Vísir - 05.01.1966, Page 3
I
V1S l R . MiöviKuaagur a. januar iyw
3
• /'■ ... ■' • ■ ■ ■• ■ ■
■
■. A
f', - <í '
^■■■■■■■/'í
Ár er nú liðið síðan fram-
kvæmdir hófust við hið nýja
hótel Loftleiða á Rvíkurflug-
velli og er verkið það langt
komið að ef allt gengur eins
og áætlað er verður hótelið til
búið til notkunar í maí í vor.
Eykst þá hótelrými í Reykja
vík um á þriðja hundrað rúm.
Myndsjáin brá sér fyrir
nokkru í hið nýja hótel, en þar
vinna nú um 100 manns að inn
réttingum. Það tók ekki nema
sjö mánuði að koma hótelbygg
ingunni upp, enda var gripið til
ýmissa nýrra byggingahátta,
og verksmiðjuframleiddir hús-
hlutar notaðir eins mikið og
auðið var. Á meðan á uppsteyp
ingu hússins stóð var jafn-
framt hægt að vinna að gerð
útveggja og þeir settir í er
uppsteypingu var lokið. Jafn
framt var hægt að vinna að inn
réttingum og eru þær nú óð-
Nokkrir þeirra manna er mest hafa unniff aff framkvæmdum við Hó tei Loftieiffir, frá vinstri: Þorvaldur Daníelsson eftirlitsmaður Loft
leiffa, Ólafur Júliusson arkitekt, Páll Flygering verkfræffingur, Þórður Kristjánsson byggingameistari, Þorvaldur Guðmundsson for
stjóri og Kristján Bjömsson tæknifræffingur. Myndin er tekin í eldhúsi hóteisins sem tilbúið verffur innan skamms.
Heimsókn í Hótel
LOFTLEIÐIR
ast að berast frá verksmiðjum
innartlands og utan.
Loftleiðahótelið er um 23.
500 rúmmetrar, kjallari og fjór
ar hæðir. Kjallarinn er lengst
kommn, en þar eru eldhús,
geymslur, búnings- og snyrti-
herbergi fyrir starfsfólk svo
og sundlaug með tilheyrandi
Hann er ekki í skæruhemaði í
Vietnam, heldur að skjóta nögl
um upp í Ioft, en á þessa nagla
á að hengja hitakerfi, en þaff er
mjög fulikomið í hinu nýja hó
teli.
böðum, snyrtiherbergjum, rak-
ara- og hárgreiðslustofu, gufu-
baðstofu og fleiru. Sundlaugin
og það sem henni tilheyrir
verður þó ekki fullbúið fyrr en
eftir að hótelið hefur verið
tekið f notkun.
Lokið hefur verið við flísa-
lagningu og innréttingar í eld-
húsi, en eldhús hótelsins mun
verða hið stærsta og fullkomn
asta hér á landi. Mun kökugerð
eldhússins geta séð flugflota
Loftleiða fyrir kökum, auk
þess að þjóna hótelinu. Hver
matartegund verður verkuð í
sérstöku litlu herbergi og síð-
an flutt þaðan til geymslu eða
aðaleldhúss. Efri hluti allra skil
rúma í eldhúsi verður úr gleri
og berst birta því vel. Upp-
setning tækja í eldhúsinu hefst
svo í næsta mánuði.
Á fyrstu hæð verða tveir
samkomusalir, annar fyrir 100
manns og verður hann biómum
skrýddur og einkum ætlaður
hótelgestum, þar verður fram-
reiddur morgunmatur o. fl.
Stærri salurinn, sem taka mun
um 200 manns er ætlaður sem
almennari veitingasalur —
hljómsveitarpallur og dansgólf
verður í báðum sölunum. Tveir
barar verða á fyrstu hæð, kaffi
tería og hótelanddyri með til-
Hétel Loftleiffir er áfast skrifstofubyggingu Loftieiffa á Reykjavíkurflugvelli. 1 ráffl er -aö skreyta
vegginn, sem tengir bygglngarnar, á einhvcm þann hátt sem minnir á sögu Loftieiða og yerður
efnt til hugmyndasamkeppni tim skreytlnguna.
éJÍ
Sundlaugin er sá hluti byggingarinnar sem skemmst er á veg kominn. Verffur hún hin skrautlegasta
og til hliðar viff hana verður komiff fyrir hitapotti þar sem vafalaust á eftir að ráða fram úr mörgum
vandamálum. Hefur þvf verið fieygt aff líkiega muni verffa komiff á sáttum milli SAS og Loftieiffa
f þessum potti.
Fyrstu húsgögnin eru nýkomin norffan frá Akureyri þar sem þau eru smíðuð Eni ’-"ð húsgögn í hót
elherbergin, rúm með áföstum svefnsófa, skrifborð og snyrtiborð með spegli.
heyrandi gestamóttöku. Þar er
einnig fyrirhuguð ný flugbæki
stöð Loftleiða.
Fyrir neðan stigan sem ligg
ur upp frá anddyrinu er fyrir-
hugað að koma fyrir gosbrunni
og láta liggja frá honum skraut
legt perluband upp með stigan
um.
Á 2., 3. og 4. hæð eru gesta-
herbergi alls 108 að tölu. 100
þeirra eru þannig að þau eru
útbúin sem eins manns her-
bergi en geta verið fyrir tvo,
þar sem breyta má sófa í rúm.
Framan við herbergin er lítill
"angur og snyrtiherbergi með
sturtu fylgir hverju herbergi.
Þá verða snyrtiborð, skrifborð,
speglar sími útvarp, aðstaða
fyrir sjónvarp o. fl. Veggir her
bergjanna verða viðarklæddir.
Hin 8 herbergin verða stærri
og þar af tvö innréttuð sem
litlar íbúðir.
Mikil áherzla hefur verið
lögð á að hljóðeinangra her-
bergin bæði hindra hljóðburð
milli herbergja og svo utan frá
Á herbergjahæðunum hefur
verið gengið frá snyrtiherbergj
um og innan skamms mun loft
og skilrúm herbergjanna verða
sett upp.
Arkitektarnir Gísli Halldórs
son, Jósef Reynife og Ólafúr
Júlíusson hafa teiknað hótelið
en danskur verkfræðingur
Bent Severin hefur teiknað inn
réttingar í samkomusali í sam-
ráði við íslenzku arkitektana
og Þorvald Guðmundsson,
en hann var ráðinn til að vera
til ráðuneytis og annast und
irbúning á rekstri hótelsins og
stjórna því þar til öðruvísi verð
ur ákveðið.