Vísir - 14.01.1966, Page 11
VlSIR . Föstudagur 14. janúar 1966.
77
Sigurþór Jakobsson leikur mei enska
áhugamannaliðimi Dulwich Hamlet
Sigurþór Jakobsson hinn kunni knattspymu-
maður úr KR og landsliðinu, hefur nú fengið leyfi
frá KSf og enska Knattspyrnusambandinu til að
leika með enska áhugamannaliðinu DULWICH
HAMLET, en það lið er í sama hverfi og skóli sá
er Sigurþór gengur í til myndlistamáms.
Hið fræga enska atvinnu-
mannalið Crystal Palace er
einnig í sama hverfi, og var
Sigurþóri boðið að æfa með
því liði en vegna þess, að
æfingartímar atvinnumánn-
anna eru eftir hádegi, varð
hann að neita því góða boði,
og æfa heldur með áhuga-
mönnunum, sem hafa hent-
ugri æfingatíma.
Dulwich Hamlet leikur í
hinni frægu Isthmian 'League,
en það er deildarkeppni, milli
20 sterkustu áhugamannaliða
Englands og í henni keppa t.
d. Hendon bikarmeistarar
1965 og 1960 og mörg önnur
fræg áhugamannalið.
Enska landsliðið sem lék
íslendinga svo grátt hér 1963
var nær allt úr liðum, sem
leika í þessari keppni.
Dulwich Hamlet hefur
gengið mjög illa undan farin
ár og nú er liðið í 15 sæti,
en keppnin er svo til ný
byrjuð og nokkrum leikjum
hefur þurft að fresta vegna
veðurs. Enska blaðið South
London press, segir frá því
með stórri fyrirsögn 7. janúar
s.l. að Sigurþór muni spila þá
um kvöldið með liðinu, en
fréttir af þeim leik né umsagn
ir blaða hafa ekki borizt, þeg
ar þetta er skrifað. Annar KR
ingur Sæmundur Bjarkan æf-
ir einnig með Dulwich Haml-
et og hefur leikið nokkra leiki
með Cliðinu við góðan orðstfr
Þeir Sæmundur og Sigurþór
njóta mjög góðrar fyrir-
greiðslu hjá Englendingum,
sérstaklega hjá þeim er heim-
sótt hafa Island í knattspyrnu
keppni, var þeim t.d. boðið í
veizlu hjá Middlesex Wander
ers, þar sem samankomnir
voru helztu forustumenn
knattspymumála f Englandi
og formenn sérsambanda alls
staðar að úr heiminum. Þótti
mikill heiður f þvf að vera
boðinn í þessa veizlu, sem í
vom um 300 manns.
Sexþrautarkeppni KR
LANDSLIÐIÐ I
HANDKNATTLEIK
FARIÐ UTAN
í gær fór íslenzka landsliðið í
handknattleik utan, en liðið keppir
á sunnudag i Gdansk við Pólverja
en þar taka Pólverjar við hópnum
í HM í handknattleik. I dag verður
haldið af stað til Varsjár fljúgandi,
og farið með jámbrautarlest mjög
hraðskreiðri til Gdansk, sem mun
vera 400 km. leið og tekur ferðin
milli þessara staða rúma 3 tíma.
Pólverjar veittu litlar sem engar
upplýsingar um annað varðandi
móttökumar þrátt fyrir fyrir-
spumir.
Á miðvikudaginn heldur íslenzka
liðið áfram í HM og þá eru mót-
herjamir Danir, sem er þriðji aðil-
inn í þessum riðli. Verður þá keppt
í Nyborg og er fyrir löngu uppselt
á leikinn og Danir talsvert sigur-
vissir.
Lið Dana hefur verið valið og
aðeins ein breyting gerð á liðinu
sxðan það vann Noreg um jólin
með 19:9. Liðið lítur þannig út:
Erik Holst, Árhus KFUM, Leif
Gelvad, AGF, Jorgen Vodsgaard,
Árhus KFUM, Ole Sandhoj, Skov-
bakken, Gert Andersen, HG,
Jorgen Petersen, HG, Mogens
Cramer, Helsingor, Klaus Kaae,
Arhus KFUM, Max Nielsen, MK
31, Iwan Christiansén, Árhus
KFUM, og Jorgen Peter Hansen,
Tamp
Varamenn: Uffe Madsen, Tarup,
og Arne Andersen, Efterslægten.
1. hluti.
Sexþrautarkeppni KR, í karla-
flokki, hófst f KR-húsinu á mið-
ivikudag 12. jan. Fyrsta keppnis-
greinin var langstökk án atrennu.
Þátttaka var allgóð, — tíu menn
mættu til leiks. Keppnin var mjög
tvísýn, og skemmtileg. Nýkjörinn
íþróttamaður ársins 1965, Valbjöm
Þorláksson, tók forystuna strax í
fyrstu umferð keppninnar og hélt
henni allt til loka. Var sigur hans
öruggur og aldrei í hættu. í öðru
og þriðja sæti urðu hinir lands-
þekktu langstökkvarar Olfar Teits
son og Einar Frímannsson. Ungur
stúdent, Niels Siemsen, kom á ó-
vart með ágætum árangri. Fleiri
nýliðar vöktu athygli. Þeir Ólafur
og Bjöm Sigurðssynir ættu að geta
náð langt í framtíðinni, ef þeir
leggja rækt við æfingamar.
Segja má, að sexþrautarkeppnin
hafi farið vel af stað og árangur
verið athyglisverður og jafn. Frjáls
íþróttadeild KR hvetur alla þá
íþróttamenn, sem tóku þátt í fyrsta
hluta keppninnar, að sækja vel
æfingar deildarinnar og mæta til
sexþrautarkeppninnar næstu fimm
miðvikudaga í KR-húsinu kl. 18.55.
Nýir félagar eru ætíð velkomnir!
Úrslit f 1. hluta, langstökki án
atrennu:
1. Valbjörn Þorláksson 3.04 m
1 tilraun.
2. Úlfar Teitsson 2.98 m. 2. tilr.
3. Einar Frímannsson 2.88 m.
1. tilraun.
4. Niels Siemsen 2.87 m. 1. tilr.
5. Guðjón Guðmundsson 2.86 m.
2. tilraun.
6. Gestur Þorsteinsson 2.85 m.
3. tilraun.
7. Ólafur Guðmundsson 2.84 m.
1. tilraun.
8. Þórarinn Ragnarsson 2.83 m.
2. tilraun.
9. Ólafur Sigurðsson 2.79 m.
5. tilraun.
10. Bjöm Sigurðsson 2.77 m. 6.
tilraun.
(Aðeins 5 cm skildu að 3. og 8.
mann!) iK<‘
Stjóm FKR.
Sigurþór Jakobsson
Ieikur knattspyrnu í Englandi
í frítímum frá listaskólanum.
PÓLLAND — ÍSLAND:
Landsliðið valið / gær
Landsliðið í körfuknattleik var
valið endanlega í gærkvöldi, en
Hðið leikur sína fyrstu landsleiki
um og eftir helgina við Pólverja í
Laugardalshöllinni.
j
Liðið er þannig skipað:
Birgir Birgis, Ármanni,
Davíð Helgason, Ármanni,
Agnar Friðriksson, iR,
Birgir Jakobsson, ÍR,
Hólmsteinn Sigurðsson, IR,
Ólafur Thorlacius, KFR,
Einar Bollason, KR,
Kolbeinn Pálsson, KR,
Hjörtur Hansson, KR,
Gunnar Gunnarsson, KR.
Kristinn Stefánsson, KR, slasað-
ist fyrir nokkrum dögum, skarst
á hendi og verður líklega ekki j
með, en annars hefði hann leikið
í stöðu miðherja í liðinu. Mögu-
leiki er þó á að hann verði með a.
m. k. í seinni leiknum.
Pólverjarnir koma hingað á
morgun (laugard.) og leika fyrri
leikinn á sunnudaginn, en síðari
leikinn á þriðjudag. Forsala að-
göngumiða hófst í morgun og eru
miðar seldir í bókaverzlunum Lár-
usar Blöndal f Vesturveri og á
Skólavörðustíg.
Evrópubikarinn:
FH - DUKLA
VALUR - DHFK
• Tvö Norðurlandalið, fimm austantjaldslið. Það eru liðin,
sem mætast í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í hand-
knattleik. 1 fyrrakvöld var dregið um hvaða lið mætast í
3. umferð og fór drátturinn fram í París. Voru félögin dregin
í þessari röð:
R.K. Zagreb, Júgóslavía - DHFK LEIPZIG
FH - DUKLA, Prag
Honved, Búdapest — Grasshoppers, Ziirich
Redbergslid, Gautaborg - SLASK, Póllandi
Liðin, sem talin eru á undan eiga heimaleikinn fyrst, en
leikimir eiga að fara fram á tímabilinu 29. jan. - 27. febr n.k.
• í Evrópubikarkeppni kvenna eru Valsstúlkurnar meðal
8 liða sem enn eru eftir. Þar hefur einnig verið dregið og var
röðin þessi:
HG, Kaupmannahöfn — Trud, Moskvu
Bayer, Leverkusen - Spartak, Prag
Sofia — Startacus, Budapest
Valur - DHFK, Leipzig.
• Félagið sem Valur fær er með lið einnig í karlakeppn-
inni eins og sjá má, en Island er eitt þriggja þjóða sem á lið
eftir f báðum keppnunum.
Dómari í leik Vals og DHFK hér í Reykjavík verður Norð-Í
maðurinn Knut Nilsson frá Oslo, en seinni leikinn dæmir|
dómari með því ágæta nafni Suslov.
• Hafnfirðingar voru bæði ánægðir og óánægðir þegar
þau tíðindi bárust þeim að þekktasta handknattleikslið
heims ætti að leika gegn þeim. „Að vissu leyti er ég ánægð-
ur“, sagði Hallsteinn Hinriksson. „Þarna höfum við toppinn
í handknattleik og nú fáum við þó örugglega að vita hvar
við stöndum“, sagði hann.