Vísir - 05.01.1966, Page 5

Vísir - 05.01.1966, Page 5
V í SIR . Miðvikudagur 5. janúar 1966 útlcnd í Tnorcun útlönd i norcim utlond ‘i morgun ■■ utlond i mbrgim OL/UCEYMAR í BJÖRTU BÁLI Mikið manntjón og eigna í stórbruna í Frakklandi Um 20 manns munu hafa látið lífið og tugir manna slasazt, er eldur kom upp í olíugeymum olíu- hreinsunarstöðvar í Feyzin um 28 km. suður af Lyon í Frakklandi. Sprengingar urðu í geymunum og var bálið ægilegt. Á annað þúsund slökkviliðsmenn voru send ir á vettvang og snerist starf þeirra fyrst í stað mest að því að kæfa eldinn, en fljótt var augljóst, að við eldinn í geymunum sjálfum yrði ekki ráðið, og einbeitti slökkvi liðið sér þá að því, að hindra, að eldurinn næði að breiðast út til sjálfrar hreinsunarstöðvarinnar. Nokkrir slökkviliðsmenn voru með al þeirra, sem fórust. Slökkviliðsmenn voru til kvaddir frá Parfs og Marseille og fjölda mörgum smábæjum. FjárlögíUSA 150 milljarðar dollara Bandaríska þjóðþingið kemur saman til fundar í næstu viku. Brezka útvarpið birti frétt um það í gærkvöldi frá fréttaritara sfnum í Washington, að niðurstöðutölur fjárlagafrumvarpsins, sem þá yrði lagt fyrir þingið myndu verða um 150,000 þúsund milljónir dollara — 150 milljarðar. Verða niðurstöðutölur þannig um 50 milljörðum hærri en á fjárlaga- frumvarpi yfirstandandi fjárhags árs (sem lýkur 30. júnf). Þær voru 100 milljarðar dollara. Ekki er búizt við, að afgreidd verði tekjuhallalaus fjárlög. Þess er að geta að tvívegis á fjárhagsárinu, sem lýkur í júnflok, hafa verið samþykktar háar auka- fjárveitingar vegna Vietnamstyrj- aldarinnar, og má búast við. að stjómin fari enn fram á slíka auka fjárveitingu áður en núverandi fjárhagsári lýkur. Útgjöld hafa vitanlega aukizt gífurlega vegna Vietnamstyrjaldar- innar, og nú er þjóðþingið kemur saman, er miklð rætt um hvort „friðarsókn" Johnsons beri árang- ur. Eru menn yfirleitt mjög í vafa um árangur, einkum þar sem f Norður-Vietnam er haldið áfram að hamra á þvf, að friðarsóknin sé blekking ein. Meðal þeirrsi sem enn ala á bjartsýni er Páll páfi, sem hefir skrifað Johnson forseta. Viðræð- um er haldið áfram, Averill Harri- man hefir rætt við Nasser forseta Egyptalands og Sjelepin mun vera í þann veginn að koma til Hanoi. Ógerlegt er að spá neinu um árangur af heimsókn hans — og ekki einu sinni vitað með neinni vissu hvort hann fer þangað með tillögur eða ekki, né heldur, ef svo er, út á hvað þær ganga. Forsprakki verkfallsmanna Richard Dimbleby. jrsi>U m'Asiú ÚSÍIÍ i>í80 J íisn trrnni i ö Fékk aðkenaingu af hjartabilun við handtökuna Michael Quill aðalforsprakki verkfallsmanna í New York Uggur veikur f sjúkrahúsi f New York, en þangað var hann fluttur eftir hand tökuna f gær, sem varð allsöguleg, en að henni urðu milljónir manna vitni, þar sem hún fór fram á fundi, sem sjónvarpað var frá. Quill var þar að ræða við fr&ta menn og félagar hans, er lögreglan kom þar til þess að handtaka hann samkvæmt úrskurði sambandsrétt- Dimblebys minnzt í Westminster Abbey Kunnasta sjónvarps- og frétta brezka útvarpsins, sem nýlátinn er, manns Bretlands, Richards Dim- blebys, kunnasta fréttamanns SKIPAFRÉTTIR SKIPAUTGCRB RIKISINS M.B. 0TUR fer til Rifshafnar, Ólafsvíkur, Grundarfjarðar, Stykkishólms og Flateyjar á fimmtudag. Vörumóttaka í dag. ÍWntun p prcntsmiðja & gúmmlstlmplagerft Elnholtl 2 - Slml 20»60 var minnzt í gær með minningar- guðsþjónustu f Westminster Abbey, og má af því marka hve mikilsvirtur hann var og dáður. Það var biskupinn af Guilford sem messaði. | Um 2000 manns voru viðstaddir guðsþjónustuna eða eins margir og húsrúm leyfði, en yfir 1000 manns komust ekki inn, en milljón ir manna voru þátttakendur f út- varpi og sjónvarpi. Biskupinn sagði um hann, að hann hefði haldið sr -J'pýðlega virðuleik við hlið konunga og ann- arra þjóðaleiðtoga, sem hann s gði frá, en ef eitthvað stórt gerðist vonuðu menn að hevra rödd hans er frá yrði s;agt, og síðar — er sjónvarpið kom, til að sjá hann. Meðal fyrstu manna sem sen :u samúðarskevti vegna fráfall hans va; Elisabet drottning. ar, þar sem hann hefði virt að vett ugi fyrirmæli réttarins, sem lýst hafði verkfall strætisvagnamanna og neðanjarðarmanna ólöglegt. Komst allt í uppnám á fundin- um, fréttamenn og ljósmyridarar þustu að Quill og lögreglumönnun- um. og meðan ólætin voru mest mun Quill hafa fengið aðkenningu af hjartabilun. Hann sagði, er lögreglumennimir fóru með hann, að verkfallinu vrði haldið áfram. Honum höfðu verið settir úr- slitakostir sem fyrr var getið, að afturkalla verkfallið eða fara í fangelsi ella. Einn af læknum sjúkrahússins sagði í gær eftir skoðun á Quill, að hann væri alvarlega en ekki lífshættulega veikur. Fimm aðrir verkfallsforsprakk- ar voru og handteknir. En verkfallið heldur áfram enn sem komið er og veldur fádæma erfiðleikum og röskun — þó öllu minni samgöngutruflunum fyrri hluta dags en búizt var við. heims- horna milli ► í gærmorgun hófst fundur þeirra Ayubs Khan forseta Pak- istans og Shastris forsætisráö- herra Indlands um Kashmir, en sú deila hefur nú staðið 18 ár. Kosygin átti frumkvæði að ráð- stefnunni og setti hana og er nálægur, þurfi þeir á aðstoð hans að halda. ► Herinn i Efra Volta hefir tekið völdln eftir að forsetinn setti her- lög vegna samsæris um að láta Ghana og Kína fá yfirráð í land- inu. Efra Volta er þriðja fyrrver- andi franska nýlendan þar sem herinn tekur völdin á skömmum tíma. í báðum hinum hefir verið gripið til and-kínverskra ráðstaf ana. ► Ráðstefna hefst í Lagos í Nigerlu nú f vikunni um Rhodesiu og munu 18 af 22 brezkum sam- veldislöndum sitja hana, þeirra meðal Bretland, en óvíst er hvort Wilson fer sjálfur. ► Ian Smith heflr fellt úr gildi auka-kolatollinn á kol til Zambíu en hann var boðaður fyrir hálfum mánuði og nam 5 stpd. á lest. Kveðst hann gera þetta til þess að sýna velvildarhug í garð Zam- biu. ► Bændur í Rhodesiu sem tSl þessa hafa getað fengið meira magn af benzíni en aðrir í heilum tunnum fá nú helmingi minna magn en áður. ► Huphrey varaforseti ræddi í fyrradag við Johnson forseta ný- kominn frá Texas til Washington. — Eftir fundinn ræddl Humphrey við fréttamenn og sagðl að Banda- ríkin „hefðu sett allt í friðarkörf- una“, eins og hann orðaði það, „nema Suður-Vietnam“. Mynd þessi var tekin eftir bardaga um þorp nokkurt. Ekki var sagt neitt um það, hvort konan eða börnin sem á myndinni eru hefðu nokkuð til saka unnið. Annars talar myndin sínu þögla máli og þarf ekki skýringu. ...saa

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.