Vísir - 05.01.1966, Side 15
V í SIR . Miðvikudagur 5. janúar 1966
75
*
Hvað varð af
Eftir Unnu Doiionr
Og svo sagði hann rólega:
— Mér þykir leitt, að ég
skyldi slá yður. Ég biðst afsök
unar. Ég hélt, að ég gæti bjarg-
að lífi konunnar minnar, en
það var allt unnið fyrir gýg. Ég
bið yður að fyrirgefa mér.
- Þér skuluð ekki vera að
hugsa neitt um það. Það skiptir
engu.
Hann horfði á hana á ný:
- Þér sögðuð, að þér skyld-
uð sjá um bamið?
- Já.
- Það væri mikil stoð í því
eins og ástatt er. Karlmenn
duga ekki til þess að annast
smábörn. Hvert ætlið þér héð-
an?
Og hafi Anna nokkurn tíma
verið hissa á sjálfri sér var hún
það nú. Hún svaraði:
— Ég ætla aftur til Parísar.
Henni fannst næstum, að ein-
hver önnur kona hefði svarað,
og þó komu orðin af hennar eig-
in vörum.
— Ég hélt, að þér væruð á
flótta?
— Já, ég var það, en ég hef
tekið ákvörðun um að snúa við.
Hann starði á hana og augna-
tillit hans minnti hana á augna-
tillit Tom.
— Hverrar þjóðar eruð þér?
Enskar?
— Nei. Ég er bandarísk.
— Fyrirtak. Þá verður allt
auðveldara fyrir yður.
Og aftur tók Anna til máls
og sagði eins og hún hefði ger-
hugsað það, sem hún sagði, en
svo var alls ekki:
- Ég get tekið barnið með
mér og annazt það, þar til þér
gerið aðrar ráðstafanir. Á barn-
ið afa og ömmu?
- Nei, svaraði maðurinn
dauflega. Það á engan að, nema
mig. Ósjálfrátt, eins og vandi
hennar var, þegar hún kynntist
einhverjum, reyndi hún að gera
sér grein fyrir honum, var að
leita að einhverjum einkennum,
sem gáfu eitthvað til kynna, en
allir sem hún hafði kynnzt í
þeim heimi, sem nú hafði um
nokkur ár verið hennar heimur,
höfðu haft einhver einkenni sem
einhver vfsbending var f en nú
var hún engu nær. Hann stóð
þarna í herberginu, þar sem
skugga bar á, í hermannabuxum
og rifinni skyrtu, húfulaus, með
hrokkna hárið úfið og ógreitt,
maður fremur fríður sýnum,
herðabreiður en dálítið sigin-
axla. Eina, er hún gat gert sér
grein fyrir var, að hann var mað
ur sem minnti hana á Tom, var
enda talsvert líkur honum í út-
liti.
27.
- Ég get greitt með honum.
— Nei, þess gerist engin þörf.
Hún gat ekki útskýrt það nán
ara fyrir honum, en það sem
hann mundi geta greitt mundi
ekki nema stærri fjárhæð en
hún eyddi á einu síðdegi í hár-
greiðslustofu.
— Sjáið þér til, sagði hann,
ég er verkfræðingur, og ég er á
leið til Loire Ég hefi verið
sendur þangað til þe(ss að
sprengja brýr í loft upp.
— Horfurnar eru þá svona
slæmar?
— Já, þær eru það.
Og eftir andartak bætti hann
við:
— Eruð þér enn á því, að fara
aftur til Parísar?
- Já.
— Hann leit aftur á látna
konu sína, næstum eins og hann
vildi tala við hana, leita ráða
hennar ef til vill, en svo var
eins og þetta væri honum óbæri
legt, og hann sneri sér við og
gekk út án þess að mæla orð
af vörum.
Litli maðurinn hélt enn á barn
inu, sem nú fór að gráta, lágt,
eins og það væri þreytt,
Anna tók við barninu frá hon
um og sagði:
— Kannski hann sé svangur.
Er nokkuð til handa honum?
— Ég veit það ekki, sagði litli
maðurinn. Ég veit ekkert um
börn. Þau voru með dósamjólk,
en ég veit ekki hvað varð af dós-
inni.
Það hafði einkennileg áhrif á
Önnu að láta bamið hvíla við
barm sinn. Hún fór að vagga því
hægt í örmum sér og það hætti
að gráta og horfði á hana stór
um, undrandi barnsaugum.
— Kannski get ég fengið
mjólk hérna í þorpinu. Haldið
þér, að hann komi aftur — ég
á við föður drengsins.
- Já.
— Hvaðan komu þau? spurði
Anna.
Lambert, hann heitir Lamb-
ert, sagði litli maðurinn Jean
Lambert og er kapteinn í hern-
um. Ég er þjónn hans. Þegar all
ar varnir fóru í mola norður frá
var okkur skipað að hörfa und-
an suður að Loire — reyna að
komast þangað, einhvern veg-
inn. Þegar hann komst að raun
u . hvernig ástatt var hvarvetna
á undanhaldinu fórum við til
Paríar til þess að koma konu
hans og barni á einhvern ömgg
an stað. Við fórum í bílnum
hans, hann bilaði skammt héð-
! an. Við gátum ekki gert við
: hann og héldum af stað fótgang
I andi. Hann gat ekki fengið sig
til þess að yfirgefa þau. Hann
unni konu sinni mjög.
Smám saman komst dálítið
skipulag á allt í borgarstjóra-
húsinu, og það var ekki sízt ung
frú Godwin að þakka. Hún var
traust og örugg og stjórnaði af
myndugleik og virtist orka henn
ar ódvínandi, og þegar allt var
undirbúið þvoði hún sár manna
og batt um, og gamli læknirinn
hjálpaði til eins og kraftar hans
leyfðu. Og svo birtust þarna allt
í einu tvær sankti Jósefssystur,
önnur gömul kona, hin ung, föl
stúlka, andlitshúð hennar ein-
kennilega þunn og glær, næstum
gegnsæ.
Sex hinna særðu létust næstu
tvær klukkustundirnar. Sumir
hinna mundu halda lífinu, ef
frekari hjálp bærist.
Það var yngri nunnan, systir
Anguelique, sem fór með Önnu
til þess að reyna að fá mjólk.
Þær fengu hana í þorpsbúðinni
og konan, sem þar var við af-
greiðslu, en hún var gildvaxin
mjög, skrapp í apótekið, sem var
við hliðina á búðinni, og kom aft
ur með pela og túttu. Anna
hafði ekki skilið barnið við sig,
heldur haldið á því, og nú skipti
hún á því á heimili gildvöxnu
konunnar, hreinsaði pelann og
túttuna, fékk að velgja mjólkina
dálftið, og þegar hún hafði gefið
því pelann, sofnaði það værum
svefni. Og þá fyrst lagði Anna
aftur leið sína til borgarstjóra-
hússins, í von um að finna kap-
teininn, föður drengsins, en hún
fann hann ekki. En hún vissi, að
hann mundi vart hafa farið langt
og hún fór út að leita hans.
Það var komið undir morgun,
þegar hún fann hann. Hann gekk
fram og aftur undir linditrjám
skammt frá borgarstjórahúsinu.
Hún hafði þvegið sér í fram-
an og um hendurnar á heimili
konunnar, sem rak búðina, og
burstað föt sín og reynt að
hreinsa úr þeim blóðið, sem bezt
hún gat, og konan hafði selt
henni gamla, slitna skó, sem
voru allt of stórir, en annað var
ekki að hafa. Þegar maðurinn
sá hana ætlaði hann að fara, en
þegar hann bar kennsl á hana
staldraði hann við. Hann var nú
klæddur slitnum, svörtum
frakka, sem hann hafði komizt j
yfir einhvern veginn. Hún minnt j
ist þess, að hann hafði verið í |
gauðrifinni skyrtu, en jafnvel i
svo tötralega klæddur sem hann j
var, fannst henni einhver tign
yfir honum, eins og Tom, og
einhver hraustleikabragur á
honum,’ og hún gerði sér allt í
einu grein fyrir, að það sem
eins og geislaði út frá þeim báð
um hafði þau áhrif á hana fram
ar öðru, hve henni fannst þeir
líkir, þótt bláu augun hans og
hrokkna, dökka hárið minntu
einnig á hann. Það var hvernig
hann bar sig, hvernig hann
horfði á hana.
Andartak horfði hann á hana
og hún hugsaði:
— Slíkri sorg mun ég aldrei
verða vitni að framar. Og hugur
inn fór með eldingarhraða langt
aftur I tímann og hún minntist
hinnar kolsvörtu örvæntingar,
sem hún varð gripin, er henni
barst fréttin um, xað Tom væri
dáinn. Áköf löngun greip hana
til þess að reyna að lina hugar
þjáningar hans, gera eitthvað
honum til hjálpar, en það var
ekkert sem hún gat gert Hún
vissi vel, að er slík sorg hvolfd-
ist yfir mann, var maður einn,
ávallt einn, alla tíð . . .
- Barnið sofnaði, sagði hún.
Ég gaf honum pela. Það lítur
ekki út fyrir, að það sé neitt að
honum.
— Hvar er hann nú?
— Á heimili konunnar, sem
rekur matvöruverzlunina.
— Ég fer til hans til þess að
kveðja hann og held svo áfram.
T
A
R
Z
A
N
Við nálgumst þjóðgarðinn Ito þar sem
dýrum er leyft að reika um án þess að
þeim sé skaði gerður. Hvers vegna hverfa
sum dýrin Tarzan?
SOWE OP IT FOH F007, SOW. \
SPOET AN? M.OST FOK P’ROÍIT!.. J
HUSE ELEPHANTS ttEStCILESSLY ,
SLAUSHTERE? FOU THglRTUCKs!..
SO IT IS WITH RUWOS. OSTRICHES
AM? MANY OTHEK S'-'í.OIES!
Sum vegna fæðunnar önnur vegna þess
að þau eru veidd í íþróttaskyni og önnur
vegna hagnaðarins af þeim. Stórir fílar eru
t.d. miskunnarlaust veiddir vegna tannanna
og sama gildir um margar aðrar tegundir.
Héma erum við komnir. Við förum í gegn
til þess að þú getir séð þessa áætlun í
framkvæmd.
Hún horfði á hann hissa, en
hann skildi hvers vegna hún
horfði þannig á hann og sagði:
— Það er ekkert meira, sem
ég get gert. Það hefir verið
gengið frá öllu. Presturinn sér
um það og nunnumar. Ég ætti
að vera kominn til Loire til þess
að gegna hlutverki mínu.
Og eftir andartaks þögn bætti
hann við:
— Lík hennar bíður greftr-
unar í húsi borgarstjórans. Ég
er búinn að kveðja hana.
Þau gengu þögul saman til
búðarinnar og þau stóðu hlið
við hlið í svefnherberginu inn
af sölubúðinni og horfðu á dreng
inn sem svaf vært í rúmi.
Maðurinn horfði á son sinn
drykklanga stund og sagði svo
lágt: Au revoir, petit.
- Þér hafið ekki spurt mig
að heiti, sagði Anna.
Skólavörðustfg 45
Tökum veizlur og fundi — Ctveg-
um íslenzkan og kfnverskan veizlu
mat Kfnversku veitingasalimir
oonir alla daga frá kl. 11. Pantanir
frá kl 10-2 og eftir kl. 6. Simi
21360.
miw
VI SljR !
v.
KOPAVOGUR
4fgreiðslu VÍSIS í Kópa
vogi annast frú Birna
Karlsdóttir, sími 41168.
Aígreiðslan skráir
nýja kaupendur og
þangað ber að snúa
sér, ef um kvartanir
er að ræða.
HAFNARFJÖRÐUR
Afgreiðslu VISIS í
Hafnarfirði annast frtS
Guðrún Ásgeirsdóttir.
dmi 50641
Afgreiðslan skráis
nýja kaupendur og
þangað ber að snúa
sér, ef um kvartanir
er að ræða.
KEFLAVÍK
Afgreiðslu VtSIS í Kefla
vík annast Georg Orms-
son. simi 1349.
Afgreiðslan skráír
nýja kaupendur og
þangað ber að snúa
sér, ef um kvartamr
I er að ræða.