Vísir - 14.01.1966, Side 7

Vísir - 14.01.1966, Side 7
VÍSIR . Föstudagur 14. janúar 1966. 7 Bnmatjón fasteigna í Reykjavík nam tæpam 2 millj. króna s.l. ár, en nær 13 millj. 1964 Verðmæti fasteigna i Reykjavík 14800 millj. króna samkvæmt brunabótamati Samkvæmt brunabótamati nam verðmætS fasteigna í Reykjavík 14800 milljónum króna á árinu sem leið, en í Kópavogi, Seltjarnamesi og Mosfellssveit samanlagt 1400 millj. kr. Brunatjón á fasteignum í Reykjavík nam árið 1964 tæp- um 13 millj. kr. en á s.l. ári væntanlega innan við 2 millj. kr. Þessar upplýsingar gaf Val- garð Thoroddsen slökkviliðs- stjóri í viðtali sem Vísir átti við hann fyrir skemmstu um brunavarnir í Reykjavík og ýmsa starfsemi slökkviliðsins. Hann skýrði ennfremur frá að brunabótaiðgjöld í Reykjavík hefði numið um 13 millj. kr. á s.l. ári, en kostnaður við slökkviliðið og slökkvistöðina sem næst 12 millj. kr. Valgarð Thoroddsen sagði að störf slökkvistöðvarinnar væru tvíþætt. Þau væru annars vegar fólgin í því að reyna að hindra eldsupptök með eftirliti, hins vegar að slökkva sem, þrátt fyrir allt eftirlit, kvikna. Breytingar gerðar í heimildarleysi — í hverju er eftirlitið fólgið? — Það er fólgið í athugun á brunahættulegum stöðum, slökkviútbúnaði o. fl. Ennfrem- ur í því að yfirfara allar húsa- teikningar. sem lagðar eru fyrir bygginganefndir, svo og að gera athugun á breytingum, sem óskað er eftir á eldri bygg- ingum. Stundum eru breytingar framkvæmdar án nokkurrar heimildar og hefur þá oft og einatt komið í ljós hið furðu- lega gáleysi, þar sem fjölda manns er stefnt í hreina lífs- hættu ef eldsvoða ber að hönd- um. Hér er um mikið vandamál að ræða, og það væri hörmulegt ef koma þyrfti til stórslysa í eldsvoðum til að rumska við viðkomandi mönnum og benda þeim á óhæfuna, sem þeir hafa ráðizt í með gáleysi sínu. Sjö slökkvibílar og 40 brunaverðir — En hvað segirðu mér um hið raunverulega slökkvistarf og rekstur slökkvistöðvarinnar. — Rekstur hennar er að sjálfsögðu aðal kostnaðarliður- inn. Við höfurh 40 fastráðna brunaverði, auk varaliðs. — Hvað hafið þið marga slökkvibíla til umráða? — Þeir eru sjö. Auk þess annast brunaverðir akstur þriggja sjúkrabifreiða, sem eru í eigu Rauða krossins, en í vörzlu slökkviliðsins, og að öllu leyti reknar af því. — Hvað geturðu sagt mér um daglega starfsemi eða annir slökkviliðsins? Er mikið að gera hjá ykkur? Tuttugu sjúkraflutn- ingar á dag. — Á árinu sem leið voru til jafnaðar 20 sjúkraflutningar á dag, en brunaútköll voru til jafnaðar þrjú á hverja tvo daga ársins. Mestur hluti sjúkraflutninga, eða um 90% þeirra eru flutn- ingar á sjúku fólki milli heimila og sjúkrahúsa, en um 10% — eða sem næst 2 flutningar á dag — vegna slysa eða nauð- synjar á bráðri læknisaðgerð. — Urðu nokkur banaslys á s.l. ári af völdum eldsvoða í Reykjavík? Viðtal við Valgarð Thoroddsen slökkviliðs- stjóra — Nei, engin. Hins vegar má segja að hurð hafi skollið nærri hælum í tvö skipti. En það gerðist annar hörmulegur at- burður þegar slökkviliðsbifreið og fólksbifreið rákust saman með þeim afleiðingum að stjórnandi þeirrar síðarnefndu lézt af völdum árekstursins. Það voru ill forlög, sem breyttu meintu björgunarstarfi bruna- varða við konu, læsta inni i reykfylltu herbergi, i þennan sorglega atburð. Samningar við nær- liggjandi byggðir. — Slökkviliðið sinnir slökkvi starfi víðar en í Reykjavlk? — Já, samkvæmt samningum. sem gerðir voru á s.l. ári, er slökkvilið Reykjavíkur ekki eingöngu fyrir Reykjavikur- borg, heldur einnig jafnmikið fyrir Kópavog, Seltjarnarnes og Mosfellssveit. Þessir fjórir að- ilar greiða kostnað slökkviliðs- ins eftir meðaltali af hlutfalli íbúatölu og verðmætis fast- eigna, þó þannig að Reykjavík ein leggur fram allan fjárfest- ingarkostnað, nýjar byggingar og nýjar slökkvibifreiðir, en að- ilar síðan árlega fjármuna- kostnað vegna þessa. íbúatala á þessu svæði er nú tæplega 90 þúsund, og eru íbú- ar allir að sjálfsögðu jafn rétt- háir um þjónustu og aðstoð frá hendi slökkviliðsins. Skjót viðbrögð við slys og eldsvoða — Svo ég víki aftur að dag- legri starfsemi slökkviliðs- manna, langar mig að spyrja hvort þeir séu ekki jafnan í mikilli hættu, t. d. vegna mikils aksturshraða, oft í mikilli um- ferð og við önnur óhagstæð akstursskilyrði? — Þau björgunarstörf, sem slökkviliðinu ber að sinna, krefjast hraða. Þó er ekki þar með sagt að slökkviliðs- eða sjúkrabifreiðir þurfti ávallt að vera sérstaklega fljótar í förum. Við megnið af sjúkraflutning- um má aka hljótt og rólega. Við athugun á þessu atriði frá árinu 1965 eru það til jafnaðar 18 ferðir á dag, þar sem ekki er þörf á hröðum akstri. Hins vegar eru það til jafnaðar tvær sjúkraferðir á dag, við slys eða við nauðsyn á að sjúklingur komist skjótlega undir læknis- hendi, að nauðsynlegt er að aka eins hratt og aðstæður leyfa. — Og alltaf við brunakvaðn- ingar? — Já, þær krefjast þess í flestum tilfellum að ekið sé hratt á brunastað. Stundum vit- um við reyndar fyrirfram að lítil hætta er á ferðum. en í mörgum tilvikum vitum við ekki hvaða tjón geti hlotizt af brunanum, hvorki eignatjón né tjón á mannslífum, og þá getur hverrar mínútu töf orðið afdrifa rík. Ákvæði umferðarlaga og skyldustörf slökkvi- liðsins. Á leið frá brunastað er á- vallt tekið eftir almennum um- ferðarreglum, án hinna sér- stöku Ijóss- eða hljóðmerkja. — Eftir hvaða reglum farið þið annars í umferðinni þegar mikið er — eða virðist vera — í húfi? — Slökkviliðinu eru settar ákveðnar akstursreglur, byggð ar á ákvæðum umferðarlaga. Valgarð Thoroddsen slökkviliðsstjóri. Þar er tekið fram að bifreiðir slökkviliðsins skuli aldrei aka hraðar heldur en almennar umferðarreglur geri ráð fyrir, nema brýna nauðsyn beri til vegna skyldustarfa. Þegar víkja þurfi frá hinum almennu umferðarreglum, þá sé það að- eins heimilt ef notuð séu ljós- og hljóðmerki og auk þess sér- stakrar varúðar gætt, svo og að hægt sé á ferð við gatnamót, þar sem umferðarljós bjóða al- menna stöðvunarskyldu. Auk þess skuli ökumaður slökkvi- bifreiðar ávallt, fara eftir á- bendingum lögreglu þar sem hún stjórnar umferð á leið hans. Viðurlög við töfum hindruðu slökkviliðs- menn — Stundum hefur komið til árekstra og jafnvel slysa í því- líkum tilvikum? — Það kemur því miður all- oft fyrir að ökumenn almennra fólks- eða vörubifreiða virða ekki þann forgangsrétt, sem slökkvi- og sjúkrabifreiðar hafa í umferðinni, víkja þá ekki út að vegbrún, eða jafnvel fara í kappakstur við bifreiðar okk- ar. Slökkvibifreiðar eru þung- byggðar og geta ekki náð mikl- um hraða. Það er því lítill vandi fyrir aðrar bifreiðar að þjóta fram fyrir þær og tefja fyrir þeim á ýmsan hátt. Þetta skapar stórkostlega hættu f umferðinni, auk þess sem tafir af vöidum þessa geta orsakað það, að ekki tekst að komast tímanlega á bruna- eða slysstað til að afstýra tjóni. Sá, eða þeir, ökumenn, sem á þennan eða annan hátt hindra eða tefja fyrir ferðum slökkvi- liðsins, gera sér ekki grein fyrir hvað í húfi getur verið. Ef til vill er það þeirra eigið heimili, eða einhver þeirra nánustu. sem í hættu er staddur. Eða þá að fjöldi manns væru lokaðir inni í eldgildru og hver sek- únda gæti þýtt líf eða dauða. — Tafir eða hindrun á starfi slökkviliðsmanna eru ekki að- eins vítaverð, heldur og hegn- ingarverð — er ekki svo? — Jú, og mér finnst full á- stæða til að taka mjög hart á slíkum brotum, jafnvel í þeim tilvikum sem þau koma ekki verulega að sök eða valda tjóni. Maður veit aldrei hvað í húfi er. — Hvaða viðurlög eru við því að gabba slökkviliðið? — Ef um krakka eða ung- linga er að ræða, höfum við látið nægja að veita þeim áminn ingu og benda þeim á siðleysið og hættuna sem stafað getur af framferði þeirra, En séu fullorðnir menn hins vegar staðnir að því að gabba slökkviliðið, gerum við ævin- lega þá kröfu á hendur þeim að þeir greiði kostnaðinn við út- kall slökkviliðsins að fullu. Hver kvaðning kostar 10 þúsund kr. — Hvað er kostnaðurinn við hvert útkall mikill? — Það fer mjög eftir atvikum í hvert sinn. Stundum er hann mikill, í önnur skipti tiltölulega lftill. Við reiknuðum út í fyrra að meðalkostnaður við útkall nemi um 10 þús. kr. Gabb- kvaðningar eru þó venjulega ekki nærri eins kostnaðarsamar, kosta venjulega frá 2 og allt að 6 þús. kr.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.