-
danger.
„Um fjörutíu mínútur. En . . . “
„Hvaða bílgerð?"
„Vanden Plas Princess, 3-lítra
...“ Það lá við að hann kjökr-
aði af reiði. „Splunkunýr, smaragð
grænn. Ekki nema þriggja vikna“.
„Hafðu engar áhyggjur", þusaði
Hardanger. „Þú færð bílinn aftur,
við sjáum um það“. Að svo mæltu
dró hann upp rúðuna, Jagúarinn
tók skriðinn, og náunginn með
skjalatöskuna glápti á eftir okkur.
„Til Alfringham", sagði Hardang
er við varðstjórann, sem framí sat.
„Því næst Lundúnaleiðina. Aftur-
kailaðu skipunina til lögreglunnar
varðandi Fiatinn. Nú ér það smar-
agð grænn Vanden Plas Princess".
„Skærgrænn" leiðrétti hers-
höfðinginn. „Það eru lögregluþjón-
arnir, en ekki eiginkonur þeirra,
sem eiga að skilja tilkynninguna".
„Við þurfum ekki að fara 1 nein-
ar grafgötur um tilganginn hjá Mc
Donald", sagði ég, þegar Jagúar-
in brunaði eftir regnblautri bíla-
brautinni. „Honum gekk það ekki
til eingöngu að vinna að framgangi
kommúnismans. Hann vildi lifa líf-
inu svo að kvæði, Að vfsu var hann
gegnrauður í eina tíð — eða svo
sagði frú Helle, og hún er kona,
sem áreiðanlega veit sínu viti. Ann-
ars hefði hann ekki heldur komizt
í svo náið samband við þá austan
járntjalds, sem raun ber vitni. Hann
hefur og fengið nokkuð fyrir snúð
sinn, eins og sjá má heima hjá
honum, en yfirleitt lét hann ekki
mikið á velmegun sinni bera út í
frá, svo að hún vekti ekki grun“.
„Hvað um sportbílinn?" spurði
Hardanger.
,Hann hafði gengiö þannig frá
þeim kaupum, að það varð ekkert
á þeim haft að því ieyti til. En
smám saman náði ágimdin tökum
á honum. Og síðustu mánuðina
barst honum svo mikið fé, að hann
átti f hálfgerðum vandræðum með
það“.
„Fyrir að senda þeim í Varsjá
sýnishom og upplýsingar?" spurði
hershöfðinginn.
„Nei“, svaraði ég. „Fyrir það að
hafiii náð tökum á Gregori".
„Þvf miður“, varð hershöfðingj-
anum að orði. „Ég fylgist vfst ekki
fyllilega með“.
„Það er í rauninni ekki svo tor-
skilið". sagði ég. „Þessi Gregori
— það er að segja sá maður, sem
við þekkjum undir því nafni —
hafði fengið stórsnjalia hugmynd en
hann var óheppinn að vissu leyti,
hvað framkvæmd hennar snerti. Að
vísu hafði hann nokkra þ-ekkingu
á efnafræði tvg — þaS, sem mestu
máli skipti — hann var að ytra
útliti sláandi líkur hinum rétta
dr. Gregori".
„Sem var myrtur, eða hvað?“
spurði Hardanger.
„Vafalaust. Sá Jr. Gregori, sem
ók af stað frá Torino með allt
sitt veraldargós- $ baksætinu í Fiat-
bílnum, kom áréiðanlega áldrei
hingað til Bi-etlands. En sá, sem
settist undir stýri einhvers staðar á
leiðinni, eftir að bafa fullkomnað
einhverjar smábreytingar á útliti
sfnu, svo að hann yrði óþekkjanleg
ur frá hinum myrta, komst hins
vegar heilu og höldnu til Bretlands
með vegabréf hans og öll persónu-
skilríki upp á vasann. Hvað það
snerti, hafði hann heppnina með
sér“.
„En nú víkur að óheppninni. Þó
að vísindalegrar starfssemi hins
dr. Gregori hefði að sjálfsögðu ver
ið nokkuð getið f brezkum blöðum
f sambandi við ráðningu hans að
stofnunninni í Mordon, var hann
hér öllum ókunnur'sem maður. Það
er að segja . . . það var hér einung
is um að ræða einn mann, sem
kynnzt hafði honum persónulega.
Dr. McDonald. Sá falski dr. Gregori
hafði ekki hugmynd um það. Mc
Donald sá hins vegar að sjálfsögðu
strax að þama vom maðkar í mys
unni, þar sem hann hafði sótt allar
ráðstefnur Alþjóða Heilbrigðis-
málastofnunarinnar sem fulltrúi
Breta, en dr. Gregori sem fulltrúi
Italíu, svo að þeir vora nákunnug-
ir“.
„Og þama kemur ástæðan fyrir
því, að ljósmyndina vantar í heft-
ið“, mælti hershöfðinginn.
„Á þeirri mynd hafða þeir áreið-
anlega staðið hlið við hlið, dr.
Gregori og dr. McDonald. Suður í
Toronto. Hvað um það. Þegar Mc
Donald hafði hugleitt málið í
nokkra daga, sneri hann sér að
þessum falska dr. Gregori og gaf
j honum í skyn að honum væri viss-
■ ara að hafa hægt um sig. Við getum
■ ímyndaö okkur hvað gerzt hefur.
Gregori þessi hefur óðar dregið
j upp marghleypuna, en McDonald
! verið við slíku búinn og skýrt hon-
i um frá, að hyggil. væri fyrir hann
i að stinga henni á sig a.ftur. Dr.
ÍMcDonald léti ekki neinn hafa sig
! að fífli, og áreiðanlega hafa runn-
i ið tvær grímur á þennan Gregori,
j þegar hann skýrðf honum frá að
j það væri ýmsar upplýsingar varð
i andi hann geymdar í innsigluðu um
! slagi f vissu bankahólfi og þannig
; um hnútana búið að lögreglan fengi
|þær í hendur, ef McDonald skyldi
; annaðhvort týnast eða látast voveif
lega. Jú, Gregori hefur stungið
marghleypunni á sig og gengið að
samningum, og það hefur verið Mc
Donald, sem setti honum kostina —
afarkosti, háar fjárapphæðir, sem
Gregori hefur orðið að greiða hon
um mánaðarlega. Annars . . . þvf
að nú gat McDonald sannað á hann
morðsök ..."
„Ekki skil ég þetta enn til hlýt-
ar“, varð Handanger að orði. „Eða
geturðu fmyndað þér að hershöfð
inginn hérna hefði, tvo trúnaðar-
menn sína starfandi ,á sama stað,
í Varsjá til dæmis, án þess að þeir
fengju að vita hver af öðrum og
gætu því þá og þegar farið í hár
saman og jafnvel myrt hvorn ann-
an. Ég hef meira álit á skipulaginu
hjá þeim austan járntjalds. en svo,
að ég geti trúað slíku á þá“.
„Sama segi ég“, varð hershöfð-
ingjanum að orði.
„Ég lfka“, sagði ég. „Ég held
i bví fram, að dr. McDonald hafi unn
i ið fyrir þá, en ég hef aldrpi haldið
: þvf fram, að þessi Gregori væri á
j þeirra vegum. Ekki heldur að þetta
irán hans á djöflaveiranni væri að
undirlagi kommúnista — það erað
þið Hardanger, sem hafið ályktað
það“.
Hardanger laut nær mér f sætinu.
„Þú átt þá við, að þessi Gregori
sé vitfirrtur?“
,„Sértu enn þeirra skoðunar, eftir
allt það, sem á undan er gengið“,
svaraði ég illkvittnislega, „er full
ástæða til að þú sækir um hvíld frá
störfum. Það er áreiðanlega gild
ástæða fyrir því, að Gregori vildi
komast yfir sýklana, og ég er ekki
f neinum vafa um að hann trúði
McDonald fyrir þeirri ástæðu.
Hann varð að tryggja sér samstarf
hans. Hefði hann sagt dr. McDon-
ald það að sér væri það kapps
j mál að komast yfir taugalömunar
j sýkilinn, en ég nokkurnveginn viss
j um að McDonald hefði hafnað allri
! samvinnu. En hafi Gregori heitið
jhonum, t. d. 10.000 sterlingspund-
j um að launum, gegndi öðru máli.
j McDonald var nú einu sinni þann-
: ig gerður".
j
Við vorum komnir í námunda við
j Alfringham. Bílstjórinn þeytti við-
vöranarblfstruna án afláts, og Jagu
1 arinn fór á tvöföldum þeim hraða,
sem lög leyfðu. Ekillinn var þaul-
reyndur, einn af þeim leiknustu
og beztu, sem Hardanger hafði á
að skipa, og vissi nákvæmlega
hvað hann mátti bjóða bæði sér og
farartækinu, án þess að eiga á
hætu að verða okkur öllum að
bana.
Hardanger skipaði að numið
skyldi staðar. Það stóð umferðar-
lögregluþjónn skammt framundan
á gatnamótum, og Hardanger dró
niður rúðuna, benti honum að
koma, kynnti sig og spurði hvort
nokkuð hefði sézt til ferða bíls af
gerðinni Vanden Plas Princess fvr
ir svo sem einni klukkustund, lýsti
nánar bæði stærð hans og lit.
„Ætli ekki það“, svaraði lögreglu
þjónninn. „Bílstjórinn hugðist virða
götuvitann að vettugi, svo að ég
stöðvaði hann, en hann gaf þá
skýringu að afturhjólahemlamir
hefðu farið úr lagi, þegar hann
beitti þeim f blautu malbikinu þá
fyrir andartaki, og þess vegna hefði
hann ekki þorað að beita þeim að
ráði aftur, þar eð dóttir sín lægi
sofandi í aftursætinu og hefði-get
að hrokkið fram úr því og slasazt
við rykkinn. Ég leit inn í aftursæt-
ið komst að raun um að hann sagði
þetta satt . . . stúlkan svaf þar,
og svo fast að hún rumskaði ekki
við samtal okkar. Það sat maður
þar hjá henni. Ég sá því ekki á-
stæðu til frekari aðgerða, en lét
bflstjórann sleppa með áminningu“.
Veggfesting
Loftfesting
1EttWíM
IBRAUTIN-
AMtRÍSKA
TNÍNóu:
MæSum upp
Setium upp
Lindnrgötu 25
síms 13743
UMBODSMENN
VISiS /
ÁRNESSÝSLU
ERU:
.0
Á SELFOSSI
Kaupfélagið Höfn
og Arinbjörn
Sigurgeirsson
Á STOKKSEYRI
Benzínsala
Hraðfrystihússins
Á EYRARBAKKA
Lilian Óskarsdóttir,
y Hjallatúni
í HVERAGERÐI
Reykjafoss
í ÞORLÁKSHÖFN
Hörður Björgvinsson
UMBOÐSMENN
VISIS
SELJA BLAÐIÐ
TIL FASTRA
KAUPENDA OG
/ LAUSASÖLU
VÍSIR
ASKRIFENDAÞJONUSTA
Áskriftar-
Kvartana-
siminn er
11663
virka daga kl. 9-19 nema
laugardaga kl. 9—13.
Já, það er Yeats hershöfðingi. Það hlýtur
5 vera eitthvað árfðandi.
Hann sendi ekki skilaboð áður. Halló
Tarzan. Þú kondu hingað. Já herra.
AUGLÝSINC
í VISI
eykur viðskiptin