Vísir - 01.12.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 01.12.1965, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Miðvikudagur 1. desember 1965. VISIR. Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Clafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði .innanlands í lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Tvær stefnur þegar viðreisnarstjórnin kom til valda, í nóvember 1959, hafði þjóðarbúskapur íslendinga um langt skeið verið rekinn með halla gagnvart útlöndum. Þessi hallarekstur hófst í lok styrjaldarinnar og hélzt að heitamátti óslitið, ef frá er talið árið 1954. Fyrst var hallinn jafnaður með notkun erlendra innstæðna, sem safnazt höfðu á stríðsárunum, síðan með efna- hagsaðstoð frá Bandaríkjunum, á tímum Marshall- áætlunarinnar, og loks með erlendum lántökum. Þannig hafði stöðugt sigið á ógæfuhliðina. Á árunum 1955— 1958 nam hallinn 776 millj. kr. eða tæplega 200 millj. kr. á ári að meðaltali. Þar af voru 568 millj. kr. jafnaðar með erlendum lántökum, en 208 millj. kr. með því að eyða gjaldeyriseignum og mynda gjaldeyrisskuldir. Þessi mikla lánsfjárnotkun leiddi auðvitað til þess, að greiðslubyrði landsins vegna vaxta og af- borgana af erléndum lánum fór ört vaxandi. Og þeg- ar vinstri stjórnin gafst upp í byrjun desember 1958 var svo komið, að gjaldeyrisstaða íslands var verri en nokkurs annars lands, sem upplýsingar lágu fyrir um, að einu eða tveimur e. t. v. undanskildum. All- ir yfirdráttarmöguleikar íslenzkra banka erlendis voru nýttir til hins ýtrasta og mjög tilfinnanlegar hömlur á gjaldeyrisyfirfærslum, jafnvel til brýnustu nauðsynja. Allir sáu að við svo búið mátti ekki standa. Við borð lá að landið gæti ekki staðið við umsamdar skuldbindingar sínar erlendis, m. ö. o. væri að komast í greiðsluþrot, en slíkt ástand hafði þá óvíða þekkzt síðan á árum heimskreppunnar miklu, og þetta skeði hér á íslandi í góðu árferði innan lands og hagstæðu verzlunarárferði á erlend- um mörkuðum, nema að nokkur verðlækkun varð á bræðslusíldarafurðum. Orsök greiðsluhallans var ekki sú, að útflutn- ingsframleiðsla og gjaldeyristekjur væru litlar. Þær höfðu aldrei verið meiri í sögu þjóðarinnar. Orsökin var röng gjaldeyrisskráning og útlán banka umfram sparifjáraukningu. Þær orsakir varð að nema burt, að öðrum kosti var engin lækning hugsanleg. Vinstri stjórnina brast getu til þess að ráða fram úr þessu vandræðamáli og því varð hún að segja af sér. Þrátt fyrir þetta áfall þykist Framsóknarflokk- urinn enn sem fyrr geta kennt öðrum fjármálastjórn. En getur það verið að þeir, sem vitá og muna hvernig honum tókst síðast — og raunar áður líka — treyst honum til forustu? Hlutlaus samanburður á gjaldeyr- isstöðu landsins í árslok 1958, þegar Framsóknar- flokkurinn skilaði af sér, og nú, hlýtur að verða viðreisnarstjórninni mjög hagstæður. Hér þarf einskis áróðurs við. Staðreyndirnar tala sínu máli. Annars vegar er skipbrot Framsóknarstefnunnar, en hins vegar glæsilegur árangur viðreisnarstefnunnar. li Þúsund safnaðarsyst- vera æskilegt að hafa þessa — en 50% þeirrn á ellilnunum ur í SVÍÞJÓÐ Orðið diacon merkir, að þjóna, frá því orði er runnið djákni, Erlendls gegnir kvenfólk svip uðum störfum og djáknamir og nefnast þær diaconissur. Á ís- lenzku nefnast þær safnaðar- systur og nýverið var fyrsti kvendjákninn eða safnaðarsyst- irin Unnur Halldórsdóttir vigð til þjónustu við söfnuð sinn Hallgrímssöfnuð. Eann morguninn heimsótti Vísir Unni £ Þingholtin þar sem hún er fædd og uppalin á heimili hennar að Laufásvegi 19. Hún kemur til dyra, ung stúlka 23 ára gömul, fremur há og grannvaxin, dökkhærð, stilli leg. I stofunni er sannkallað blómahaf Skömmu síðar kemur inn syst ir Kerstin Ákerström, rektor diaconissuskólans í Svíþjóð, sem Unnur nam við. Hún er klædd gráum síðum búningi með hvítan kappa. Skólinn hennar Samariterhemm et í Uppsölum er einn af fjórum skólum fyrir safnaðarsystur í Svíþjóð, stofnaður 1882, en fyrsta diaconissan í Svíþjóð tók til starfa í Stokkhólmi árið 1851. „Það eru ekki margir nemend ur við skólann", segir systir Akerström, sem er guðfræðing ur að mennt, „ekki eins margir og við kysum að væru, nemend urnir eru núna 25 talsins og skólanámið er fjögur ár, nema fyrir þá sem hafa undirstöðu- menntun, þá er námstíminn eitt ár. Diaconissustarfið er svipað öðrum störfum sem fólk gegnir og náminu hagað á svipaðan hátt. Það er hægt að velja um' fjórar sérgreinar í skólanum hjúkrun, þjóðfélagsfærði, upp- eldisfræði og guðfræði". „Hvað eru margar safnaðar- systur í Svíþjóð núna?“ „Það eru eitt þúsund safnaðar systur í Svíþjóð, segir systir Akerström og hlær glaðlega áð ur en hún bætir við, „en það eru 50% þeirra á ellilaunum, það er svo margt annað að velja um fyrir ungar stúlkur“. „Reynið þið ekki að kynna starfið fyrir þeim?“ „Jú síðustu tíu árin í gegn um æskulýðsstarf, við höfum líka farið í skólana, og gefið þeim kost á að dvelja í viku, hálfan mánuð á Samariterhemm et, til þess að kynnast starfsem inni“. „Hver eru starfsvið stúlkn- anna, þegar þær hafa lokið námi?“ „Þær vinna með prestinum, starfa að hjúkrun í heimilinum, hafa tíma með börnunum á dag inn, unglingunum á kvöldin og eldra fólki síðdegis. Þær starfa einnig með kvenfélögum safnað anna. Þær sem hafa tekið þjóð- félagsfræðina geta í starfi sínu setið á sinni skrifstofu og gef ið leiðbeiningar þaðan, en einnig farið inn á heimilin og hjálpað fólki í öðrum erfiðleikum en þeim, sem þær i hjúkrunarstörf unum vinna við. Það eru ekki margar sem valið hafa guðfræð ina en starf þeirra er fólgið í því að vera æskulýðsfulltrúar, venjulega fyrir stór svæði. Þær halda fundi með öðrum æsku- lýðsleiðtogum og skipuleggja starfið við að útbreiða kristin dóminn meðal unga fólksins, þær annast líka fermingarundir búning með prestunum og fleira viðkomandi safnaðarstarfinu". „Eru ekki skólar, samsvar- andi diaconissuskólunum, fyrir djákna i Sviþjóð?" „Það er einn djáknaskóli fyrir utan Stokkhólm, sem stofnaðpr var árið 1898. Þeir sem útskrif ast þaðan eru nærri allir þjóð félagsfræðingar. Við skólann eru tengd ýmis heimili svo sem fyrir flogaveika, drykkjumenn o. fl. sem þarfnast hælisvistar og vinna flestir djáknanna við hælin en ekki við söfnuðina. „Nú ert þú útlærð sem fóstra Unnur, svo að starf þitt verður við uppeldismálin, kemur krist infræðsla ekki þár inn í?“ „Jú, ég vinn við barna og æskulýðsstörf og önnur safnað arstörf. í skólanum verðum við fyrir vissum áhrifum og það kemur fram í starfinu". „Ertu farin að skipuleggja starfsemina?" „Já, ég hef áhuga á að koma á bamatímum kirkjunnar. að þau börn, sem koma i sunnu- dagsskóla komi i föndurtíma tvisvar í viku og nota þá tæki færið til þess að kenna þeim kristin fræði. Það mvndi ekki hópa stóra, 10—15 bðm í öma myndi véra mátulegt. Æskulýðs starfið myndi byrja með ferm ingarbömunum, með því að hafa kvöldsamkomur og ftmdi“. „En svo vikið sé aftur að skólanum systir Ákerström hvemig er skólalífinu hagað?“ „Það er dýrmætt að hafa kristilegan skóla, sem jafnframt er heimili. Nemendumir borða saman og taka þátt í reglu- bundnu bænalífi. í byrjtm er þetta nýtt og framandi fyrir nemendur en þeir venjast því“. „Og hvemig er með skemmt analíf nemenda verða þær ekki að hlýða ströngum reglum?" „Það er lokað klukkan hálf níu á kvöldin", segir systir Áker ström „en þær eiga allar lyk il“. „Hver var aðdragandi þess að þú hófst námið Unnur?“ „Ég rakst á bækur og blöð, sem fjölluðu um þetta, en áður hafði ég starfáð með K.F.U.K. og í Kristilegu skólasamtökun um. Þetta var ekki alveg Ijóst fyrir mér svo að ég fór í skól- ann upp á von og óvon en svo líkaði mér mjög vel og það varð úr að ég var þar um kvrrt. Áður en ég fór hlaut ég mjög góðar undirtektir biskups". „Hvernig stendur kristindóm urinn í Svíþjóð nú á dögum systir Ákerström?" „Það eru flestir kristnir að nafninu til. 98—99% eru skírð ir en 80—85% fermdir, það vantar fólk sem starfar. en bað er að breytast“ „Er kannski hægt að tala um vakningu?“ „Það er * snemmt að tala um vakningu, en hún kemur“ „Er um endurnvium kirkiunn ar að ræða?“ „Að vissu leyti, kirkjusiðirn ir eru að breytast, það er áber andi að fólk vill vita hvað. kirtj an segir, en trúin á að vera ,,aktiv“, hún er ekki aðeins fólgin i því að hlusta". o Rabbað v/ð systur Aker- ström og Unni Halldórsd Unnur Halldórsdóttir og systir Akeström. / /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.