Vísir - 05.01.1966, Side 8

Vísir - 05.01.1966, Side 8
8 vism Utgefandl: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Anglýsingastj.: Halldór Jónsson Sðlustjóri: Herbert Guðmundsson Rltstjóm: Laugavegi 178. Siml 11660 (5 Umir) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 t Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands 1 lausasðlu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Ábyrgðarleysi Jibrmaður Framsóknarflokksins sagði í áramótagrein sinni í Tímanum, að alda óðaverðbólgunnar risi nú hærra við áramótin en nokkru sinni fyrr, en ekki vottaði fyrir því að stjómarvöldin vildu viðurkenna orsakir verðbólgunnar. Sjálfur er hann að tala um að ofþensla og vinnuaflsskortur séu meðal aðal ein- kenna efnahagslífsins ,en hann hefur ekki í raun stutt að því að draga úr þeirri þróun, heldur þvert á móti, eða eins og forsætisráðherrann sagði í sinni áramótagrein: „Hættuna á ofþenslu játa allir í orðum, en þegar kemur að því að reyna að hindra hana, þá skjóta stjómarandstæðingar sér undan þeim vanda. Þeir tala fagurlega um nauðsyn á allsherjar samstarfi, æskja jafnvel öðru hverju þjóðstjórnar, en um lausn aðkallandi vandamála reyna þeir ætíð að vekja sem allra mesta sundrung“. Það segir sig sjálft að svo erfitt vandamál, sem verðbólgan verður torleyst meðan þessi hugsunar- háttur er alls ráðandi hjá stjómarandstöðunni. Meðan hún reynir að bregða fæti fyrir sérhverja skynsam- lega viðleitni til þess að stöðva þá þróun, sem hún þó er alltaf að segja þjóðinni að leiði til ófamaðar. Slík óheilindi í stjómmálum bera vott um takmarkalaust ábyrgðarleysi. Framsóknarmenn langar mikið til að komast í ríkisstjóm, og þeir væru eflaust tilbúnir að snúa við blaðinu í mörgum málum, ef sá draumur þeirra mætti rætast. En af fyrri reynslu verður að álykta að þeir mundu engum reynast heilir í samstarfi til lengdar og stjóm, sem þeir fengju sæti í, varla verða lang- líf í landinu. Þeir setja ævinlega flokkshagsmuni ofar þjóðarheill. Allir fengu lán J»egar Húsnæðismálastjórn lauk lánveitingum sínum um miðjan síðasta mánuð námu þær alls rúmum 303 millj. kr. Hefur stofnunin aldrei fyrr getað lán- að jafnmikið fé til íbúðabygginga, og nú var í fyrsta sinn hægt að veita lán öllum, sem sent höfðu full- gildar umsóknir. Ástæðan til þess að þetta var unnt er sú, að ríkisstjómin beitti sér fyrir því, að tekjur byggingar- sjóðs vom stórauknar, eins og stjórnin hafði lofað. Áður vom tekjur stofnunarinnar mjög óvissar og því ekki hægt að verða við óskum nærri allra lánbeið- enda. Hér em því alger þáttaskil orðin, sem m. a. flýta fyrir því, að fundnar verði leiðir til þess að lækka verulega byggingarkostnaðinn með aukinni tækniþróun í byggingariðnaðinum. ★ Um það bil viku af desem- ber síðastliðnum framdi Er- ich Apel sjálfsmorð í skrif- stofu sinni í A.-Berlín. Hann var æðsti maður þess ráðu- neytis, sem fer með skipu- lagningu á sviði efnahagslífs- ins. 1 opinberum austur- þýzkum tilkynningum, segir í yfirlitsgrein um þetta, var sagt, að ofþreyta hafi verið orsök sjálfsmorðsins. Til- kynningin var birt í svörtum ramma á forsíðum kommún- istablaðanna, og útförin fór V í SIR . Miðvikudagur 5. janúar 1966 Sjálfsmorð í Austur-Berlín — leit að horfinni dagbók fram með viðhöfn á kostnað hins opinbera. Heiðursvörð- ur stóð við kistuna og var þar fremstur sjálfur Walter Ulbricht, kommúnistaleiðtogi Austur-Þýzkalands. Þar með var skeið Apels á enda runnið — en Apel- málinu var ekki þar með lok- ið, og allir þeir, sem sæti eiga í stjórnmálaráði Austur- Þýzkalands, voru lostnir miklum beyg - allir - fjór- tán talsins. Dagbókin Eftir að Apel hafði framið sjálfsmorð, segir í greininni, komst Willy Brandt svo að orði á fundi með fréttamönn um: — Það verður ekki hljótt um hann, þótt hann hafi geng ið dauðanum á vald. Vér vilj- um fá frekari vitneskju um hvað rak hann til þess að grípa tif þessa örvæntingar- ráðs. Og frekari vitneskja hefur fengizt. Hvort allur sannleik- urinn kemur nokkum tíma í Ijós er annað mál. Það, sem Willy Brandt hafði í huga, var það, að Apel hafði haldið dagbók, og í henni voru upplýsingar, sem ekki mátti vitnast um Austur-Þýzkalands og Sovét- ríkjanna vegna. Þegar eftir dauða hans hóf öryggisþjón- ustan austur-þýzka mikla leit í skrifstofu hans og á heimili hans. Hún var gerð víðtæk- ari dagana fyrir útförina og leitað á heimilum samstarfs- manna hans. En það, sem leit að var að — dagbókin — fannst ekki. Hún var þá þeg- ar komin vestur fyrir tjald. Hulið leynd hvar hún er niður komin En það er hulið leynd hvar hún er niður komin í hinu kunna vestur-þýzka blaði DIE WELT kom fram í grein. sem vakti geysiathygli, að maður að nafni Stephan Thomas úr flokksstjórn krata hefði einhverja vitneskiu um efni dagbókarinnar - en einnig að hún er ekki i vörzlu flokks hans. I höndum Frakka? Hver hefur bókina? Þannig er spurt í grein þeirri, sem hér er farið eftir. Og svarið er: Apel afhenti dagbók sína nokkrum dögum fyrir andlát sitt frönskum samninga- manni um efnahagsmál, 'og margt bendir til, að hann hafi fengið hana í hendur frönsku leyndarþjónustunni, og að Erich Apel hún sé enn í dag í hennar höndum. Það er þess vegna, sem stoð er undir þeirri skoðun, að dagbókin verði ef' til vill aldrei birt. Um þetta vissi Willy Brandt ekki. En sá möguleiki, að hún kunni að verða birt, hefur valdið kuldahrolli í Austur- Berlín og Moskvu — en Frakkar hafa nú „viss spil á hendi“. sem þovétríkin neyddu það , til að borga, samtímis, sem það varð að selja Sovétríkj- unum óunnið járn í olíuleiðsl- ur 40% ódýrara en það hefði getað selt það á heimsmark- aðinum, en það sem leiddi til þess að í odda skarst og að Apel ffamdi sjálfsmorð, var, að Austur-Þýzkaland, sem oft hafði kvartað yfir of seinni afgreiðslu, lét í æ rík- ari mæli selja á frjálsum markaði hráefni, sem það fékk frá Sovétríkjunum sam- kvæmt viðskiptasamningi þeirra milli, og komst þann- ig yfir erlendan gjaldeyri, sem sár þörf var fyrir, þ. e. með því að „snuða“ Sovét- ríkin. Vegna þessa var Austur- Þýzkaland orðið eftir á með afgreiðslu á sem svaraði 20% af því magni, sem það átti samningum samkvæmt að látat af hendi, en hagnaðist um leið á því að tryggja sér betri aðstöðu á hinum kapi- talistiska heimsmarkaði. - Verzlun Austur-Þýzkalands við löndin vestan tjalds jókst um y3 á einu ári. Þegar Sovétríkin komust að þessu sauð upp úr. Gerður var nýr og miklu harðari við- skiptasamningur. í honum var ákveðið, að Austur-Þýzka land skyldi afgreiða allar þær vörur, sem það var orðið eft- ir á með að afhenda ,og stað- Framh á bls. 7. Uppljóstranir Kunnugt er, að Apel framdi sjálfsmorð sitt, eftir að sleg- ið hafði í mikla brýnu milli hans og sovézkra samninga- manna, og að hin beina or- sök hafi verið að skorizt hafði í odda milli hans og Ulbrichts. Frá því skýrði fyrr nefndur Thomas í grein, sem fjallaði um þá vitneskju, sem fyrir lá - en hann hafði sýnt fram á þann reginmismun, sem var á austur-þýzkum Innflutningi og- útflutningi til Sovétríkjanna. Thomas segir, að miðað við útreikninga Apels, hefði Aust ur-Þýzkaland, ef utanríkis- verzlun þess hefði verið frjáls, getað fengið hráolíu sína fyrir helming þess verðs,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.