Vísir - 14.01.1966, Síða 5

Vísir - 14.01.1966, Síða 5
VÍ SIR . Föstudagur 14. janúar 1966. utlönd. í mormm -i H-iWi -i ínprrnr i mor.íun utlönd í morr.ui BOTTOMLEY VARÐ AD HÆTTA VID RHODESIUFERDINA •Heath. Wilson er kominn heim úr Afríkuferðinni. Hann tilkynnti óvænt við heimkomuna í gær- kvöldi, að ekkert yrði úr því, að Bottomley samveldisráðherra færi til Rhodesíu, þar sem Smith hefði sett skilyrði, sem væru „óþolandi“, en Wilson gef í skyn að þau hefðu verið slík, að svo kynni að hafa verið litið á, hefði verið á þau fallizt, að í því fælist viðurkenning á hinni ólöglegu stjóm Smiths. Áður hafði Bottomley talað drjúgt um það, að hann myndi ekki tala við Smith - nema þá sem privatmann. Wilson kvaðst hafa sagt Bottomley í gærkvöldi að koma heim, nema breyting yrði á afstöðu Smiths í nótt. Wilson kvað Smith ávallt hafa getað farið á fund Gardners lá- Tina komin heim Danskt blað birtir þessa mynd og segir í upphafi greinar um barnsránið: Tina litla er komin heim. Mamma hennar á afmæli í dag og allt er gott, en ... SKIPAFRÉTTIR SKIPAUTGCRB RIKISINS M.s. Hekla fer austur um land I hringferð 18. þ.m. VörumótJ;aka í dag til Fáskrúðsfjarðar, Reyðar- fjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Raufarhafnar og Húsavíkur. Farseðlar seldir á þriðjudag. í Og svo bætir blaðið við í fram- ! haldi af þessu stutta orði — en: j í fyrsta lagi hafa tvær mann- i eskjur verið fangelsaðar, örvænt- andi, sjúk ung kona, og maður hennar, enn yngri, sem vægast sagt hlýtur að vera „einfaldur" f meira lagi, o. er þá ekki sterkt að orði kveðið. Og svo er sú stað- reynd, að næstum þriggja mánaða barn getur allt í einu skotið upp kollinum í ókunnu umhverfj í bæ , úti á landi, fyrir augunum á kon- um, sem sjálfai eiga börn, og j þeim sýnt barnið, sem nýfætt ■ barn — án þess neitt sé gep í málinu. og alkunnugt um barns- hvarf. — Og svo reyndist það vera karlm; sem kom lögregl- unni á sporið . . . varðs landstjóra Breta f Rhode- siu, ef hann hefði einhverjar tíl- lögtir fram að bera varðandi lausn deilunnar, en það hefði hann ekki gert, og taldi Wilson það sönnun þess, að tal Smiths um samkomulagsvilja væri inn- antóm orð. Smith lét tilkynna þremur þing- mönnum krata, að þeir yrðu að fara úr landi tafarlaust fyrir brot á settum reglum. Voru þetta þing- menn þeir sem hendur voru lagðar á. Tveir þeirra voru í Bulawao, er þetta var tilkynnt, — kváðust þeir ekki fara fyrr en á laugardag sam- kvæmt áður gerðri áætlun, enda hefðu þeir ekki fengið neina fyrir- skipun um að hverfa úr landi. Þriðji þingmaðurinn var farinn, er brottvísunarfréttin barst. Smith skoraði í gær á íhalds- þingmann nokkurn sem er í Rhode siu, að skýra frá hvaða heimild hann hefði fyrir því, að Rhodesiu- her hefði neitað að framkvæma fyrirskipun um, að handtaka Gardner landstjóra daginn, sem lýst var yfir sjálfstæði Rhodesiu. Kvað Smith þetta uppspuna og róg. íhaldsþingmaðurinn neitaði að skýra frá heimildinni og kvaðst ekki taka neitt aftur af þvl, sem hann hafði sagt. Heath kominn . heim frá Asíu. Edward Heath leiðtogi stjómar- andstöðunnar er kominn heim úr Asíuferðinni, en I henni ræddi hann við marga leiðtoga. Hann sagði við , heimkomuna í gærkvöldi, að hann j hefði hvergi í ferð sinni heyrt háværar raddir um að beita skyldi valdi í Rhodesiu. Um Vietnam sagði hann, að bú- ast mætti við hörðum átökum og löngum. Sambúð ríkisstjóma Indlands og Bretlands kvað Heath mjög slæma og kenndi Wilson um. Auknar refsi- aðgerðir. Wilson hefir boðað auknar við- skiptalegar aðgerðir gegn Rhode- siu innan fárra daga — og hvaða skilyrði stjóm hans setji fyrir samkomulagsumleitunum. Mjög er um það rætt hver verði afstaða íhaldsflokksins. Hún hefur verið talin harðnandi og a því er efnahagsaðgerðir varðar er búið að segja: Hingað og ekki lengra. Bottomley og Wilson. - **■. iÍ&*. .** ii.' ' BINGÓ - BINGÓ Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt hefur nýársfagnag í Sjálfstæðishús- inu mánudaginn 17. þ. m. kl. 8,30 e. h. D A G S K R Á : Frú Auður Auðuns forseti borgarstjómar flytur ávarp. Bingó spilað. Margir ágætis munir verða veittir í verðlaun þ. á m. vetrarferð meg Gullfossi til Kaupmannahafnar. — Kaffihlé verður, síðan haldið áfram spilinu og verðlaun veitt. — Allt sjálfstæðisfólk vel- komið á Bingóspilið meðan húsrúm leyfir. — Aðgangur ókeypis. Fjölmennið. STJÓRNIN. Þjóðlagakynning HEIMDALLUR F. U. S. efnir til þjóðlagakynningar í Félagsheimili Heimdallar í kvöld og hefst hún kl. 8,30. — Kynninguna annast Heimir Sindrason og Jónas Tómasson. ÖLLUM HEIMILL AÐGANGUR. FJÖLMENNIÐ. HEIMDALLUR F.U. S.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.