Vísir - 01.12.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 01.12.1965, Blaðsíða 7
V í SIR . Miðvikudagur 1. desember 1965. SIGURÐUR VIGFUSSON: Hvern svíður ? Jjessi spurning kom mér £ hug, er ég hafði lesið grein séra Jóns Auðuns í Morgunblaðinu 19. f. m. þar sem hann hefur mitt nafn nokkuð ríkt í huga. Sem betur fer get ég sagt dóm- prófastinum það í fullri ein- lægni, að £ sálu minni verð ég ekki var neins sviða, enda mun ég einskis í missa vegna orða hans meðal þeirra, er sæmilega sjálfsvirðingu hafa. Hins vegar verður naumast hjá því komizt að líta á grein dómkirkjuprests ins öðru vísi en svo, að eitthvað hafi hlotið að óróa huga hans, svo mjög sem innihald hennar er óraimhæft og mislukkað. Hvers vegna treystir dóm- prófasturinn sér ekki til að gjöra grein fyrir þeim staðhæfingum _ sínum, sem nú á allra vitorði ‘ urðu tilefni þeirra skrifa, sem hér hafa átt sér stað? Hann virð ist láta sér það nægja, að skjóta því undir,. dóm almennings hvort rétt sé eða rangt að trúa orði Guðs. Mér virðist slíkt fremur fátækleg frammistaða af guð- fræðingi, ekki sfzt þar sem hann hefir að eigin sögn verið beðinn að „skýra máHð frá sínu sjónar miði“. Hvers vegna ekki að gjöra það „af hreinum hvötum, vonzkulaust“. Er málefnið ekki þess virði? Eða er málstaðurinn ekki svo góður sem skykli, að dómi dómprófastsins sjálfs? Ef kyrrstöðumenn „af sama sauða húsi og Sigurður Vigfússon" eru að eyðileggja öll kirkjuleg funda höld og kirkjuna sjálfá, svo sem helzt verður ráðið af ummælum prestsins, hvers vegna skipar hann sér þá ekki nú þegar í raðir hinna „djörfustu og drengileg- ustu“, þótt „bannfærðir" séu og „hreinsar kirkjunnar hús“? Það mætti þó ætla, að það þyrfti ekki að verða ofraun þessháttar mönnum, jafnvel þótt þeir ofur- lítið „þjáist af vanmætti kirkj- unnar“. Er það ef til vill kirkj- an, sem þeir ætlast til að verkið vinni, eftir þeirra fyrirmælum? Sé svo, er ekki óeðlilegt að kirkj an spyrji: Hvað er það þá, sem fjarlægja á úr húsi mínu? Já, svarið hefir dómprófastur gefið. Það sem fjarlægja skal er Guðs orð, nánar tiltekið: Vitnisburð Guðs um erfðasyndina og kerm- ingu kirkjunnar varðandi fall mannsins frá Guði skapara sín- um. Að þessu verki unnu, yrði þá ekki lengur þörf fyrir neinn hjálpræðisboðskap (Fagnaðar- erindi) og það hefir lfka dóm- prófasturinn staðfest með eigin orðum f Morgunblaðinu 10. okt. s.l. en þar segir: Að unt sé „að vera kristinn án allra kirkju kenninga“. Mann þarf nú sízt að undra, þótt séra Jóni Auðuns svíði það nokkuð, að þessu þarfa verki — að hans dómi — skuli ekki vera ljáð lið af mér og mín um skoðanabræðrum í trúmál- um. Væri nú í þessu farið að vilja dómprófastsins, yrði kirkjan ekki lengur kirkja Krists og held ur ekki evangelízk-lútersk. Kirkja Krists er stofnuð af Guði, hún er „bygging, er hefir að grundvelli postulana og spá- mennina, en Krist Jesúm sjálfan að hymingarsteini“. (Ef. 2. 20). Með öðrum orðum, hún er guðs ríki hér á jörðu, sem við menn imir getum tekið afstöðu til, en fáum hins vegar engu ráðið varð andi eðli hennar eða tilgang. Evangelízk-lútersk er þjóðkirkj an svo lengi sem hún heldur fast við kenningu Heilagrar Ritning- ar og játningar sínar, svo sem þær í uppruna sínum urðu til. í bókinni „Fimm höfuðjátning ar evangelízk-lúterskrar kirkju", með greinargjörð um uppruna þeirra, eftir Sigurð P. Sívertsen, prófessor í guðfræði, segir um uppruna-syndina m. a. svo á bls. 65: „frá falli Adams fæðast allir menn, sem á eðlilegan hátt em getnir með synd, það er að skilja: Án guðsótta, án trausts til Guðs, og með tilhneigingu til hins illa“. Þessi kenning kirkj unnar er, svo sem vitað er byggð á Guðsorði þar um. Til glöggv unar skal þvf bent til eftirfar- andi Ritningarstaða: 1. Mós. 3. Jes. 43, 27. Róm. 5. 2. Kor. 11, 3. l. Tím. 2, 14. 1. Kor. 15, 22. Sé nú kenningu kirkjunnar um uppruna-syndina hafnað og hún lýst ósönn, svo sem niðurrifs- mennimir fyrr og síðar hafa gjört. hver er þá þörf hjálpræðis fyrir mennina? Sú þörf er þá ekki lengur fyrir hendi. Þetta vita niðurrifs-mennirnir, enda fara þeir ekki dult með afstöðu sína til endurlausnarkenningar kirkjunnar, sem einnig er byggð á Ritningunni og staðfest í Guðs opinberun Jesú Krists. Ritning in segir: „Laun syndarinnar er dauði“. Séra Jón Auðuns segir það vera ósatt. Ritningin segir: „Fagnaðarerindið er kraftur Guðs til hjálpræðis"., Séra Jón Auðuns segir Fagnaðarerindið ó- þarft, menn geti verið. kristnir ,án allra kirkjukenninga“. Niður rifs-mennimir neita þvf að eðlis Sigurður Vigfússon munur sé milli ills og góðs, að- eins sé þar um stigmun að ræða. Þeirra hjálpræðismöguleiki bygg ist því á getu mannsins sjálfs — verkaréttlætingunni. Ritningin segir: „Af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú og það er ekki yður að þakka, heldur Guðs gjöf. Ekki af verkum, til þess að eng inn skuli geta þakkað sér það sjálfum". (Ef. 2, 8-9). Cannleikurinn er sá, að menn með trú og lífsskoðun hlið- stæða þvf, sem kemur fram hjá séra Jóni Auðuns, eru alls ekki evangelísk-lúterskrar trúar. Og til kennimannastöðu í þjóðkirkj unni hafa slíkir menn þvf hvorki kristilega — né kirkjuréttarlega séð nokkura heimild. Svertingi verður ekki hvítur við það, að. , gjörast .. Eíkisþorgari , meðal ..hvítra,..,h^np pr svpr.tingi .eftir sem áSuriiÞapnig.er um þá, sem afneita Guðsorði og kenningum kirkjunnar, þeir geta samkvæmt stjórnskipunarlögum rikisvalds- ins verið skráðir meðlimir þjóð kirkjunnar, en samkvæmt eðli kirkjunnar og tilgangi eru þeir hinir sömu menn óhæfir til kennimannsstöðu vegna þess að þeir vinna gegn Herra kirkjunn ar — Guði. Og með þvf að rík isvaldinu er skylt samkvæmt stjórnarskránni, að vemda kirkj una, sem guðlega stofnun fyrir öllu því, er hann skaðar, ber því óhjákvæmilega að synja slík um mönnum um kennimanns- embætti innan þjóðkirkjunnar. Um þetta segir einn merkasti lögfræðingur þjóðarinnar svo: „Þjóðkirkjutrú er bæði skilyrði til þess að geta fengið kenni- mannsembætti í þjóðkirkjunni og til að halda því, sbr. 1. nr. 48, 16. nóv. 1907“. „íslenzkur kirkjuréttur", eftir Einar Amórs son, bls. 23. Céra Jón Auðuns biður lesend- ur sína fyrirgefningar á því að hann vilji ekki ræða við mig og mína skoðanabræður um „guðlast og villitrú". Það undrar mig að vísu ekki, þar mundi hann líka áreiðanlega sem for- svarsmaður spíritisma og fl. standa á mjög hálum ís og er mfn ósk sú, að það mætti hann sjá réttilega sér til blessunar. Gagnsemi slíkra umræðna gæti þó ef til vill orðið nokkur, ef presturinn fengist til þess af ein lægni og með virðingu fyrir því, sem rétt er, en þvf miður sýnist oft skorta um of á löngun hans þar til. Vott um það var og að finna f skrifum hans þann 14. nóv. en þar lætur hann líta svo út, að það hafi verið rétttrúnað- arkirkja, sem af mestu hatri of- sótti Jesúm. Væntanlega er hér ekki um tilhneigingu til sögu- fölsunar að ræða. En erfitt er og að ætla, að þetta sé gjört í góðum tilgangi gagnvart þvf sem rétt er. Varðandi gúðlast, þá virðist það sanikvæmt kirstnu siðgæði hvergi fremur eiga sér Framh. á bís. 4 KRISTJÁNSSON: Á MIÐVIKUDAGSKVOLDI -K Ctórveldin senda mannlaus ^ geimskip til annarra hnatta. Geimskipum þessum er fjar- stýrt frá jörðu. í útbúnaði þeirra sést hástig þróunarinn- ar f fjarstýringu og sjálfvirkni. Þessi sjálfvirkni er dýr eins og hún kemur fram í tilraunastarf- seminni á bak við geimskotin. En sjálfvirkni er líka ódýr, þegar búið er að einfalda hana og hefja verksmiðjuframleiðslu á tækjum hennar. Sú sjálfvirkni, sem nú kemur fram f geimskipa smíði, verður orðin útbreidd til borgaralegra nota eftir nokkur ár. Þannig hefur þróunin verið undanfarin ár. Á sama tima og sjálfvirk og fjarstýrð geimskipin þjóta um himinhvolfið getum við Islend- ingar ekki sett skip á sjó til fiskveiða né kaupferða, án þess að allt sé morandi af mannskap um borð. Nágrannaþjóðirnar taka nú sjálfvirknina sem óðast í þjón ustu sfna og þykir lífið liggja við, að það gangi sem hraðast. Enda mótmælir því enginn nú orðið, að lífsskilyrðin batni í jöfnu hlutfalli við aukna sjálf- virkni. Jfyrir skömmu fóru framá- menn f sjávarútveginum til Bretlands að skoða hina nýju togara Ross-hringsins og þótti mikið til koma. Þessir 400 lesta skuttogarar hafa aðeins fimm manna áhöfn og þessir fimm menn hafa sföt meira 5 gera Þarf 5 en þrjátíu mennirnir, ser- eru um borð f úreltu, íslenzku tog urunum. í nýju Ross-togurunum er mjög fullkomið stjómkerfi, sem gerir skipstjóra kleift að stjórna á einfaldan hátt vél, skipti- skrúfu, togvindu og öðrum út búnaði frá einu litlu stjórnborði í- brúnni. Vélstjórar og smyrj- arar eru engir um borð og eng- inn loftskeytamaður. Þá er öll líkamleg vinna við fiskinn í lág marki vegna hagkvæmrar notk unar véla við vinnsluna. Þeirri líkamlegu vinnu, sem er nauð synleg, er hagrætt þannig, að erfiðið verði sem allra minnst. Sams konar sjálfvirkni er um þessar mundir einnig að ryðja sér braut í kaupskipum. Fyrir skömmu var í Reykjavíkurhöfn flutningaskip frá Moore-Mc Cormack og vakti mikla athygli Sú sjálfvirkni, sem þar er not- uð, fellur þó í skuggann af þeirri sjálfvirkni. sem er í full komnustu kaupskioum, er nú eru að renna af stokkunum. Þegar Ross-togararnir eru born ir saman við íslenzku togarana, eða 30 furðar sig enginn á þvf, að Ross skuli alltaf græða og íslenzka togaraútgerðin alltaf tapa. p’n það þarf ekki nauðsvnlega ný skip til þess að hægt sé að hagnýta þessar nýjungar. Það er hægt að koma að mikilli sjálfvirkni f gömlu skipunum, án mikils rasks. Revndur útgerð armaður tjáði mér um daginn, að með tiltölulega litlum breyt ingum á togurunum væri hægt að fækka yfirmönnum um þrjá og að á kaupskipunum mætti á sama hátt fækka yfirmönnum um fjóra-fimm. Hér eru engar smá upphæðir f húfi, því laun fjögurra yfirmanna eru um millj ón krónur á ári. Gallinn hér á landi er fyrst og fremst sá, að íslenzkír út- gerðarmenn eru smákóngar, sem vilja vera í friði í rfki sínu og hafa sem minnsta samvinnu við innlenda stéttarbræður. Þar að auki er hver útgerðarmaður svo önnum kafinn í „redding- um“ og hlaupum milli banka, að hann hefur ekki tfma til að kynna sér vandlega, hvaða nýj menn? ungar eru líklegar til að bæta rekstur skipa hans. Útgerðarmenn þurfa í sam- vinnu við ríkisvaldið að koma á fót tæknistofnun, sem hefði það vérkefni að leita að nýrri tækni, prófá hana og samræma íslenzk um staðháttum. Markvissar til raunir komi f staðinn fyrir nú- vérandi ástand, er útgerðar- kóngarnir eru hver í sínu horni að bauka við tilraunir af litlum efnum og með litlum árangri. Vonandi verður ekki langt að bfða slfkrar stofnunar. J öðrum löndum hefur sjálf- virknin orðið að ryðja sér braut gegn harðri andstöðu al þýðusamtakanna, sem hafa ótt azt, að sjálfvirknin mundi skapa atvinnuleysi. Þessi ótti hefur ekki alltaf verið ástæðulaus. þvi mörg lönd búa við stöðugt at- vinnulevsi. Hér er þessar hindrun ekki fyr ir að fara. Þorstinn eftir vinnu afli er svo gífurlegur, að stór- aúkin sjálfvirkni verður engum til ógagns. Má nefna, að þörfin fyrir vélstjóra, bæði í skip og f ýmsan iðnað í landi, er orðin að óleysanlegu vandamáli. Sjálf virkni í skipaflotanum mundi gera miklum hluta vélstjóra kleift að hætta á sjónum og fara (f hliðstæð störf í landi, án þess að útgerðarmenn yrðu að leggja skipunum. Þá er orð ið mikið vandamál, að tugir fiskiskipa, hin dýrustu fram- leiðslutæki, liggja bundin nærri árið um kring, af því að mann skapur fæst ekki á þau. Þetta á- stand hér á landi býður sjálf virkni heim, án þess að alþýðu samtökin leggi stein í götu henn ar. Ef sjálfvirkni á að færast í vöxt á íslandi, verða bæði vinnu veitendur og alþýðusamtökin að vera sveigjanleg f samningagerð sinni. Sjálfvirkni kemur að tak mörkuðu gagni, ef t. d. togarar verða að hafa 30 menn um borð, þótt aðeins sé verkefni fyrir fimm menn. Við notkun sjálf virkninnar sparast milljónir og aftur milljónir, sem geta komið öllum aðilum til góða, útgerðar mönnum, sjómönnum og þjóð- félaginu. Þjóðfélagið fær sam- keppnishæfari atvinnugrein, út gerðarmenn fá betri rekstur, og sjómennirnir fá hækkuð laun og aukin frí. Cjálfvirkni er ekkert leikfang fyrir hugmyndaríka for- stjóra, heldur grafslvarlegur hlutur. Alvarlegust er hún fyrir þá, sem hafa hana ekki, þvf samkeppni hennar ríður þeim með tfmanum að fullu. Ef undir stöðuatvinnuvegur þjóðarinnar dregst aftur úr erlendum keþpi nautum sínum, er þjóðin illa á vegi stödd. U'áBiP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.