Vísir


Vísir - 23.11.1965, Qupperneq 8

Vísir - 23.11.1965, Qupperneq 8
8 T VISIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VfSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson ■ Þorsteinn Ó Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingóifsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Nýr Framkvæmdasjóður J^íkisstjórnin hefur nú ákveðið að beita sér fyrir víðtækum breytingum á skipulagi stofnlánamála í landinu. Einn þáttur þeirrar breytingar er sá að Fram- kvæmdabankinn verður nú lagður niður. Stofnaður verður sérstakur Framkvæmdasjóður ríkisins, sem starfa mun í tengslum við Seðlabankann. Hlutverk þessa nýja framkvæmdasjóðs verður það, svo sem Magnús Jónsson fjármálaráðherra gat um á ráðstefnu Sambands sveitarfélaga, að afla nauðsynlegs fjár- magns til stofnlánasjóða atvinnuveganna. Jafnframt er sjóðnum ætlað það hlutverk að afla fjár til Fram- kvæmdaáætlunar ríkisins. í athugun er nú hvort stofnlánaþörf sveitarfélaganna geti ekki fallið inn í þetta lánal^erfi, en að því yrði tvímælalaust hin mesta bót. Hinum nýja Framkvæmdasjóði ríkisins mun verða fagnað af öllum þeim aðilum, sem njóta eiga lána úr Stofnlánasjóðum atvinnuveganna. Á það hefur oft réttilega verið bent að æskilegt væri að efla þá enn meira en orðið hefur, þótt t. d. stofnlánasjóður landbúnaðarins hafi verið mjög efldur á síðustu ár- um. Nú myndast ný viðhorf í þessum efnum, ekki sízt fyrir þá auknu samræmingu að Framkvæmda- sjóðnum er ætlað að afla fjár til framkvæmdaáætl- ana ríkisins og landsfjórðunganna. Þannig ætti að vera vel tryggt að framkvæmdafé nýtist sem bezt og það gangi til þeirra framkvæmda, sem mikilsverðast- ar eru á hverjum tíma. Utboð framkvæmda Hér á landi eru engar almennar reglur til um tilboð í verk samkvæmt útboðum. Verkkaupar afla tilboða, en telja sér ekki skylt að taka lægsta tilboði, dæmi eru til um margvísleg undirboð og þeir sem telja sig misrétti beitta geta hvergi leitað réttar síns. Útboð stórra framkvæmda hafa hins vegar færzt í vöxxt síðustu árin. Er því fullljóst að tímabært er að settar verið nákvæmar reglur um tilboð í verk samkvæmt útboðum hér á landi, Á það benti Þorvaldur Garðar Kristjánsson í fyrirspurn sem hann gerði fyrir nokkr- um dögum á þingi um það hvað liði störfum nefndar sem skipuð var 1959 og athuga átti þessi mál. Er hin brýnasta nauðsyn að sú nefnd ljúki störfum. Það ætti að vera skylda að framkvæmdir ríkis og sveitar- félaga væru boðnar út til þess að tryggja sem mesta hagsýni í meðferð opinbers fjár. Á það ekki sízt við á byggingarmarkaðnum, þar sem upphæðirnar skipta hundruðum milljóna. Þannig hagnýtist hin frjálsa samkeppni verkaðilanna sem bezt. En til þess þarf að skapa fastar reglur í þessu efni, sem tryggi ekki aðeins hagsmuni verktaka og verkkaupa, heldur og þ j óðarheildarinnar. V í S 1R . Þriðjudagur 23. október 1965. ■SXiemtOs Seinna bindið af ferða- bók Olaviusar komið út Seinna bindið af ferðabók Ólafs Olvisar er komið á bóka markaðinn á vegum Bókfellsút- gáfunnar, — nær 400 blaðsiðna bók með mörgum uppdráttum og myndum. Það má kallast stórvirki að ráðast í útgáfu þessara mestu landslagslýsingu Olaviusar, sem er ein hin merkasta heimild um landshætti og atvinnuvegi ís- lendinga á síðari hluta 18. ald- ar. Bókin hefur aldrei komið út á íslenzku fyrr, en frumútgáfan danska hefur í meira en öld verið ófáanleg bók. í þessu bindi lýsir Olavius landsháttum og atvinnuvegum á austanverðu Norðurlandi svo og á Austurlandi öllu. Þá er og 2 bækur B.O.B. Bókaforlag Odds Björnssonar hefur nýlega gefið út tvær nýjar skáldsögur eftir Ingibjörgu Sig urðardóttur. Sögur þessar heita „Sjúkrahússlæknirinn" og „Feðg arnir á Fremra-Núpi. Báðar eru þær islenzkar ástarsöguur, sú fyrmefnda getur flokkazt undir þær vinsælu bókmenntir sem kallaðar eru læknasögur, hin er um sveitarómantík. Ingibjörg Sigurðardóttir gerist nú stórvirk ur rithöfundur. Þessar bækur hafa komið út eftir hana frá sama forlagi: Sýslumannssonur- inn Systir lækr.isins, Ást og hatur, Bylgjur, Heimasætan á Stórafelli, Læknir í leit að lífs- hamingju og Sigrún I Nesi. Þá gefur sama forlag út tvær barnabækur Önnur þeirra er eft ir Jennu og Hreiðar Stefánsson í Öddu-bókaflokknum, heitir í þessi Adda í kaupavinnu. Er það endurprentuð bók en hún kom fyrst út 1950. Hin bamabókin er eftir Ingi- björgu Jónsdóttur og heitir „Jóa Gunna“. Það er dýrasaga ætluð fsrrir böm allt að 10 ára að aldri sérstakur kafli sem höfundur kallar „Ýmislegt um náttúru- fræði og fornleifar", en þar á eftir kemur „Viðbætir um Breiðafjörð". Það er síðasti þátt ur Olavisuar sjálfs í Ferðabók inni. En í bókarlok koma tveir langir kaflar eftir útlenda menn. Annar þeirra er Skýrsla Ole ‘ Henckel um brennisteinsnámu á íslandi, en hin er „Lýsing á nokkrum surtarbrandsfjöllum" eftir Christian Ziener. Ýtarleg nafnaskrá yfir staðarnöfn, svo og atriðaskrá fylgir ritinu, sem Jón Gíslason hefur gert. Steindór Steindórsson mennta „ , » , , skólakennari á Akureyri þýddi og er hun ævintyri litillar brunn .... ... . , i •«•11 DOKina a ísienzKu. ar bjoliu. Nýtt hefti Ice- land Review Nýtt hefti af ICELAND REVIEW er komið út, vandað að efni og útiliti eins og áður. Að þessu sinni er það helgað íslenzkum frímerkjum að nokk- ra, birtir viðtal við póst- og símamálastjóra, Gunnlaug Brigm. Qyttifj,grein um íslenzk fröneriíi. ,~,/fyrr. og..nú, eftir Jónas Hallgrímsson, stutt viðtal við bandarískan frímerkjakaup mann um íslenzk frímerki og segir frá frímerkjasölu póst- þjónustunnar. Ennfremur fclrtist í ritinu heil síða litmynda af íslenzkum frímerkjum, m. a. Surtseyjarseríunni, og mun það Raftækjasalar stofna Mánudagiim 15. þ. m. var haldinn stofnfundur Félags raf- tækjasala f skrifstofu K.I. að Marargötu 2 hér í borg. Mættir vom á fundinum 17 raftækjasalar og samþykktu þeir einróma stofnun félagsins svo og framlagt lagafrumvarp. Fundinum stýrði Sigurður Magnússon formaður Kl. en framkvæmdastjóri samtakanna Knútur Bruun, hdl., flutti skýrslu um undirbúning félags- stofmmarinnar og skýrði fram- lagt lagauppkast. 1 stjóm félagsins vom kosnir eftirtaldir menn: Formaður Gfsli Jóh. Sigurðsson. Meðstjómend- ur: Valur Pálsson, Geir A. Bjömsson, Rafn Johnson og Andrés Reynir Kristjánsson. Varamenn: Karl Eiríkson og Þorsteinn Hannesson. Endurskoð endur vom kosnir: Ragnar Jóhannsson og Jónas Jónasson. Fulltrúi í stjóm K.í. var kos- inn Valur Pálsson og til vara Hákon Kristinsson. Að lokinni stjómarkosningu tók nýkjörinn formaður félags- ins Gísli Jóh. Sigurðssöp við fundarstjóm. Er fundi hafði ver ið slitið bauð framkvæmda- stjóm K.!. fundarmönnum til móttöku. Á stjómarfundi hjá K.l. 16. þ. m. lá fyrir upptökubeiðni hins nýstofnaða félags í K.í. og var hún samþykkt samhljóða. Sér- greinafélög innan vébanda sam takanna em nú 18 en tala fyrir- tækja um það bil 600. í fyrsta sinn að slík litprentun birtist í blaði útgefnu á íslandi. Hefur þetta hefti þegar vakið mikla athygli íslenzkra frí- merkjasafnara — og er Iceland Review eina ritið, sem gefið er út á ensku — og birtir réglulega þátt um íslenzk frímerki. ,Þá er í ritinu um Slysavama félag íslands og hið giftudrjúga starf þess eftir Elínu Pálmadótt- ur, blaðakonu. Nefnist greinin á ensku „On the Storay Atlant- ic“ og fylgja henni myndir af björgun áhafnarinnar af brezka togaranum Sargon frá Grimsby, teknar úr kvikmyndinni um björgunarafrekið við Látrabjarg. Framganga íslenzkra björgunar sveita hefur oft vakið athygli erlendis og er hér brugðið upp glöggri mynd af sögu og starfi Slysavarnafélagsins i máli og myndum. í heftinu er einnig grein um stærsta jökul Evrópu, Vatna- jökul, prýdd fjölda góðra mynda eftir Magnús Jóhannsson og Mats Wibe Lund jr. Viðtal er við bandaríska sendi herrann, James K. Penfield, um ferðalög hans á Islandi, en hann hefur ferðazt um landið þvert og endilangt, meira en þorri íslend inga. Þar segir sendiherrann frá því sem hann hefur séð athyglis verðast á ferðalögum sínum. 7 þús. fjár slátrað hjá Kaupfél. Höfn Hinn 11. nóv. s.l. hafði verið slátrað í sláturhúsi Kaupfélags- ins Hafnar á Selfossi 7.030 fjár. Er það mun fleira fé en slátrað var þar í fyrra, og nemur aukn ingin 36%. — Sláturhússtjóri er Guðmundur Geir Ólafsson. Meðalfallþungi dilka reyndist 13.90 kg. en 1964 var meðal- vigtin 13.39 kg. Mesta meðal- vigt hjá innleggjendum, sem lögðu inn tíu dilka eða fleiri, höfðu lömb frá Guðmundi Þor valdssyni, Laugarbökkum, Ölf- usi 17.93 kg., Birgi Hartmanns- syni, Úlfljótsvatni, Grafningi, 17.44 kg., Pétri M. Sigurðssyni, Austurkoti, Sandvíkurhreppi, 17.33 kg., og Hlíðardalsskólabú inu, Ölfusi, 17.20 kg. Sláturhús Kaupfélagsins Hafn ar er starfrækt allt árið, og er því enn verið að koma þangað af og til með f^ til slátmnar. Síðan um miðjan október hefir þó aðaliega verið slátrað þar nautgripum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.