Vísir - 05.01.1966, Qupperneq 7
VISIR . Miðyikudagur 5. janúar 1966
7
KRISTJÁNSSON: k MIÐVIKUDAGSKVÖLDI
VINDM YllUSTRlÐ
UMfCRDARNíFNDA
Tjriðji hver bíll lenti i tjóni
■“f á nýliðnu ári, samkvæmt
upplýsingum tryggingafélag-
arma, — hlutfaHslega miklu
meiri fjöldi en í nágrannalönd-
unum. Og hvert tjón kostar
tryggingarfélögin að meðaltali
10—12 þúsundir króna og bíla-
eigendur álíka eða hærri upp-
hæð. Telja félögin, að umferð
arslysin á íslandi kosti i út-
gjöldum 250—300 milljónir
króna árlega.
Ekki er hægt að segja, að
þjóðin láti sér þetta ástand í
léttu rúmi liggja. Hinn mikli
fjöldi alls konar nefnda, sem
starfar að umferðarmálum, ber
vott um almennar áhyggjur af
ástandi umferðarmááanna. En
því fer hins vegar fjarri, að
þessar nefndir' og aðrir aðilar
umferðarmálanna haldi svo
skynsamlega á spöðunum, að
verulegur árangur hafi náðst
eða hans sé að vænta.
Stríðið við „gáleysið“.
TTörmulegt er að sjá trygg
x ingamenn láta hafa eftir
sér, að 90—95% allra umferðar-
slysa i Reykjavík stafi af gá-
leysi ökumanna. Þessa merk-
ilegu fullyrðingu byggja þeir á
lögregluskýrslum og er þetta
dæmi um. hversu varlega verð-
ur að fara með heimildir í töl
um. Niðurstaða trygginga-
manna er nefnilega hin sama og
gefin er fyrirfram í forsendun-
um í lögregluskýrslunum eins
og hér verður útskýrt nánar.
Skýrslur sem lögreglan gefur
um umferðarslys eru miðaðar
við að tryggingafélög og dóm-
stólar geti fundið út hvaða þátt-
takandi í umferðarsl. eigi allan
eða mestan þátt í slysinu. Eins
og kunnugt er teljast ökumenn
alltaf ábyrgir, en aldrei þeir,
sem skipuleggja eða leggja vegi
og götur, trassa að mála leið-
beiningar og akreinamerki á
götur eða að setja upp rétt um-
ferðarmerki, né þeir sem trassa
að leggja gangstéttir, og allra
sízt eru veðurguðirnir dregnir
til ábyrgðar.
Fyrsta spurning við umferðar
slys er þessi: Var einhver full-
ur. Ef svo er, þá er málið af-
greitt á einfaldan og þægilegan
hátt: Slysið varð vegna ölvun-
ar við akstur. Ef þessi skýring
fæst ekki, er valið milli atriða
í mjög einhæfri flokkun: Um-
ferðarréttur ekki virtur; of
stutt bil milli bfla; ógætilegur
framúrakstur og svo framvegis.
Flokkunin gerir ekki ráð fyrir
neinum öðrum möguleika, en
gáleysi ökumanns hafi valdið
slysinu.
Þessi einhæfa slysaflokkun
Iögreglunnar sýnir aðeins eina
hlið málsins. Miklu flóknari
samhengi valda mestum hluta
umferðarslysa. Ýmsar utanað-
komandi ástæður eiga mikinn
þátt í slysum, svo sem gallar
umferðarkerfisins í heild, léleg-
ar götur, skortur á gangstétt-
um, skortur á leikvöllum. slæm
hom, léleg umferðarmerking;
veðurbreytingar, sem valda
hálku, þoku, aurburði, slæmu
skyggni o.s.frv. Þar við bætast
einnig huldar sálrænar eða lík-
amlegar ástæður, svo sem fjár-
málaáhyggjur ökumanns, nýaf-
staðin rimma hans við eigin-
konu sína, svefnleysi, ofneyzla
höfuðverkjartaflna o.s.frv.
Á þetta er bent í rannsókn-
um, sem háskólastofnanir hafa
gert á umferðarslysum. Þær
rannsóknir hafa það fram yfir
rannsóknir hagsmunaaðila um-
ferðarmálanna, lögreglu, trygg
ingafélaga og bindindisfélaga,
að þær eru í sjálfu sér hlut-
lausar, að þar er tölfræði beitt
með nauðsynlegri varúð, og
að þar rflrir hin nauðsynlega
smámunasemi vísindanna. Eitt
merkasta dæmið er rannsókn á
dauðaslysum. sem nýlokið er
í læknadeild Harvardháskóla í
Bandarikjunum. 1 niðurstöðun-
um er þar gert mjög lítið úr
slysavaldinum: gáteysi öku-
manna.
Ekki er nóg með, að það sé
rangt, að kenna gáleysi öku-
manna um 90—95% umferðar-
slysa. Það er Hka hættulegt. í
fyrsta lagi gætu óprúttin trygg-
ingafélög reynt að koma þvl á
framfæri, að sanngjamt væri,
að „gálausir ökumenn“ greiddu
tjónin sjálfir, en ekki trygg-
ingafélögin. I öðru lagi gerir
það áriega sjötta hluta bíleig-
enda að glæpamönnum og
flestalla bílaeigendur að hugs-
anlegum glæpamönnum.
Að kenna gáleysi ökumanna
um velflest umferðarslys er
sama og að krefjast þess, að
ökumenn hafi taugar á við línu
dansara, skvnsemi á við prófes-
sora, hreysti á við íþróttamenn
og reikningsgáfu á við rafeinda
heila. Og f samræmi við það
ætti þá að svipta 99,9% allra
bílstjóra ökuskírteini.
Gáleysi umferðar-
postula.
jy/Jiklu meira vit væri raunar
í að koma hinum ytri að-
stæðum umferðarinnar í það
horf, að venjulegum borgurum
sé treystandi undir stýri. Á þá
hlið málanna hefur lítil áherzla
verið lögð, en þar er mesta ár-
angursins að vænta. Tökum
nokkur dæmi:
Aðalbrautir eru orðnar svo
margar í borginni, að fáir geta
munað þær. Jafnframt hefur
verið trassað að setja á öllum
aðalbrautum upp merki, gulu
ferningana á rönd, sem sýni að
þær séu aðalbrautir. Fjöldi
breiðgatna í borginni eru ekki
aðalbrautir, en algengt er, að
ökumenn, sem aka þær, haldi
að þær séu aðalbrautir, virði
því ekki rétt hliðargatnanna og
valdi slysum. í öðrum löndum
eru slík merki notuð, og það
mundi draga úr slysum hér, ef
þau væru sett upp alls staðar,
jjar sem þau eiga að vera.
Blóðprufan tekin og „ölvaði
ökumaðurinn fær makleg
málagjöld
Annað dæmi er hægt að taka
af akreinamerkingu. Innst á
Laugavegi eru þrjár akreinar,
ein til vesturs og tvær til aust-
urs. Akreinamálningin er löngu
horfin og er mjöf algengt, að
ökumenn, sem aka í vestur,
athugi ekki, að þeir hafa aðeins
þriðja hluta götunnar til um-
ráða. Ef akreinar, gangbrautir
og bílastæði væru samvizku-
samlega merkt, mundi draga úr
slysum.
Þriðja dæmið er gangstétta-
leysið. Víða I Reykjavík og
nærri alls staðar utan Reykja-
víkur verða gangandi vegfar-
endur að nota göturnar til að
komast áfram. Þetta sambýli
gangandi fólks og bíla er alveg
óforsvaranlegt og er orsök
fjölda slysa. Gangstéttir eiga
að vera alls staðar, þar sem
gangandi umferð er á sama
stað og bílaumferð.
Hinar mörgu og frægu um-
ferðamefndir hafa þv£ miður
lagt fátt til mála á þessu sviði
ytri aðstæðna umferðarinnar.
Þær hafa heldur ekki lagt veru-
lega áherzlu á að upplýsa al-
menning um, hversu hættulegt
er að aka þreyttur, syfjaður
deyfður af höfuðverkjartöflum,
reiður, æstur eða í öðru lfkam-
legu og sálrænu ástandi. sem
spillir ökuhæfni manns.
Stríðið við 2,5%-in, —
ölvunina.
JTér verður að undanskilja
eitt atriði: Ölvun við akst-
ur. Áróðurinn gegn ölvun við
akstur er meginviðfangsefni
umferðarnefndanna. Áróðurinn
Leiðir allra „gálausu“ ökumannanna liggja senn til eins staðar.
gegn ölvun við akstur er orðinn
svo umfangsmikill, að allt ann-
að hverfur gersamlega í skugg-
ann. Alveg eins og Gyðingar
voru á Hitlerstimanum taldir
uppspretta alls ills, er ölvun við
akstur talin hér uppspretta alls
ills í umferðinni.
Margvísleg kerlingasamtök
krefjast þess, að leyfilegt á-
fengishlutfall í blóði ökumanna
verði lækkað, helzt niður I
ekki neitt. Og það er ekki laust
við, að þessar kröfur fái hljóm-
grunn. Það getur svo sem verið
allt £ lagi að lækka promille
markið, en það má ekki verða
til þess, að menn telji þar með
umferðarvandamálin vera leyst.
Samkvæmt upplýsingum
tryggingafélaganna er ölvun við
akstur ekki orsök nema 2.5%
tjóna í Reykjavlk, þótt ölvunin
njóti forgangsréttar £ skýrslu-
gerð lögreglunnar. Þetta litla
hlutfall er hins vegar skotspónn
meginhluta starfskrafta hinna
mörgu umferðamefndamanna.
Og þeir ágætu menn sjá þá
lausn helzta að promille mark
ið verði lækkað.
Ég held fram þeirri ósvi'fnu
skoðun, að promille markið sé
um það bil helmingi of lágt og
megi gjarna hækka upp I 1.5 af
þúsundi, án þess að það hafi
hin minnstu áhrif til fjölgunar
umferðarslysa. Fremur yrðu á-
hrifin til bóta, þvf ég hygg, að
rakir menn beiti yfirleitt mrfri
athygli við aksturinn en aös-
gáðir menn gera almennt. Þetta
hefur verið rannsakað vfsinda
lega en óyggjandi niðurstaða
hefur ekki fengizt. Umferðar-
nefndimar hér geta alla vega
ekki fært fram neinar vfsinda
legar og hlutlausar rannsóknir
sem hrekja þessa fuHyrðmgu.
Hin alvarlegu umferðarslys £
sambandi við ölvun við akstur
hér á landi, stafa yfiriéitt af
ofurölvun hazarfenginna ungl-
inga, en eðlismunur er á þeirri
ölvun og 0.5-1.5 promille ölvun
almennra borgara. Áróðurmn
gegn ölvun við akstur ætti að
beinast af þunga gegn ofurölv
un og hazarmennsku. Það er
tímaeyðsla að tfna upp eðlilega
borgara og færa þá til blóð-
rannsóknar vegna þefnæmis
samvizkusamra lögregluþjóna.
Hitt er verra, að þessi tilgangs-
lausi eltingaleikur við lágu pro-
mille stigin hindrar að eitthvað
raunhæft sé gert á öðrum svið
um fyrir umferðarmenninguna.
ISI
Cvo er nú komið, að þriðji
^ hver bfll á íslaridi varð fyr
ir tjóni á liðnu ári og um 25
menn dóu f umferðarslysum. Á
meðan berjast umferðamefnd
imar við vindmyllur.
Sjálfsmord —
Framh. af bls. 8
ið við ný samningsákvæði —
og hvort tveggja sett að skil-
yrði fyrir því, að Austur-
Þýzkaland fengi sovézk hrá-
efni.
Þetta bugaði Apel, - þetta
var persónulegt vandamál fyr
ir hann og hann reis ekki
undir byrðinni, en það var
líka vandamál A.-Þ. — í odda
hafði skorizt milli þess og
Sovétrfkjanna.
Enginn - og ekki heldur
þeir í Kreml - trúa því, að
Apel hafi þorað að leika þann
ig tveim skjöldum gagnvart
Sovétríkjunum, — án vitund-
ar og vilja annarra austur-
þýzkra kommúnistaleiðtoga,
þeirra meðal Ulbrichts.
Hann varð að taka afleið-
ingunum af þeirri synd, sem
drýgð var - og hann fékk
„fína útför“ - en „syndin“
er ekki gleymd í Moskvu, né
að fleiri voru sekir en Apel.
Handtökur
Það var um tíma eftir sjálfs
morðið mikið rætt um hand-
tökur í A.-Þ. — hvort sem
mikið eða lítið er á þeim,
fréttum að byggja.
Niðurlagsorð greinarinnar
sem hér er stuðzt við, eru:
— Afturganga Apels mun
lengi verða á sveimi í Komm-
únistaflokknum í A.-Þ. og
jafnvel Ulbricht kann að
heyra hvíslað að baki sér:
Varaðu þig. (Þýtt.) — a.
Skúlatúni 4 . Sími 23621
Önnumst viðgerðir á Thor þvottavélum.
Vindum ailar gerðir rafmótora.